Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
13
Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, v»r nýlega á ferðalagi um Bandaríkin
og ræddi við ráðamenn í Washington, meðal annars Ronald Reagan, forseta.
Hér sést Willoch (t.v.) með Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna.
Gro Harlem Brundtland, formaður
norska Verkamannaflokksins, segir
að flokkur sinn fylgi sömu stefnu í
eldflaugamálinu og þýskir jafnaðar-
menn en í greininni er á það bent, að
á stefnu bræðraflokkanna sé grund-
vallarmunur.
palla og geymslur undir eldflaug-
arnar hitnaði verulega í kolunum.
Umræðum var skotið á frest fram
yfir sumarleyfi að gömlum og góð-
um norskum sið. Þegar þing kom
saman að nýju síðastliðið haust,
ákvað forysta Verkamannaflokksins
að láta undan þrýstingi innan
flokks. Gro Harlem Brundtland
beitti rökum sem ég hef aldrei skilið
og lýsti því yfir, að nú vildi Verka-
mannaflokkurinn fresta greiðslu á
fjárframlagi Norðmanna.
Káre Willoch, forsætisráðherra,
og Gro Harlem Brundtland deildu
harkalega á opinberum vettvangi
um stefnubreytingu Verkamanna-
flokksins. Reynt var að ná
samkomulagi um málamiðlun en
það mistókst og þess vegna kom til
hinnar tvísýnu atkvæðagreiðslu í
stórþinginu sem áður er lýst.
Menn hafa brugðist misjafnlega
við niðurstöðum atkvæðagreiðsl-
unnar. Willoch sagði að Verka-
mannaflokkurinn væri kominn í
andstöðu við stefnu Atlantshafs-
bandalagsins sem hefði verið mótuð
með virkri þátttöku hans á meðan
hann var við völd. (Með þessum orð-
um vísaði Willoch ekki síst til mik-
ilvægs þáttar Johan Jörgen Holsts í
öllum umræðum um málið innan
NATO, en hann var í desember 1979
aðstoðarmaður norska varnarmála-
ráðherrans.) Harðari gagnrýnendur
Verkamannaflokksins hafa sakað
stjórnendur hans um að vera komn-
ir inn á braut sem muni að lokum
leiða þá til andstöðu við aðild Nor-
egs að Atlantshafsbandalaginu.
Gro Harlem Brundtland heldur
fast við þá skoðun, að Verkamanna-
flokkurinn hafi hvorki snúist gegn
„tvíþættu ákvörðuninni" né bognað í
stuðningi við Atlantshafsbandalag-
ið.
Einar Förde, varaformaður
Verkamannaflokksins, dró upp
skýrustu myndina af erfiðleikum
flokksins í grein í Aftenposten.
Förde viðurkenndi að mikil hætta
væri á klofningi í flokknum. Með
hliðsjón af sveitarstjórnarkosning-
um í september 1983 taldi Förde að
leggja ætti ofurkapp á samstöðu
innan flokksins. Þar skipti mestu að
ná saman um „tvíþættu ákvörðun-
ina“.
Málamiðlun í
Verkamannaflokknum
Til að sætta hin andstæðu sjón-
armið innan Verkamannaflokksins
var sett á laggirnar nefnd skipuð
fulltrúum hinna ólíku viðhorfa til
eldflauganna. Nefndin sendi frá sér
skýrslu í janúar og hefur flokksfor-
ystan nú lýst yfir stuðningi við
niðurstöður hennar. Odvar Nordli,
fyrrum forsætisráðherra, varð að
taka á til að geta kyngt þeim í nafni
flokkseiningar. Tillögur nefndarinn-
ar eru mjög í ætt við sjónarmið Sov-
étmanna í eldflaugamálinu, en ýms-
ir telja að í þeim sé þó glufa er veiti
flokknum færi á að styðja sam-
komulag Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna um eldflaugarnar, þótt í
því felist að einhverjum bandarísk-
um eldflaugum verði komið fyrir í
Vestur-Evrópu.
Gro Harlem Brundtland hefur
látið í veðri vaka, að tillögur Verka-
mannaflokksins séu í samræmi við
hugmyndir jafnaðarmanna í Vest-
ur-Þýskalandi. Á þessu tvennu er þó
grundvallarmunur. Norski Verka-
mannaflokkurinn vill að kjarnorku-
vopn séu „fryst" og hætt verði und-
irbúningi undir móttöku bandarisku
eldflauganna. Þýskir jafnaðarmenn
hafna þessu hvoru tveggju á þeim
forsendum að með slíkum aðgerðum
yrði dregið úr þrýstingi á Sovét-
menn og þar með líkum á tilslökun-
um af þeirra hálfu.
Eftirleikurinn
Ríkisstjórn Káare Willochs hefur
ráðist harkalega á Verkamanna-
flokkinn fyrir að snúa baki við „tví-
þættu ákvörðuninni“ sem flokkur-
inn hafi mótað með öðrum. Willoch
er þó mildari í árásum sínum á frú
Brundtland en við mátti búast þar
sem hann veit, að hann kann að
þurfa á stuðningi hennar að halda
ef Sovétmenn og Bandaríkjamenn
ná samkomulagi. Komi það til at-
kvæða á stórþinginu vill forsætis-
ráðherra að stuðningur við það
verði eins víðtækur og frekast er
kostur.
Nái Bandaríkjamenn og Sovét-
menn ekki saman fyrir árslok mun
endanlega sjóða upp úr. Þá krefst
Verkamannaflokkurinn þess áreið-
anlega að frestað verði framkvæmd-
um við að koma bandarísku eld-
flaugunum fyrir. Líklegt er að þing-
menn úr Kristilega þjóðarflokknum
og Miðflokknum muni slást í hóp
þingmanna Verkamannaflokksins.
Willoch hefur sagt, að fyrr muni
stjórn sín segja af sér en hverfa frá
stuðningi við stefnu Atlantshafs-
bandalagsins.
f stuttu máli munu deilur um
Evrópueldflaugarnar harðna í Nor-
egi þar til samningar takast milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Ég tel, að samið verði fyrir árslok,
reynist sú spá röng er erfitt að átta
sig á því hvað kann að gerast hér í
Noregi. En slitni upp úr viðræðun-
um í Genf verða atburðir í Noregi
alls ekki í sviðsljósi, augu allra
munu beinast að ástandinu í ríkjum
á meginlandi álfunnar.
Mosfellssveit:
Sýningar í skólum um helgina
Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit
og Varmárskóli efna til sýningar í
skólunum sunnudaginn 27. febrúar
næstkomandi kl. 14—18, segir í
fréttatilkynningu frá skólunum.
Tilefnið er, að á þessu skólaári
eru 6 ár liðin siðan kennsla hófst í
Brúarlandi og þar með var fast
skólahald tekið upp í Mosfellssveit.
Nemendur hafa unnið að verk-
efnum tengdum sögu sveitarinnar,
lífríki, menningar-, heilbrigðis- og
atvinnumálum. Einnig hefur sér-
stök áhersla verið lögð á verkefn-
ið: Skólahald í Mosfellssveit fyrr
og nú.
Á meðan sýningin verður opin
munu nemendur standa fyrir ýms-
um atriðum í skólunum, verða þar
fluttir leikþættir, viðtöl af
hljómböndum, skyggnusýningar,
tónlist sungin og leikin ásamt
fleiru.
Sérstaklega verður boðið til
þessarar hátíðar öllum þeim nem-
endum sem voru í skólanum
1922—23 og til náðist nú. Þeir
voru þá 27 talsins, en nú eru um
880 nemendur í skólunum.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksíns
í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar
Bragi
Michaelsson
er fulltrúi ungs fólks í Reykjaneskjördæmi.
Bragi hefur þekkingu og reynslu í sveitar-
stjórnarmálum.
Bragi er talsmaöur hins frjálsa framtaks og
einkarekstrar.
Bragi er baráttumaður jafns atkvæöisréttar
öllum þegnum til handa.
Minnum á utankjörstaöarkosningu fram aö kjördegi.
Kosningasímar Braga eru: 46533 — 46544.
Stuðningsmenn Braga.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600