Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 27
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 27 Sýning Steingríms gengur vel „ÞETTA hefur gengið aldeilis ágætlega. Hér hefur verið mjög gestkvæmt og margar myndir hafa selst,“ sagði Steingrímur Sigurðs- son, listmálari, í samtali við Morg- unblaðið, en þessa dagana stendur vfir sýning hans í Ásmundarsal viö Freyjugötu. I»ar sýnir listamaður- inn 79 málverk, olíumyndir, pastel- og vatnslitaverk, og eru flestar myndirnar málaðar á síðustu mán- uðum. Sextíu og þrjú verkanna voru til sölu. Sýning Steingríms stendur til þriðjudagskvölds í næstu viku, nema hvað dagurinn í dag dettur út vegna fundahalda arkitekta í Ásmundarsal. „Á þriðjudags- kvöldið klukkan 21 fæ ég góða Hjónin Ágústa Ágústsdóttir og Gunnar Björnsson ásamt Steingrími Sig- urðssyni, en þau munu leika og syngja á sýningu Steingríms á þriöju- dagskvöld. gesti í heimsókn," sagði Stein- grímur, „því ég hef komið mér hér upp „ragtimepíanói", og þau hjónin séra Gunnar Björnsson og Ágústa Ágústsdóttir ætla að koma hingað og leika og syngja fyrir gesti þetta síðasta kvöld. Gunnar hefur áður leikið á sýn- ingum hjá mér, svo sem á Isa- firði og í Sjómannastofunni á Bolungarvík, þetta er öðlings- maður og tónsnillingur." Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins á Reykjanesi um helgina Kádstefna Heimdallar um atvinnumál í dag kl. 14.00: Ellefu framsögumenn fjalla um möguleika á atvinnurekstri I’RÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi fer fram í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Kjörstaðir eru opnir í dag frá kl. 13—19 og sunnudag kl. 10-20. Atkvæð- isrétt í prófkjörinu hafa allir stuðn- ingsmenn Sjálfstæöisflokksins sem búsettir eru í Reykjaneskjördæmi og hafa kosningarétt í þeim kosningum til Alþingis sem í hönd fara. Auk þeirra þeir félagsmenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjaneskjördæmi er náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana og búsettir eru í kjördæminu. Kosning fer þannig fram að kjós- andinn kýs ákveðinn mann í ákveðið sæti framboðslistans. Skal þetta gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á prófkjörsseðl- inum og tölusetja í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboðslist- ann. Kjósandi skal á þennan hátt kjósa 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færrí. Ef út af er brugðið er sá atkvæðaseðill ógildur. Kjörstaðir eru: Kjósarsýsla: Ás- garður, Kjós. Þar er aðeins kosið laugardag. Fólkvangur, Kjaiarnesi, þar er aðeins kosið sunnudag. Hlé- garður, Mosfellssveit, báða dagana. Seltjarnarnes: í félagsheimilinu, Kópavogur: Hamraborg 1, 3. hæð. Garðabær og Bessastaðaheppur: Lyngás 12, Garðabæ. Hafnarfjörður: Sjálfstæðishúsið, Strandgötu 29. Keflavík: Sjálfstæðishúsið Hafnar- götu 46. Njarðvík og Hafnarhreppur: Sjálfstæðishúsið Hólagötu 15. Grindavík: Festi. Gullbringusýsla: Miðneshreppur, leikvallarhúsið, Gerðahreppur: samkomuhusið. Vatnsleysustrandarhreppur: Glað- heimar Vogum, þar er aðeins kosið sunnudag. HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gengst í dag, laugardag, fyrir ráð- stefnu um möguleika ungs fólks á atvinnurekstri í Reykjavík. Ráð- stefnan veröur haldin í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 og hefst hún klukkan 14 og stendur til klukkan 19. Að sögn Árna Sigfússonar, formanns Heimdallar, er ráð- stefnan öllum opin, en þó er sér- staklega vænst þátttöku ungs fólks sem hugleiðir að stofna til atvinnureksturs í einhverri mynd í Reykjavík. Sagði Árni að á ráð- stefnunni myndu framsögumenn leitast við að kynna möguleika á stofnun atvinnufyrirtækja í ein- staka atvinnugreinum, en auk þess verða kynnt ýmis undirstöðu- atriði sem nauðsynlegt er að gera ráð fyrir, þegar stofnað er til at- vinnureksturs. Sagði Árni að stefnt væri að því að hafa framsöguræður stuttar, en að þeim loknum myndu starfa upplýsingahópar, þar sem þátt- takendur gætu leitað frekari svara hjá einstaka framsögumönnum. Að setningu ráðstefnunnar lok- inni talar Sigmar Ármannsson, lögfræðingur Landsambands iðn- aðarmanna, um gildi smáfyrir- tækja fyrir atvinnureksturinn, en að máli hans loknu talar Jón Er- lendsson verkfræðingur, forstöðu- maður upplýsingaþjónustu Rann- sóknarráðs, en hann mun í erindi sínu leita svara við spurningunni um það, hvernig menn fara að því að finna hugmyndir. Næstur mun Haukur Þór Hauksson kaupmað- ur, fjalla um stofnun og uppbygg- ingu fyrirtækja. Að lokinni um- fjöllun um lánamöguleika fyrir- tækja, mun Magnús L. Sveinsson, formaður atvinnumálanefndar borgarinnar, ræða um hlutverk Reykjavíkurborgar við uppbygg- ingu atvinnurekstrar. Síðan mun Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fræðslu- og út- breiðsludeildar Iðntæknis, fjalla um verktakaiðnað, en að máli hans loknu mun Guðlaugur Stef- ánsson, hagfræðingur Lands- sambands iðnaðarmanna, fjalla um þj'onustuiðnað. Síðan mun dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, ræða um framleiðsluiðnað, þá mun dr. Jak- ob Sigurðsson ræða um fisk- vinnslu og útgerð og loks ræðir Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda, um loðdýra- rækt. Þá verður fjallað um heil- dverslun, umboðsverslun og smá- söluverslun og mun Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands sjá um þá umfjöllun, en síðan mun Pétur J. Eiríksson, hagfræðingur, ræða um Reykjavík sem þjónustu- miðstöð. Að loknum framsöguerindum mun þátttakendum verða skipt niður í umræðuhópa eftir áhuga- sviði, þar sem þeir geta leitað upp- lýsinga hjá framsögumönnum. Áætlað er að ráðstefnunni ljúki klukkan 19. Ráðstefnustjóri verð- ur Sigurbjörn Magnússon. Sjálfstæöisflokkurinn: Síðari hluti prófkjörs á Aust- urlandi í dag SÍÐARI dagur prófkjörs sjálfstæð- ismanna í Austurlandskjördæmi er í dag, en fundur hefur verið boðaður í kjörnefnd og kjördæmisráði flokks- ins á morgun, sunnudag, kl. 16 í Vegaveitingum, en þar verður geng- ið frá framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Kjörstaðir hafa verið auglýstir, en hægt verður að kjósa utan- kjörstaðar í Valhöll í Reykjavík og skrifstofum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri að Kaupangi. KJÖRSEDILL í prófkjöri Sjáltstæðistlokksins i Reykjaneskjördæmi26.—27. tebtúar 1983 Töiusetiiö hér NAFN STAOA HEIMIL^/ Albert K. Sanders bæjarstjóri Hraun^végi 19. Nfárðvik Bragi Míchaelsson framkvæmdastjón BrfKigrund46, Kópavogi Ellert Eirfksson sveitarstjóri / Melþráut 3, Geróahreppi GunnarG. Schra-n prófessor yS /^rostaskjóli 5, Reykjavik Kristjana Milla Thorsteinsson viósklptafmstíingur yr Haukanesi 28, Garóabæ MatthíasÁ. Mathiesen alþipgísmaóur,/ Hringbraut 59. Hafnarfirói ólaturG. Einarsson ✓alpingispyáóur Stekkjarflöt 14. Garóabæ Rannveig Tryggvadóttir yS kepdari Vallarbraut 20. Seltjarnarnesi Salome ÞorkelsdóJMf / alþingismaóur Reykjahlló, Mosfellssveit Sigurgeir Sujtífðsson bæjarstjóri Mlóbraut 29. Seltjarnarnesi jCjósa skpf5 frambjóóendur, hvorki flelrl ni fmrri, ymeó þvýtti tölusetja iþeirri röö sem óskaó er aö þptrskiþi framboöslistann. ______________merktur fleiri eöa fmrrl nöfnum en 5 erógildur. Sýnishorn af prófkjörsseðli í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Númera skal framan við nöfn frambjóðenda með tölustöfunum 1—5, hvorki má númera við fleiri eða færri, þá er seðillinn ógildur. A, Kynning á kaffi Við kynnum nú um helgina nýju 300 línuna frá BMW, sem ber þýskri þekkingu, nákvæmni og hugviti gott vitni. Komið og kynnist þessum frábæru bílum. Kynnum BMW-315, -316, -318i, -320i, - 323i, -518, og -520i KRISTINN GUÐNASON SUÐURLANOSBRAUT 20. SÍMI 86633 BÍLASÝNING Sýnum laugardag 26. feb. og sunnudag 27. feb. frá kl. 1 -6 H^enn fullkomnari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.