Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 37 Minning: Gunnar Guðjóns- son vélsmiður Fæddur 9. nóvember 1921 Dáinn 24. desember 1982 Vér leikum oss, börnin, vid lánið valt og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. (E. Ben.) Það reynist erfiðara en skyldi að setja niður orð á blað um vin minn og starfsfélaga Gunnar Guð- jónsson sem skyndilega og mis- kunnarlaust var hrifinn burtu að kvöldi Þorláksmessu. Gunnar var fæddur í Reykjavík 9. nóv. 1921, sonur hjónanna Guð- nýjar Gilsdóttur og Guðjóns Sig- urðssonar, sem var vélstjóri á vitaskipinu Hermóði. Þau hjón voru bæði ættuð úr Dýrafirði. Gunnar sleit barnsskónum hér í Reykjavík og vann sem sendill hjá Landssmiðjunni unz hann hóf nám þar í vélvirkjun, þegar hann hafði aldur til. Eftir það vann hann þar áfram um margra ára skeið. Hann stofnaði fyrirtæki með nokkrum félögum sínum og ráku þeir það um tíma. Árið 1959 hóf hann síðan störf hjá vélsmiðju Jens Árnasonar og varð seinna verkstjóri þar og gegndi því starfi unz yfir lauk. Þar lágu leiðir okkar saman og höfðum við því unnið hlið við hlið í nærfellt 24 ár. Ég komst fljótt að því hvern mann Gunnar hafði að geyma. Hann var drengur góður og vildi hvers manns götu greiða og var fram- úrskarandi góður fagmaður. Ég minnist þess ekki að nokkurt það verk hafi verið lagt fyrir Gunnar að hann ekki leysti það af stakri kostgæfni og vandvirkni. Hann var trúr sínum vinnuveitanda og mátti ekki vamm sitt vita í einu né neinu og verður sannarlega vand- fyllt hans skarð. Okkar daglegu samskipti einkenndust af gagn- kvæmri virðingu og fullum trún- aði og hefi ég því ekki aðeins misst frábæran starfsbróður heldur einnig einn minna bestu vina. Gunnar var kvæntur Borghildi Ásgeirsdóttur, mestu ágætiskonu og voru þau hjón ákaflega sam- hent og voru nýbúin að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Blikahólum og áttu þar fallegt heimili og hefðu þetta orðið þeirra fyrstu jól þar. Þau áttu þrjú börn en Gunnar átti auk þess þrjú börn af fyrra hjóna- bandi og eru öll mesta mannkosta- fólk. Er nú sár harmur kveðinn að fjölskyldu hans. Gunnar átti mörg áhugamál, hann hafði yndi af góðri tónlist og lék sjálfur á gítar, klarinett og fiðlu. Hann hreifst af sínu fagra landi og hafði gaman af ferðalög- um, sérstaklega á sjóleiðum, enda ekki langt að sækja það, þar sem sjómannsblóðið rann í æðum hans. Hann endurbyggði af einstakri vandvirkni og listfengi seglskipið Stormsvöluna og varð hún brátt fljótandi sumarbústaður fjöl- skyldunnar og hafði hún átt þar ótal gleðistundir. Það var einmitt við björgun þessa skips sem Gunnar fórst svo átakanlega. Þeir feðgarnir Gunn- ar og Baldur ætluðu að færa skút- una úr Fossvoginum og inn í Reykjavíkurhöfn, um einnar og hálfrar klukkustundar ferð, því hætta var á að hún frysi inni. Hann gjörþekkti þessa leið, hafði farið hana ótal sinnum, bæði í myrkri og í björtu, en slysin gera ekki boð á undan sér. Það varð Baldri, syni þeirra hjóna, til lífs að föður hans tókst að snúa skút- unni þar sem hún sat á skerinu á móti sjó og vindi og festa hana þannig. Gunnar fékk hinstu ósk sína uppfyllta, sonur hans komst af, en Baldur hafði háð harða bar- áttu við að reyna að bjarga föður sínum. Þetta er hörð lífsreynsla, sem erfitt er að skilja, en vonandi munu minningarnar um góðan dreng bera smyrsl á sárin hjá fjöl- skyldu hans. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Borghildur mín, börnum hans, aldraðri móður og bróður Málmsmíðahús Verkmenntaskólans á Akureyri var fyrir skömmu afhent Iðnskólanum á Akureyri til rekstrar með athöfn. Daginn eftir voru verkstæð- ishúsin í Verkmenntaskólanum opin bæjarbúum til skoðunar. Myndirnar sem Þorsteinn Kormákur llelgason tók eru af málmsmíðahúsi verkmennta- skólans og af því þegar verkmenntaskólinn var opinn bæjarbúum til skoðun- okkar innilegustu samúð. Við munum minnast samfylgdar Gunnars með hlýju og þakklæti. Hafsteinn Guðjónsson Faðir minn Gunnar Guðjónsson vélsmiður lést af slysförum aðfaranótt 24. desember síðastlið- ins. Þar hvarf á braut hinn ágæt- asti drengur búinn fjölþættum hæfileikum og mannkostum. Hann hafði ríka tilfinningu fyrir því sem fagurt er og kom það fram í mörgu, hann unni skáldskap og tónlist, lék sjálfur á fiðlu og fleiri hljóðfæri, var teiknari ágætur og skrifaði hina fegurstu rithönd. Verkmaður var hann afbragðsgóð- ur, svo allt sem hann snerti á lék í höndum hans og hann vann af sannri starfsgieði vegna starfsins sjálfs. Trúnaður hans var gagn- vart verkinu og því hvernig það yrði unnið sem best. Grandvar var hann og heiðarlegur í viðskiptum sínum við aðra menn og mátti ekki vamm sitt vita. Slíkir menn safna ekki auði. Auður þeirra er lífsviðhorf þeirra. En lífsviðhorf Gunnars kom samt skýrast fram í því hvernig hann varði frítíma sínum. Marg- oft á lífsleið sinni gekk hann fram á hluti sem muna máttu tímana tvenna. Oftast voru þeir fallegir, stundum tígulegir, alltaf sérstæð- ir og oftar en ekki fulltrúar tíma sem voru á förum. En allir áttu þeir það sammerkt að vera niður- níddir og eiga eyðilegginguna vísa. Allir voru sammála um að þeir hefðu verið hin mesta völund- arsmíð á sinni tíð en enginn lét sig dreyma um að hægt væri að snúa við því ferli eyðingar og dauða sem fyrir svo löngu hafði hafið göngu sína og myndi fyrr en síðar gera þá að engu. Enginn nema faðir minn. Hann dreymdi um að endurvekja þá til lífsins og hann hófst handa um að láta draum sinn rætast. Til þess varði hann frítíma sínum. Svo mikið gaf hann af líkama og sál í verkefnið að meira líktist köllun en áhugamáli. Og aldrei gafst hann upp. Þegar hann stóð upp frá verki sínu voru hlutirnir orðnir nýir aftur. Síðast var það seglskipið „Stormsvalan". Skúta þessi var upphaflega smíðuð í Skotlandi og löngu síðar keypt hingað til lands. En þegar Gunnar hóf viðgerð á henni hafði hún legið í moldar- barði árum saman og var farin að gisna talsvert. Það reyndist ærið verkefni að gera hana sjófæra á ný en því lauk Gunnar á tveimur árum. Síðan var hún gleðigjafi fjölskyldu hans í fjögur ár þar til hún steytti á skeri í mynni Skerja- fjarðar um jólin. Margt af því sem faðir minn sagði þegar hann var að leiðbeina mér í uppvextinum festist mér vel í minni. Hann sagði til dæmis: „Það er með þetta eins og svo margt annað vinur minn, að það er ekki sama hvernig það er gert,“ og líka: „Það getur verið að það sé ekki svo mikill vandi að gera þetta, en það er vandi að gera það vel.“ Sjálfur gerði hann allt vel og þegar þar kom að hann varð að takast á við þá þraut sem flestum mönnum reynist þyngst — en það er að deyja — þá gerði hann það líka vel. Oft hafði hann kennt mér en aldrei sem þá er hann sýndi mér hvernig vaskur drengur berst fyrir lífi sínu við ofureflið, æðru- laus, og fellur með sæmd. Það verður sigur minn ef ég get svarað svo einarðlega þegar ég verð kall- aður. Átta ára gömlum kenndi hann mér þessa vísu 13du aldar manns- ins Þóris Jökuls Steinfinnssonar: „llpp skaitu á kjöl klffa. Köld er sjávar drífa. Kostaöu huginn ad herAa. Hér muntu IiTiA verða. Skafl bovgjaUu skalli, þótt skúr á þik falli. Ast hafðir þú meyja. Kitt sinn skal hverr deyja.“ Þannig dó Gunnar Guðjónsson. Saga hans er saga mannsins sem var að reisa úr rústum allt sitt líf. Fordæmi hans lifir þó hann sé dá- inn. Og slíkt fordæmi er dýrmætt í heimi sem eyðileggingin vofir sí- fellt yfir — af manna völdum. Friður sé með honum á þeirri braut sem hann gengur nú, þessi lífsins liðsmaður. Baldur Gunnarsson Ómar fiðlunnar eru þagnaðir. Boginn er læstur í tösku og bíður meistara síns. Sá einn er eignalaus sem ekkert fagurt eða gott sér í umhverfi sínu. Öllum eru ekki gefnir þeir eiginleikar að njóta gjafa heims- ins sér til þroska og betra lífs. Þá kosti hafði Gunnar til að bera. Líf og starf hans einkenndist af feg- urð í athöfn, í leik og á borði hversdagsleikans. Næmni lista- mannsins var dulinn fjársjóður bak við meðfædda hógværð hins ötula daglaunamanns. Lífsstarfi hans tengdist að miklu leyti málmsmíði í öllum hennar fjölbreytileik. Það starf, sem og önnur, leysti hann snyrti- lega og ósérhlífið af hendi og get- ur víða að sjá vandaða smíðis- gripi. Gunnar var góður teiknari og rithönd hans vönduð en tími gafst of sjaldan til að festa fjölbreyttar, fastmótaðar hugrenningar á blað. Hann unni tónlist og ógleyman- legar eru þær stundir, þegar ljúft var strokið á fiðlustrengi eða danstaktur sleginn á gítarinn. Orðheldni, nákvæmni og sam- viskusemi voru hans aðalsmerki. Það sem fuglinn fer, er leið til gæfu. Sem siglingamaður, flugmaður, sundmaður og áhugasamur njót- andi íslenzkrar náttúru í lofti, á láði og legi naut hann sinnar jarðnesku tilveru í samfylgd konu og barna. Það eitt að vera engum háður og hafa vald yfir líðandi stund í umhverfi sínu, var honum einkar kært. Það er miskunn máttarvald- anna að gefa okkur trú, trú á það sem við erum og hvað við getum. Það, að trúa, veitir okkur vissu fyrir því að tilveran ætlar okkur ákveðið dagsverk og tilvera nýs lífs sannar að það dagsverk er til góðs. Megi styrkur og einhugur í trú á hið ókomna veitast þeim er nú minnast með þakklæti dásamlegr- ar tilveru Gunnars meðal okkar og sjá á bak horfnum vini. Samúðarkveðjur. Þorsteinn Veturliðason Brídge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur Nú er aðeins eitt kvöld eftir í aðaltvímenningskeppni félags- ins. Greinilegt er, að núverandi félagsmeistarar, þeir Jón Ás- björnsson og Símon Símonarson, hafa fullan hug á að halda titlin- um, en þeir skoruðu látlaust sl. miðvikudag og eru nú langefstir. Staðan á toppnum er annars þessi: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 415 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 306 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 296 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 266 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 253 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 247 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 246 Guðmundur P. Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 244 Stefán Guðjohnsen — Sigtryggur Sigurðsson 238 Jón Baldursson — Sævar Þorbjörnsson 225 Hjalti Elíasson — Jakob R. Möller 223 Síðustu 6 umferðirnar verða spilaðar nk. miðvikudag í Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega. Næsta keppni félagsins er board-a-match-sveitakeppni, sem stendur í þrjú kvöld. Keppt er um Stefánsbikarinn, sem Val- ur Fannar gullsmiður gaf. Keppnin hefst þriðjudaginn 8. mars (ath. breyttan spiladag) og eru þeir sem hyggja á þátttöku beðnir að skrá sig sem fyrst hjá einhverjum stjórnarmanni eða á spilakvöidinu næsta miðvikudag. Bridgefélag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag var spiluð síðasta umferð í aðal- sveitakeppni félagsins og sigraði sveit Stefáns Pálssonar nokkuð örugglega, þeir hlutu 144 stig. Með Stefáni í sveit eru: Aðal- steinn Jörgensen, Rúnar og Ragnar Magnússynir, Georg Sverrisson og Kristján Blöndal, í öðru sæti varð Friðjón Þór- hallsson með 124, Sigurður Vil- hjálmsson 104, Ármann J. Lárusson 103 stig. Næsta keppni er barómeter og eru keppendur sem ætla að verða með beðnir um að tilkynna það fyrir mánudagskvöld til Þóris í síma 45003 eða Ásgeirs í síma 54607. Keppnisstjóri er Vigfús Pálsson. Bridgefélag kvenna Eftir 7 kvöld er staðan í hraðsveitakeppninni þessi: Aldís Schram 3837 Hrafnhildur Skúladóttir 3782 Gunnþórunn Erlingsdóttir 3731 Alda Hansen 3730 Guðrún Einarsdóttir 3529 Meðalskor er 3528 Á mánudaginn verður spiluð áttunda og síðasta umferðin. Þann 12. mars nk. verður árshá- tíð BK, en hún verður haldin á Hótel Esju. Bridgedeild Skagfirðinga Sveitakeppni við Bridgefélag Suðurnesja er átti að vera síð- astliðinn þriðjudag var færð aft- ur um eina viku vegna óviðráð- anlegra ástæðna. Þess í stað var spiluð sveita- keppni, stuttir leikir (8 spil). Keppnina vann sveit Björns Hermannssonar, en með honum spiluðu Lárus Hermannsson, öiafur Lárusson og Rúnar Lár- usson og hlutu þeir félagar verð- laun. Efstu sveitir urðu: Sveit stig Björns Hermannssonar 58 Baldurs Ásgeirssonar 54 Hjálmars Pálssonar 46 Sigmars Jónssonar 45 Tómasar Sigurðssonar 45 Bridgedeild Rang- æingafélagsins Aðalsveitakeppni deildarinnar er lokið með sigri sveitar Hjart- ar Elíassonar sem fékk 107 stig. Ásamt Hirti eru í sveitinni: Daníel Halldórsson, Þórður Elí- asson, Guðlaugur Nielsen, Guð- jón Guðmundsson og Björn Kristjánsson. Röð næstu sveita: Sigurleifs Guðjónssonar 95 Gunnars Helgasonar 89 Péturs Einarssonar 83 Næsta keppni verður baro- meterkeppni sem hefst 2. marz. Spilað er í Domus Medica og hefst keppni kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í síma 30481.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.