Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 34

Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Þrjú munað- arlaus hús — eftir Unni Pjetursdóttur í viðtali Elínar Pálmadóttur í Morgunblaðinu 20/2 við Leif Blumenstein koma fram fullyrð- ingar og getgátur sem vakið hafa .undrun mína. Það var á vitorði allra barna Pjeturs Ingimundarsonar, húsa- meistara og slökkviliðsstjóra, að fyrsta hús, sem hann tók að sér að byggja eftir að hann fékk meist- araréttindi 1901, var Iðnskólinn við Laekjargötu. Móðir mín sagði mér, að hann hafi byrjað byggingu skólans um líkt leyti og ég fædd- ist, vorið 1903. Margar myndir voru á heimili foreldra minna af byggingu húss þessa. Man ég sér- staklega eftir mynd, þar sem verið er að slá saman grindina. Á mynd- inni, sem er nokkuð stór, sjást fað- INNFLUTNINGUR á vindlingum og öðru tóbaki jókst, í magni talið, um liðlega 18% á síðasla ári, en samtals voru flutt inn 591,5 tonn árið 1982, borið saman við 501,1 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukning innflutn- ingsins milli ára var liðlega 73,9%, en verðmætið á síðasta ári var tæplega 104,7 milljónir króna, borið saman við tæplega 60,2 milljónir króna á árinu 1981. Á síðasta ári voru flutt inn 469,8 tonn af vindlingum, borið saman við 410,6 tonn á árinu 1981. Aukn- ingin milli ára er því liðlega ir minn og menn hans. Mynd þessi hékk lengi yfir skrifborði hans. Hið fljótfærnislega skraf Leifs um fundi byggingarnefndar Iðnskólans, „þar sem aldrei var minnst á nafn meistarans", en þó nefnt að Jón Þorláksson verkfr. og Rögnvaldur Ólafsson hafi verið viðstaddir. Voru það ekki vinnu- plögg „meistarans", sem vildi hafa fundarsamþykktir sér til halds og trausts? Rögnvald Ólafsson þekkti faðir minn, talaði hann oft um hve mik- ill mannskaði hafi verið að hon- um. Rögnvaldur fór til Kaup- mannahafnar árið 1901 til náms í húsagerðarlist, en varð að hverfa heim aftur árið 1904 vegna sjúk- leika (berkla). Hann andaðist 41 árs að aldri árið 1917. Hann var ráðgjafi stjórnarinnar um stór- byggingar og aðrar eignir 14,4%. Verðmætaaukningin milli ára var hins vegar tæplega 69,2%, en verðmætið í fyrra var tæplega 85,7 milljónir króna, borið saman við liðlega 50,6 milljónir króna á árinu 1981. Þá voru flutt inn um 121,7 tonn af öðru tóbaki í fyrra, borið saman við 90,5 tonn á árinu 1981. Aukn- ingin milli ára var því tæplega 34,5%. Verðmætaaukningin milli ára var um 99,1%, en verðmæti innflutningsins á síðasta ári var tæplega 19 milljónir króna, borið saman við liðlega 9,5 milljónir króna á árinu 1981. (P.E.Ó.), hafði fengið styrk frá ríkinu til utanfarar. Öðlinginn Einar E. Pálsson þekktum við öll, sem góðan ná- granna og kunningja. Náinn ætt- ingi hans, Páll Eggert Ólason tel- ur hann fæddan 2. ágúst 1859. Hann hafði lært trésmíði ungur í Reykjavík. Páll Eggert telur hann hafa verið í Kaupmannahöfn 1885 til að fullkomna sig í smíðum og dráttlist, einnig síðar, eða 1902. Páll getur ekki um hvenær Einar hafi komið aftur heim. Ennfremur segir hann: „Stóð fast að stofnun fjelags Iðnaðarmanna í Reykjavík og einkum Iðnskólans. Heiðursfje- lagi Iðnaðarmannafélagsins," en ekkert um að hann hafi verið húsameistari Iðnskólans. Ekki held ég að Einar hafi kært sig um að honum væru þökkuð verk ann- arra manna, ekki frekar en að fað- ir minn mundi hafa skreytt sig stolnum fjöðrum. Um Jón Þorláksson verkfræðing segir P.E.Ó. meðal annars að hann hafi lokið prófi í verkfræði í Kaupmannahöfn 1903 með fyrstu einkunn, landsverkfr. 1905—1917. Forstöðumaður Iðnskólans í Reykjavík 1905—1911. Margsinnis hefur verið talað um viðgerð á Miðbæjarbarnaskólan- um og byggingu suðurálmu hans, aldrei hefur verið minnst á bygg- ingarmeistara hennar, né heldur til hvers hún var fyrst notuð. Álman var byggð 1907 af Pjetri Ingimundarsyni. Varð að hafa hraðan á. Var það vegna þess að hún varð að vera fokheld fyrir komu Friðriks VIII Danakonungs, sem von var á í heimsókn. Átti móttaka hans og veisluhöld að fara þar fram. Þessu hefi ég komið á framfæri á öðrum stað. Fyrir nokkrum árum voru tvö hús, Tjarnargata 33 og 35, lýst vernduð. Tjarnargata 33 hefur verið margumtöluð og sagt frá því hver hafi teiknað það hús, sem sé Rögnvaldur Ólafsson, en aldrei minnst á byggingarmeistarann að þessum tveim húsum, en hann var faðir minn. Mér er Tjarnargata 33 mjög minnisstæð, ekki síst vegna þess að faðir minn flutti bát sinn á Pjetur Ingimundarson Tjörnina og ferjaði bæði menn og efni frá Fríkirkjunni að Tjarnar- götu. Faðir minn teiknaði hús allt fram í andlátið. Teikningar þær sem voru á borði hans, þegar hann varð veikur 17/6 1944, bað hann Guðmund Þorláksson að fullgera. Húsið Freyjugata 3 mun vera síð- asta húsið sem hann teiknaði og smíðaði, 1923, og bjó hann í því til æviloka. Hann var á leið heim í TRYGGVI Ágnarsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkyæmda- stjóri Iðnnemasambands íslands, frá og með-16. febrúar sl. Starfið var auglýst og voru umsækjendur átta talsins. Tryggvi lauk laganámi vorið 1982 og hefúr síðan unnið að lög- fræðistörfum í Reykjavík. í fréttatilkynningu frá Iðn- nemasambandinu segir, að ráðn- mat, þegar hann fékk hjartatilfelli og lá heima þar til hann andaðist 24/11 1944. Hann hafði lagt svo fyrir að all- ar (orginal) teikningar sínar yrðu afhentar byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og var það gert. Þegar móðir mín andaðist og húsið Freyjugata 3 var selt, ákváðum við systkinin að myndir föður míns af Iðnskólanum og aðr- ar myndir ásamt vinnuskýrslum hans og öðrum plöggum yrðu afhent safni Reykjavíkurborgar og framkvæmdi Olafur bróðir minn það, að sögn Lilly ekkju hans. Fór hún með honum, en beið sjálf úti í bíl. Mér finnst það sjálfsögð kurt- eisi, að réttar upplýsingar um teiknara og yfirsmiði séu alltaf gefnar og jafnframt að allra upp- lýsinga sé aflað af nákvæmni, þeg- ar hús eru friðlýst eða vernduð, hvort sem húsið er friðað vegna útlits eða annars, því þessir menn eiga sinn höfundarrétt eins og aðr- ir. Það mundi hafa glatt föður minn mikið að sjá hina miklu við- gerð á Iðnskólanum við Lækjar- götu. Um Búnaðarfélagshúsið veit ég lítið, því það var byggt seinna og af öðrum aðilum. Það var ekkert í sambandi við byggingu Iðnskól- ans. Reykjavík 23. febrúar 1983. Unnur Pjetursdóttir ing þessi sé í samræmi við áætlan- ir nýkjörinnar stjórnar Iðnnema- sambandsins um breytingar og endurskipulagningu á starfsemi allrar iðnnemahreyfingarinnar, sem miði að stórfelldri eflingu alls starfs hennar, betri tengslum iðnnema og samtakanna, og auknu starfi félagssamtaka, sem eru inn- an vébanda Iðnnemasambandsins. Tóbaksinnflutningur jókst um 18% í fyrra Nýr framkvæmdstjóri Iðnnemasambandsins Frysting — eftir dr. Jón Úttar Ragnarsson Frá fyrstu tíð hefur draumur mannkynsins verið sá að geta átt kost á fjölbreyttu úrvali af ferskum mat árið í kring með öllu því öryggi og þægindum sem af því myndi leiða. Frystingin er sú vinnsluaðferð sem hefur komist næst því að uppfylla þessa ósk. Hún er und- irstaða þess allsnægtaborðs sem við blasir í matvörumörkuðum nútímans. Með því að halda fæðunni frosinni langtímum saman tókst manninum loks að leysa geymsluþolsvandann til fram- búðar, að vísu ekki án allmikils kostnaðar af hans hálfu. Frysting og saga Sú þekking að kæla og frysta matvæli er upprunnin í köldum löndum. í köldu loftslagi urðu menn snemma þess varir að frosin fæða varðveittist óskemmd þar til hún þiðnaði. Sem dæmi um gagnsemi fryst- ingar má nefna að tugþúsundára gamlir mammútar hafa fundist frosnir í jörðu í Síberíu og reynst þokkalega ætir eftir að hafa verið þíddir upp og mat- rejddir. Eftir því sem best verður vitað voru Rómverjar fyrstir til að nota ís og snjó til þess að varð- veita mat. Voru gerðir út sendi- menn upp á fjöll til að útvega ísinn. Um aldamótin 1800 var fyrst farið að nota ís af fljótum og stöðuvötnum til að kæla mat- væli. Var ísinn geymdur í sér- stökum íshúsum yfir sumartím- ann. Fyrsta kælivélin var sett sam- an árið 1834 og á síðari hluta 19. aldar fór að komast skriður á framleiðslu kælivéla og kælingu og síðar frystingu matvæla. Frysting á íslandi fslendingar fóru að frysta matvæli fyrir alvöru eftir 1920. Freðfiskframleiðsla í stórum stíl hófst eftir síðasta stríð og leysti saltfiskinn að mestu af hólmi. Um svipað leyti hófst kæli- skápsvæðingin á heimilum landsmanna og í kjölfarið sigldu svo frystikisturnar. Gerbreytt- ust þá á skömmum tima fæðu- venjur þjóðarinnar. Með því að kældur og frystur matur ruddi sér til rúms dró mjög úr mikilvægi ýmissa hefð- bundinna vinnslugreina á borð við súrsun, reykingu og söltun o.fl. Gangur frystingar Markmiðið með frystingu er tvíþætt: að breyta vatni í ís og að lækka hitastigið. Örverur í fæð- unni þrífast þá ekki lengur vegna kuldans og vegna vatns- leysis. Helsti galli við frystingu er sá að vatn þenst út við að frjósa. Er því hætt við að frumur springi og vefjavessar tapist eftir fryst- ingu og (enn meira) við þiðnun- ina. Auk þess má ekki gleyma að frysta fæðu verður að geyma í frystigeymslu frá frystidegi þar til hún er þídd. Kostar þetta að sjálfsögðu bæði rúm, orku og fé. Þrátt fyrir þennan annmarka er frysting, enn sem komið er að minnsta kosti, sú aðferð sem nýtur mestra vinsælda meðal neytenda og gefur besta raun í flestum tilvikum. ingargildið sem er mest í frysta matnum, heldur eru gæði frystra afurða yfirleitt mun meiri en annarra unninna afurða, t.d. niðursoðinna og þurrkaðra. Frystur matur Frystur matur er nú þegar stærsti flokkur unninna mat- væla á markaðnum. Er líklegt að þessir yfirburðir haldist um langan aldur vegna þeirra kosta sem þessi aðferð býr yfir. Þær frystu afurðir sem við leggjum okkur til munns nær daglega eru m.a. fryst lamba- kjöt, og frystur fiskur. Auk þess eykst jafnt og þétt neysla á frystu grænmeti. Ýmislegt er hægt að gera til þess að bæta gæði frystrar fæðu. Sérstaklega er mikilvægt að allt hráefni, sem notað er, sé sem nýjast og gæðamest. Hvað fryst kjöt varðar standa nú yfir rannsóknir á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á áhrif- um meyrnunar á gæði kjöts. Er ætlunin að athuga m.a. meyrnun á frystu kjöti. Frystitækni Frysting er tiltölulega einföld aðgerð. Fæðan er látin í snert- ingu við kælimiðil sem ýmist er kalt loft, kaldur vökvi eða kalt yfirborð (oftast holar plötur kældar að innan). Einfaldasta frystiaðferð sem er til er sú að stinga fæðunni í frystihólf eða frystikistu, þ.e. í snertingu við kalt og kyrrstætt loft. Frýs fæðan þá smám sam- an. í iðnaði er þessi aðferð mikið notuð, en þá er loftið látið vera á hreyfingu með því að nota blás- ara. Frýs fæðan þá miklu hrað- ar. Er þetta nefnt blástursfryst- ing. Fyrir smærri stykki, t.d. fisk- flök, er plötufrysting (sjá mynd) oft betri lausn. Er flökunum rað- að í box og boxunum raðað á milli kældra platna og frýs fisk- urinn á skömmum tíma. Næringargildi Af öllum unnum afurðum er frystur matur sá sem kemst næst nýmetinu að næringargildi og gæðum. Á þessi staðreynd ekki hvað minnstan þátt í vin- sældum frystingarinnar. f samanburði við niðursoðinn og þurrkaðan mat má segja að röðin sé þessi: frystur matur í fyrsta sæti, niðursoðinn matur í öðru sæti og þurrkaður í þriðja sæti. En það er ekki aðeins nær- Lokaorð Myndin hér á síðunni er tekin í fullkomnasta frystihúsi íslend- inga, ísbirninum, og sýnir plötu- frystingu á þorskflökum. Hver hefði látið sig dreyma um þessa lausn fyrir 100 árum? Ljóst er að frysting er sú að- ferð sem nýtur mestra vinsælda miðað við það langa geymsluþol sem af henni hlýst. Jafnframt hafa frystar afurðir mest nær- ingargildi. Heimildir m.a. 1. Páll Lúðvíksson. Kæling og frysting matvæla. Ráðstefna um matvælavinnslu. Fæðu- deild RALA, desember 1982. 2. Hjalti Einarsson. Freðfisk- framleiðsla. Ráðstefna um matvælavinnslu. Fæðudeild RALA, desember 1982.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.