Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 25 Reykjavík.................................................. 18 þingsæti Reykjanes .............................................. llþingsæti Vesturland ................................................. 5 þingsæti Vestfirðir ................................................. 5 þingsæti Norðurland vestra........................................... 5 þingsæti Norðurland eystra........................................... 7 þingsæti Austurland.................................................. 5 þingsæti Suðurland................................................... 6 þingsæti Samtals 62 þingsæti Auk þess er einu þingsæti úthlutað til kjördæmis að kosningum loknum. í eftirfarandi yfirliti er því lýst hvaða breytingar á kjósendatölu kynnu að færa þingsæti milli kjör- dæma. í þessu yfirliti er miðað við ein- hliða fjölgun eða fækkun kjósenda í viðkomandi kjördæmi: í eftirfarandi töflu er gerður sam- anburður á vægi atkvæða kjósenda eftir búsetu. Miðað er við tölu kjós- enda á kjörskrá 1959 og 1979. Búsetu- jafnvægi bæði árin er sýnt eins og það varð í reynd og jafnframt hvern- ig það hefði orðið í kosningum 1979 ef miðað er við tillögur þessa frum- varps. ') Vægisvísir er 1,00 í því kjördæmi þar sem fæst atkvæði eru að baki hverjum þingmanni. I öðrum kjör- dæmum sýnir vægisvísirinn hve marga kjósendur þarf til að jafn- gilda 1 kjósanda þar. 2) Með þingsætum er hér átt við heildartölu þingsæta hvers kjör- dæmis að uppbótarþingsætum meðtöldum. 3) Með þingsætum er hér átt við heildartölu þingsæta hvers kjör- dæmis eftir að öllum þingsætun- um 63 hefur verið ráðstafað til kjördæma. 2. Úthlutun þingsæta í kjördæmum Tekin er upp ný regla við úthlutun þingsæta í kjördæmum á grundvelli atkvæðafylgis. Verður henni nánar lýst hér á eftir, en fyrst verður vikið að þeirri aðferð sem nú er í gildi. Með hlutfallskosningum er stefnt að því, að þingstyrkur þeirra, sem fram bjóða, sé í beinu hlutfalli við atkvæðastyrk. Gildandi úthlutunar- regla nær trauðla þessu markmiði. Hér er því gert ráð fyrir nýrri úthlut- unarreglu þingsæta. Sú aðferð, sem nú er beitt, var algeng á fyrri hluta þessarar aldar en er nú aflögð í mörgum grannlöndum okkar. Hún er kennd við Belgíumann að nafni d’Hondt. Henni er þannig lýst í gild- andi kosningalögum (109. gr.): „í kjördæmi skal telja saman, hve margir hafi kosið hvern lista, og er það atkvæðatala listanna hvers um sig. Til þess að finna, hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu af hverjum lista, skal skrifa atkvæðat- ölur listanna hverja fyrir neðan sinn bókstaf, þá helming talnanna, þá þriðjung þeirra, þá fjórðung o.s.frv., eftir því, hve marga á að kjósa og hverjum lista getur mest hlotnast, þannig að útkomutölur þessar standi í röð fyrir hvern lista. Síðan skal marka hæstu útkomutölurnar, jafn- margar og kjósa á þingmenn, og fær hver listi jafnmarga þingmenn kosna sem hann á af tölum þessum. Standi ekki svo mörg nöfn á lista sem honum ber fulltrúar eftir útkomutölum, skal taka þau, sem vantar, af hinum iistunum eftir sömu reglu." Samkvæmt þessu er aðferðin þann- ig að atkvæðatölum hvers lista er deilt með tölunum 1, 2, 3 o.s.frv. og útkomutölum síðan raðað eftir lækk- andi gildum. I fimm manna kjör- dæmi segja fimm hæstu tölurnar í þessari röð til um hverjir náð hafa kjöri. Sem dæmi um þessa úthlutunarað- ferð þingsæta má taka eftirfarandi kosningaúrslit þar sem gild atkvæði eru 10 þúsund og kjósa á 5 þingmenn: Úthlutunarröðin yrði þá þessi: 1. sæti til X-lista á 4300 atkv. 2. sæti til Y-lista á 2700 atkv. 3. sæti til X-lista á 2150 atkv. 4. sæti til Z-lista á 1700 atkv. 5. sæti til X-lista á 1433'/3 atkv. Samkvæmt þessu fær t.d. X-listi 60% þingmanna — þrjá af fimm — á 43% atkvæða, en það er einmitt ein- kenni þessarar aðferðar að þingstyrkur þeirra framboða, sem flest atkvæði hljóta, verður oft hlut- fallslega meiri en atkvæðastyrkur þeirra. I annan stað er það einkenni þess- arar aðferðar, að talsvert atkvæða- fylgi þarf til þess að listi fái þing- mann kjörinn. Það má líka orða svo að í henni felist vörn gegn því, að lítill atkvæðastyrkur dugi til þingmannakjörs. Samkvæmt þeirri aðferð, sem hér er lagt til að upp verði tekin, er leit- ast við að ná meira samræmi milli atkvæðafylgis og þingstyrks, en jafn- framt er spornað nokkuð gegn því, með sérákvæðum um lágmarksfylgi, að fá atkvæði dugi til að listi fái þing- sæti. Fyrsta þrep aðferðarinnar felur í sér að reiknaður er þingsætahlutur hvers framboðs, þ.e.a.s. sú tala þing- sæta sem hverju framboði ber miðað við hlutfallslegt fylgi. Sá listi, sem hefur 40% fylgi í 5 manna kjördæmi, á þá þingsætahlut sem nemur 40% af 5 eða þingsætahlutinn 2,000, en það framboð, sem hefur 25%, hefur þing- sætahlutinn 25% af 5, sem er 1,250. Samkvæmt meginreglu er þingsæti fyrst úthlutað á grundvelli stærsta þingsætahlutar, sem síðan er lækkað- ur um 1. Næst fer sæti til þess lista, sem nú á stærstan þingsætahlut o.s.frv. Ef dæmið er skoðað að nýju verður úthlutun þannig: 2.150. 2. sæti til Y-lista á þingsætahlut 1,350. 3. sæti til X-lista á þingsætahlut 1.150. 4. sæti til Z-lista á þingsætahlut 0,850. 5. sæti til Ö-lista á þingsætahlut 0,650. Til þess að stuðla að jöfnuði milli flokka er vikið frá þessari reglu að því er varðar úthlutun síðasta þing- sætis í fimm, sex og sjö manna kjör- dæmum og tveggja til fjögurra síð- ustu þingsæta í fjölmennustu kjör- dæmunum. Er úthlutun þeirra háð því skilyrði, að atkvæðastyrkur á landinu í heild réttlæti að framboðið hljóti þingsætið. Jafnframt eru sett lágmarksskilyrði um atkvæðastyrk til þess að til úthlutunar þingsætis komi í þessum áfanga. Nánar tiltekið eru reglurnar þær, að a.m.k. V* þing- sæta í hverju kjördæmi eru óháðir jöfnunarákvæðum. Þetta jafngildir 14 þingsætum af 18 í Reykjavíkur- kjördæmi, 9 af 11 í Reykjaneskjör- dæmi, en einungis eitt þingsæti yrði háð jöfnunarákvæðum í kjördæmum þar sem þingmenn eru 7 eða færri. Varðandi þau þingsæti, sem óháð eru jöfnunarákvæðum, er jafnframt sett það skilyrði, að þingsætahlutur sé ekki lægri en 0,8 eða framboðið, sem um er að ræða, hafi fengið a.m.k. 5% atkvæða á landsvísu. í fyrrnefndu dæmi hefðu þessi skil- yrði engin áhrif haft. Fjórum þing- sætum af fimm hefði verið úthlutað án tillits til jöfnunar. Síðar hefði 5. sætið getað fallið Ö-listanum í skaut og væri þá m.a. undir því komið, hvort sá listi hefði nægilegt fylgi á landsvísu. Ef þingsætahlutir hefðu hins vegar verið eilítið frábrugðnir því, sem áð- ur var rakið, hefðu þessi ákvæði get- að orðið virk. Gerum t.d. ráð fyrir að þingsæta- hlutirnir hefðu verið þessir: X ............................... 2,200 Y ............................... 1,400 Z ............................... 0,750 Ö ............................... 0,650 Nú fer fjórða sætið ekki til Z-lista nema þau stjórnmálasamtök, sem að honum standa, hafi hlotið a.m.k. 5% atkvæða á landinu öllu. Ef því skil- yrði er fullnægt hlýtur hann fjórða sætið. Ef Z-listinn fullnægir því ekki, heldur Ö-listinn, fer fjórða sætið til þess lista í staðinn. 3. Úthlutun jöfnunarsæta Eins og áður greinir er ákveðið fyrir kosningar í hvaða kjördæmum jöfnunarsætin, að einu undanskildu, koma til úthlutunar. En þeim er ætl- að að tryggja samræmi milli þing- styrks og atkvæðafylgis. Viðfangs- efnið er þá annars vegar að ákveða hve mörg jöfnunarsæti hverjum stjórnmálasamtökum ber og hins vegar úr hvaða kjördæmum hvert framboð skuli hljóta jöfnunarsæti. Við úthlutun jöfnunarsæta er það skilyrði sett, að stjórnmálasamtök hafi hlotið 5% gildra atkvæða sam- anlagt af landinu öllu. Sé fylgið minna koma stjórnmálasamtökin ekki til álita við úthlutun jöfnunar- sæta, en sé það meira skulu þau eiga rétt á jöfnunarsætum hvort sem þau hafa einhvers staðar hlotið þingsæti í kjördæmi án tillits til jöfnunar- ákvæða eða ekki. Er þetta eitt ný- mælanna í þessu lagafrumvarpi. Til þess að ákveða, hve mörg jöfn- unarsæti hver stjórnmálasamtök skuli hljóta, er beitt sömu aðferð og nú er í gildi um skiptingu uppbótar- sæta. Er aðferðin fólgin í því að deila atkvæðum hverra stjórnmálasam- taka með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv., fella niður hæstu útkomutölur, jafn- margar og nemur heildartölu þeirra þingsæta sem framboðið hefur þegar hlotið en úthluta síðan jöfnunarsæt- unum á hæstu útkomutölur. Kemur þá í ljós, hve mörg jöfnunarsæti hver stjórnmálasamtök fá, með sama hætti og nú tíðkast. Liggur næst fyrir að ákveða úr hvaða kjördæmum stjórnmálasam- tökin, hver um sig, skuli hljóta jöfn- unarsæti. Við þá ákvörðun eru lagðir til grundvallar þingsætahlutir hvers framboðs í hverju kjördæmi að lok- inni úthlutun þeirra sæta sem óháð eru jöfnunarákvæðum og lýst er í 2. lið. Þessi úthlutun fer fram í fjórum áföngum. I hverjum áfanga koma einungis til álita þeir listar sem enn hafa ekki hlotið rétta tölu þingsæta samkvæmt fyrrgreindi skiptingu jöfnunarsæta milli stjórnmálasam- taka. Að lokinni úthlutun hvers þing- sætis er þingsætahlutur þess lista, sem sætið hlaut, lækkaður um 1 sem fyrr. I fyrsta áfanga koma til álita þeir listar og þau kjördæmi þar sem þing- sætahlutir eru 0,8 eða hærri. Er þing- sætum úthlutað á alla slíka þingsætahluti, uns stjórnmálasam- tök hafa hlotið nægilega mörg jöfn- unarsæti. Fyrsta sætinu er úthlutað á stærsta hlut, öðru sæti á hinn næststærsta og þannig koll af kolli. Með því að þingsætahlutir eru bundnir kjördæmunum ræðst jafnóð- um í hvaða kjördæmi er verið að út- hluta jöfnunarsæti. Þingsæti í þess- um áfanga koma einkum í hlut tveggja fjölmennustu kjördæmanna, Reykjavíkur og Reykjaness. Er talið sanngjarnt og eðlilegt að svo sé, enda má benda á að minnsti þingsætahlut- ur í þessum áfanga, 0,8 samsvarar um 2150 atkvæðum í Reykjavík mið- að við kjósendatölur frá 1979. í hin- um fámennari kjördæmum hefur þegar verið úthlutað sætum á þing- sætahlut, sem er 0,8 hið minnsta, áð- ur en kemur til úthlutunar jöfnun- arsæta. Tilraunaúthlutanir sýna að oft er 4. sæti í fimm manna kjördæm- um úthlutað á grundvelli þingsæta- hlutar í grennd við 0,7, sem samsvar- ar um 750—1100 atkvæðum í þessum kjördæmum. Þegar komið er að úthlutun jöfnun- arsæta samkvæmt öðrum áfanga skortir að jafnaði 1 þingsæti á fulla þingsætatölu í öllum kjördæmum nema í Reykjavík, þar sem enn skort- ir um 2—3 sæti á rétta tölu. Með ráðstöfun jöfnunarsæta er ekki ætl- unin að víkja frá eðlilegri úthlutun i fámennustu kjördæmunum nema brýna nauðsyn beri til. í samræmi við það fer úthlutun í þessum áfanga þannig fram að byrjað er að úthluta í því kjördæmi þar sem fæstir kjós- endur eru á kjörskrá. Því næst er tek- ið fyrir kjördæmi með næstfæsta kjósendur og þannig koll af kolli. Við úthlutunina koma til álita þau stjórnmálasamtök, sem hafa ekki enn hlotið tilskilda tölu þingsæta, og þeir listar sem hlotið hafa a.m.k. 7% at- kvæða í sínu kjördæmi. Einu jöfnun- arsæti er ráðstafað til hvers þeirra kjördæma sem hafa ekki hlotið fulla þingsætatölu. Skorti enn á tilskilda þingsætatölu í einhverju kjördæmi fer fram þriðji áfangi úthlutunar. I honum er þing- sætum úthlutað þar sem þingsæta- hlutir eru nú stærstir og síðan gengið á röð lækkandi þingsætahluta. En eins og áður er einungis úthlutað til þeirra stjórnmálasamtaka sem hafa ekki enn hlotið öll jöfnunarsæti sín. Uthlutun i þessum áfanga verður nær einungis í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi. í fjórða áfanga er úthlutað síðasta þingsætinu og þá til þeirra stjórn- málasamtaka, sem enn skortir þing- SJÁ NÆSTU SÍÐU Tilfærsla til RV frá RN ef kjósendum í RV fjölgar um Tilfærsla til RN frá RV ef kjósendum á RN fjölgar um Tilfærsla til VL frá RV ef kjósendum á VL fjölgar um Tilfærsla til VF frá RV ef kjósendum á VF fjölgar um . Tilfærsla til NV frá RV ef kjósendum á NV fjölgar um Tilfærsla til NE frá RV ef kjósendum á NE fjölgar um Tilfærsla til AL frá RV ef kjósendum á AL fjölgar um Tilfærsla til SL frá RV ef kjósendum á SL fjölgar um Tilfærsla frá RV til RN ef kjósendum í RV fækkar um Tilfærsla frá RN til RV ef kjósendum í RN fækkar um Tilfærsla frá NE til RV ef kjósendum í NE fækkar um 11.2% 8.4% 19.0% | 70.9% 63.0% 18.4% 37.2% 22.9% 7.8% 10.4% 12.5% Úthlutunarröðin yrði nú þessi: 1. sæti til X-lista á þingsætahlut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.