Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 29 eru ófærir til átaka af heilsufars- ástæðum eða vegna þess, að þeir hafa verið teknir til fanga. Þessir menn skulu njóta verndar og þeim skal hjálpað án tillits til kynþátt- ar, trúarskoðana eða þjóðfélags- stöðu þeirra. Meginatriðið er, að öryggi og velferð þessara manna séu tryggð eins og verða má og eins og sam- rýmzt getur almannareglu og brýnustu hernaðarþörfum, og að engum sé a.m.k. valdið meiri þján- ingum en hernaðarþarfirnar krefjast. Mannhelgi þessara manna skal ætíð virt, þ.e. þeir eiga a.m.k. rétt á að halda lífi, limum og æru, en jafnframt er þó mælt fyrir um ýmis frekari réttindi þeirra. Grundvallarreglna um jafnrétti þegnanna gagnvart lög- um og valdhöfum skal gætt. Fjöl- skyldubönd skulu virt og mönnum skal ekki mismunað vegna sann- færingar þeirra eða venjubund- inna hátta. Þjáðum mönnum skal veitt sú aðhlynning, sem nauð- synleg er og aðstæður leyfa. Eng- inn skal sviptur eignum með ólögmætum hætti. Engan má láta svara til saka fyrir verknað, sem hann hefur eigi framið, og enginn verður fundinn sekur nema á grundvelli laga. Hjálp við nauðstadda menn, sem sáttmál- arnir taka til, verður aldrei talin til ófriðaraðgerða. Þau yfirvöld, sem hafa tekið menn til fanga eða sem hafa menn á valdi sínu með sambærilegum hætti, eru skuld- bundin til að vernda þá og skulu Páll Sigurðsson auk þess leitast við að tryggja, að þeir geti lifað lífinu á eins eðli- legan hátt og aðstæður frekast leyfa. Að lokum skal á það bent, að þau grundvallarréttindi, sem leit- azt er við að tryggja í sáttmálun- um, eru ekki háð kröfu eða vilja viðkomandi einstaklinga, sem verndar eiga að njóta, og að þeir mega yfirleitt alls ekki afsala sér þessum réttindum. Má reyndar fullyrða, að án þessa skilyrðis væru ákvæðin harla lítils virði í reynd." Guðmundur Gíslason, þjóðrétt- arfræðingur, sagði m.a.: „Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna var samþykkt á fundi allsherjarþingsins 10. des- ember 1948. Þá voru 58 ríki aðilar að Sameinuðu þjóðunum og greiddu 48 þeirra atkvæði með, ekkert á móti, en 8 sátu hjá (Saudi-Arabía, Suður-Afríka og sex Austur-Evrópuríki). í fyrstu grein yfirlýsingarinnar er vitnað í einkunnarorð frönsku byltingarinnar: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. í 2. gr. segir að hver maður skuli eiga kröfu á réttind- um þeim og því frjálsræði sem fólgið er í yfirlýsingunni og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna eigna, ætternis eða ann- arra aðstæðna. í 2.—18. gr. er fjallað um per- sónufrelsi. Meðal annars er gert ráð fyrir rétti manna til lífs, frels- is og mannhelgi. Þrælahald skal bannað. Enginn skal sæta pyndin- gum. Allir skulu jafnir fyrir lö- gum og allir eiga rétt til eigna. í 19.—21. gr. er fjallað um stjórn- málaleg réttindi. Þar er gert ráð fyrir skoðanafrelsi, félagafrelsi, almennum kosningarétti og kjör- gengi. 22.-27. gr. varða félagsleg, efnahagsleg og menningarleg rétt- indi og er þar eðli samkvæmt ekki tekið jafn ákveðið til orða. Fjallað er um rétt til félagslegs öryggis, atvinnufrelsis og viðunandi vinnu- skilyrða. Þar segir t.d. að hverjum manni beri sama greiðsla fyrir sama verk. Allir skulu eiga rétt til menntunar og til þess að taka þátt í menningarlífi þjóðfélagsins. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er hér gert ráð fyrir all- Olafur Mixa víðtækum réttindum. En ekki var ætlunin að yfirlýsingin yrði bind- andi heldur átti hún að verða stefna ríkisstjórna þeirra sem að henni stóðu og vera sameiginlegt markmið allra þjóða og ríkja.“ Guðmundur sagði einnig: „Við setningu yfirstandandi fundar mannréttindanefndarinn- ar taldi aðstoðaraðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna upp fjölmörg dæmi um mannréttindabrot víða um heim. Hann lauk máli sínu með því að lýsa ástandinu sem „hræðilegu". Ekki virðist það góður vitnisburð- ur um árangur af starfi Samein- uðu þjóðanna. Það væri þó fróð- legt að bera ástandið nú saman við ástandið fyrir 35 árum þegar þetta starf hófst. Það þyrfti jafnframt að íhuga hvernig ástandið væri hefði þessi málaflokkur ekki verið tekinn sérstaklega fyrir á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Er ástandið verra nú? Það er staðreynd að við vitum meira en áður um aðstæður í öðrum heims- hlutum og látum okkur þær meira varða. Óhætt er að fullyrða að við gerum meiri kröfur nú. Mæli- kvarðinn sem við notum til að meta ástandið í mannréttindamál- um er sá sem mótaður hefur verið með starfi Sameinuðu þjóðanna og er það þetta viðmið sem er helsti árangur af því starfi." Réttaröryggi aukið í ræðu sinni fjallaði dr. Gunnar G. Schram prófessor um þau nýju mannréttindi, sem stjórnarskrár- nefnd leggur til að verði fest í stjórnarskrá. Þar kvað hann um mörg merk nýmæli að ræða, sem myndu stuðla mjög að því að tryggja réttaröryggi borgaranna. Þar væri fjallað um ný svið mannréttinda, sem af eðlilegum ástæðum voru ekki höfð með þeg- ar stjórnarskráin var samin fyrir 109 árum. Fyrsta nýmælið sem dr. Gunnar gat um er að allir landsmenn skuli njóta frelsis, mannhelgi og jafn- réttis að lögum. í stjórnarskránni í dag kvað hann ekkert jafnréttis- ákvæði. Það hefði verið talið að jafnréttið væri óskráð regla, en tvímælalaus nauðsyn væri á því að hún kæmi skýrt fram í stjórn- arskrá. í öðru lagi væri einnig það annað nýmæli, að mannréttinda skyldu menn njóta án nokkurs manngreinarálits, hvort sem það væri vegna kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernis eða lit- arháttar. Hér væri um nánari út- færslu að ræða og þetta væri einn- ig nýmæli, í anda og samræmi við þá grundvallarlífsskoðun íslend- inga, að gera ekki greinarmun á mönnum eftir þessum áðurnefndu atriðum. í þriðja lagi eru sett mun ítarlegri og skýrari ákvæði í þetta uppkast stjórnarskrárinnar um takmarkanir á gerðir yfirvalda að því er varðar frelsissviptingu manna. Fram er tekið að hún verði því aðeins framkvæmd að hún styðjist við sérstaka laga- heimild, en frelsissvipting getur verið í ýmissi mynd, m.a. nauð- ungarvist á hælum burtséð frá handtöku löggæzlumanna. Fram er sérstaklega tekið, að sá sem hefur þurft að þola frelsissvipt- ingu af hálfu stjórnvalda skuli hafa rétt til að bera málið upp við dómara og hljóta úrlausn hans án ástæðulauss dráttar. Annað ný- mæli er þar einnig, að hver sá sem tekinn er höndum skuli án tafar fá vitneskju um ástæðu fyrir hand- tökunni. Þetta kvað dr. Gunnar vera sjálfsagða grundvailarreglu, sem nú væri ekki í lögum. Þá gat Gunnar um að sérstak- lega væri fram tekið mikilvægt réttaröryggisatriði, að hver sá sem sakaður er um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus unz sekt hans hafi verið sönnuð lögum samkvæmt. Það verður jafnan að hvíla sú skylda á ákæruvaldinu, að sanna sekt manna. Menn eiga ekki sjálfir að þurfa að sanna sakleysi sitt. Þá eru einnig nýmæli að eng- an er unnt að finna sekan um refsivert athæfi, nema brot hans varði refsingu að lögum á þeim tíma, þegar það var framið. Þá er heldur ekki hægt að dæma i þyngri refsingu en gilti, þegar refsiverða verkið var unnið. Þessi regla hefur tíðkazt á vettvangi hegningarlaga, en hér er hún út- færð á víðara samhengi. Ákvæði um friðhelgi heimilisins eru gerð mun strangari en við er bætt að það er bannað að rjúfa símleynd, nema með sérstökum úrskurði og lagaheimild. Þar er einnig merkt ákvæði um að setja skuli vernd um einkahagsmuni manna í lög. Þar er vitnað til tölvuvæðingar í þjóðfélaginu og þeirra persónuupplýsinga, sem unnt er að framkvæma á grund- velli tölvuupplýsinga og kvað Gunnar sérstaka ástæðu til að skipa svo fyrir til að vernda frið- helgi borgaranna og einkalífs þeirra. Þá hefur prentfrelsis- ákvæðið verið gert mun víðtæk- ara, rætt er um skoðanafrelsi og nær það til tjáningar í hvaða mynd, sem hún birtist. Á mönnum að vera tryggt mjög almennt skoð- ana- og tjáningarfrelsi. Þá eru ít- arlegri ákvæði um félagslega að- stoð vegna sjúkleika, örorku, elli og annarra ástæðna, jafnframt sem tryggt er að allir skuli eiga rétt til þess að njóta menntunar og fræðslu, en þar má segja að um sé að ræða grundvöll velferðar- þjóðfélagsins. Þessi ákvæði í nú- verandi stjórnarskrá eru með yfir- bragði horfinnar aldar, en eru nú gerð skýrari og nákvæmari. Þá má einnig nefna rétt manna til vinnu og orlofs. Skuli þessu skipað með lögum. Þá má ennig minna á að aftur- virkni skatta er bönnuð sam- kvæmt uppkasti að nýrri stjórn- arskrá. Hún hefur tiðkazt á ís- landi og verið harðlega gagnrýnd. Nú er hins vegar tekið af skarið og afturvirkni skatta bönnuð. Kvað Gunnar það mikilvægt mannrétt- indamál. Þá er talað um náttúru- vernd og fyrirmæli sett um það að varðveita skuli landið og auðlindir þess, svo að ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu. Annað ákvæði þessu skylt er, að fram er sérstaklega tekið, að náttúruauð- lindir landsins skuli vera ævar- andi eign íslendinga. Að lokum sagði dr. Gunnar að í uppkastinu að stjórnarskránni væri farið víða inn á nýjar og merkar brautir og kvað hann ekki vafa á því að þess- ar tillögur, ef næðu samþykki á Alþingi, yrðu til mikilla hagsbóta á flestum sviðum mannréttinda, ekki sízt er varðar réttarvernd borgaranna og vörn þeirra gegn rangsleitni yfirvaldá, sem birzt getur í margs konar mynd. Er „löglegt“ ad drepa andstæðing í stríði? í ræðu sinni sagði Ólafur Mixa læknir m.a.: „Það var ekki, og er raunar enn ekki, „ólöglegt“ í styrjöld að drepa hermann úr óvinasveit. Vandinn hefur bara verið á öllum tímum sá, að sumir hermenn eru aðeins hálfdrepnir. Fáir þeirra hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera dregnir í sjúkraskýli eigin her- búða eða þá lifa af slíka flutninga. - Allir hinir hafa dáið drottni sín- um á vígvöllum sögunnar, og þá var yfirleitt ekki í tízku að hlúa að hermönnum frá ókunnum löndum, hvað þá frá óvinalöndum. Athygli heimsins hafði tæpum áratug fyrir orustuna við Solferino beinzt að aðbúð þeirra hermanna, sem þó höfðu náð til eigin herspítala og nutu þar líknarstarfa Florence Nightingale og hennar starfsfólks í Krím-stríðinu. „Einungis" fyrir bætta almenna aðbúð og hollustu- hætti í Skutari lækkaði dánartal- an úr 45% í rúmlega 2%. Má af þeim tölum draga nokkrar álykt- anir um það hversu margir illa særðir hermenn hljóti að hafa orðið eftir á vígvellinum. Líklegt má einnig telja að fréttir af þeim atburðum hafi einmitt átt þátt í því að „undirbúa“ huga Dunants fyrir heljarslóð. En hvað var þá svo afgerandi við það verk sem þar var unnið? Rétt er að huga að því hvernig orustur voru háðar í þann tíð. Þar voru til staðar þrír aðilar. Tveir voru hinir stríðandi herir, sem runnu saman til orustunnar, ein- kennisklæddir, þ.e. merktir, við al- væpni, þriðji aðilinn voru áhorf- endur, sem virtu fyrir sér atburð- ina frá nærliggjandi stöðum. Dun- ant var vitni að Heljarslóðaror- ustu í bókstaflegri merkingu. Og þótt óbeint sé viðurkennt, að stríð sé í eðli sínu þannig að „löglegt" sé að drepa hermann úr fjandliði, þá þýddi það jafnvel ekki á þessum tímum, að leyfilegt hafi verið að drepa hvern sem var þótt styrjöld geysaði, þó að auðvitað hafi það sjónarmið verið í mismunandi miklum hávegum haft allt fram á þennan dag eins og allir vita. Það er einmitt þessi sundurgreining milli þeirra sem eiga virka aðild að striðsátökum og þeirra sem óvirkir eru, sem er kjarni þeirrar mannúðarlöggjafar sem hér er til umræðu. Og það sem Dunant og félagar hans fengu viðurkennt í fyrsta Genfarsáttmálanum var, að særðir hermenn skyldu heyra til þess hóps sem ekki teldust lengur virkir þátttakendur og auk þess njóta sérstakrar verndar af mann- úðarástæðum sem ættu rætur að rekja í þeim siðfræðilegum og trú- arlegum hefðum sem giltu um alla aðra sjúka og særða og við höfum verið að drepa á hér að framan. Þvi var það að særðir hermenn fengu nú ákveðinn rétt sem bund- inn var í alþjóðasáttmála og byggðist þar með á víðtækari og ákveðnari mannúðarskilningi en fyrri siðahefðir höfðu almennt tekið tillit til. Er um að ræða vi- rðingu á grundvallarmannréttind- um til handa þeim sem liggja eftir særðir á vígvelli. Málverkasýning Steingríms Ásmundarsal v/Freyjugötu Engin sýning í dag laugardag vegna fundarhalda arkitekta. Opiö sunnudag kl. 2—11, mánudag kl. 2—22. SYNINGUNNI LÝKUR MEÐ 2 UPPÁKOMUM (HAPPENINGS) Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD KL. 11.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.