Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 17

Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 17
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983_____________ 17 I Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar: Mörg hús eru í byggingu í nýja hverfinu í Bjargslandi í Borgarnesi. verið var að byggja og þá var gjarnan keyptur nýr bíll fyrir síð- asta hlutann af Húsnæðismála- stjórnarláninu. Torfi og Ingunn voru spurð að því hvort þetta væri þeirra reynsla. „Nei, ekki aldeilis. Þetta hafa verið svo stífar greiðsl- ur hjá okkur að við höfum rétt sloppið fyrir horn, enda hefur ver- ið ákaflega erfitt að fá lán til að fleyta sér áfram." Torfi taldi að það væri heldur ódýrara að byggja í Borgarnesi en á höfuðborgarsvæðinu. Allavega væru lóðirnar ódýrari hér og meira hægt að vinna í þessu sjálf- ur. Þau voru að lokum spurð að því hvort þetta væri ekki erfiður tími. „Það er dálítið gaman að standa í þessu dundi, allavega að naglhreinsa og við þessháttar störf, en peningabaslið er hund- leiðinlegt og þó ekki væri nema þess vegna hefðum við ekki áhuga á að fara út í að byggja aftur eins og margir þó gera.“ HBj. Ingunn og Torfi athuga einangrun hússins. Útgjöld verða skorin verulega niður á árinu Akranesi, 24. febrúar Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar fyrir árið 1983 var lögð fram á fundi bæjar- stjórnar sl. þriðjudag. 1 henni kemur fram spegilmynd af fjárhagsvanda flestallra sveitarfélaga og til aö endar nái saman er gert ráð fyrir að fjármagn til ýmissa fram- kvæmda á vegum kaupstað- arins verði stórlega skorið niður. Heildarrekstrartekjur eru áætlaðar 79,6 milljónir króna. Þar af eru útsvör og aðstöðugjöld 54.4 milljónir króna og fasteigna- gjöld 8,4 milljónir króna. Heild- arrekstrarkostnaður er áætlaður 63.4 milljónir króna, þar af er varið mestu til félagsmála eða 17,7 milljónum króna, til fræðslu- mála 12,2 milljónum króna. f vexti og fjármagnskostnað 7,6 milljónum króna. f yfirstjórn bæjarins 6,8 milljónum króna. í skipulag holræsa, umferðarmál, íþrótta- og æskulýðsmál 3,3 millj- ónum króna. Tekjur á eignabreytingareikn- ingi eru áætlaðar 24,4 milljónir króna. Þar af fara í ýmsar af- borganir og skuldir 9,8 milljónir króna. Til dvalarheimilisins Höfða fara 1,4 milljónir króna og til vatnsveitu 300 þúsund krónur. Framlag í Framkvæmdasjóð bæj- arins er áætlað 100 þúsund krón- ur. Gjaldfærð fjárfesting er áætl- uð 5,6 milljónir króna. Þar af ef áætlað að verja 5 milljónum króna til gatna- og holræsagerð- ar. Þar koma tekjur á móti upp á 3,6 milljónir króna, vegna gatna- gerðar- og holræsagjalda. Eignafærð fjárfesting er áætl- uð 7,2 milljónir króna. Þar af fer röskur helmingur til fram- kvæmda í skólamálum. Þess má að lokum geta, að mið- að við fjárhagsáætlun sl. árs aukast rekstrarútgjöld um 99%, en þau hefðu aukist, miðað við útkomuspá ársins 1982, um 64%. Á móti aukast svo tekjur bæjar- ins um 60%. Gert er ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætl- unina fari fram 8. marz nk. _ J G' Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu sem birtist sl. miðvikudag, kom fram að barnafargjöld í Strætisvögnum Reykjavíkur væru helmingi lægri en í Strætisvögnum Kópavogs. Vegna fréttar þessarar hafa Strætisvagnar Kópavogs óskað eftir að fram komi að fargjöld þessi séu jafn há í Reykjavík og Kópavogi, 2,50 krónur hvert far. Reyknesingar! Ólaf G. Einarsson í öruggt sæti! Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi ganga til prófkjörs vegna komandi alþingiskosninga nú laugardaginn 26. febrúar, kl. 13—19, og sunnudaginn 27. febrúar, kl. 10—20. Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar vilja hér með vekja athygli á stað- reyndum, sem þú, kjósandi góður, ættir að hugleiða áður en þú greiðir atkvæði í prófkjörinu. Ólafur G. Einarsson hefur verið formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins síðasta kjörtímabil. Eins og allir vita, hefur þetta kjörtíma- bil verið í hæsta máta óeðlilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. ólafur hefur því oft verið í þeirri erfiðu stöðu, að þurfa að mæla fyrir einarðri afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins gegn forvera Ólafs í embætti þingflokksformanns. Ólafi hefur farist þetta vandasama starf vel úr hendi, og teljum við það eitt næga ástæðu til áframhaldandi setu Ólafs G. Einarssonar á Alþingi. Ólafur G. Einarsson hefur einnig staðið í eldlínunni í því samninga- þófi, sem hefur átt sér stað um kjördæmamálið, og hefur þar staðfast- lega haldið fram hlut okkar Reyknesinga. Ólafur hefur átt sinn stóra þátt í því að sú lausn, sem nú er fundin á þessu stóra vandamáli, er um það bil að verða að veruleika. Engum er þó ljósara en Ólafi, að þessi lausn er aðeins áfangi á leiðinni að því sjálfsagða réttlæti, að atkvæð- isréttur verði jafn um allt landið. En — því miður — sá áfangi sem nú hefur náðst er einfaldlega það besta sem hægt var að ná við núverandi aðstæður. Við treystum Ólafi manna best til að halda áfram á þeirri braut að jafna kosningaréttinn á milli kjördæma. Framangreind atriði, svo og önnur störf Ólafs G. Einarssonar fyrir þjóðina, Reyknesinga og Sjálfstæðisflokkinn, leggjum við óhikað í dóm þinn, kjósandi góður. Við erum þess fullvissir að þú, og flokksbræður þínir tryggja Ólafi G. Einarssyni öruggt sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við næstu Alþingiskosningar. STUÐNINGSMENN Skrifstofa okkar er að Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.) sími 54555, og um helgina verður hún opin á sama tíma og kjörstaðir, kl. 13—19 á laugardag og kl. 10—20 á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.