Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
Nýja heilsugszlustöAin.
Fáskrúðsfjörður:
Heilsugæzlu-
stöð í notkun
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var
formlega opnuð ný heilsugæzlustöð
á Fáskrúðsfírði. Húsið er 360 fer-
metrar á einni hæð og er gert ráð
fyrir að í því starfí heilsugæzlulækn-
ir og hjúkrunarfræðingur auk venju-
legs starfsliðs. Einnig er þar aðstaða
fyrir tannlækni. í húsinu er einnig
lítið íbúð, sem hýst getur hina ýmsu
sérfræðinga, ef á þarf að halda.
Athöfn var í stöðinni sjálfri á
sunnudag, en síðan bauð sveitar-
stjórnin til kaffidrykkju I
grunnskólahúsinu. Margt manna
var við athöfnina, aðallega heima-
menn og fólk úr næsta nágrenni,
en heilsugæzlustöðin er fyrir þrjá
hreppa, það er að segja Búða-,
Fáskrúðsfjarðar- og Stöðvar-
hrepp, en þar er rekið heilsusel.
Það vakti athygli að fulltrúi frá
heilbrigðisráðuneytinu var ekki
viðstaddur athöfnina.
Það var árið 1974 að ákvörðun
var tekin um það að byggð skyldi
þessi heilsugæzlustöð og verkið
boðið út 1978. Verktakar að upp-
steypu voru Þröstur Júlíusson og
Einar Gunnarsson og gerðu þeir
húsið fokhelt. Síðan voru innrétt-
ingar og frágangur lóðar boðinn
út og það verk unnu Sævar Sig-
urðsson og Lars Gunnarsson.
Rafmagnslagnir og rafmagnsbún-
að lögðu Guðmundur Hallgríms-
son og Kjartan Sigurgeirsson.
Innréttingar voru allar fengnar
frá Þór hf. á Akureyri. Arkitekt
var Jes Einar Þorsteinsson.
Heildarkostnaður frá upphafi er
4,2 milljónir. Heilzugæzlulæknir
hér er Einar Guðmundsson.
Albert.
Starfslið stöðvarinnar frá vinstri: Hjördís Garðarsdóttir, Sóley Sigursveins-
dóttir, Hulda Jóhannesdóttir og Einar Guðmundsson. Á myndina vantar
Ijósmóður, sem starfar við stöðina, en hún heitir Birna Björnsdóttir.
SafnaðaráÖsfundur í
Reykjavíkurprófastsdæmi
Á MORGUN, sunnudaginn 27.
febrúar, verður haldinn fundur í
Safnaðaráði Reykjavíkurprófasts-
dæmis og hefst hann kl. 5 síðdegis í
Grensáskirkju. Samkvæmt lögum
eiga formenn sóknarnefnda, sókn-
arprestar og safnaðarfulltrúar sæti í
Safnaðaráði, en auk þess eru aðrir
sóknarnefndarmenn velkomnir svo
og þeir, sem vilja kynna sér þau mál,
sem efst eru á baugi í söfnuðum
prófastsdæmisins.
Aðalmál fundarins eru skipu-
lagsmálin, en sérstök nefnd hefur
starfað að gerð tillagna, sem verða
lagðar fyrir fundinn, og eru þær í
15 liðum. Byggjast þær að mestu á
ýmsu því, sem efst hefur verið á
baugi í slíkum umræðum á liðnum
árum, en einnig er bryddað upp á
ýmsum nýjungum.
Þá verður starf Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar kynnt og rætt um
starf það, sem unnið er á vegum
Öldrunarráðs prófastsdæmisins.
Formaður Safnaðaráðs er dóm-
prófasturinn í Reykjavík, séra
Ólafur Skúlason.
Áskriftcirsíminn er 83033
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Krútsjov og Malenkov
á prenti á fyrstu
100 dögum Andropovs
f vikunni voru hundrað dagar liðnir frá því að Yuri Andropov tók við
völdura í Sovétríkjunum sem flokksleiðtogi. Eins og Gilbert Sauvage,
prófessor og aðstoðarforstjóri upplýsingaskrifstofu Atlantshafsbandalags-
ins, benti á í fyrirlestri sem hann hélt hér fyrir nokkrum vikum, þarf mun
lengri tíma en 100 daga til að átta sig á því, hvað nýr foringi í Sovétríkj-
unum ætlast fyrir og hinn nýi foringi þarf einnig mun lengri tíma til að ná
tökum á stjórnkerfí ríkisins og öllum þráðum flokksins í sínar hendur.
Andropov hefur þó verið í betri aðstöðu að þessu leyti en forverar hans,
því að í sæti yfírmanns öryggis- og ógnarlögreglunnar KGB hafði hann
snuðrara á sínum vegum bæði innanlands og utan.
Fyrir skömmu bárust um það
fréttir, að Nikita Krútsjov
hefði verið nefndur á nafn í sov-
ésku blaði og þá hefur það vakið
athygli að Moskvubúar stunda
nú vinnu sína á daginn en standa
ekki í biðröðum við verslanir.
Þykir þetta tvennt sýna, að þó
hafi orðið einhverjar breytingar
á fyrstu 100 dögum Andropovs.
Almennt má segja, að vestrænir
fréttamenn í Moskvu sjái þann
mun helstan innanlands, að
stjórnvöld leggi meiri áherslu á
að uppræta spillingu og að menn
sinni skyldustörfum sínum en á
valdadögum Leonid Brezhnevs.
Út á við er Sovétstjórnin í sama
áróðursstríði og áður gegn vörn-
um Vesturlanda og leggur ofur-
kapp á að færa sér frelsi hinna
opnu landa í nyt að þessu leyti.
Nú í vikunni ræddi Claude
Cheysson, utanríkisráðherra
Frakka, við Andropov meðal
annars um Evrópueldflaugarn-
ar. Að fundinum loknum lét
Cheysson þau orð falla að þeir
hefðu ekki orðið sammála um
neitt og hann sætti sig ekki við
„vísindalegar" útlistanir Andr-
opovs sem ganga út á að sanna,
að Sovétmenn hafi einkarétt á
meðallangdrægum kjarnorku-
eldflaugum í Evrópu. Annars
bíða frekari aðgerðir í eldflauga-
málinu eftir úrslitum þingkosn-
inganna í Vestur-Þýskalandi um
næstu helgi.
Dusko Doder, fréttaritari
Washington Post í Moskvu,
skýrði frá því að Nikita Krútsjov
hafi verið nefndur í grein um 40
ára afmæli orrustunnar um
Stalíngrad í hefti af hinu hug-
myndafræðilega Moskvutímariti
Kommunist sem hlaut afgreiðslu
hjá ritskoðuninni 10. janúar
1983. Er það í fyrsta sinn síðan
Krútsjov var vikið frá völdum
sem flokksleiðtogi 1964 að nafn
hans birtist á prenti — þrisvar
sinnum í sömu grein — í já-
kvæðu sögulegu samhengi I for-
ysturiti kommúnistaflokksins.
í Kommunist er Krútsjov
nefndur með Semen Timosjenko,
marskálki, og þeir taldir helstu
stjórnendur sovésku hersveit-
anna við Stalíngrad. Krútsjoff
var þá yfirlautinant en sem einn
af félögunum í stjórnmálanefnd
Jósef Stalíns var hann hæstsett-
ur allra sovéskra hermanna við
Stalíngrad.
Síðan Kommunist birti grein-
ina hafa orðið um það vangavelt-
ur meðal manna í Moskvu, að
sögn Doders, hvort Yuri Andr-
opov ætli að bæta hlut Krútsjovs
í sovéskri sögu, en eftirmaður
hans á leiðtogastóli, Leonid
Brezhnev, vildi ekki af Krútsjov
vita frekar en Krútsjov vildi
minnast á Stalín eftir að hann
afhjúpaði glæpi hans í leyniræð-
unni á flokksþinginu 1956. Andr-
opov var sendiherra Krútsjovs í
Ungverjalandi í blóðbaðinu þar
1956 og síðar, 1962, gerði Krútsj-
ov Anrdropov að miðstjórnar-
manni kommúnistaflokksins og
skipaði hann í valdamikinn hóp
ritara miðstjórnarinnar.
Talið er að Andropov hljóti að
hafa vitað um þessa grein í
Kommunist áður en hún birtist
og kannski samþykkt efni henn-
ar. Síðast minnast menn að hafa
séð nafn N. Krútsjovs á prenti í
áhrifablaði Kommúnistaflokks-
ins þegar sagt var frá dauða
hans í Prövdu 11. september
1971 tveimur dögum eftir and-
látið. Þá var hans getið sem
„óbreytts eftirlaunamanns". í
þriggja binda uppsláttarriti sov-
éska utanríkisráðuneytisins um
helstu atburði á alþjóðavett-
vangi undanfarna áratugi sést
nafn Krútsjovs hvergi. Þar er
meðal annars sagt frá því að
John F. Kennedy, Bandaríkja-
forseti, hafi hitt sovéska forsæt-
isráðherrann að máli í Vínar-
borg 1961 og eru helstu atriðin
úr viðræðum þeirra rakin, en
ráðherrann, Krútsjov, er ekki
nafngreindur.
í greininni í Kommunist er
einnig í fyrsta sinn um áratuga
skeið minnst á Georg Malenkov.
Hann varð forsætisráðherra
Sovétríkjanna eftir dauða Stal-
íns 1953 og um leið varð Krútsj-
ov flokksleiðtogi. Krútsjov bol-
aði Malenkov frá 1955. Þá var
Malenkov gerður að rafveitu-
stjóra og hvarf síðan úr opin-
berri þjónustu. Hann lifir enn
sem eftirlaunamaður í Moskvu.
Sovésk saga er rituð með ein-
kennilegum hætti, því að helstu
áhrifavaldar í henni breytast í
nafnleysingja um leið eða
skömmu eftir að þeir fara frá
völdum. Síðan er það undir
duttlungum eftirmanna komið,
helst tveimur áratugum eftir að
foringjanum var steypt, hvort
hans er getið eða ekki og að sjá
nafn foringjans fallna á prenti
að nýju í flokksblaði þykir
heimsfrétt eins og hér hefur ver-
ið lýst.
Yuri Andropov hefur á fyrstu
100 dögunum ekki gert beina
árás á Leonid Brezhnev og stjórn
hans, en áherslan sem Andropov
leggur á að uppræta spillingu,
eyðslu og ódugnað er óbein árás
á stjórnarhættina á tímum
Brezhnevs. Og rétt er að hafa í
huga, að þá fyrst töldu menn að
Andropov væri að sölsa undir sig
ríkið að Brezhnev gengnum þeg-
ar KGB-menn byrjuðu að snuðra
í kringum einkavini fjölskyldu
Brezhnevs og saka þá um spill-
ingu. Stalín var fordæmdur fyrir
morð og ofbeldi af Krútsjov,
Brezhnev ýtti Krútsjov til hliðar
vegna stjórnleysis í efnahags-
málum og niðurlægingar í Kúbu-
deilunni. Andropov skyldi ekki
eiga eftir að kenna Brezhnev um
spillinguna til að upphefja sjálf-
an sig?
Yuri Andropov (t.v.) með Gustav Husak, forseta Tékkóslóvakíu.