Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
35
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Vorhreingerningar eru hafnar"
Það birtir nú dag frá degi,
dagurinn lengist. Tíðarfar er
ágætt þessa síðustu dagana i
febrúarmánuði, þíða og skúrir og
með sama áframhaldi spái ég að
í ár taki bjartsýnustu menn að
huga að trjágróðri í görðum
löngu áður en sumardeginum
fyrsta fagnað með fánahyllingu
og lúðrablæstri á götum úti. Enn
kann þó að vera nokkuð langt í
að fólk geti hlaupið um tún og
engi, léttklætt, og borið á sig sól-
arolíu til að verjast sólbruna.
Dagatalið segir okkur að tveir
mánuðir séu til sumars og hjá
leiklistardeild Ríkisútvarpsins
er ríkjandi bjartsýni. Vorhrein-
gerningar eru hafnar. Verið er
að þrífa borð og skúffur og dusta
rykið af hillum. í samtali við Jón
Viðar Jónsson, leiklistarstjóra
útvarpsins, kom fram að nýtt
framhaldsleikrit fyrir börn og
unglinga í þremur þáttum,
„Lífsháski", eftir norska rithöf-
undinn Leif Hamre, verður flutt
í útvarpi í marsmánuði, fyrsti
þáttur væntanlega í byrjun
mánaðarins á þriðjudegi klukk-
an átta eftir kvöldfréttir og hin-
ir tveir síðan næstu þriðjudaga á
sama tíma. Mörg leikrit eru á
dagskrá útvarpsins fram á vor
og of langt mál að telja þau öll
upp enda einstök verkefni ekki
frágengin að fullu. Þar er gaman
og alvara á ferð, skopleikir, róm-
antík og svo dramatísk alvara
þar sem sori mannfélagsins leik-
ur lausum hala. óvenjumargt
skemmtilegt er á verkefnaskrá
leiklistardeildar útvarpsins og
það sem vekur kannski mesta at-
hygli og eftirvæntingu er að síð-
ar í vetur eða í vor verða flutt
leikrit eftir Odd Björnsson og
Steinunni Sigurðardóttur sem
bæði eru kunn fyrir góð og vönd-
uð leikrit fyrir útvarp og sjón-
varp og leikhússvið.
Frá sjónvarpinu eru ekki stór-
ar fréttir, þar ríkir eilífur fjár-
skortur og varla möguleiki á að
skipta um ljósaperu. Ýmislegt
mun vera á döfinni með þeim
fyrirvara þó að fjármunir séu
fyrir hendi til að framkvæma
hlutina. Sæmileg bjartsýni virð-
ist ríkja hjá sjónvarpinu þrátt
fyrir þröngan fjárhag, og nú ný-
lega er sendinefnd frá sjónvarp-
inu komin heim af mikilli kaup-
ráðstefnu sjónvarpsstöðva sem
haldin var í hinu kunna spilavíti
Monte Carlo. Þangað fór sendi-
nefndin og festi kaup á breskum
framhaldsmyndaflokki í ellefu
þáttum, „Brideshead Revisited",
sem mun hafa gengið mjög vel
allstaðar þar sem hann hefur
verið sýndur. Mikið hefur verið
um hann skrifað og vinsældir
eru sagðar gífurlegar, Dallas-
fólkið má þess vegna biðja fyrir
sér.
„Brideshead Revisited" er
byggður á sögu Evelyn Waugh
og gerist á Bretlandi á milli-
stríðsárunum og er fjölskyldu-
saga sem sýnir hnignun breska
aðalsins. Með aðalhlutverk í
þessum framhaldsmyndaflokki
fara tveir þekktir breskir leikar-
ar. Jeremy Irons og Anthony
Andrews. Fyrsti þáttur mun
verða á dagskrá á pálmasunnu-
dag.
Sjónvarpið hefur einnig áhuga
á að kaupa síðar, eða þegar
samningar takast, nokkra aðra
breska sjónvarpsþætti, sem
boðnir voru til kaups á ráðstefn-
unni í Monte Carlo, t.d. fram-
haldsþátt um hið fræga tónskáld
Wagner þar sem Richard Burton
leikur aðalhlutverkið og fram-
haldsmyndaflokk sem byggður
er á skáldsögum Raymond
Chandlers um einkaspæjarann
Marlowe.
Um páskana verður væntan-
lega flutt í sjónvarpinu leikgerð
Kjartans Ragnarssonar við þá
kunnu bók Ofvitann eftir Þór-
berg Þórðarson, samkvæmt því
er fram kom í samtali er ég átti
við Elínborgu Stefánsdóttur,
dagskrárfulltrúa í lista- og
skemmtideild nú nýlega.
Það vill svo til að mér er kunn-
ugt um að búið er að filma tvö
íslensk leikrit hjá sjónvarpinu.
Annað er eftir Þorstein Marels-
son og heitir í vinnuhandriti
„Hver er sinnar gæfu smiður".
Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugs-
son. Hitt leikritið er eftir Asu
Sólveigu. Ekki veit ég hvað það
heitir. Leikstjóri er Viðar Vík-
Jón Viðar Jónsson
Steinunn Sigurðardóttir
ingsson, sem er hámenntaður í
kvikmyndastjórn og fær vonandi
að glíma við spennandi verkefni
nú þegar hann er kominn heim
eftir nokkurra ára dvöl erlendis.
Leikritin eru óklippt og ófrá-
gengin og hafa verið í slíku
ástandi um tíma og ekki ljóst
hvenær þau koma á dagskrá.
Væntanlega verður verk Þor-
steins Marelssonar flutt í sjón-
varpinu seinni hluta vetrar eða í
vor og verk Ásu Sólveigar, sem
mér skilst að sé ekki komið jafn
langt í vinnslu og verk Þorsteins,
verður vonandi flutt sem fyrst.
Lítið hefur borið á íslenskum
leikritum í sjónvarpi í vetur og
er vissulega kominn tími til að
við fáum að sjá íslensk leikrit í
sjónvarpinu. Eg legg til að ef
ekki ætlar að rætast úr fjárhag
lista- og skemmtideildar þá fari
fram einhvers konar söfnun
meðal landsmanna til styrktar
leikritagerð í sjónvarpi og
myndu líklega ýmsir leggja fram
aura allt eftir efnum og ástæð-
um. Það er ekki lengur hægt að
horfa ógrátandi upp á ástand
mála hjá hinni framgjörnu deild
innan sjónvarpsins, lista- og
skemmtideild.
Hjá deildinni mun vera Ijós og
hiti. Mér er ekki kunnugt um
hvort þar eru önnur nútímaþæg-
indi, tel ég þó líklegt að starfs-
fólkið geti sent frá sér bréf inn-
anlands og utan, fjárskorturinn
sé ekki það alvarlegur.
Já, allt er þetta sorgarsaga og
nú gerir háttvirt fjármálaráð
Ríkisútvarpsins ráð fyrir allt að
50% lækkun á ráðstöfunarfé
lista- og skemmtideildar, sam-
anborið við árið 1982. Slíkur
niðurskurður, nái hann fram að
ganga, er svo hrikalegur að lista-
og skemmtideild sjónvarpsins
mun lognast út af.
Ég minnist aðeins á örfáa
dagskrárliði úr útvarpi og sjón-
varpi frá síðustu dögum að þessu
sinni. Er þá fyrst að geta þáttar
sem Agnes Bragadóttir, blaða-
maður, sá um í útvarpi fimmtu-
dagskvöldið 17. febrúar og og hét
„Var D.H. Lawrence klámhund-
ur, karlremba eða listamaður?".
vitanlega var hann fyrst og
fremst listamaður. Ég heyrði
fyrst getið um þennan merka
rithöfund á unglingsárum mín-
um þegar „bláa bókin" sem svo
var nefnd „Elskhugi Lady Chatt-
erley", barst mér í hendur frá
skólafélaga sem roðnaði þessi
ósköp þegar hann skýrði frá því
að hann hefði átt andvökunætur
eftir lestur bókarinnar og sig
langaði virkilega að kynnast
kvenmanni. Ég neita því ekki að
mér þótti bókin góð, sérstaklega
rómantísk og hugljúf og ég gat
ekki fundið í henni klám frekar
en í myndablöðum um Tarsan.
í útvarpsþætti Agnesar var
D.H. Lawrence kynntur, sagt frá
uppruna og ritstörfum og spjall-
að um bækur hans. Knútur R.
Magnússon las snilldarlega smá-
söguna „Rugguhestinn" og í lok
þáttarins las Agnes ritdóm eftir
Jónas Jónsson frá Hriflu um
þýðingu Kristmanns Guð-
mundssonar á hinni frægu bók
og var í þeim ritdómi mikil
þröngsýni og óvægin gagnrýni
að mínum dómi. Þáttur Agnesar „
Bragadóttur var vel unninn og
skemmtilegur.
Sunnudagskvöldið 20. febrúar
var sýndur í sjónvarpinu þáttur
sem nefnist „Eldeyjarleiðangur
1982“. Tæknilið sjónvarpsins
slóst með i för þegar Árni John-
sen fór með leiðangur í Eldey út
af Reykjanesi. Tilgangur farar-
innar var auk töku kvikmyndar-
innar vísindalegs eðlis. Tekin
voru jarðvegssýni og fjöldi súlu-
unga merktur. Farið var frá
Höfnum í ágætu veðri á tveimur
litlum mótorbátum og siglingin
út í Eldey tók um tvo og hálfan
klukkutíma. Þegar út í eyjuna
var komið fór aldraður maður úr
Vestmannaeyjum með bæn að
sið bjargmanna.
Eyjan er sérkennilega fögur
ásýndum og þar er mikið um súl-
una, „drottningu Atlantshafs-
ins“. Leiðangursmenn komust
upp á brúnina á Eldey þar sem
allt var krökkt af súlu og merktu
hóp af ungum. Ferðin tókst vel
og lá ágætlega á mannskapnum,
um tuttugu manns, þegar haldið
var frá Eldey að kvöldi dags.
Kvikmyndataka og öll gerð
myndarinnar um Eldeyjarleið-
angurinn 1982 fannst mér frá-
bær.
Sjónvarpsþátturinn um
hljómleika The Rolling Stones í
Gautaborg í Svíþjóð sumarið
1982 var lélegur og olli sönnum
aðdáendum hljómsveitarinnar
vonbrigðum. Ég hefði viljað fá
að sjá meira frjá sjálfum hljóm-
leikunum og minna af kjaftæði
við gesti á leið á híjómleikana.
Einhvern tímann hlýtur að
koma að því að við fáum að sjá
The Rolling Stones á alvöru-
hljómleikum í sjónvarpi eða á
sviði hér á íslandi.
Ólafur Ormsson
Kvikmynd bönnuð yngri en 16 ára,
en leigð út kvaðalaust á myndbandi
„ÞESSI staða er í raun mjög
einkennileg. Ég auglýsi kvik-
mynd, sem sýnd verður á sunnu-
dag og er bönnuð börnum yngri
en 16 ára, samkvæmt ákvörðun
kvikmyndaeftirlitsins. Við hlið-
ina á bíóinu er síðan vídeóleiga,
þar sem hægt er að fá myndina
teigða án nokkurra kvaða,“
sagði Steingrímur Kristinsson,
bíóstjóri í Nýja bíói í Siglufirði, í
samtali við Mbl.
Steingrímur sagði bíómenn búa
við mjög gamla og úrelta löggjöf,
sem bráðnauðsynlegt væri að taka
til endurskoðunar. „í því sam-
bandi má nefna, að við verðum að
greiða 35,53% af hverjum að-
göngumiða í skemmtanaskatt og
1,41% til STEFs, sem er í raun
fráleitt miðað við þær aðstæður,
sem við lifum við í dag. Þessir
hlutir voru reiknaðir út miðað við
allt aðrar forsendur en nú ríkja,“
sagði Steingrímur.
„Ég ritaði fjármálaráðherra
bréf fyrir nokkrum mánuðum, þar
sem ég óskaði eftir að löggjöf um
skemmtanaskatt yrði tekin til
endurskoðunar. Svar barst um
hæl, þar sem tilkynnt var að bréf-
ið hefði verið sent áfram til
menntamálaráðuneytisins, sem
hefði með málið að gera. Frá
menntamálaráðuneytinu hefur
hins vegar ekkert heyrst. Ráð-
herrann hefur greinilega engan
áhuga á að svara svona smákörl-
um,“ sagði Steingrímur ennfrem-
ur.
h|á
okkur
kl. 10—5 í dag
KM
-húsgögn,
l.angholtsvo^i 111, Keykjavík,
símar .‘ITOIO — 37144.
KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI