Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
19
að í Bandaríkjunum eftir heims-
styrjöldina síðari. Fram til þess
tíma hafði hann mest lifað í ferða-
töskum, með bækistöð í Evrópu.
Hann hafði unnið til verðlauna í
hverri píanókeppninni af annarri
á þriðja áratugnum, síðast í Genf
1927, þar sem þá var aðalkeppnin.
í Bandaríkjunum hafði hann fyrst
leikið opinberlega tvítugur að
aldri, með sinfóníuhljómsveitun-
um í Boston og Chicago og haldið
einleikshljómleika í Carnegie Hall
í New York — þá við heldur
dræma aðsókn og undirtektir.
Þeim mun betur var honum fagn-
að þar í næsta skipti, 1939, og eftir
það var ekkert lát á eftirsókninni
eftir honum. Í millitíðinni hafði
hann einkum leikið í Evrópu og
Suður-Ameríku, leikið inn á
hljómplötur, og jafnvel í kvik-
mynd, — hlutverk Franz Liszts í
kvikmynd sem Mexíkanar gerðu
um hann á bernskudögum kvik-
myndagerðar sinnar.
Arrau var snemma rómaður
fyrir sterka stílkennd og þótti
sama hvar hann bæri niður; Bach,
Mozart, Beethoven, Schubert,
Schumann, Chopin, Debussy,
Liszt, — hver þeirra heimur út af
fyrir sig í meðförum hans. Sjálfur
segist hann á móti því að píanó-
leikari sérhæfi sig um of. „Eg hef
alltaf verið þeirrar skoðunar,"
hefur hann sagt, „að því fjöl-
breyttari viðfangsefni sem píanó-
leikari velji sér, þeim mún dýpri
skilning muni hann öðlast á öllu,
sem hann leikur. Því betur sem
maður leikur Debussy, þeim mun
betri verður hann í Chopin, og sá
sem leikur Beethoven vel er líkleg-
ur til að fara vel með Brahms.
En,“ bætir hann við, „sé maður að
læra verk eftir tiltekinn höfund
skiptir að mínu mati miklu máli,
að kynna sér öll verk hans vel til
að fá yfir þau heildarsýn og þar
með dýpri tilfinningu og skilning.
Stundum vilja einstakir kaflar í
verki vefjast fyrir manni, — ein-
hver óræður þáttur er lokaður
skilningi og skynjun, þangað til
allt í einu að augun opnast við að
rekast á hliðstæðu hans í öðru
verki, til dæmis píanósónötu,
strengjakvartett, — eða sinfóníu.
Þetta getur líka gerzt í svefni, það
hefur komið fyrir að ég hef lagt
verk til hliðar vegna þess að mér
fannst eitthvað ekki eins og það
ætti að vera, en svo allt í einu
vaknað upp og skilið það, sem áður
var lokað."
Hann telur sig ekki hafa tekið
umtalsverðum breytingum um ár-
in sem píanóleikara nema hvað
framför hafi verið stöðug og
þroski hans sem listamanns. Hann
hefur mörg undanfarin ár getað
spilað hvað sem honum hefur
sýnzt á tónleikum; sú var tíðin að
umboðsmenn hans vildu hafa
eitthvað um það að segja, en hún
er löngu liðin. Sem stendur kveðst
hann hafa sérstakt yndi af að fást
við Debussy og Schubert: „Mér
finnst tónlist Schuberts einhver
hin erfiðasta við að fást,“ segir
hann, „hún er svo margræð; það
eru áhrif Beethovens, sem hann
dáði svo mjög; það er ljóðræna
hans sjálfs, og það eru Vínar-
áhrifin, og ekki hlaupið að því að
tengja þessa þætti vel, enda hefur
Schubert til skamms tíma ekki
verið metinn sem skyldi sem höf-
undur píanóverka."
En Arrau kveðst líka hafa mik-
inn áhuga á nútímamúsík og
gjarnan viljað leika meira af
henni, ef tími vinnist til, til dæmis
Boulez, Stockhausen og Berio.
— Væntanlega á hann enn mörg
ár í fullu fjöri og nóg er af nýrri
músík við að fást: „Hver hefði bú-
izt við því fyrir þrjátíu eða fjöru-
tíu árum, að við ættum eftir að
lifa slíkt flóð af nýrri músík?" seg-
ir hann. „Á tíma Wagners spurðu
menn: Hvað getur komið á eftir
þessu og hið sama var sagt í tíð
Stravinskys, — „hann er punktur
tónsmíðanna," sögðu sumir. En
það reyndist sannarlega ekki rétt,
— enn komu nýir menn, Ligeti,
Berio, Penderecki, Carter,
Zimmermann, Tippett og fleiri og
fleiri; — nýir menn, nýir tónar, ný
hljóð, nýjar sýnir, ný dýpt. Og
þannig mun áfram."
Ólafur G. Einarsson, maður
f vanþakklátu trúnaðarstarfi
— eftir Helga Hall-
varðsson skipherra
Eitt vanþakklátasta trúnaðar-
starf íslenskra stjórnmála undan-
farin þrjú ár hefur verið embætti
formanns þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Til þess liggja nokkrar
ástæður, sem mig langar aðeins til
að drepa á.
Veigamesta ástæðan er auðvit-
að sú, sem nokkuð margir eru bún-
ir að gleyma: hver var forveri nú-
verandi formanns í þessu emb-
ætti? Það er viðurkennd staðreynd
að erfitt er að taka við af hæfum
mönnum, en hve miklum mun erf-
iðara er að taka við af manni sem
ekki aðeins hverfur úr trúnaðar-
stöðu fyrir flokk sinn, heldur
gengur einnig gegn vilja flokksins,
stefnu hans og sannfæringu
flokksmanna.
Önnur ástæðan er afleiðing
hinnar fyrri. Mikill meirihluti
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
ákvað að eiga ekki aðild að þeirri
Ólafsvík:
ríkisstjórn, sem stofnað var til ár-
ið 1980. Það liggur því í hlutarins
eðli, að formaður þingflokksins
hefur orðið málsvari andstöðu
þingflokksins við ríkisstjórnina.
Þriðja ástæðan er sú að ríkis-
stjórninni hefur tekist að læða því
inn hjá almenningi, að hún sé að
takast á við verðbólguna, og að
þeir sem á móti mæla séu með
verðbólgunni. Þetta er auðvitað
ein allra mesta firra, sem á borð
hefur verið borin fyrir íslendinga
hin síðari ár, en stór hluti þjóðar-
innar hefur því miður gleypt þetta
hrátt.
Ef litið er á framangreint, verð-
ur því að teljast sérstakt hvemig
Ólafur G. Einarsson hefur rækt
starf sitt, sem formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna. Hann
hefur átt sinn mikla þátt í að
halda þingflokknum saman og
verið óþreytandi í þeirri viðleitni.
Þá hefur Ólafur G. Einarsson
komið mjög vel út úr samskiptum
sínum við fjölmiðla. Hann er mað-
urinn sem svarað hefur hreint út,
Ólafur G. Einarsson
en ekki skotið sér á bak við mála-
lengingar.
í samskiptum sínum við al-
menning hefur ólafur G. Einars-
son orðið að mæla opinberlega
fyrir skoðunum, sem ekki hafa
fallið öHtam, né verið líklegar til að
afla honum vinsælda. Það hefur
þó oftast komið í Ijós síðar, að
Ólafur og meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins höfðu lög að mæla. Sú
staðreynd hefur því miður ekki
tengst persónu ólafs eins mjög og
það, að hann sé ætíð á móti öllu.
ólafur G. Einarsson er síður en
svo á móti öllu, en hann hefur á
síðasta kjörtímabili, sem formað-
ur þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, verið á móti þeirri stefnu rík-
isstjórnarinnar, að ríkið eigi að
vera með nefið ofan í hvers manns
koppi. Og á móti því eru líka allir
sannir sjálfstæðismenn.
Ólafur G. Einarsson hefur kom-
ist vel frá vandasömu starfi sínu
sem formaður þingflokks Sjálf-
stæöisflokksins við þær aðstæður,
sem verið hafa, og við Reyknesing-
ar eigum að launa honum frammi-
stöðuna með því að sameinast um
að kjósa hann í öruggt sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,
sem fram fer nú um helgina.
Helgi Hallvarðsson skipherra
Lyngheiði 16, Kópavogi.
Undirbúningur að 300 ára kaupstaðarafmæli
Ólafsvík er elzti löjggilti
verzlunarstaður á Islandi
^ Olafsvfk, 22. febrúar.
ÁRIÐ 1987 mun verða haldið upp á
300 ára afmæli Ólafsvíkur sem lög-
gilds verslunarstaðar, en Ólafsvík er
samkvæmt konungsbréfi, útgefnu af
Christian V. 26. marz 1687, elsti
löggilti verzlunarstaður á íslandi.
Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps hef-
ur nýlega skipað nefnd til að undir-
búa afmælishaldið.
Nefndin hefur haldið tvo fundi
og komið sér saman um ýmis at-
riði til að leggja fyrir hreppsnefnd
til umsagnar. M.a. var ákveðið að
hafa sem best samband við
brottflutta ólsara og æskja að-
stoðar þeirra við söfnun muna og
minja er varða atvinnusögu
byggðarlagsins. Bárður Jensson,
form. verkalýðsfélagsins Jökuls,
mun verða helsti tengiliður okkar
við Ólsara sem fjarri búa og eru
þeir, sem áhuga hafa á að verða að
liði hvattir til að setja sig í sam-
band við hann eða aðra nefndar-
menn, en nefndina skipa: Bárður
Jensson, Björg Jónsdóttir, Bryndís
Þráinsdóttir, Helgi Kristjánsson,
María Sveinsdóttir, Sigurður
Brandsson og Sveinn Elínbergs-
son.
- Helgi.
Vertn meö
í opnu próíkjöri í Reykjaneskjördœmi
Gunnar G. Schram er 1 íramboði af því að hann vUl:
- Að einn maður hafi eitt atkvœði. Fullan jöínuð en
ekki málamiðlanir
- Að tekjuskattur af launatekjum verði afnuminn
- Nýja atvinnustefnu í sjávarútvegi og iðnaði
í stað gjaldþrota byggðastefnu
- Breytt íbúðarlánakeríi sem tryggi að þrír fjórðu hlutar
byggingarkostnaðar fáist á löngum lánum
- Að skilyrði verði sköpuð fyrir móttöku sjónvarpssendinga frá
gervihnöttum, sem hefjast munu í
haust og ná til íslands
Við hvetjum ykkur til að vera með í prófkjörinu og hafa þannig
áhriíá framboðslista Sjálístœðisflokksins.
Þið haíið vald til að velja