Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 33 Belgía: Mesta atvinnuleysi frá lokum stríðsins Um 12,2% mannaflans án vinnu í febrúarmánuði ATVINNULEYSI eykst stöðugt í Belgíu. Frá lokum janúar til miðs febníar jókst atvinnuleysi þar í landi úr 11,9% af vinnufærum í 12,2%, sem er hæsta hlutfall um langt árabil. Atvinnulausir voru samtals 509.550 um miðjan febrúarmán- uði, sem er mesti fjöldi atvinnu- lausra síðan á stríðsárunum. At- vinnuleysi hefur reyndar haldið áfram að aukast allt síðasta ár. Flestir hinna nýju atvinnuleys- ingja eru ungt fólk, sem er að koma út á vinnumarkaðinn. At- vinnuleysi í Belgíu er það mesta innan Efnahagsbandalags Evrópu og búizt er við að það eigi enn eftir að aukast. Toyota og Nissan: * Utflutningur og sala jukust í janúarmánuði TALSMENN tveggja stærstu bflaframleiðenda Japans, Toyota og Nissan, tilkynntu í liðinni viku, að útflutningur þeirra og sala á heimamarkaði hefði aukizt nokkuð í janúarmánuði sl., en eins og skýrt hefur verið frá dróst sala þessara aðila saman á síðasta ári. „Útflutningur okkar jókst um liðlega 1,5% frá fyrra ári, sem er ánægjuleg þróun, og draga má af henni ákveðnar ályktanir um áframhaldið," sagði talsmaður Toyota á blaðamannafundi. Útflutningur Toyota til Evrópu jókst um 34% frá fyrra ári, en alls voru fluttir þangað 21.532 bílar. Útflutningur fyrirtækisins til Bandaríkjanna dróst hins vegar saman um 10% og var samtals 52.476 bílar. „Ástæðan fyrir því er innflutningshömlur bandarískra stjórnvalda," sagði talsmaðurinn. Talsmaður Nissan sagði út- flutning fyrirtækisins til Evrópu hafa aukizt um 10% í janúar og verið samtals 30.012 bílar. Hins vegar dróst útflutningur fyrirtæk- isins til Bandaríkjanna saman um 2% og var samtals 46.659 bílar. Sala Toyota á heimamarkaði jókst um 13% og er þetta þriðji mánuðurinn í röð, sem um sölu- aukningu er að ræða, en í janúar voru seldir 79.623 bílar í Japan. Sala Nissan á heimamarkaði jókst um 5% í janúar og var sam- tals 58.415 bílar. Um 6% söluaukning hjá Daimler-Benz „Viðunandi afkoma,“ segir talsmaður fyrirtækisins TALSMAÐUR Daimler-Benz, sem framleiðir Mercedes Benz-bflana, sagði á fundi með blaðamönnum í síðustu viku, að afkoma fyrirtækis- ins hefði verið viðunandi á síðasta ári, en heildarsala þess hefði aukizt um 6% og verið samtals liðlega 38,87 milljarðar vestur-þýzkra marka. Á blaðamannafundinum koma fram, að endanlegt uppgjör lægi ekki fyrir, en reiknað væri með, að hagnaður fyrirtækisins yrði í námunda við það sem hann var á árinu 1981, en þá var hagnaður Daimler-Benz liðlega 826 milljónir vestur-þýzkra marka, sem er um 10 vestur-þýzk mörk á hlut. „Við erum í raun mjög ánægðir með að ná svo viðunandi útkomu eins og raun ber vitni, miðað við allar þær efnahagslegu þrenging- ar, sem ríkt hafa á síðasta ári,“ sagði talsmaðurinn. Talsmaðurinn sagði að Daiml- er-Benz hefði framleitt samtals 458.345 fólksbíla á síðasta ári, sem er um 4% aukning frá árinu 1981. Hins vegar hefði efnahagssam- drátturinn komið verr við vörubíla og stærri bíla-framleiðslu fyrir- tækisins, sem hefði dregizt saman um 9% á síðasta ári, þegar sam- tals voru framleiddir 250.070 bíl- ar. Heildarfjárfesting Daimler- Benz á síðasta ári var í kringum 3,1 milljarður vestur-þýzkra marka, þar af um 2,7 milljarðar heima fyrir, sérstaklega við hönn- un og markaðssetningu á „litla“ Benz-inum, sem kynntur var á dögunum. UTIVISTARFERÐIR Lækjargötu 6, sími 14606. Símsvari utan skrifstofutíma. Sunnudagur 27. febr. kl. 13.00. 1. Rjúpnadalur Lækjabotnar Gönguferö fararstjóri Steingrímur Gautur Kristjáns- son. Verö kr. 100,00. 2. Milli hrauns og hlíða — Fremstidalur Skíöganga. Fararstjóri Sveinn Viöar Guðmundsson. Verð kr. 150,00. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Mánudagskvöld 28. febr. kl. 20.00. Tunglskinsganga meö Kristjáni M. Baldurssyni í Bessastaöanes og Skansinn, fjörubál. Verö kr. 80.00. Helgarferð í Tindfjöll 4.-6. mars. Fararstjóri Styrkár Sveinbjarnarson. Árshátíð í Garðarholti 12. mars. Sjáumst. BILASYNING laugardag og sunnudag kl. 2—5 ♦ -4- SUBARU Hatcback 1800 4WD. d’JO SUBARU 700 Van High Roof 4WD SUBARU Mini Van v»rð kr. 110,200.- (24.2'83) Einnig verður kynnt: uráncfos ^KAFFI & TE/ Góðmeti frá Ragnars bakaríi. Bylting hjá Subaru SUBARU Station fjórhjóiadrifinn, meó háu og lágu drifi — Nýtt útlit — 5 cm. upphækkun á farþegarými — sjálfskipting — aflstýri — rafmagn á speglum og rúöum — plussáklæði — lúxus aftursæti með höfuðpúðum — og algjör nýjung — „Hill Holder" samvirkni milli hemla og tengla. ★ ★ ★ SUBARU Hatchback — Nýr og breyttur. Fáanlegur fjórhjóladrifinn, sjálfskipt- ur meö ýmsum nýjungum. ★ ★ ★ SUBARU 700 Van High Roof — Sendibifreið, Fjórhjóladrifinn, meö extra lágum gír. — Mjög hár til lofts og mikið farangursrými. Buröargeta 550 kg. — Lægsti punktur frá jörö 23 cm. Eyðsla 5 I. á 100 km. ★ ★ ★ SUBARU Mini Van — 3ja dyra sendibifreið ótrúlega sparneytinn. Hann eyðir ekki 6 I. Hann eyðir ekki 5 I. Hann eyðir aðeins 3,5 litrum á 100 km. Fólksbílar af sömu gerð væntanlegir síðar. Aldrei meira að sjá og skoða. Verið velkomin og kynnist nýjungunum frá SUBARU INGVAR HELGAS0N, „m, 33560 SYNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.