Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 48
Ruslastampar fyrir bæjarfélög & fyrirtæki. akta 85005 SfÐUMULA 27 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 ^^pglýsinga- síminn er 2 24 80 Kosningalagafrumvarp fjögurra þingflokka 63 þingmenn — jöfnuður milli flokka — dregið úr búsetumisvægi — 5% þröskuldur — röðun á lista FRUMVARP til stjórnskipunarlaga um breytingu á þeim ákvæóum stjórnarskrár sem fjalla um kosningar til Alþingis var lagt fram í neðri deild Alþingis í gær. Flutningsmenn eru formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og varaformaður Alþýðuflokks. Meginatriði frumvarps- íns eru • Þingsæti verði 63 í stað 60 en skipting landsins í kjördæmi verður óbreytt. Skipting þing- sæta á kjördæmi verði endur- skoðuð fyrir hverjar kosningar með hliðsjón af breytingum á tölu kjósenda. • Aðferð við úthlutun þing- sæta á grundvelli kosningaúr- slita er breytt verulega. • Tekin er upp ný jöfnunarað- ferð til að stuðla að samræmi milli atkvæðatölu þingflokka og þingstyrks. • Rýmkaðir eru möguleikar kjósenda til áhrifa á það hverjir frambjóðendur ná kosningu á hverjum lista. • Kosningaaldur er lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Þegar núverandi kjördæma- skipan komst á 1959 var mesta búsetumisvægi atkvæða 1:3,22 milli Norðurlandskjördæmis vestra og Reykjavíkurkjördæm- is, segir í greinargerð með frum- varpinu. í kosningunum 1979 var samsvarandi misvægi mest milli Vestfjarða- og Reykjaneskjör- dæmis og var það 1:4,11. í grein- argerð frumvarpsins kemur og fram, að hefði verið kosið sam- kvæmt því 1979 hefði búsetu- misvægið verið 1:2,56 milli Vest- fjarða- og Reykjavíkurkjördæm- is. Við síðustu kosningar hefði þurft, segir í greinargerð frum- varpsins, að fjölga uppbótar- þjngsætum allmikið (um 6) til þess að jöfnuður næðist milli þingflokka. Með þeim breyting- um, sem frumvarpið mælir um, er stefnt að sem fyllstum jöfnuði milli stjórnmálaflokka. 54 þingsætum á að ráðstafa innan kjördæma: Reykjavík 14, Reykjanes 8, Norðurland eystra og Suðurland 6 og önnur kjör- dæmi 5 þingsæti hvert. Af þeim 9 þingsætum sem eftir eru skal 8 skipt fyrir hverjar kosningar milli kjördæma til að jafna vægi atkvæða, eitt sæti er látið óbundið. Til að koma til álita við úthlutun læssara jöfnunarsæta, þurfa stjórnmálasamtök að hafa hlotið 5'7' gildra atkvæða sam- anlagt af landinu öllu. Breyti kjósendur röð á lista telur yfirkjörstjórn atkvæði hvers frambjóðanda í hvert sæti listans. í 1. sæti lendir sá sem flest atkvæði fær í það og síðan kemur sá sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt og svo framvegis þar til þing- mannatala er fyllt. „Hér er tekin upp alkunn aðferð sem mjög hef- ur verið notuð í prófkjörum á síðustu árum,“ segir í greinar- gerð frumvarpsins. Frumvarpinu til stjórnskipun- arlaga fylgja drög að frumvörp- um til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um sveitarstjórnarkosningar, sem ráðgert er að samþykkja á þingi eftir næstu kosningar, en þær fara fram samkvæmt óbreyttri skipan og hinar nýju reglur taka ekki gildi fyrr en næsta þing hefur verið rofið. Ekki er fram tekið hvenær það skuli gert. (Sjá miðopnu: Frumvarp til stjórnskipunarlaga — greinar- gerð) Stefnt er art því að taka smábátahöfnina í Elliðaárvogi í Reykjavík í notkun í vor, að sögn Þórðar Þorbjarnar- sonar, borgarverkfræðings. Dýpkun er lokið í höfninni og gerð grjótgarða, en fastir bakkar fyrir flotbryggjur og varanleg vegagerð að svæðinu verða að bíða næsta árs. Þessa dagana er unnið að gerð sjósetningarrennu við höfnina, og tók Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari meðfylgjandi mynd af þeim framkvæmdum nú í vikunni. Smábátahöfn nothæf í vor „Það er stefnt að því að taka smáhátahöfnina í notkun f vor,“ sagði Þórður Þorhjarnarson borgar- verkfræðingur er hann var inntur eft- ir því hvernig framkvæmdir við smá- bátahöfnina í Elliðaárvogi stæðu. A fjárhagsáætlun þessa árs eru tvær m.kr. til framkvæmda við höfnina, en þar verður aðstaða fyrir um 250 smábáta. Þórður sagði að nú væri unnið að því að dýpka aðsiglingarrennuna og leguþróna, og væri því verki nýlokið, en á stórstraumsfjöru verður þar 1,40 metra dýpi, að hans sögn. Garðar kringum höfn- ina voru að mestu leyti komnir í fyrra. Þórður sagði að fjárhagsáætlun þessa árs leyfði gerð sjósetn- ingarrennu í höfninni, og væri unnið við hana þessa dagana, en eftir að því verki væri lokið, væri höfnin orðin nothæf. Hins vegar ætti borgin eftir að leggja almennilegan veg að svæðinu. Þó væri komin góður púkkaður vegur að því, og því vel fært að svæðinu. Ennfremur yrði að bíða næsta árs til að gera fastan bakka fyrir flotbryggjur. Að sögn Þórðar er Snarfari, fé- lag smábátaeigenda, leigutaki að svæðinu. Er í skipulagi svæðisins gert ráð fyrir því að félagið geti reist þar féiagsheimili og stóra bátaskemmu til að hýsa báta yfir veturinn. Hann sagði að smábáta- eigendur kæmust þarna i miklu betri aðstöðu en þeir hefðu hingað til haft, ættu að vera öryggir fyrir áföllum af völdum veðurs. Að sögn Þórðar eru á milli 80 og 100 smá- bátar í Reykjavíkurborg. Talsmaður Long John Silver um afstöðu Norðmanna: Virða ekki hvalveiðibann, kaupum ekki af þeim fisk Ákvörðun Alþingis hefur forðað íslenzku þjóðinni frá óbætan- legu tjóni, segir Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH „ÞAÐ er opinber stefna Long John Silver að kaupa ekki fisk af þjóðum, sem ekki hlýða samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins," sagði tals- maður veitingahúsakeðjunnar LJS, þegar Morgunblaðið spurði hann, hvort riftun fyrirtækisins á samningi við norska fyrirtækið Frionor um kaup á fiski að verðmæti 100 millj- ónir íslcnzkra króna, þýddi, að fyrir- tækið hefði hætt að kaupa íslenzkan fisk, ef íslendingar hefðu mótmælt hvalveiðibanninu. „ Við hjá Long John Silver erum mjög ánægðir með það, að ís- lcnzka ríkisstjórnin skyldi ákveða að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það er vissulega möguleiki að eins hefði farið fyrir íslenzkum fyrirtækjum, sem við kaupum fisk af, og því norska, en til allrar hamingju þurftum við ekki að standa frammi fyrir því, að taka ákvörð- un þar að lútandi. Þar sem við höfum nú hætt að kaupa fisk frá Norðmönnum verðum við að auka fiskkaup okkar frá öðrum aðilum, og það er mjög líklegt að við mun- um kaupa íslenzkan fisk í stað norsks. Meirihluti þess fisks, sem við kaupum, kemur frá íslandi, eða 75 til 80%, og auk þess smá- vegis frá Kanada. Við verðum því að ákveða fljótlega hvaðan við kaupum það, sem á vantar vegna riftunar samningsins við Frionor, og líkur eru á því, að það verði keyptur fiskur frá íslandi. Mér er ekki kunnugt um það hvort nátt- úruverndarsamtök hér í Banda- ríkjunum hafa mælt með því við almenning, að hann kaupi íslenzk- ar vörur, en við höfum sagt við- komandi samtökum frá stefnu okkar," sagði talsmaður Long John Silver. „Þessar fréttir staðfesta það, að mat forráðamanna Coldwater Seafood Corporation, fyrirtækis SH í Bandaríkjunum, og okkar, á neikvæðum afleiðingum þess, að mótmæla hvalveiðibanninu var rétt. Meirihlutaákvörðun Alþingis um að mótmæla ekki var því tvímælalaust rétt og forðaði ís- lenzku þjóðinni frá óbætanlegu tjóni," sagði Guðmundur H. Garð- arsson, blaðafulltrúi SH, er Morg- unblaðið innti hann álits á þessum fréttum. „Ég er mjög ánægð með, að Long John Silver hefur ákveðið að hætta að kaupa fisk af Norðmönn- um og við munum skrifa fyrirtæk- inu og óska þess, að það kaupi þess í stað meira af íslenzkum fiski. Þá höfum við einnig ritað félögum okkar og öðrum, sem leita ráðlegg- inga hjá okkur og hvatt þá til að kaupa frekar fisk frá íslandi en öðrum þjóðum, sérstaklega hval- veiðiþjóðum eins og Noregi og Japan. Einnig höfum við hvatt fólk til að leita eftir og kaupa aðr- ar íslenzkar vörur," sagði Christ- ine Stevens, forseti náttúru- verndarsamtakanna Animal Wel- fare Institute. Sjá nánar frétt frá Noregi á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.