Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Svíþjóð 1982: Vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 6.200 m. sænskra kr. ÚTFLUTNINGUR Svía jókst um í námunda vió 16% á síðasta ári og var að verðmæti liðlega 168.000 milljónir sænskra króna, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Innflutningur Svía jókst hins vegar um nærri 19% og var að verðmæti um 174.200 milljónir sænskra króna. Vöruskiptajöfnuð- ur Svía var því óhagstæður um 6.200 milljónir sænskra króna, borið saman við 1.300 milljónir sænskra króna á árinu 1981. Hins vegar var vöruskiptajöfnuður Svía óhagstæður um 10.700 milljónir sænskra króna. Langstærstur hluti vöruskipta- hallans á síðasta ári kom fram á síðasta ársfjórðungi, eða um 5.900 milljónir sænskra króna. Aðal- ástæður þess eru afleiðingar 16% gengisfellingar sænsku krónunnar í október og síaukinn innflutning- ur þegar leið á árið. A síðasta ári voru skráðir um 221.000 nýir bílar, sem er um 15% aukning frá árinu á undan, þegar alls voru skráðir um 191.500 bílar. Skráningin í fyrra er sú mesta síð- an árið 1977, þegar alls voru skráðir um 247.300 bílar í landinu. Hins vegar var árið 1976 metár í skráningu nýrra bíla í Svíþjóð, þegar samtals voru skráðir um 321.300 bílar. Heildarfjöldi bíla í umferð er nú 2.936.000, sem er um 1,5% aukning frá árinu á undan. Þessar tölur jafngilda því, að 353 bílar séu á hverja 1.000 íbúa, en sú tala var 348 á árinu 1981. Útflutningur dróst saman um 19% 1982 Verðmætaaukningin um 30%, en verðlagsbreytingar voru liðlega 60% HEILDARÚTFLUTNINGUR íslendinga dróst saman um 19%, í magni talið, á síðasta ári, þegar flutt voru út 549.873,2 tonn, borið saman við 675.466,0 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukning útflutningsins var hins vegar um 30% milli ára, eða um 8.478,9 milljónir króna í fyrra, borið saman við liðlega 6.536,2 milljónir króna árið 1981. Almennar verðlagsbreytingar voru hins vegar vel yfir 60% á síðasta ári. Vöruskiptajöfnuður neikvæður í janúar Vöruskiptajöfnuður íslendinga var óhagstæður um tæplega 340,9 milljónir króna í janúarmánuði sl. Verðmæti útflutnings landsmanna var tæplega 777,4 milljónir króna, en verðmæti innflutnings var hins veg- ar liðlega 1.118,2 milljónir króna. Til samanburðar var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæplega 176,5 milljónir króna í janúar 1982, en verðmæti útflutn- ings var þá liðlega 363,6 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar liðlega 540,1 milljón króna. í útflutningi vegur þyngst ál og álmelmi frá íslenzka álfélaginu, sem var að verðmæti tæplega 133,4 milljónir króna, en til sam- anburðar var verðmæti þess út- flutnings á sama tíma í fyrra lið- lega 103,4 milljónir króna. Innflutningur fyrir íslenzka ái- félagið vegur þyngzt í innflutn- ingi, en hann var að verðmæti lið- lega 197,8 milljónir króna í janúar sl. Verðmæti innflutnings fyrir- tækisins á sama tíma í fyrra var Heildsöluverð lækkaði í Japan í janúarmánuði HEILDSÖLUVERÐ lækkaði um 0,9% í Japan í janúarmánuði sl., mið- að við desember og um 0,1% miðað við janúar á síðasta ári, vegna stöð- ugrar styrkingar japanska yensins á gjaldeyrismörkum. Þessi 0,1% lækkun milli ára er fyrsta lækkunin frá því í apríl 1981, þegar heildsöluverð lækkaði um 0,9% milli ára. Vísitala heild- söluverðs var 101,8 stig í janúar miðað við grunntölunar 100 á ár- inu 1980. Talsmaður Seðlabanka Japans sagði styrkingu japanska yensins ótvírætt vera ástæðuna fyrir þess- ari þróun og gat þess jafnframt, að japanska yenið hefði styrkzt um 4,2% gagnvart Bandaríkja- dollar í janúarmánuði. hins vegar liðlega 24 milljónir króna. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1982 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar 1983 er talið vera 82,8% hærra en það var í sama mánuði 1982. IÐNAÐARVÖRUR Heildarútflutningur iðnaðar- vara dróst saman um 3%, í magni talið, á síðasta ári, þegar flutt voru út 159.386,2 tonn, borið sam- an við 163.903,4 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukning iðnaðarvöru- útflutningsins var hins vegar nærri 50% á síðasta ári, eða tæp- lega 1.898,3 milljónir króna, borið saman við liðlega 1.269 milljónir króna á árinu 1981. ÁL OG ÁLMELMI Útflutningur á áli og álmelmi dróst saman um 3% á síðasta ári, í magni talið, þegar flutt voru út 61.531.5 tonn, borið saman við 63.187.5 tonn á árinu 1981. Verð- mætaaukning ál- og álmelmis- útflutningsins var hins vegar um 34%, eða liðlega 852,1 milljón króna, borið saman við tæplega 634,3 milljónir króna á árinu 1981. KISIUARN Kísiljárnútflutningur jókst á síðasta ári um 31%, í magni talið, þegar flutt voru út 42.173,9 tonn borið saman við 32.081,7 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukning kís- iljárnútflutningsins var í námunda við 97% milli ára, eða tæplega 243,3 milljónir króna, borið saman við liðlega 123,4 milljónir króna á árinu 1981. ULLARVÖRUR Útflutningur ullarvara dróst saman um 6% á síðasta ári, í magni talið, þegar út voru flutt 1.487.4 tonn, borið saman við 1.574.5 tonn á árinu 1981. Verð- mætaaukning ullarvöruútflutn- ingsins var um 58%, eða liðlega 388,2 milljónir króna, borið saman við 246,5 milljónir króna á árinu 1981. Olíuútflutningur Sovét- manna jókst um 40% 1982 Aðeins 3 ríki af 13 í OPEC með meiri útflutning Olíuútflutningur Sovétmanna jókst um 40% á síðasta ári, sam- kvæmt heimildum „Wall Street Journal“, sem segja ennfremur að Sovétmenn búist við að auka út- flutning sinn enn frekar á þessu ári. Efnahagssérfræðingar telja ástæðurnar fyrir þessum aukna útflutningi Sovétmanna vera mildan vetur þar í landi, með minni innanlandsnotkun, auk þess sem iðnaðarframleiðsla hafi held- ur dregizt saman á síðasta ári í Sovétríkjunum. Þótt engar opinberar tölur hafi verið gefnar út um útflutning Sov- étmanna til Vesturlanda segja sérfræðingar að hann hafi verið á bilinu 1,4—1,5 milljónir tunna á dag, og hafi aukizt um 4—500 þús- und tunnur á dag frá árinu 1981. Sérfræðingar reikna enn fremur með, að útflutningurinn verði kominn í námunda við 2 milljónir tunna á dag á þessu ári. Sovétmenn flytja nú út svipað magn af olíu og Mexíkóbúar, en þeir flytja hins vegar tæplega þrisvar sinnum meira út af olíu en Bretar. Sérfræðingar telja þennan aukna útflutning Sovétmanna ganga nokkuð hart að Bretum, sem eiga í töluverðum erfiðleikum með sölu á sinni olíu. Þá má geta pess, að aðeins 3 ríki af 13 innan OPEC, Samtaka olíu- útflutningsríkja, voru með meiri útflutning á síðasta ári, en það voru Saudi-Arabía, íran og Venez- uela. SKINNAVORUR Skinnavöruútflutningurinn dróst saman um 19% á síðasta ári, í magni talið, þegar flutt voru út 485,2 tonn, borið saman við 601,4 tonn á árinu 1981. Verðmæta- aukning skinnavöruútflutningsins var hins vegar aðeins um 9%, eða 100.9 milljónir, borið saman við 92.8 milljónir króna á árinu 1981. VÖRUR TIL SJÁVARÚTVEGS Útflutningur á vörum til sjávar- útvegs jókst um 53% á síðasta ári, í magni talið, þegar flutt voru út 1.693.9 tonn, borið saman við 1.104,4 tonn á árinu 1981. Verð- mætaaukningin milli ára var um 90% milli ára, eða liðlega 51 millj- ón króna, borið saman við liðlega 26.8 milljónir króna á árinu 1981. NIÐURLAGÐAR SJÁVARAFURÐIR Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst á síðasta ári um 40%, í magni talið, þegar flutt voru út 2.427,9 tonn, borið saman við 1.738,1 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukningin milli ára var um 147%, eða 157,4 milljónir króna, borið saman við 63,6 millj- ónir króna á árinu 1981. KÍSILGÚR Útflutningur á kísilgúr jókst um 26% á síðasta ári, i magni talið, þegar flutt voru út 24.965,5 tonn, borið saman við 19.836,1 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukningin milli ára var um 106%, eða tæp- lega 70,2 milljónir króna, borið saman við liðlega 34 milljónir króna. MÁLNING OG LÖKK Útflutningur á málningu og lökkum dróst saman um 80% á síðasta ári, í magni talið, þegar flutt voru út 404,0 tonn, borið saman við 2.008,8 tonn á árinu 1981. Verðmætasamdrátturinn milli ára er um 67%, eða liðlega 6,85 milljónir króna, borið saman við liðlega 21 milljón króna á ár- inu 1981. VIKUR Vikurútflutningur dróst saman um 48% á síðasta ári, í magni tal- ið, þegar flutt voru út 17.524,6 tonn, borið saman við 33.945,4 tonn á árinu 1981. Verðmætasam- drátturinn var um 10%, eða lið- lega 5,24 milljónir króna, borið saman við liðlega 5,84 milljónir króna á árinu 1981. 1‘ANGMJÖL Þangmjölsútflutningur dróst saman um 20% á síðasta ári, í magni talið, þegar flutt voru út 2.170,7 tonn, borið saman við 2.698,1 tonn á árinu 1981. Verð- mætasamdrátturinn var um 11%, eða liðlega 6,87 milljónir króna, borið saman við tæplega 7,7 millj- ónir króna á árinu 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.