Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Málþing RKI Miklar umræður um mannréttindamál Kauði kross íslands efndi til málþings í Norræna húsinu, laugardaginn 19. febrúar þar sem fjallað var um mannrétt- indi og mannúðarlög. Káðstefnan var fjölsótt og urðu miklar umræður að loknum erindum ræðumanna. Benedikt Blöndal hrl., formaður Kauða kross íslands, setti málþingið, en erindi fluttu Guðmundur Eirfksson, þjóðréttarfræðingur, um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, Þór Vil- hjálmsson, forseti Hæstaréttar um Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, dr. Gunnar G. Schram, prófessor, um tillögur stjórnarskárnefndar um mannréttindaákvæði, dr. Páll Sig- urðsson, dósent, um Genfarsáttmálana, Ólafur Mixa, læknir, um stöðu heilbrigðisstétta á ófriðartímum, og Hrafn Braga- son, borgardómari, um Amnesty International. Almennum umræðum að loknum framsöguerindum stjórnaði Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður. Guðmundur Eiríksson l»ór Vilhjálmsson í nýútkomnu hefti af fréttum Rauða kross íslands er fjallað um mannréttindasáttmála og sér- staklega Genfarsáttmálana. í heftinu segir m.a.: Saga Genfarsáttmálanna fjög- urra hófst árið 1864 er 12 Evrópu- ríki samþykktu hinn fyrsta þeirra. Síðar bættust þrír við. Allir eru þeir samdir að frumkvæði Rauða krossins til verndar friði og til að draga úr skelfingum styrjalda. Sáttmálarnir voru endurskoðaðir árið 1949 og eru nú 152 ríki aðilar að þeim. Við sáttmálana voru gerðar tvær viðbótarsamþykktir árið 1977. Markmið Genfarsáttmálanna er að draga úr þjáningum vegna vopnaviðskipta hvort sem menn eru teknir til fanga, veikjast eða særast í bardögum. Þetta á jafnt við um hermenn, óbreytta borgara og stríðsfanga. Til þess ber að stefna að koma mannúðlega fram þótt styrjöld geysi. Mannúð á skil- yrðislaust að auðsýna öllum sem ekki taka þátt í styrjöldum. Ríkin sem aðild eiga að Genfar- sáttmálunum skuldbinda sig til að annast vini sem óvini, virða hvern einstakling, leyfa fulitrúum frá Alþjóðanefnd Rauða krossins eða frá hlutlausum verndaraðila að heimsækja stríðsfanga. Þeim ber að banna pyndingar, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga, nauð- ungarflutninga og gripdeildir og að sjá um að hernámsyfirvöld ræki skyldur sínar við óbreytta borgara. Pyndingar eru bannaðar í öllum mannréttindasamþykktum, Gen- farsáttmálunum, Mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu- ráðs og Sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Þrátt fyrir þetta er vitað að skipulagðar pyndingar eiga sér stað í fjölmörgum löndum sem aðild eiga að Sameinuðu þjóð- unum. Frá fornu fari hefur pynd- ingum verið beitt í því skyni að fá fanga til að gefa upplýsingar. Nú eru pyndingar notaðar í vaxandi mæli til að vinna bug á andstöðu gegn valdhöfum. Alþjóðanefnd Rauða krossins gætir þess að farið sé eftir fyrir- mælum Genfarsáttmálanna. Það hefur nefndinni verið falið af þeim ríkjum sem gerst hafa aðilar að sáttmálunum. Sendimenn frá Alþjóðanefnd Rauða krossins eiga rétt á að heimsækja stríðsfanga til að fylgjast með því að þriðji sáttmál- inn sé haldinn, til að geta talað einslega við fangana og reyna að auðvelda samskipti við fangaverð- ina. Alþjóðanefndin lætur einnig heimsækja stjórnmálafanga í mörgum löndum. Frá 1945 hefur nefndin látið heimsækja rúmlega þrjú hundruð þúsund stjórnmála- fanga. Hér fara á eftir kaflar úr erind- um framsögumanna á málþinginu: Kæruréttur einstakl- inga er nýmæli Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar og dómari í mann- réttindadómstóli Evrópu, ræddi um mannréttindasáttmála Evr- ópuráðs. Minnti hann á að sátt- málinn var saminn í anda þeirrar stefnu, sem átti miklu fylgi að fagna eftir heimsstyrjöldina, að þjóðir Vestur-Evrópu yrðu að taka höndum saman og hyggja sameig- inlega að mannréttindavernd í þessum heimshluta. Ræðumaður sagði stuttlega frá mannréttind- um þeim sem tryggð eru í Evrópu- sáttmálanum, en skýrði síðan ákvæði hans um kærurétt ein- staklinga, sem hann sagði vera merkasta nýmælið í honum. Lýsti hann starfi mannréttindanefndar Evrópu í Strasbourg og mannrétt- indadómstóls Evrópu og sagði frá nokkrum íslenzkum málum, sem mannréttindanefndin hefur fjall- að um, einnig málum sem til dómstólsins hefur verið vísað. Hann hefur ekki ennþá dæmt í neinu máli frá íslandi. Hvaö er Amnesty International? „f síðasta hefti bandaríska viku- ritsins Newsweek er grein um samvizkufanga," sagði Hrafn Bragason í upphafi máls síns. „Hún hefst á þessa leið: Klukkan var átta að morgni í Moskvu, þeg- ar dyrabjallan hringdi í íbúð Georgi Vladimov, 51 árs rithöf- undar og andófsmanns. Kona hans, Natalya, fór til dyra og spurði hver þar væri. Vinir Georgi, hljómaði ólíkindalegt svarið. Þegar konan opnaði ekki byrjuðu komumenn að berja á hurðina. Veggurinn í kringum dyrakarminn byrjaði að gefa sig. Rétt áður en hurðin féll kynnti einn hinna vöðvuðu vina Georgi sig loks. Hann kvaðst vera Dub- insky, liðsforingi í KGB. Leiðin lá síðan í fangelsi. Georgi Vladimov er dæmigerður fyrir þúsundir manna, sem gista fangelsi heimsins fyrir stjórn- mála- eða trúarskoðanir sínar, allt frá nyrztu Síberíu til syðsta Chile. Þeir eru í fangelsi vegna þess að þeir neita að láta af skoðunum sínum. Margir eru í haldi án þess að hafa nokkru sinni verið kærðir, hvað þá að mál þeirra hafi komið fyrir dóm. Margir hafa verið pyndaðir, margir eiga á hættu að láta lífið fyrir aftökusveitum eins og fjöldi annarra á undan þeim. Alþjóðlega, skipulagða hreyf- ingu þarf til þess að bjarga þess- um mönnum og gefa þeim von um frelsi. Hér geta allir lagt hönd á plóginn sem vinna vilja að virð- ingu mannsins. Þessi alþjóða- hreyfing er þegar starfandi og hefur reynzt hafa erindi sem erf- iði. Nafn hennar er Amnesty Int- ernational. Hver eru vinnubrögö samtakanna? Samtökin vinna fyrir alla, sem fangelsaðir eru vegna skoðana sinna, hverjar sem skoðanirnar eru, en þau vinna ekki að frelsi nokkurs sem beitt hefur eða hvatt til ofbeldis. Þau vinna þannig ekki að frelsi hryðjuverkahópa, upp- reisnarmanna og annarra sem valdi beita. Þau gera þó kröfu til að þeir sem aðrir hljóti mannúð- lega meðferð og mál þeirra rétt- láta meðferð fyrir óháðum dóm- stólum í takt við mannréttindayf- irlýsingar og sáttmála. Til að halda óhlutdrægni sinni gera samtökin það að ófrávíkjan- legri reglu að einstakir félags- menn og landsdeildir hafi ekki af- skipti af málum einstakra fanga í heimalandi sínu. Þá eru í gildi strangar reglur um að fjárframlög til samtakanna verði að koma víða að og ekki er ætlazt til að samtök- in taki við beinum fjárframlögum frá ríkisstjórnum. Samtökin reyna að hafa áhrif á afgreiðslur alþjóðastofnana með sendingu erindisbréfa og upplýs- inga. Þá hafa sendinefndir á veg- um samtakanna bein samskipti við fulltrúa á alþjóðaþingum. Þá er verið að stuðla að samningu og samþykkt alþjóðasáttmála um mannréttindi og eftirlit með því að þau séu virt. Þessum áhrifum ná samtökin ekki nema upplýs- ingar þeirra séu nákvæmar og óhlutdrægar. Samtpkki senda sendinefndir til cíkja þar sem mannréttindi eru brotin á föngum. Sendinefndir þessar eru ekki sendar fyrr en að vel athuguðu og undirbúnu máli. Þær reyna að ná sambandi við yf- irvöld, fanga og aðstandendur þeirra, leita upplýsinga og koma á framfæri óskum um mannúðlega meðferð fanga. Ber starf AI árangur Um árangur af starfi AI sagði Hrafn m.a. eftirfarandi sögu af bréfi, sem sent var úr fangabúðum á Filippseyjum 1976 af manni sem fangelsaður var undir ríkjandi herlögum stjórnar Marcosar for- seta. Hann skrifaði: „Samtök ykk- ar hafa gert mig að samvizku- fanga. Stjórnmálafangar á Fil- ippseyjum líta á samtök ykkar sem vonareld sinn og verjanda mannréttinda ... “ Orð þessa fanga bergmáluðu í bréfum annarra fanga frá þessum tíma. AI sendi nefnd til Filipps- eyja og gaf út skýrslu um sannan- ir fyrir skipulegum pyndingum fanga. Samtökin tóku upp mál eft- Gunnar G. Schram Benedikt Blöndal ir mál og alls staðar að bárust yf- irvöldum á eyjunum áskoranir um að stöðva pyndingar fanga. Snemma árs 1977 kom bréf frá fanganum, sem nefndur er hér að ofan, með frekari fréttum. Hann skrifar: „Ég var látinn laus 14. desember 1976 ... Ég þakka það starfi sam- taka ykkar. Strax eftir frelsun mína var mér stefnt til skrifstofu aðstoðarráðherrans, Carmelo Barbero. Þar voru mér sýndar möppur bréfa frá AI, þar sem skorað var á stjórnvöld að láta pólitíska fanga lausa. Ég vona að samtök ykkar haldi áfram að þrýsta á stjórnvöld. Enn finnast hundruð pólitískra fanga í landi mínu og einræðisstjórnin heldur áfram að fangelsa og loka inni stjórnmálaandstæðinga sína.“ Nokkur grundvallarat- riöi Genfarsáttmálanna Dr. Páll Sigurðsson sagði m.a. í erindi sínu: „Genfarsáttmálarnir byggjast á virðingu fyrir einstaklingnum og réttindum hans. Leitazt er við að vernda þá menn fyrir þjáningum af völdum stríðs, sem ekki taka beinan þátt í ófriðaraðgerðum eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.