Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 1
tslandssaga 54/55
Surtsey 58/61 -64/65
Svipmynd 66
Áskell Másson 68/69
Pottarím 70
Karlar í matargerð 72/73
Sveiflan ... 76/78
Sunnudagur 13. nóvember
Jónas Kristjánsson 80/81
Myndasðgur 86
Á förnum vegi 87
Dans/bíó/leikhús.. . 88/91
Velvakandi 92/93
Járnsíðan ... 94/95
„Það tímabil sem um er að ræða,“ segir
Helgi, „hefur verið nefnt „enska öldin" í
sögu Islendinga vegna umfangsmikilla
viðskipta sem landsmenn áttu við Eng-
lendinga á þeim tíma. Englendingar tóku
að sigla hingað, upphaflega í leit að fiski-
miðum, um 1408—12, en fyrsta heimild
okkar um verslun við þá er frá 1413. Björn
Þorsteinsson prófessor hefur unnið
brautryðjendastarf með rannsóknum sín-
um á skjölum frá þessum tíma. Hann hef-
ur kannað ítarlega enskar heimildir frá
miðöldum er varða ísland og íslendinga,
m.a. dregið fram merkilega skýrslu um út-
lendinga búsetta í Bristol á Englandi árið
1484, þá sem voru í þjónustu borgara þar;
þeir eru taldir vera 51, þar af 49 íslend-
ingar og eru sveinar, þjónar og þjónustu-
stúlkur borgara á staðnum, þ.á m. ýmissa
íslandskaupmanna. Björn telur hætt við
að ekki hafi allir þessir íslendingar slegist
í för með Englendingum af fúsum og
frjálsum vilja. Máli sínu til áréttingar
bendir hann á að Bristolmenn hertóku 11
Hansakaupmenn í Hafnarfirði árið 1486
og seldu þá ásamt öðru herfangi í Galway
á írlandi. Það er líka hugsanlegt að ein-
hverjir þessara íslendinga hafi flust þang-
að börn að aldri, og þá verið seld eða gefin
enskum kaupmönnum."
Hvaða heimildir höfum við um að Eng-
lendingar hafi rænt íslendingum?
„Ásakanir á hendur þeim fyrir mannrán
á íslandi komu fram árin 1425, 1432 og
1533. Árið 1425 áttu þeir að hafa rænt
„fjölda fólks, börnum og unglingum", á Is-
landi. Árið 1432 fellst Englakóngur á að
þegnar sínir skili fólki sem þeir hafi flutt
brott úr ríkjum Dana, Svía og Norðmanna,
„en sérstaklega frá löndunum íslandi,
Finnmörku og Hálogalandi" og að þetta
fólk „hljóti hæfileg laun erfiðis síns og
þrældóms ...“ Loks segir í dómi Alþingis
frá 1533 um landsnauðsynjar, að duggarar
„ræni bæði fé og fólki burt af þessu fátæka
landi", og þetta fær nokkurn stuðning af
kæru á hendur duggurum við ísland frá
1533 fyrir að ræna fólki (þrælum) og fé í
Orkneyjum."
Er víst að um rán hafi verið að ræða?
„Nei, það er ekki fullvíst. Það er vel lik-
legt að yfirvöld hafi kallað það rán ef
vinnumaður kom sér í skip án þess að
kveðja; vinnuafl var takmarkað lengi vel
eftir plágurnar 1402—4 og 1494—95, og var
því bændum mikið áhyggjuefni ef vinnu-
menn stukku úr landi. I Lönguréttarbót,
sem Alþingi mun hafa samþykkt árið 1451,
er lagt blátt bann við að útlendingar flytji
aðra úr landi en þá sem vilji fara píla-
grímsför „til heilagra staða eða til Noregs
en hver sem öðruvís burt flytur eða kaupir
fólk af landinu" sé stórsekur. Það er ekki
ljóst hvað „kaupir“ merkir í þessu sam-
Viðtal: GUÐMUNDUR MAGNÍISSON
hengi. Er átt við kaupgjald (laun) eða lýt-
ur þetta að sölu barna úr landinu?"
Voru börn
til sölu?
Þú nefndir Lönguréttarbót frá 1451. I
henni er klausa sem gefur vísbendingu um
útflutning á börnum, ekki satt?
„Jú. Orðrétt segir þar: „... en þeir ís-
lenskir menn sem burt gefa sín börn eða
selja útlenskum svari þar fyrir sem íslensk
lögbók vottar." Þetta atriði hefur augljós-
lega verið mönnum áhyggjuefni. Eldri
heimild er frá Hannesi Pálssyni, fulltrúa
Danakonungs á íslandi, en auðvitað er
hugsanlegt, og raunar alls ekki ólíklegt, að
hann ýki ástandið af ásettu ráði. Hann
segir í skýrslu um framferði Englendinga
hér frá 1425 m.a.:
„Þeir ræna einnig fjölda fólks, börnum
og unglingum á íslandi, ýmist með ofbeldi
eða með því að ginna einfalda, auðtrúa
foreldra til þess að láta þau af hendi fyrir
smágjafir og flytja þau síðan rændum eða
VA 15. og 16. öld virðist það hafa verið tíðkað á
íslandi að gefa útlendingum eða selja þeim íslensk
börn. Óyggjandi heimildir um þetta eru til í enskum
og íslenskum fornskjölum,“ segir Helgi Þorláksson
sagnfræðingur og kennari í sögu við Háskóla
íslands. Nýlega birti hann athyglisverða ritgerð,
„Útflutningur íslenskra barna til Englands á
miðöldum“, í tímaritinu Sögnum, sem nemendur í
sagnfræði við Háskólann gefa út. Ég hitti Helga að
máli og bað hann að rekja þessa sögu fyrir lesendur
Morgunblaðsins
Brot af skjalinu PRO, E 179/270/54 frá
Bristol 1464; hér er getiö íslendinga,
fyrst Vilhjálms og Jóns sem séu „servi-
entes“ (þjónar/vinnumenn) tiltekinna
manna og síöan eru nafngreindir tveir
menn, sem hafi ónafngreinda „pueros"
(sveina) frá íslandi í sinni þjónustu.
keyptum til Englands og halda þeim þar í
eilífri ánauð til þess að þjóna sér, en af
þessum sökum verður landið ísland fólks-
laust og leggst á mörgum stöðum í eyði.“
Enskar heimildir sýna að eitthvað er þó
hæft í þessum ásökunum. Einhver biskup
úr ríki Danakonungs, að öllum líkindum
Jón Gerreksson Skálholtsbiskup, var í
borginni Lynn á Englandi árið 1429, eða
fjórum árum síðar, og kvartaði við borgar-
stjóra og borgara yfir því að ýmsir menn í
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Á
- “
Garövinna í enskum baa á 15. öld; eigandinn stjórnar vinnu. Börnin klæöast að
hætti fullorðinna. Sagt er aó aldrei hafi verið gert ráö fyrir unglingum með eigin
þarfir og vandamál á miööidum og iengi síöan.
„Oyggjandi heimildir fyrir því að íslensk börn voru seld eða
gefin Englendingum, “ segir Helgi Þorláksson sagnfræðingur