Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 93 WWIP VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI - TIL FÖSTUDAGS „^utaWuM-P lf Launin mín hrökkva ekki fyrir sköttum og meölögum G.Ó. skrifar: „Velvakandi. Mig langar til aö stinga niður penna vegna skrifa í síðasta föstu- dagsblaði Morgunblaðsins um kjör einstaeðra mæðra og viðtöl við þrjár þeirra. Öllum kom saman um, að hlutur föðursins mætti vera meiri, a.m.k. fjárhagslega. Minna var gert úr fé- lagslegum tengslum milli föður og barna, enda kom fram að samveru- stundir þeirra yrðu strjálli eftir því sem lengra liði frá skilnaði. Eru sjálfsagt margar og ólíkar ástæður fyrir því og ekki alltaf föðurnum að kenna. Ástæðan fyrir skrifum mínum núna er sú, að mér er málið skylt, þar sem ég er gift verkamanni, sem greiðir meðlag með þremur börnum, og hefur það óneitanlega komið illa við pyngju okkar. Það hefur m.a. gert það að verkum, að ég hef þurft að vinna úti daglangt frá heimili og tveimur börnum okkar þar til núna síðustu tvö ár, að ég hefi verið í hlutastarfi eins og flestar giftar mæður og launin mín hrökkva ekki fyrir sköttum og meðlögum. Maður- inn minn þarf að vinna fleiri vinnu- stundir vegna þessa og gætið að því, að hann borgar útsvar á þessa pen- inga, sem heita meðlög, og aðeins helmingur greiddra meðlaga er frá- dráttarbær til skatts. Engar barna- bætur fær hann fyrir þau börn sem hann hefur ekki forsjá fyrir. Ég vil einnig benda Félagi ein- stæðra foreldra á að reikna þetta með, þegar það er að gefa upp tölur sem meðlagsgreiðandi borgar með börnum sínum. Yfirleitt er talað um það foreldrið sem fær forsjá fyrir börnunum en ekki það foreldrið sem er dæmt til ad hafa börnin. Segir það okkur ekki, að við viljum öll hafa börnin okkar hjá okkur þrátt fyrir skilnað við maka? Maður er þá ekki eins einmana. Hver verður einmana? Er það ekki oftast meðlagsgreiðandinn? Erum við ekki fús til að borga eitthvað fyrir að fá að hafa börnin hjá okkur? Ég er til- búin til þess. P.s. Ur því að hér á landi eru leyfðir hjónaskilnaðir, þá ætti þjóð- félagið að taka það að sér að aðstoða börn fráskilinna foreldra fjárhags- lega þar sem þess er þörf.“ Væri verið að gera út af við með- lagsgreiðendur og fjölskyldur þeirra að hækka meðlag nú Eiginkona meðlagsgreiðanda skrif- „Velvakandi. Vegna mikilla skrifa að undan- förnu um hag einstæðra foreldra og meðlagsgreiðslna til þeirra langar mig að skrifa nokkrar línur. f Morgunblaðinu þann 4/11 er sagt: Er nokkurt réttlæti t þessu? Og er þá átt við gífurlega hækkun á framfærslukostnaði undanfarna mánuði á framfærslu barna ein- stæðra foreldra og á að skora á með- lagsgreiðendur að hækka meðlags- greiðslur. Þetta þykir mér allfurðulegt því eins og allir vita hefur orðið mikil skerðing á launakjörum hins al- menna launþega og þýðir ekkert að kafa dýpra í vasann hjá meðlags- greiðendum, sem hafa orðið fyrir Þessir hringdu . . . Ölgerðir en ekki bjór- verksmiðjur Tómas Agnar Tómasson hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hefði e.t.v. fremur átt að segja að ég ynni hjá bjór- verksmiðjunni Agli Skalla- grímssyni. Það hefur nefnilega farið svolítið í taugarnar á mér þegar þessu orði hefur skotið upp í fjölmiðlum, ekki síst upp á síðkastið, eða eftir að Alfred Heineken, hinum hollenska, var rænt. Orðið bjórframleiðandi og bjórverksmiðjur vaða uppi, eins og hið rammíslenska og raunar samnorræna orð ölgerð sé ekki til. Ég kann ekki slíkri útflatn- ingu á málinu. Og rétt er að taka fram að þarna held ég að enginn fjölmiðlanna hafi verið öðrum fremri. Heineken-ölgerð- irnar hafa verið uppnefndar bjórverksmiðjur. Vissulega ruglar fólk orðið saman slang- uryrðingu gos og orðinu öl, seg- ist ætla út í búð til að ná sér í öl, en á við gos. Þessu veldur auð- vitað ölsvelti þjóðarinnar ( 70 ár. 01 er hið eldforna samheiti yfir gerjaða drykki úr byggi, og þar á meðal eru allar tegundir af möltuðum gerjuðum drykkj- um. sömu tekjuskerðingu og hinir ein- stæðu foreldrar. Meinið er sem sagt að finna í þjóðfélaginu sjálfu og stjórnarstefnu þess nú, um að taka höndum saman um að spara og hækka ekki launin og því alls ekki hægt að velta því yfir á meðlags- greiðendur og láta þá borga sem upp á vantar. Svo er það annað að þær tölur sem Félag einstæðra foreldra hefur látið reikna út fyrir sig sem meðalkostnað við framfærslu barns, eða 77.520 kr. á ári, eru algerlega óraunhæfar og væri þá aðeins fyrir hátekjufólk að ieyfa sér þann iúxus að eiga 2—3 börn. Ég er gift og tveggja barna móðir og vinn úti fullan vinnudag (eins og einstæð móðir) og mætti af því ráða að við hefðum góðar tekjur, en það kemur hvergi fram á skatt- framtali' að u.þ.b. helmingur launa minna fer í barnapössun, því ég er jú gift og fæ þar af leiðandi ekki inni á barnaheimilum borgarinnar, þau eru fyrir forgangshópa (einstæða foreldra + námsfólk). Einnig er mjög brýnt að það komi skýrt fram að fjöldinn allur af ein- stæðum foreldrum gengur fyrr eða síðar í hjónaband eða fer í sambúð og er þá engin ástæða né réttlæti í því að fara fram á hækkun meðlags til þessa hóps, því nýr maki hlýtur í flestum tilvikum að taka á sig ábyrgð og skyldur við sína fjöl- skyldumeðlimi. Það væri hreint og beint verið að gera út af við meðlagsgreiðendur og fjölskyldur þeirra að hækka meðlag nú. Og það er kannski það sem á að gera. En við verðum líka að láta enda ná saman. Ég veit það, að það er ekki mikið að taka við þessum peningum, en það getur verið erfitt að borga þá. Það verður að skipta þessu í 2 hópa eftir aðstæðum. Við getum ekki greitt þeim sem eru komnir í sambúð eða hafa gengið í hjónaband jafn mikið og þeim sem eru algerlega einir. Meðlagsgreið- endur hljóta að hafa rétt til að byrja nýtt líf án þess að það sé alltaf verið að heimta meira og meira af þeim og þar af leiðandi getur hjónaband þeirra verið í hættu, þvi það eru ekki allir makar sem sætta sig við að stór hluti teknanna renni inn á önnur heimili, sem ekki þurfa í raun á þeim að halda. Með fyrirfram þökk fyrir birting- Kynngimagnaður fundur AF INNIENDIIM VETTVANGI Vísa vikunnar Víðs er fjarri valdatafl, vonir kvikna margar; þrek og kjarkur eining afl, allri þjóð til bjargar. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Honum mistókst eins og fyrirrennurum sínum. Rétt væri: ... eins og fyrirrennurum hans. Hins vegar væri rétt: Hann tók ekki fyrirrennurum sín- um fram. SIGGA V/öGA £ VLVtmi Höfum opnað lækningastofu Höfum opnaö lækningastofu aö Háteigsvegi 1 (Aust- urbæjarapótek). Símapantanir í síma 10380 kl. 13—18 virka daga. Gestur Pálsson, Jón Kristinsson, sérfræöingar í barnalækningum. rðbr® iribef SPARISKIRTEINIRÍKISSJÓÐS: sðlugengi miiai vii 4,5% vexti umtram veritr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 4,5% vextirgildatil Sölugengi pr. 100 kr. 4,5% vextirgildatil 1970 1971 14.335 15.09.1985 16.310 1972 13.117 25.01.1986 10.745 15.09.1986 1973 8.233 15.09.1987 7.933 25.01.1988 1974 5.210 15.09.1988 - - 1975 3.849 10.01,1984 2.859 25.01.1984 1976 2.607 10.03.1984 2.160 25.01.1984 1977 1.892 25.03.1984 1.597 10.09.1984 1978 1.283 25.03 1984 1.020 10.09.1984 1979 876 25.02.1984 661 15.09.1984 1980 581 15.04.1985 451 25.10.1985 1981 387 25.01.1986 288 15.10.1986 1982 269 01.03.1985 200 01.10.1985 1983 155 01.03.1986 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qialddöqum á ári Með 1 qjalddaqa á ári Láns- Ávöxtun Söluoen 9! Söluqen 3!. tími Sölu- umfram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV" ársvextir ársvextir HLV" 1 95,18 2 - 9 83 84 94 77 78 89 2 92,18 2 9 73 75 88 67 68 83 3 90,15 21/2 9 64 66 83 58 60 76 4 87,68 21/2 9 57 59 77 51 53 70 5 85,36 3 9 51 53 72 45 47 65 6 82,73 3 91/4 7 80,60 3 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabréfa er háö 8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út 9 75,80 3 91/2 fyrir hvert bréf sem tekið er í umboðssölu. 10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir. Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega Dæmi um ávöxtun Ven römán re.kn.ngun banka. isklríeTnlrikissií_ veðskuldabref 'iVexiir umf_r._y§tí 1%. 9-10% Getur bú ávaxtað betur bitt pund? Notfærðu þérþá möguleika sem verðbréfaviðskipti bjóða. - þú verðtryggir sparifé þitt og getur tengið allt að 10% ársvexti þar ofan á - vaxandi verðbréfaviðskipti auðvelda endursölu verðbréfa et þú vildir losa fé fyrr en þú ráðgerðir. f€ KAUPÞING Hi Husi Verziunarinnar, 3. hæð simi 86988 s.86988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.