Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
85
75 ára:
Sigurður Svein-
björnsson forstjóri
Athafnamaðurinn Sigurður
Sveinbjörnsson er 75 ára í dag.
Kynni okkar hófust fyrir rúmri
hálfri öld. Ég var þá iðnnemi í
Landssmiðjunni, en Sigurður kom
þar til starfa nýkominn frá Kaup-
mannahöfn, þar sem hann kynnti
sér að afloknu námi í vélvirkjun
hjá hf. Hamri, díselvélar hjá
heinu heimsþekkta fyrirtæki
Burmeister & Wain. Það varð Sig-
urði góður skóli, sem hann hefur
metið alla tíð. Á þeim tímum
kreppu og mikillar samkeppni
ríkti hjá þessum risafyrirtækjum
mikil stundvísi og strangur agi.
Var ekki alltaf auðvelt að standast
það álag, en þarna mótaðist að
mér fannst margt í fari Sigurðar,
sem hefur einkennt ástundun og
athafnasemi hans alla tíð. Þann
stutta tíma, sem Sigurður var í
Landssmiðjunni, vann hann meðal
annars við vélaviðgerðir í
varðskpipinu Ægi, sem var hið
fyrsta knúið díselvélum. Var ekki
laust við að vart væri afbrýði eldri
manna í smiðjunni, sem ekki voru
sigldir eins og sagt var. Sigurður
kunni vel til verka, var fljótur að
finna galla og dreif verkin áfram
og gustaði þá stundum allmjög af
honum. Það voru tilþrif, sem
vöktu athygli í kreppu og logn-
mollu. Næstu árin starfaði Sigurð-
ur við vélaviðgerðir og smíðar,
meðal annars við uppsetningu véla
í síldarverksmiðju Kveldúlfs á
Hjalteyri. Sigurður vann sem sagt
ekki lengi hjá öðrum, en barðist
áfram á erfiðum tímum og þráði
að ráða sér sjálfur. Byrjaði hann
með tvær hendur tómar, en fullur
atorku og bjartsýni stofnaði hann
árið 1946 með fjölskyldu sinni
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns-
sonar. Bjartsýnn var Sigurður á
framtíð ísl. iðnaðar og um framtíð
þjóðarinnar. Þessi eiginleiki hefur
ávallt verið sú driffjöður sem ein-
kennt hefur allar athafnir Sigurð-
ar. Þótt oft hafi verið við ramman
reip að draga og við næstum óyfir-
stíganlega örðugleika að fást hef-
ur Sigurður í sínum einkarekstri
sigrast á öllum hindrunum og
stendur nú, 75 ára, teinréttur við
stjórn á stóru og vélvæddu fyrir-
tæki sínu, fullur hugsjóna um
aukin verkefni fyrir dugmikla iðn-
aðarmenn.
Hann hefur lengi verið braut-
ryðjandi á sviði alls þess nýjasta
og besta, sem þekkist við fram-
leiðslu vökvadrifinna togvinda
fyrir fiskiskip og framleitt tæki af
mörgum stærðum og gerðum, eins
og sjá mátti á Iðnsýningu ’83 í
Laugardalshöll, en þar var sýnd
stór togvinda, fallegt ísl. hand-
bragð. Það virðist þó mikið veltast
fyrir yfirvöldum um langan aldur,
hvort íslendingar eigi að vinna
eða kaupa þessi verk frá öðrum
löndum, nema þegar gjaldeyrir er
upp urinn. Þá er sagt: Nú megið
þið ef þið getið. Af þessu sést, að
vélaverkstæði Sigurðar er viður-
kennt fyrir vandaða vinnu og fyrir
að leysa af höndum vandasöm
verkefni í ísl. vélsmíði. Sigurður
hefur verið heppinn með val
margra starfsmanna, sem hafa
lengi unnið hjá honum, og marga
nema hefur hann útskrifað á löng-
um starfsferli. Hann hefur einnig
af mikilli fyrirhyggju aukið og
vandað allan vélakost og byggir
stöðugt við stórt og vandað iðn-
aðarhús. Auk þessa einkarekstrar
var Sigurður meðal stofnenda að
skipasmíðastöðinni Nökkva hf. og
Stálvík hf. í Garðabæ.
Sigurður á ekki langt að sækja
bjartsýni og áræði. Móðurafi hans
og nafni var þekktur formaður um
aldamót, kenndur við Byggðar-
enda, steinbæ, sem hann reisti
ofan við fjörukambinn neðst við
Frakkastíg. Ein er sú saga, sem ég
heyrði, er ég settist að í nágrenni
við Byggðarenda. Þegar Hjálp-
ræðisherinn kom til íslands, héldu
þeir samkomu á Vitatorgi framan
við þess tíma stórbyggingu,
Bjarnaborg. Þar var staddur Sig-
urður formaður, og þegar hin
venjulegu samskot fóru fram var
mér sagt, að algengast hafi verið
að gefa frá 2 til 10 aura, þá gaf
Sigurður 1 krónu. Þegar majorinn
sá krónu í pottinum frá Sigurði,
var hann svo heiðarlegur, að hann
spurði Sigurð, hvort þetta væru
ekki mistök. Nei, sagði hann, þetta
er Sigurður á Byggðarenda. Takk,
sagði majorinn, og Sigurður bætti
við, ef þið þurfið einhvers með,
látið mig vita. Þetta minnir mig
oft á vin minn Sigurð, greiðvikni
hans og hjálpsemi er einstök.
Margur báturinn hefur farið í róð-
ur og Sigurður hefur beðið með
reikninginn, þar til fiskur kom úr
sjó, þótt erfitt væri. Margir menn
hugsa hlýtt til Sigurðar á afmæl-
isdaginn.
Sigurður hefur ekki staðið einn.
í blíðu og stríðu hefur hans ágæta
kona, Ingibjörg Ingimundardóttir,
verið honum hinn trausti föru-
nautur yfir 50 ár. Á þeirra ágæta
heimili hefur öllum þótt gott að
koma og njóta mikillar gestrisni.
Eins og nærri má geta, hefur Inga
oft þurft að hlusta á mikið tal um
vélar og vélsmíði, þegar fram eru
bornar veitingar. Ekkert raskar ró
hennar og geðprýði, þótt minna sé
rætt um nýjustu tískuna í París
eða rauðsokkuhjal, því að verka-
skiptingin er skýr.
Eg sendi ykkur, kæru hjón og
fjölskylda, hugheilar heillaóskir
og Sigurði vini mínum óska ég
þess á afmælisdaginn, að bjart-
sýni hans um eflingu ísl. iðnaðar
megi rætast og að árin framundan
verði björt og notaleg.
Björgvin Frederiksen
Sigurður tekur á móti ætt-
ingjum og vinum í Oddfellowhús-
inu í dag kl. 16—19.
í«»!ie5ís;:;
V ' ..í '' I
' ■ -'V-',:
. í ' ■■-■ ,"\'V -x
FLDGIÐTIL
LONDOM
1.FEBRCIAR
Þessi sautján daga sælu-
reisa hefst á flugi. Flogiðer
með Flugleiðum til London,
gist þareina nótt á góðu
hóteli og síðan haldið um
borðíhiðglæsilega
norsk ættaða
Tuxusfley
Black Watch.
SANNKALLAÐ
SKEMMn
FERÐASKIP
Ms. Black Watch er 9.500 tonna
skip, smíðað árið 1966 og rúm-
ar um 300 farþega. Um borð eru
öll hugsanleg þægindi og séð er
fyrir yfirdrifinni afþreyingu og
skemmtun alla dagana, má t.d.
nefna sundlaug, tennisvöll á þil-
fari, borðtennis, leikfiminám-
skeið, bókasafn, hárgreiðslu-
^tofu, kvikmynda-
sýningar, bari, nætur-
^klúbb með dansi og
^skemmtiatriðum,
spilavíti, grímudans-
ikjahaldi, kvöldvökur|
jar sem gestir sýna
kunnáttu sína o.fl. o.fl. Svo er
auðvitað fríhöfn um borð og
klefaþjónusta opin allan sólar-
hringinn.
SIGLT SGEXJR
ÍSOLJNA
Ferðinni er auðvitað heitið til
heitu landanna. Sólareyjarnar
undan vesturströnd Afríku eru
áfangastaðurinn. Á hverjum
stað sumars og sólar notið í ró
og næði. Fyrst er höfð viðdvöl
á sjálfri „perlu Atlantshafsins"
- Madeira, síðan Lanzarote, -
sérstæðustu eyju Kanaríeyja-
klasans, þá á Tenerife,
sem er stærst Kanarí-
eyjanna og að lokum á
GranCanaria
VERÐSEM
KEMGR
iKEMMTILEGA
ÁÓVART
3 nætur í London og 13 daga
sigling í sól og sumri er ódýrari
en flestir halda. Hér koma nokk-
ur dæmi:
Aðal-þilfar, 4ra koju inniklefi
m/sturtu og salerni.
Verð kr. 34.885,-
fyrir manninn.
Aðal-þilfar, 2ja koju inniklefi
m/salerni.
Verð kr. 41.500,-
fyrir manninn.
Aðal-þilfar, 2ja manna lúxus-
svíta.
Verð kr. 65.755,-
fyrir manninn.
inifalið er: Flugfar Keflavík-
London-Keflavík, aksturfrá
flugvelli að hóteli og að og
frá hótelitil skips. Gisting
í þrjár nætur í London á
góðu hóteli með morg-
unverði, siglingin með
fullu fæði, þjónustu og
aðgangi aðöllum
skemmtunum
og öðru um borð.
íslenskur fararstjóri.
FERÐASKRIFSIOFAN ÚRVAL^^-VIÐAUSIURVÖLL
SlMI-26900