Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Utflutningur íslenskra barna tiIEnglands á 15. og 16. öid borginni flyttu börn frá Islandi og seldu þau á ómannúðlegan hátt sem fanga. Út- lendingur einn lýsti því þá að hann hefði flutt pilt og stúlku frá íslandi og lofaði að endurflytja þau næsta ár. íslandskaup- maður nokkur vottaði að félagar sínir og starfsbræður hefðu á sínum vegum ellefu íslensk ungmenni (börn) en við eftir- grennslan reyndust þau vera átta, að því er virðist, 5 piltar og 3 stúlkur, og var lofað að skila þeim, eða a.m.k. 5 þeirra. Árið 1445 var duggari einn og félagar hans tveir, en þeir voru báðir og e.t.v. allir úr biskupsdæmi Lynnar, kærðir fyrir að hafa tekið pilt á íslandi og haft til að þjóna sér. Björn Þorsteinsson prófessor hefur í riti sínu Enskar heimildir um sögu íslendinga á 15. og 16. öld (1969) dregið fram kvær kærur af sama eða svipuðum toga.“ Bendir eitthvað til þess að börnum hafi verið rænt? „Það kemur ekki skýrt fram. I Löngu- réttarbót er talað um að útlendingum séu gefin eða seld börn, en ekki er þar beinlínis getið um barnarán. Ætlast er til að gef- andi eða seljandi barns sé dæmdur sam- kvæmt Jónsbók, líklega með því að „binda síðan á bak honum barn og láta sjálfan bera brott...““ Hvað var gert við íslensku börnin? Hver getur verið skýringin á því að Englendingar sóttust eftir íslenskum börnum? Var ekki nægjanlegt að fá full- vaxið fólk? „Ég held að e.t.v. veiti heimild frá árinu 1536 nokkra vísbendingu um þetta atriði. Maður nokkur í Yarmouth fór þess á leit að verða forsjármaður 11 ára íslensks pilts og meistari hans í sjómennsku næstu 13 árin. Sagt er að alsiða hafi verið á Eng- landi og víðar fyrir iðnbyltingu að börn færu að heiman sjö til átta ára gömul og þjónuðu öðrum fjölskyldum og var mjög haldið til vinnu. Um 13 ára aldur voru þau svo stundum send til nýrrar fjölskyldu og tekin þar í læri með formlegum hætti. Eftir Svarta dauða um 1350 var vinnu- aflsskortur í enskum sveitum og var þá brugðið á það ráð, árið 1388, að banna 12 ára börnum og eldri í sveitum að fara í læri í bæjum. Árið 1406 var skipað svo fyrir að enginn mætti senda barn í læri eða í annað starf í bæ eða borg nema hann ætti 20 skildinga land. Þessu var fylgt vel eftir og voru borgirnar Lynn og Yarmouth t.d. ekki þegnar undan þeirri kvöð fyrr en árið 1523. Hins vegar gátu börn sjálf gert samninga án samþykkis eða vitundar for- eldra og mátti ekki rifta slíkum samningi nema meistari leyfði. Allir námssamn- ingar urðu að fá staðfestingu bæjaryfir- valda og lærlingarnir skyldu skráðir í bæj- arbækur, en á það vildi verða misbresta- samt. Maðurinn í Yarmouth, sem sótti um leyfi til að verða forsjármaður íslenska piftsins 11 ára og meistari hans í 13 ár, hefur þá e.t.v. verið að leita opinberrar staðfestingar. Námstíminn, 13 ár, virðist langur, en margar hliðstæður voru til og var jafnvel reynt að koma á sem reglu að menn hættu ekki námi fyrr en þeir væru orðnir 24 ára. Ég er með öðrum orðum að segja að hið sérkennilega enska námskerfi og vinnu- aflsskortur á Englandi á 15. öld gætu e.t.v. að einhverju leyti skýrt eftirsókn Englend- inga eftir íslenskum börnum." Dýrir hundar, en börn í kaupbæti En var ekki líka skortur á vinnuafli í íslenskum sveitum í kjölfar Svarta dauða hér á landi? Hverjir gáfu eða seldu börn sín helst? „Á frægu hnattlíkani Behaims frá 1492 stendur m.a. um íslendinga: „Hjá þeim er siður að seija hunda dýrt en börn sín gefa menn kaupmönnum og fela guði á vald svo að þeir fái brauð handa þeim sem eftir eru.“ Það eru hinir fátæku sem gefa börn sín samkvæmt þessu. Ferðabókahöfund- arnir Peerse, sem mun hafa verið á íslandi um 1555, og Blefken, sem kom víst árið 1564, segja sömu sögu um hunda og börn, en geta ekki um neyð gefenda. Þrástagast var á því í fTeiri erlendum ritum að á Is- landi væru hundar seldir en börn gefin. Það er heldur líklegt að Engiendingar hafi verið hættir að greiða fyrir börn þeg- ar kom fram um 1500 og eitthvað hefur sennilega dofnað yfir útflutningi barna til Lynn og Yarmouth eftir 1523 þegar til- skipunin frá 1406 gilti ekki lengur. Því kann vel að vera rétt hjá þeim Behaim, Peerse og Blefken að börn væru aðeins gefin en hvorki seld né þeim rænt. Og hundarnir voru vissulega eftirsóttir." Þú hefur dregið fram atriði í íslandslýs- ingu Odds Einarssonar frá 1589 sem menn hafa ekki veitt mikla athygli fyrr, og fjall- ar einmitt um þessi barnamál. „Já, Oddur er þarna að svara Peerse og öðrum útlendingum um hundasölu og barnagjafir. Hann segir að leiguliðar séu oft sárfátækir og bætir við: „Vegna slíkra vanefna hins vesæla almúga tíðkast það á þessu eylandi að börnum fátækra manna er stundum komið burt í búsældarlegri héruð ... greiða foreldrar eða ættingjar fóstrum þeirra eða væntanlegum verndur- um eins mikla þóknun og þeir geta og biðja þá og sárbæna með mörgum fögrum orð- um að fyrir guðs skuld sé höfð örugg um- hyggja með sonunum, að þeir megi alast upp við heiðarleik og venjast við einhverja iðju sem að gagni má koma í lífinu." Ennfremur ritar Oddur að útlendingar taki börnin „aldrei með sér nema annað hvort foreldrarnir sjálfir eða aðrir góðir Ljósmynd: Friöþjotur. Helgi Þorláksson sagnfræðingur. menn fyrir þeirra hönd greiði þeim ákveð- ið gjald". Árngrímur lærði hefur í einu rita sinna svipaða sögu að segja um ómegð og neyð til skýringar á því að kaupmenn flytji börn eða unglinga brott af landinu. Hann herm- ir að Danakonungur hafi sent hingað Axel Juul árið 1552 (það var raunar 1551) og sá hafi haft á brott með sér 15 íslenska sveina, fátæka, og komið þeim til manns. Ég held þó að dæmi Arngríms kunni að tengjast siðbreytingunni 1550 og hæpið sé að leggja að jöfnu framtak Juuls og barna- útflutning kaupmanna." Algengt að senda börn í fóstur Er það ekki rétt að fóstur hafi verið algengt fyrr á öldum? „Jú, svo virðist vera. I Grágás er gert ráð fyrir lögfóstri frá því barnið var átta ára eða yngra og þar til það yrði 16 ára. Einnig er gert ráð fyrir fósturlaunum. Fóstur virðist hafa verið títt á Islandi á 13. öld eins og íslendingasögur benda til, en þær fá stuðning af Sturlungu. Börn voru ósjaldan fengin í hendur fóstrum á heimil- um kynforeldra og hlutu venjulega mikið ástríki og umönnun. Mörg alkunn dæmi eru um að börn hafi verið send að heiman til fósturs. I svipinn koma mér í hug nöfn Ólafs pá, Halldórs ólafssonar, Þórhalls Ásgrímssonar, Snorra Sturlusonar og Tuma Sighvatssonar. Auðugir bændur tóku syni höfðingja stundum til fósturs og ætluðust til verndar í staðinn og vafalaust var fóstri oft ætlað að treysta bönd milli foreldra og fósturforeldra og fjölskyldna þeirra. Allt gildir þetta um mektarbændur og höfðingja en frá hinum segir fátt. Þó er í Njálssögu getið um tvo „veislusveina" á bæ mektarbónda eins í Borgarfirði. Þetta skýrir Einar ól. Sveinsson svo að svein- arnir hafi verið af fátæku foreldri og bóndinn alið önn fyrir þeim.“ Skortur ástríkis? Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir for- eldra að sjá með þessum hætti á bak börn- um sínum? „Enginn þarf að efast um að tilfinn- ingabönd hafi verið sterk milli foreldra og barna á miðöldum sem á okkar tíð. Hinn enski siður að senda börn bráðung að heiman verður ekki skýrður með skorti á ástríki, og varla eingöngu með fjárskorti eða fátækt, því að hann tíðkaðist meðal hinna efnuðu líka. Sú skýring var gefin á Englandi að foreldrar vildu komast hjá að spilla börnum sínum með eftirlæti eða hlífa sér við að tyfta eigin börn eða hvort tveggja. Hér gætu átt við hin kunnu upp- hafsorð Brekkukotsannáls Halldórs Lax- ness: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara ungum börnum en missa föður sinn.“ Eitthvað hefur e.t.v. dregið úr fóstri meðal hinna best settu á Islandi á 14. öld, og á 17. öld Iögðu forkólfar Lútherstrúar áherslu á strangt og umhyggjusamlegt uppeldi af hálfu kynforeldra. Þetta skýrir kannski að einhverju leyti að ekki skuli getið um flutninga barna með enskum duggum á 17. öld. Meginskýringin ætti þó líklega að vera að eftirspurn af hálfu Englendinga hafi minnkað að mun.“ Hvað um ástæður íslenskra foreldra? „Ég hygg að von um betra líf sé megin- skýring þess að börn voru flutt frá Islandi til Englands. Fyrir 1450 greiddu Englend- ingar fyrir börn og bendir það til mikils áhuga þeirra á að fá þau og hefur átt að bæta úr skorti á vinnuafli á Englandi, láti að líkum. Á 16. öld voru börn á Islandi gefin Islendingum og útlendingum til fóst- urs og jafnvel greitt með þeim. Ekki er ótrúlegt að foreldrar þessara íslensku barna hafi beinlínis samið um að börn þeirra væru tekin í nám hjá meisturum á Englandi, en allt er það enn ókannað." Ný rannsóknarefni I viðræðu okkar Helga Þorlákssonar lét ég í ljós undrun á því að enginn íslenskur sagnfræðingur hefði áður fjallað sérstak- lega um útflutning íslenskra barna á 14. og 15. öld. Svo virðist sem þeir hafi leitt þetta efni hjá sér vitandi vits eða ekki tekið nægilegt mark á heimildunum, sem þó virðast óyggjandi. „Ein skýringin," segir Helgi, „gæti verið sú, að sögur um útflutn- ing barna er m.a. að finna í ferðabókum um Island sem öldum saman hafa verið litnar hornauga hér á landi. Á dögum sjálfstæðisbaráttunnar virðast íslenskir sagnfræðingar hafa neitað að leggja trún- að á þessar sögur, eins og raunar margt annað sem miður fór. En kannski er meiri sannleikur í ferðabókunum en menn hefur grunað. Ég er sjálfur að gefa út nú fyrir jólin ferðasögu Daniels Vetter á vegum Sögufélagsins. Vetter kom hingað 1613, en íslenskir fræðimenn, þ.á m. Jón Sigurðs- son forseti, töldu frásögn hans örgustu vitleysu. Það kemur á daginn að hann fer sannarlega ekki með fleipur í lýsingu sinni á landi og þjóð. Já, ég býst við því að það sé rétt hjá þér að rannsóknir af þessu tagi, útflutningur íslenskra barna, hefðu ekki hvarflað að íslenskum sagnfræðingum fyrir nokkrum áratugum. En viðhorf manna hafa breyst, og fjölbreytni einkennir nú, að mér finnst, rannsóknarverkefni íslenskra sagnfræð- inga,“ sagði Helgi Þorláksson. Lonaon Helgar- og vikuferöir Brottfarir alla föstud. og midvikud. Verd frá kr. 8.288 pr.m. (2 í herb.) FERÐASKRIFSTOFA, I&naöarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.