Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Islandssaga er ekki lengur sjálfstæð námsgrein í grunnskólum. Hún hefur, ásamt fleiri svokölluðum „iesgreinum", verið felld inn í námsgrein sem nefnd er samfél- aysfræöi, en um hana er ýtarlega fjallað í viðtali við Erlu Krist- jánsdóttur námsstjóra hér til hlið- ar. Þessi breyting þýðir ekki að hætt sé að kenna sögu íslendinga í skólum, enda eru skýr fyrirmæli um slíka fræðslu í d-lið 42. gr. laga um grunnskóla fá 1974, en náms- efni og tilhögun námsins hefur breyst verulega. Enn fremur er ljóst að innlimun íslandssögu í samfélagsfræði hefur leitt til þess að eiginleg fræðsla um sögu þjóð- arinnar hefur dregist mikið sam- an. Gamla námsefniö Um áratugaskeið hafa þrjár kennslubækur einkum verið not- aðar við kennslu í íslandssögu á Þessi opna úr nýjustu sögu- kennslubók skólarannsóknadeildar, Landnámi íslands, gefur nokkra hugmynd um hin breyttu efnistök. Hér er verið aö fjalla um daglegt líf landnámsmanna, og mismunandi störf eftir árstíðum. 13—15 ára) er gert ráð fyrir fræðslu um þjóðfélag og lífshætti á fyrri öldum og þróun fram á 20. öld, og enn fremur um sjálfstæðis- baráttuna á 19. öld. Við þessa kennslu eru notuð þrjú rit sem skólarannsóknadeild hefur látið semja: Kjör fólks á fyrri öldum eftir Hauk Sigurðsson, Jón Stein- yrímsson og Móduharðindin eftir Aðalstein Eiíksson og Jón Sig- urðsson og sjálfstæðisbaráttan eft- ir Lýð Björnsson. Öllum þessum bókum fylgja kennsluleiðbein- ingar, ýtarefni og ýmisleg náms- gögn. Þær eru mjög vandaðar í út- liti og frágangi, með stóru og „l»að hefur farið næsta hljótt ... að nú er verið að vinna að því að endurnýja námsefni í sögu handa barnaskólum landsins. Furðu hljótt má segja, því að þetta er líklega róttækasta endurnýjun námsefnis í þjóðarsögu okkar síðan á fyrsta áratug aldarinnar. Og væntanlega eru barnaskólabækurnar víðlesnustu sagnfræðirit okkar ... og þau sem mest áhrif hafa á sögulega sjálfsmynd þjóðarinnar.“ I>etta eru upphafsorð ritdóms sem dr. Gunnar Karlsson, prófessor í íslandssögu, skrifar í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Sú endurnýjun námsefnis í sögu sem hann á við er unnin á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins, eða nánar tiltekið starfs- hóps deildarinnar í samfélagsfræði. í stað hefðbundinna lesbóka sem miðað hafa að yfirlits- fróðleik um atburði allrar íslandssögunnar, koma bækur og fjölbreytileg námsgögn þar sem fjallað er um fá, afmörkuð tímabil sögunnar, og mest áhersla lögð á lífskjör fólks og samfélagsskipun á fyrri öldum. skyldunámsstigi: íslands saga 1—11 eftir Jónas Jónsson frá Hriflu (fyrsta útg. 1915—16, síð- asta útg. 1966) Islandssaga I—II eftir Þórleif Bjarnason (1966) og íslandssaga 1871,—19JU eftir Þorstein M. Jónsson (fyrsta útg. 1958, síðasta útg. 1966). Bækur Jónasar og Þórleifs taka yfir allar aldir sögunnar, frá landnámi til sjálfstæðisbaráttu, en bók Þor- steins er bundin við tímabilið frá því að íslendingar fengu stjórn- arskrá og þar til þeir lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Námsefnið nær yfir 120 árafllOO ára Islandssögu Bók Jónasar hefur mest verið notuð af þessum þremur. Frásögn hans þykir fjörleg og spennandi, og hann fer ekki í launkofa með viðhorf sín til sögulegra atburða, og aðdáun sína eða andúð á til- teknum einstaklingum og stofnun- um. Rík þjóðernishyggja einkenn- ir bókina, svo og það sjónarmið að einstaklingar ráði mestu um framvindu sögunnar. I bók Þórleifs Bjarnasonar eru efnistök mjög svipuð og hjá Jón- asi, em hann er varfærnari í orða- lagi og treystir ekki eins heimild- um, s.s. íslendingasögum, sem Jónas virðist hafa tekið trúanleg- ar án fyrirvara. í bók Þorsteins M. Jónssonar, sem tekur við í tíma þar sem frásögn Jónasar og Þór- leifs lýkur, er hin ríka andúð á Ilönum, sem einkennir bók Jónas- ar, en síður bók Þórleifs, horfin, enda sjálfstæði fengið þegar hún var rituð. Áhersla hans er öll á framtak einstaklinga, og drjúgur partur bókarinnar er heldur þurr upptalning á merkum staðreynd- um úr stjórnmálasögu. Úrelt námsefni? Á síðari árum hafa fyrrnefndar sögubækur orðið fyrir margvís- legri gagnrýni, einkum af hálfu kennara og sagnfræðinga. í því viðfangi má benda á grein Gunn- ars Karlssonar prófessors „Markmið sögukennslu" í tímarit- inu Sögu 1982. Efnistök Jónasar þykja hlutdræg og einsýn, og fara á skjön við ný og yfirvegaðri við- horf sagnfræðinga til ýmissa at- burða Islandssögunnar, og nýja vitneskju um ýmis söguleg efni. Islandssaga Þórleifs „er víðast eins og bragðdauf uppsuða af bók Jónasar", segir Gunnar Karlsson í áðurnefndri ritgerð. Tvö önnur gagnrýnisatriði eru oft nefnd þegar sögubækurnar þrjár ber á góma. í fyrsta lagi þyk- ir það aðfinnsluvert að þær segja að drýgstum hluta atburðasögu, þar sem stjórnmálaviðburðir og einstaklingar er þá bera uppi sitja í öndvegi. Meiri ástæða sé til að kenna samfélagssögu, þ.e. sögu at- vinnuvega, lífskjara og þjóðhátta, því viðfangsefni hennar tengist „mun betur lífi og reynslu nem- enda en viðfangsefni sem taka til einstakra atburða eða persóna" eins og Erla Kristjánsdóttir námsstjóri kemst að orði í um- ræðu um sögukennslu í nýjasta hefti Sai/na, tímarits sagnfræði- nema við Háskóla Islands. í öðru lagi þykja bækurnar um of nota hugtök sem nemendur átta sig ekki á, m.a. af því þau eru partur af veröld sem var og orða- lag sem þeim er framandi. Barna- kennari á Akranesi segir t.d. í fyrrnefndu tímariti: „Þar sem ég þekki til er notast við íslands sögu Jónasar frá Hriflu í 4., 5. og 6. bekk. Nú er svo komið að mikill tími kennarans fer í að „þýða“ textann yfir á skiljanlegt mál fyrir nemendurna, þar sem þeir flestir virðast ekki geta lesið text- ann sér til skilnings." Nám og námsefni — ný viðhorf Fyrstu drög að þeim breyting- um á sögukennslu, sem nú eru ým- ist orðnar eða eru að verða, voru lögð í upphafi síðasta áratugar. Árið 1971 gerði nefnd á vegum skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins tillögu um að námsgreinarnar mannkynssaga, íslandssaga, landafræði, félags- fræði og átthagafræði yrðu sam- einaðar (eða „samþættar" eins og það var orðað) í eina grein, þannig „að leitast verði við að tengja tíma við rúm (sögu við landafræði) og liðinn tíma við líðandi stund (sögu við þjóðfélagsfræði)". Rök fyrir þessari tillögu er að finna í viðtali við námsstjórann í samfélags- fræði hér til hliðar. Menntamálaráðuneytið féllst á tillöguna og hún hefur smám sam- an verið að komast í framkvæmd. Sannarlega er ekki um nafnbreyt- ingu eina að ræða, því stefnt er að því að endurnýja allt það náms- efni sem áður var notað. Að leið- ' arljósi eru hafðar kenningar í uppeldis- og kennslufræði, svo og þroskasálarfræði. Allt námsefni er samið með það í huga að það hafi ákveðin áhrif á nemendur. Gengið er út frá ákveðnum lykil- hugtökum: umhverfi, margbreyti- leiki, breytingar á umhverfi, þarf- ir, gildismat, hefð o.s.frv. Þessi hugtök eru ekki hluti af námsefni barna, en á þeim eru meginhug- myndir námsins byggðar, t.d.: Margvíslegar ástæður geta valdið því að menn flytjast búferlum. Þekking manna á umhverfinu og tæknikunnátta þeirra takmarka mögulegar lausnir. Námsefni er síðan sniðið að því að láta nem- endur finna þessar meginhug- myndir sjálfa í vinnu sinni. Fram- angreind meginhugmynd er t.d. kennd á 4. námsári með því að athuga landnám íslands. Námið er jafnframt skilgreint eftir mark- miðum, sem skipt er í þrjá megin- flokka: 1. Kunnáttu- og skiln- ingsmarkmið; 2. Viðhorfamark- mið; 3. Leiknimarkmið. Meðal kunnáttu- og skilningsmarkmiða er að mynda og nota hugtök, að setja fram tilgátur og greina or- sakasamhengi. í sögukennslu er sérstaklega við það miðað að skilningur á sögu leysi af hólmi staðreyndalærdóm. Öðruvísi íslandssaga Námsskrá í samfélagsfræði ger- ir ekki ráð fyrir því að í neðri bekkjum grunnskóla (þar sem nemendur eru á aldrinum 7—12 ára) verði fjallað um aðra þætti íslandssögu en landnámið og þjóð- félag og lífskjör landnámsmanna. Hefur nýlega verið samin kennslubók um það efni Landnám íslands (höfundar eru Ingvar Sig- urgeirsson, Ólafur H. Jóhannes- son, Ragnar Gíslason, Sigþór Magnússon og Guðmundur Ingi Leifsson), en henni fylgja kennslu- leiðbeiningar, ýtarefni og margs konar námsgögn, þ.á m. námsspil. í efri bekkjum grunnskóla (þar sem nemendur eru á aldrinum skýru letri, mörgum ljósmyndum og teikningum. Má ætla að kostn- aður við gerð þeirra hafi verið mikill, og margfalt meiri en gömlu bókanna, og væri forvitnilegt að fá upplýsingar um það atriði, en þeirra var ekki leitað þegar þessi grein var tekin saman. í bók Hauks Sigurðssonar er sögusviðið íslensk sveit um og upp úr aldamótunum 1700. Lýst er samskiptum landeigenda og leigu- liða. Tekið er dæmi af viðskiptum Ekki stefnt að því að nemendur öðl- ist yfirsýn yfir alla Islandssöguna almúgamanns við yfirvöld. Nokk- uð er sagt frá verkum fólks til lands og sjávar í gamla sveita- samfélaginu. í síðari hluta bókar- innar er fjallað um húsakynni og samgöngur, og eru þá raktir þræð- ir til nútímans. í bók Aðalsteins Eiríkssonar er saga og landafræði fléttaðar saman. Rakinn er ævi- ferill „eldklerksins" séra Jóns Steingrímssonar, lýst er náttúru í Vestur-Skaftafellssýslu, greint frá gosinu 1783, eldmessu séra Jóns og fjallað almennt um Móðuharðind- in. í bók Lýðs Björnssonar er í upphafi fjallað stuttlega um frjálshyggju og þjóðernisstefnu, og áhrif þeirra á stjórnmál í Danmörku. Síðan er Jón Sigurðs- son kynntur til sögu og stjórn- málalíf íslendinga rakið með hann í miðdepli allt til stjórnarskrár og þjóðhátíðar 1874. Einnig er fjallað um einkahagi Jóns og Ingibjargar konu hans. Hvað hefur breyst? Þegar nýja námsefnið í sögu er borið saman við bækur þeirra Jón- asar, Þórleifs og Þorsteins verður að hafa í huga að hér er aðeins um hluta þess námsefnis að ræða sem fyrirhugað er að gefa út. Fram kemur í viðauka námsskrár í sam- félagsfræði að í bígerð er að semja margvíslegt efni um íslandssögu Hljótt hefur farið að skó/arannsóknadeild menntamála- ráðuneytisins er að vinna að róttœkri endurnýjun á námsefni í sögu Islands handa grunnskó/um. Samfélagssaga kemur að miklu leyti í stað hefðbundinnar atburðasögu. Eykur þessi breyting skilning nemenda á sögunni, eins og œt/ast er til, eða gerir þá háskalega fáfróða um sögu þjóðarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.