Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Landnám blómstrar í Surtsey viðtal við dr. Sturiu Friðriksson, erfðafræðing upphafi goss fór dr. Sturla Friðriksson út í Surtsey tii að gera skemmtilega tilraun í sambandi við kenningu um frumlífið á jörðinni. Gekk tilraunin út á að búa til frumamínósýrur, sem eggjahvítuefni er byggt upp úr. Hugmyndin gengur út á það að þessi þáttur lífsins hafi ekki eingöngu orðið í upphafi, heldur ætti myndun frumlífs sér alltaf stað ef aðstæður leyfa. En í Surtsey voru þær aðstæður sem kenningin gengur út á og er Sturla þarna að taka glóandi hraunleðju, sem látin var í eimað vatn og send utan til efnagreiningar. Tilraunin var svo aldrei endurtekin. í Surtsey hefur í fyrsta sinn gefist tækifæri til að fylgjast með landnámi lífs á alauðri eyju, nýrisinni úr sæ. Og það tækifæri hefur verið nýtt af vísindamönnum í ýmsum greinum. Augljóst er að * einhvern veginn hefur líf borist til eyja, sem finna má um öll höf, og hefur löngum verið fjallað um slíkt landnám m.a. af Darwin. En aldrei hafa vísindamenn fengið svo splunkunýtt land og ósnortið við bæjardyrnar hjá sér og getað byrjað rannsóknir sínar á upphafinu. Orðið vitni að því er bakteríur komu þar strax á fyrsta sumri og fyrsta æðri plantan á öðru sumri, eins og dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, hefur gert. Því leituðum við nú til hans til að fá fregnir af því sem þar er af lífi á 20 ára afmæli eyjarinnar, möguleikum þess og leiðum til landnáms. Og ekki síst hvernig landnemum reiðir af. Kópur var þegar kominn í Surtsey sumarið 1964. Nú er þar orðið selalátur. Ljósm. ÞV Fyrsta vorið , þegar öruggt var að eyjan mundi standa, fór ég í land og setti upp æti fyrir bakterí- ur, handa þeim sem fyrstar kynnu að bera að garði, sagði Sturla að bragði. Og strax á þessu fyrsta sumri fundum við fræ, sem hafði rekið á fjöru. Það reyndist halda spírunarhæfni og þar með vissum við að ef fræ bærist að slíkri ey gæti það lifað. Jafnframt safnaði ég fræi af ýmsum tegundum úr landi og geymdi það í sjó, til að athuga hve lengi fræ gæti haldið spírunarhæfni þar. Tegundirnar reyndust misþolnar. Strandplönt- urnar saltþolnastar. Á öðru ári , sumarið 1965, finnst svo fyrsta æðri plantan, fjörukál. Árið eftir kemur melgresið og síðan koll af kolli. Sl. 20 ár hafa 20 tegundir æðri plantna fundist í vexti í Surts- ey. Að meðaltali ein ný planta á ári. En þótt 20 hafi fundist þar, er ekki þar með sagt að þær séu þar allar í dag. Sjófuglarnir tóku strax að verma fætur sína á Surtsey þegar lát varð á gosi og vcrpa þar nú nokkrar tegundir, þar á meðal ritan. Hér er hópur af ritum á strönd Surtseyjar. Svartbaksungar í fjöruarfaþúfu í Surtsey. Ljósm.: SF Skarfakálsplanta í Surtsey. Fjöruarfinn er að vinna á í landnáminu í Surtsey. Hér er fjöruarfaþúfa í vikrinum. Ljósm.: SF — Ekki var síður leitað að flutn- ingaleiðum fyrir lífverurnar til slíkrar eyjar. Ein hugsanleg leið var flutningur á yfirborði sjávar, önnur að fræ bærust með einhverj- um reka, sú þriðja að þau gætu borist með vindi í lofti og einnig eru lífverur sem geta komist fyrir eigin afli, eins og fuglar og sum skordýr. Surtsey var einstakur til- raunastaður til að kanna slíkt. Fyrsta lífið barst með fræi af sjó og seinna komu jafnvel sömu leið renglur, t.d. melgresisþvaga. Bakt- eríur og ýmis gró hafa borist með vindinum. Mosagróin eru létt og berast þannig. Við höfum fundið fífufræ og fræ af krossgrasi, sem sennilega hefur komið þannig frá meginlandinu. Náttúran hefur ráð undir rifi hverju. Nokkur péturs- skip, sem er egghylki skötunnar, höfðu borist upp í fjöru og á þeim hékk fjöldi grasfræja. Það sýnir að egghylki fiska geta, ef þau berast af grónu landi og þeim skolar aftur út á flóðinu, verið þáttur í að dreifa fræjum sem á þeim festast. Fræin eru þá eins og farþegar sem hafa tekið sér far út til Surtseyjar. Þá gátu fuglar verið flytjendur fræja. Við reyndum að kanna það með því að skjóta farfugla á leið til lands- ins og skoða fiðurfætur og innyfli. Á flestum fannst ekkert, en fræ fannst þó í fóarni grænlenskra snjótittlinga, sem hafa vetursetu í Skotlandi og tylla sér á þessa syðstu ey íslands á leið sinni norð- ur. Og steinasalli sýndi að þetta lifandi fræ var tínt upp á skosku heiðunum. Hann var þeirra skoska vegabréf. Þannig geta fræ borist með fuglum. Skarfakálið hafa máv- ar sennilega borið frá nærliggjandi ey, því skarfakál hefur í Surtsey vaxið upp af spýju frá mávi. Þeir fá sér svolítið grænmeti með fiskinum og æla stundum út úr sér beinasall- anum og þá geta fræ komið með. Erfiður beður, piontum og ayrum í samtalinu við Sturlu kom fram að fuglar voru raunar fyrstu lífver- urnar sem tylltu sér á Surtsey til að hita sér á fótunum þegar lát var á gosinu. Surtsey er á góðum fiski- miðum og í kring um hana mikið af fugli sem notar Surtsey óspart sem bækistöð. Enda urðu sjófuglar fyrstir til að verpa á nýju eynni. Fýll og rita eru í bjarginu sem myndast hefur sunnan og suðvest- an á eynni. Teistur verpa á stangli í glufum. Og svartbakur hefur orpið uppi á hrauninu. Aðrir fuglar hafa komið og flækingar og far- fuglar nota eyna sem áningarstað. Oft er þar mikið af kríu og óðins- hönum og einu sinni hefur fundist þar kríuegg. Þar má fylgjast með samspili fugla og plantna. Auk þess sem fuglarnir geta borið með sér fræ, þá auka þeir stundum frjósemi gróðursins með því að nota plöntur sem hreiðurstæði. Svartbakur hef- ur t.d. orpið í fjöruarfaþúfum, drit- ar þar og jurtirnar vaxa þá hraðar. Þegar fuglar bera æti til unga sinna, verða fiskbein og úrgangur að áburði fyrir plönturnar. Svart- baksungar hafa líka skriðið í skjól í melgresishól, sem fær með þeim áburð. Þannig eru mörg dæmi um sambýli fugla og plantna í Surtsey. En svartbakurinn getur líka stund- um verið ágengur og rótað upp plöntunum við hreiðurgerðina. Hann er að vissu leyti skaðvaldur gróðrinum, en getur bætt það upp á annan hátt. Skordýr hafa líka borist til Surtseyjar á vængjum. Jafnvel fiðrildi. Ófleyg óæðri dýr hafa einnig fundist. Steinamaur hefur t.d. sést berast á trédrumbi, sem kom í land í Surtsey og er þar. Kóngulær hafa látið sig svífa þang- að á þráðum og finnast í eynni. Það virðist sem sagt vera tölu- vert líf í Surtsey ef vel er að gáð. En ekki er allt fengið með því að ná þar landi, eins og Sturla bendir á. Þetta landgöngulið er ekki allt jafn fært til að lifa af þetta erfiða land- nám á sandi, gjallhraukum og beru hrauni. Lítið er um ferskt vatn á eynni. Eyjan er því erfiður beður fyrir plöntur og dýr. Fyrir dýr er raunar nær ekkert til að lifa á. Því eru það ekki nema þeir allra harð- 1 »■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.