Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Ég hef stundum nefnt, að ýmislegt í matargerð væri háð tízkunni, rétt eins og klæðnaður. Og rétt eins og með fötin, er eng- in ein lína ráðandi, línan fer eft- ir því hvar er. En matseðlar dýrustu og virt- ustu veitingahúsa vítt og breitt um heiminn þykja gjarnan nokkuð líkir, svo þar er vissu- lega hægt að tala um ákveðna stefnu. Um þetta fjallar þáttur- inn í dag. Það eru fáir sem hafa sýn yfir frægustu matstaði heims, nema þeir sem vinna fyrir sínu dag- lega brauði með því að borða það, atvinnumatmenn, þeir hafa það að starfi að flakka milli veit- ingahúsa, borða og skrifa síðan um máltíðina. Og þetta virðist hreint ekki vera fámenn starfs- grein, því það er til mýgrútur af matarblöðum, þar sem svona greinar þykja sjálfsagðar, og svo eru matardálkar, eða öllu heldur veitingastaðadálkar, í mörgum dagblöðum. Auk þess eru gefin út sérstök tímarit og árbækur, sem fjalla eingöngu um veit- ingastaði, flokka þá, vega og meta eftir gæðum matarins, um- hverfi og þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Einhverjum dettur kannski í hug hégómi og fáfengi- legheit. En þetta virðist vera ábatasamur atvinnuvegur. Margir virðast tilbúnir til að borga of fjár fyrir máltíðir á svona stöðum, en enn fleiri fyrir að fá reykinn af réttunum og lesa um þær. Og svo eru stöðun- um gefnar einkunnir, mismarg- ar stjörnur, kokkahúfur, hnífa- pör, eða eitthvert það merki sem viðkomandi gagnrýnandi notar. Þessi merki eru góð auglýsing, svo til mikils er að vinna að fá þau. Á slíkum matstöðum er oftast virðulegt um að litast, blóm, málverk, silfurborðbúnaður, postulín og kristall, dúkar og servíettur úr völdum efnum. Oft er boðið upp á fasta matseðla, t.d. marga smárétti, svona 7—8 rétti af ýmsum tegundum, svo gesturinn fái sem bezt yfirlit yf- ir snilld heimamanna. Maturinn er borinn fram á stórum diskum, smátt skorinn í strimla eða örþunnar sneiðar, eða þá stappað og bundið með eggjum eða eggjahvítu og bakað í litlum formum. Uppröðun og litir minna helzt á þaulhugsað listaverk ... Maturinn kemur sem sagt á diskum fyrir hvern og einn. Það er enginn fyrir- gangur við borð gestanna, engin eldsýning eða þjónn sem treður upp til að skera heilt læri við tilheyrandi ú og a gestanna. Það sem á diskunum er, er lít- ið soðið eða steikt, næstum hrátt, rautt, ekki bleikleitt, blæðandi kjöt, jafnt villibráð sem annað, fiskurinn kannski hrár á japanska eða suður- ameríska vísu, eða þá svolítið soðinn, gjarnan gufusoðinn, rauður og glær við beinið. Grænmetið er léttsoðið, sumir segja rétt velgt en í rauninni hrátt. Stundum er það stappað og grænmetisstöppunni, bland- aðri eggjum og rjóma, raðað í form ásamt heilu grænmeti. Hún er síðan bökuð í ofni og bor- in fram í sneiðum, þannig að heila grænmetið myndar glæsi- legt mynztur, kannski í rönd- óttri stöppunni. Þetta gæti verið forréttur eða meðlæti með kjöti. Gufusuða og suða almennt er vinsæl matreiðsluaðferð. Það þykir ósmart að steikja í fitu eða hafa matinn löðrandi í fitu. Stöku sinnum er eitthvað djúpsteikt, ekki oft. Sósan er meðlæti með matnum, í litlum skömmtum, flauelsmjúk og bragðgóð, en kaffærir ekki mat- inn. Hvers kyns uppákomur eru vinsælar í matarlistarheimin- um, ekki þó nein læti, heidur uppákomur á diskunum. Öll óvenjuleg hráefni eru nefnilega vinsæl, hráefni, sem hingað til hefur verið lítt hampað á þeim stöðum, sem gera tilkall til musteristitla matargerðarinnar. Þess vegna er lambakjöt víða vinsælt og einnig ýmsir fiskar, sem hafa hingað til synt í skugga eðalfiska eins og laxfisk- anná og flatfiskanna. Einstök hráefni hafa slegið rækilega I gegn, t.d. kiwiávöxturinn og Lyftugjöldin í Bláfjöllum hækkuð Fyrir skömmu samþykkti Blá- fjallanefnd hækkun á lyftugjöldum í Bláfjöllum um 75%. Við afgreiðslu málsins í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudag samþykkti meirihluti sjálfstæðismanna þessa hækkun, en minnihlutinn var á móti. í bókun sjálfstæðismanna kom fram að ákvörðun um hækkun lyftugjald- anna væri tekin samhljóða í Blá- fjallanefnd. Þar ætti Keykjavíkur- borg aðeins eitt atkvæði. Lyftugjöld- in verði áfram niðurgreidd af sveitarfélögunum og allur fram- kvæmdakostnaður væri greiddur úr sveitarsjóðunum, en þar af greiddi Keykjavíkurborg 60%.. Rétt væri að hafa í huga að samkvæmt opinber- um tölum væri verðbólgan milli ár- anna 1982—1983 yfir 80%>, en hefði grænn pipar, þ.e. græn pipar- korn. Þannig má finna kiwi með kjöti, með fiski, og auk þess vit- anlega í eftirréttum. Grænn pip- ar með kjöti og fiski, og svo með jarðarberjum eða í rjómaís, svo eftirréttunum sé ekki gleymt. Annars hefur dregið úr þessu, því þetta var orðið svo áberandi, að nú þykir það svolítið hallær- islegt, rétt eins og gömul tízka. Ávextir og ber hvers konar eru auðvitað jafn vinsæl hráefni í eftirrétti og þau hafa alltaf verið, en eru auk þess höfð með öllu, bæði kjöti, fiski og t.d. er búið til berjaedik, með því að láta ber liggja í ediki, sem dreg- ur þá í sig safa þeirra og lit. Edikið er síðan notað í mat, t.d. með kjöti, ekki sízt villibráð, lambakjöti og innmat. Nýjar fíkjur hafa þótt einkar spenn- dýrahausa og nautatungur hér á landi?) En nú eru þessi nýmæli líka að verða eins og fötin frá því í fyrra. Auk þess að hafa áhuga á góðu hráefni, eins og góðir kokk- ar hafa alltaf haft, og nýjum eldunaraðferðum, hefur athygl- in beinzt að hráefnum eins og þau eru á hverjum stað. Það eiga ekki allir kost á að matreiða gæsalifur frá héraðinu Dord- ogne í Frakklandi, og það eru til fleiri aðferðir en franskar. Áhugi á gamalli matargerð, færðri í nýjan búning, er mjög mikiil. Æ fleiri tala nú þreytu- lega, jafnvel háðslega, um hálf- hráa matinn, sem er raðað upp eins og japönsku listaverki. Mat- arspekúlantar og matarhofróður vilja nú jarðbundinn, nærandi mat. Rykið er dustað af gömlum MATARTIZKA andi, t.d. sem meðlæti með kjöti. Hvernig hljómar léttsteikt dá- dýrakjöt með fíkjum, fylltum rifsberjum. Vegna þess að frönsk matar- gerð hefur löngum þótt æðri annarri, hafa fræg, frönsk hrá- efni ekki farið varhluta af ný- mælum. í Frakklandi tíðkast í vissum héruðum að ala gæsir þannig að nokkrum vikum fyrir slátrun eru þær stríðaldar með því að bókstaflega er troðið í þær mat, t.d. maískorni. Þá verður lifur þeirra spikfeit og stór og þannig lifur þykir sér- stakt hnossgæti, hún bráðnar á tungu í orðsins fyllstu merkingu. Og kokkarnir keppast um að matreiða þessa lifur á sem frum- legastan hátt, bera hana t.d. fram volga á grænmetisbeði, með ögn af salatsósu úr t.d. hindberjaediki, eða vefja henni í salatblað og matreiða hana þannig, auðvitað rósrauða að innan. Sagt er að nýmælin hafi byrj- að í Frakklandi fyrir um 10—15 árum, kallast enda upp á frönsku la nouvelle cuisine, eða hin nýja matargerð. Stefnan er gjarnan rekin með slagorðinu „hverfum aftur til hráefnanna", þ.e. að eiginleikar fyrsta flokks hráefna fái að njóta sín, einfald- leikinn lifi. Hráefnin ekki kæfð hvert í öðru, eða eyðilögð með of langri suðu. Hráefnin þau allra, allra beztu sem er völ á. Og svo eru gjarnan sagðar leyndar- dómsfullar sögur: þekktur kokk- ur kaupir nýtínda skógarsveppi af gamalli konu, sem ein veit um alveg sérstakan stað o.s.frv., með viðeigandi myndum af gömlu konunni og kokkinum. Frægustu kokkar eru álíka þekktir meðal mataráhugafólks og kvikmyndaleikarar eða óperusöngvarar innan sinna áhugahópa. Þeir eru á þönum vítt og breitt um heiminn með sýningar, og matreiða fyrir að- dáendur sína. Og þeir fá æðstu heiðursmerki. Illar tungur segja, að á meðan hrapi matur- inn á veitingahúsum þeirra um nokkrar stjörnur, kokkahúfur eða hnífapör, en hver fæst um það. Allt er þetta gert fyrir góð orð og bítaling, einkum þó bíta- ling. Og það er ljóst, að allt kost- ar þetta fé, því að góð hráefni fást ekki gefins. (Þó þeim sé kannski hent hér. Hvað verður t.d. um hreindýralifur, hrein- matreiðslubókum, gjarnan handskrifuðum frá ömmu og langömmu, og uppskriftir yngd- ar. Á tímabili voru sumir kokkar svolítið hræddir við smjör og rjóma, megrunarfárið hafði sín áhrif, en við hátíðleg tækifæri er erfitt að leggja lykkju á leið sína fram hjá þessum öndvegis hrá- efnum. Sumir kokkar hafa lagt að baki áðurnefnt tímabil, þegar áherzla var lögð á frumleikann og einhverjum datt jafnvel í hug að búa til camembertgraníta, einhverskonar klakaís úr cam- embert, og troða nú þekktari slóðir og spreyta sig á áður iítt notuðum hráefnum. En hvað er þá boðið upp á á stjörnu-, kokkahúfu- og hnífa- parastöðunum? Þýzkur kokkur, framsækinn og réttsinnaður, býður t.d. upp á þetta: Grænmetisterríne, þ.e. græn- metiskæfa, eins og ég nefndi að ofan, jarðsveppur borinn fram á óvæntan máta, rjómasúpa með innmat, hjörtum, lifur og lung- um, heitur, kryddleginn lax með jurtasmjöri (úr jurt sem var mikið notuð áður fyrr, en lítið nú), lambsheilasoufflé, þ.e. létt- ur heilabúðingur, ísfroða úr jóg- úrt og þýzkum berjum sem kall- ast Holunderbeere, kálfakjöt með nýrum, bakað inn í þunnu hveitideigi, myrkilssabayon (létt rjómasósa) með grænmetis- kúlum (myrkill er sveppateg- und), heimatilbúinn jurtarjóma- ostur, ný kókoshneta á austur- lenzka vísu. Þessi matseðill er gott dæmi um, hvernig ýmis hefðbundin þýzk hráefni eru notuð á nútímalegan hátt. Brauðbúðingar úr rúgbrauði tíðkuðust áður fyrr og eru nú algengir á stertimatseðlum í nýium og léttari útgáfum. I Ameríku gæti álíka þenkj- andi boðið upp á silung reyktan við apaldursvið, unga önd með villtum, svörtum hindberjum, tíndum rétt hjá veitingastaðn- um, hörpudisk með sætsúru, hrærðu smjöri, kjúklingabringu með blaðlauk og rabarbara og svo í eftirrétt ostahesli- hnetuköku eða rabarbarafroðu eða léttan búðing með vanillu- eggjasósu. Annars staðar er kannski boðið upp á lúðu í pernodsósu, (pernod er franskt anisvín), steikta önd með sólberjalíkjör, laxaflak fyllt með hörpudisks- og vatnakarsafroðu, bakað í smjördeigi, en matur vafinn í smjördeig og annað deig er alls staðar áberandi. Laxinn er borinn fram með léttri sítrónusósu. í forrétt væri kannski hægt að velja milli kart- öflu- og blaðlauksstöppu, fasana í portvíni og froskafóta í kampa- víni, sem er líklega franskt góss. Og meðal margvíslegra eftir- rétta mætti finna eggjafroðu- sósu, zabaglione, marsipan- bombu, súkkulaðifroðuköku og ostaköku, bragðbætta með hnetulíkjör. í Englandi, þar sem menn eru þekktir fyrir að halda fast í fornar dyggðir og lítt rómaðar, þó ómaklegt sé, fyrir góðan mat, hafa líka sprottið upp staðir, sem fylgja framsækinni stefnu í matargerð. Það væri kannski hægt að fá sér kvöldverð með eftirfarandi réttum: í fyrsta rétt þunnar sneiðar af reyktum, skozkum laxi vöfðum um bita af reyksoðnum laxi, borið fram með rjómakenndri sítrónusósu (sítróna í stað ediks) og rauðum laxakavíar, síðan cock-a-leekie súpa, fáguð útgáfa af þekktri skozkri kjúklinga- og blaðlauks- súpu, smjörsteiktur lamba- hryggvöðvi með basilsósu, bor- inn fram með brisköku og svo kannski fisléttur jarðarberjaís með jarðarberi á, steyptu í kara- mellu. Á eftir kaffi eða mintu-te, ásamt viðeigandi smákökum. f Frakklandi gefur nú heldur en ekki á að líta, þegar matseðl- ar eru annars vegar. í forrétt væri kannski hægt að fá jarð- sveppasúpu undir smjör- deigsloki, en einnig ýmislegt úr gæsalifrarkæfu og kavíar. Við getum líka ímyndað okkur veit- ingahús þar sem væri boðið upp á þetta: Litlar eggjakökur með grænmetismauki, beinlaus fisk- ur, líkur skötusel, soðinn með basil, hörpudiskur í rjóma- kenndri sósu með vatnakarsam- auki í, steikt villiönd með kara- mellu og svo eftirréttur með ís, ávöxtum, berjum, súkkulaði eða eitthvað í þá áttina. Annars staðar er kannski boðið upp á fíngerða kræklingasúpu, kæfu úr laxi og humar, ostrur soðnar í kampavíni, bornar fram með spínatfylltu smjördeigi, kálfa- bris með plómum. í eftirrétt kannski, auk áðurnefnds, nokk- urs konar klakaís úr rauðvíni. Og talandi um vín, þá eiga valin vín við þessa rétti, og þau eiga ekki minnstan þátt í áhrif- um þeirra, að því er fræðingarn- ir segja. Þetta var svona smá innsýn inn á borð matarhofanna. Nú er annað hvort að láta aftur augun og láta sig dreyma um þessa og aðra viðlíka rétti, brosa örlítið hæðnislega út í annað og hugsa eins og refurinn, sem ekki náði í berin, „þau eru súr“ — eða finna og fara eigin leiðir í elda- mennskunni heima. Hvers vegna ekki að reyna einhvern nýjan rétt, annaðhvort með aðstoð annarra manna uppskrifta eða eigin hugarflugs. Eins og segir í máltækinu, sem á svo vel við í eldhúsinu: HOLLT ER HEIMA HVAÐ og heimalagaðar krásir úr góðum hráefnum eru stórum ódýrari en veitingahúsakrásir. Góða skemmtun! 1 ( verid um 135% ef stefnu fyrri ríkis- stjómar hefði verið fram haldið. Sigurjón Pétursson mótmælti þessari hækkun sem of mikilli þegar tillit væri tekið til skerts kaupmáttar alls almennings. Slík hækkun drægi úr aðsókn í skíða- landið en Reykjavíkurborg ætti ekki að líta á þetta gjald sem tekjustofn. Fulltrúar Kvenna- framboðsins og Alþýðuflokksins tóku í sama streng, en Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að hún teldi ekki óeðlilegt að það kostaði álíka mikið að vera dag- part á skíðum í Bláfjölium og að fara einu sinni í kvikmyndahús. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði það misskilning hjá Sigur- jóni að litið væri á lyftugjöldin sem tekjustofn, því þrátt fyrir þessa hækkun yrði þessi þjónusta niðurgreidd. Fjármagnskostnaður við lyfturnar væri ekki inni í þessu dæmi. í máli Júlíusar Hafstein, borg- arfulltrúa og formanns íþróttar- áðs, kom fram að önnur skíðafélög í borginni hefðu ákveðið um 80% hækkun á iyftugjöldum í sínum skíðalöndum, en þrátt fyrir þessa hækkun á gjaldskrá Bláfjalla- nefndar næmi hallinn á rekstrin- um um 2 milljónum króna. Þú svalar lestrarþörf dagsins ájaöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.