Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
þáðu í heimahúsum í bernsku í
byrjun aldar.
Ég sendi þeim Svavari og Sig-
rúnu Högnadóttur, bústýru hans,
góðar kveðjur að sunnan á þessum
merkilega degi.
Jónas Guðmundsson, rithöfundur
Þegar við stöndum frammi fyrir
þeirri staðreynd að Svavar Árna-
son að verður sjötugur 14. nóvem-
ber, undrar mann að ævisöguhöf-
undar skuli ekki hafa komið auga
á það frásagnarverða og merki-
lega líf sem hann á að baki. Ég
trúi því að allir þeir sem til þekkja
séu mér sammála um að Svavar sé
merkilegt dæmi um þrautseigju og
dugnað margra þeirra er fæddust
skömmu eftir síðustu aldamót í
mikilli fátækt og við erfið skilyrði
til að marka sér athyglisverða
lífsbraut. Brauðstritið varð mörg-
um hugsjónamanni á þeim árum
að fótakefli. Farsæld Svavars og
fyrirhyggja leiddu hann yfir þá
þröskulda. Þrátt fyrir fátækt og
stundum vanheilsu tókst honum
að afla sér nægrar menntunar til
að takast á hendur forustu í ýms-
um málum sem leiddu heima-
byggð hans áfram í vaxandi við-
gangi — þó stundum yrði dökkt í
álinn. Það má segja að saga Svav-
ars og saga Grindavíkur hafi verið
uppistaða og ívaf í sömu voð um
langt árabil — frá kreppu til við-
gangs.
Vöxtur og viðgangur Grindavík-
ur varð meiri við stjórnsýslu
Svavars en nokkru sinni. Það var
gæfa byggðarlagsins að margt
dugnaðarfólk lagði út ári með
Svavari og réri að sama marki.
Við leikbræður hans bárum
virðingu fyrir greind hans og
drenglyndi að hverju sem var
gengið og síðarmeir hafði það
áhrif á okkur að hann var aldrei
með í prakkarastrikunum eða
strákapörum er við efndum til.
Svavar var elstur 17 systkina og
að sjálfsögðu varð hann kornung-
ur að leita eftir vinnu til að létta
undir með föður sínum við að sjá
farborða stóru heimili, fyrst við að
stokka upp línu, síðar vinnu við
saltfiskverkun og svo sjómennsku.
Alls staðar þar sem hann lagði
hönd að verki var iðjusemi og
skyldurækni hans viðbrugðið. Það
varð öllum ljóst að hann var mikið
mannsefni. Þessi manngerð kom
líka greinilega í ljós þegar hann 21
árs settist í Samvinnuskólann.
Hann náði góðum tökum á náminu
og tók gott próf þrátt fyrir veik-
indaforföll.
Hann var m.a. mjög góður stíl-
isti. Á þessum árum var hann orð-
inn harðsnúinn jafnaðarmaður og
skrifaði lokaprófritgerð út frá
þeirri forsendu. Mönnum varð það
því minnisstætt að Jónas Jónsson,
skólastjóri, þakkaði honum fyrir
ritgerðina, það var þó ekki háttur
hans, ef menn höfðu tekið vinstri-
villu.
Á þessum árum nam Svavar
einnig hraðritun og komst því að
sem þingskrifari en þá var segul-
bandsöldin ekki gengin í garð.
Þingsalirnir heilluðu hann þó ekki
eða kannske var það þjónustu-
hugsjónin sem tengd var heima-
byggð og vinum hans og vanda-
mönnum þar, sem tók hug hans og
athafnaþrá þeim tökum að
starfsferill hans hefur nær allur
verið þar síðan. Hann vissi að þar
var mikið verk að vinna.
En hvar átti að byrja ævistarfið
svo farsæld mætti fylgja? Frá
uppvaxtarárum þekkti hann þrúg-
andi fátækt einyrkjans sem hafði
stóra fjölskyldu á framfæri sínu.
Hann þekkti þarfir tómthúsfólks-
ins á mölinni og takmarkaða getu
þess til bættra lífskjara við þær
aðstæður er fyrir hendi voru.
Þrjár leiðir taldi hann sig sjá til
úrbóta: Fyrsta skrefið var að sam-
eina þá einstaklinga til aukins
átaks sem leita vildu bættra kjara
á félagslegum grundvelli og vinna
með þeim að verkalýðsmálum.
Hann tók því að sér formennsku
í Verkalýðsfélagi Grindavíkur
1939 — en það hafði verið stofnað
þremur árum áður. Nær samhliða
vann hann að stofnun Alþýðu-
flokksfélags Grindavíkur. Það er
lífsskoðun Svavars að þessi tvö fé-
lög hafi hliðstæð stefnumörk og
Klingjandi kristall-kærkomin gjöf
kostaIíboda
___________/V._________.
Bankastræti 10. Sími 13122
vinni markvisst að bættum hag
allra — einkum þó þeirra er verri
hafa aðstöðu til bættra lífskjara
og annarra mannréttinda. Þriðja
skrefið var að bæta verslunar- og
viðskiptastöðu Grindvíkinga á
samvinnugrundvelli svo sem hann
hafði búið sig undir með Sam-
vinnuskólanámi.
Ekki skal fullyrt að allur þessi
breiði vettvangur hafi vakað fyrir
honum er hann kvaddi þingsali, en
hans kunna raunsæi bendir þó til
að svo hafi verið og sýnir það
kjark hans og einbeitni, þar sem
vitað var að forusta í þessum bar-
áttumálum lá um hrjóstur og
stundum torfærur.
Hann stjórnaði síðan Verka-
lýðsfélagi Grindavíkur í 23 ár,
með einstakri lipurð og réttsýni.
Það voru ekki slagorð eða óraun-
hæft fimbulfamb sem beitt var til
framgangs eðlilegri þróun kjara-
mála. Hann átti auðvelt með að
setja sig inn í stöðu mála og mat
hana með fullri dómgreind og ég
hygg að hann hafi oftast — ef ekki
alltaf — náð sanngjörnum niður-
stöðum án þess að kalla yfir sig
úlfúð eða hefndarhug andstæð-
inganna, sem einkum voru útgerð-
armenn. Þegar hann síðar fór
sjálfur að gera út bollalögðu menn
um það hvort hann hefði séð svo
mikinn auð í útgerðinni eða hvort
hann hafi viljað kanna starfs-
greinina af eigin framtaki. Ekki
getur undirritaður dæmt um
hvort hugdettur þessar eru byggð-
ar á rökum. Hitt er víst að hann
vildi efla atvinnu í byggðarlaginu
eftir föngum og það hefur útgerð
hans gert — en hvort ánægja yfir
því hefur vegið upp á móti áhyggj-
um og basli útgerðar hans skal
ósagt látið, en hún hefur fært hon-
um mikla reynslu og hún ein stað-
festir þann fádæma dugnað og
þrautseigju sem Svavar er gædd-
ur.
Líkur benda til að stjórnmála-
skoðun Svavars hafi afgerandi
mótast í æsku. Barátta Alþýðu-
flokksins fyrir bættum kjörum
verkalýðsstétta og margháttaður
stuðningur við þá er miður máttu
sín af ýmsum ástæðum, fóru vel
að hugarfari hans og mun hann
ungur hafa gerst þar félagsbund-
inn.
Þegar hann kom heim frá námi
og hóf félagsleg afskipti var leiðin
greið inn í sveitarstjórnina. Hann
var kosinn í hreppsnefnd 1942,
varð oddviti 1946 og forseti bæjar-
stjórnar 1974 er Grindavík hlaut
bæjarréttindi og var það til 1982.
En við bæjarstjórnarkosningar
það ár gaf hann ekki kost á sér.
Starf hans að sveitarstjórnar-
málum hefur því verið langt og
farsælt.
Á þessum árum breyttist
Grindavík úr litlu fiskiþorpi í
blómlegan bæ. Ekki voru þó alltaf
glæstir framþróunartímar. T.d.
fækkaði fólki mikið á fimmta ára-
tugnum þar sem byggðarlagið var
ekki samkeppnisfært við önnur
byggðarlög um þjónustu við fólkið,
aðstöðu við aðalatvinnuveginn,
sjávarútveginn, og svo hörð sam-
keppni um vinnuaflið við Varnar-
liðið og aðra þá atvinnuvegi er
blómstruðu á þeim árum. Þessari
þróun var snúið við. Sennilega
hefur uppbygging hafnarinnar átt
þar stærstan þátt í. A.m.k. varð
það höfnin og ágæt fiskimið
Grindvíkinga svo og afburða dug-
legt fólk sem leiddi til þess að
Grindavík var á þessum árum
margoft með hæstar meðaltekjur
á landinu.
Um stjórninálaferil Svavars
mætti skrifa langt mál. Hann
hafði alla tíð mikið fylgi bæði
flokksbundið og óflokksbundið. Þó
að hann tæki þátt í landspólitík-
inni með setu á flokksþingum og
ASÍ-þingum var hann aldrei ofar-
lega á lista til Alþingiskosninga.
Ég held að hann hafi vantað
metnað til að tildra upp þann
stiga, því vissulega hefði hann
verið trúverðugur fulltrúi Suður-
nesjamanna þar með þá reynslu
sem hann bjó yfir, því trausti sem
störf hans höfðu aflað honum og
þeim málafylgjumætti er hann
býr yfir. Hann er ágætur ræðu-
maður, fljótur að sjá aðalatriði og
rökfastur vel. Hann getur verið
orðhvass og óhlífinn ef honum
finnst hallað réttu máli, en yfir-
vegun og rökhyggja eru máttar-
stoðir málflutnings hans.
Varðandi samvinnuverslunina
er það að segja að Svavar var of
önnum hiaðinn til að vera þar
verkamaður. Faðir hans, Árni
Helgason, var fyrsti starfsmaður
Pöntunarfélags Grindvíkinga og
síðar kaupfélagsstjóri og deildar-
stjóri eftir að kaupfélagið var
sameinað K.S.K.
En allar götur síðan hefur Svav-
ar verið deildarformaður Grinda-
víkurdeildar K.S.K. og fjöldamörg
ár varaformaður kaupfélags-
stjórnarinnar, einnig hefur hann
verið í stjórn Hraðfrystihúss
Keflavíkur hf., sem er í eigu
K.S.K.
Fyrr er getið um þátttöku Svav-
ars í útgerð. Hún hófst 1949 er
hann tók að sér framkvæmda-
stjórn fyrir útgerð Hafrennings
hf., en þar gerðist hann síðar með-
eigandi og hefur hann verið þar í
forustuhlutverki síðan.
Ekki hefur Svavar farið var-
hluta af þeim erfiðleikum er út-
gerðarmenn eiga við að stríða, en
staða útgerðarfyrirtækja hefur
farið mjög versnandi að undan-
förnu.
Eitt þeirra fyrirtækja sem
stofnað var til á erfiðleikaárum í
Grindavík er Hraðfrystihús
Grindavíkur hf. Það var stofnað
1941. Því var ætlað að vinna afla
af bátum sem ekki höfðu vinnslu-
aðstöðu ásamt útgerð eigin báta.
Hraðfrystihúsið hefur alltaf haft
mikil umsvif, auk útgerðar og
allra þátta fiskvinnslu hefur það
annast kjötfrystingu fyrir slát-
urhús K.S.K. í Grindavík — og um
árabil annaðist það einnig sölu
matvæla. Það hefur því náð tilætl-
uðum árangri hvað það snertir að
vera ómetanleg atvinnutrygging
fyrir fjölda manns. Svavar hefur
verið þar í stjórn síðan 1948 og er
nú stjórnarformaður, tók við að
Einari Kr. Einarssyni fyrrverandi
skólastjóra, sem baðst undan
endurkosningu fyrir tveimur ár-
um.
Þó að hér sé stiklað á stóru, gef-
ur það nokkra mynd af því víð-
feðma starfi sem Svavari hefur
verið falið.
Eitt er þó ótalið, sem ekki má
gleymast, en það er þjónusta hans
við kirkju og söfnuð.
Árni faðir Svavars var fyrsti
organisti við Grindavíkurkirkju.
Það fór næstum saman að Grinda-
víkurkirkja var endurbyggð og
flutt í Járngerðarstaðahverfi 1909
og að Garðhúsahjónin, Einar G.
Einarsson kaupmaður og Ólafía
Ásbjörnsdóttir, gáfu kirkjuorgel.
Árni sem þá var fluttur í byggð-
arlagið var ráðinn organisti og var
hann það til ársins 1950 og tók þá
Svavar við því starfi og hefur ver-
ið organisti síðan.
Hann er ágætlega músikalskur
og söngelskur og hefur leyst þetta
starf frábærlega vel af hendi. Tök
hans á kirkjukórnum hafa verið
umtalsverð og leikni hans á
hljóðfærið sömuleiðis.
Honum hefur verið annt um að
hljóðfæri kirkjunnar væri gott og
held ég að ég fari rétt með það að
hann hafi gefið kirkjunni pípuorg-
el það sem þar er nú, að hálfu á
móti safnaðarsjóði. Þá var hann í
byggingarnefnd nýju kirkjunnar,
sem vígð var fyrir rúmu ári og var
þar liðtækur vel að vanda.
Saga þeirra feðga að safnaðar-
og söngmálum er stórmerk og
gæti verið langur kapítuli út af
fyrir sig. Það var mikil söngvasál í
litla húsinu á Garði, sem manni
fannst troðfullt af börnum, en gat
þó oftast bætt við hluta úr kirkju-
kór eða blönduðum kór safnaðar-
ins — já og öðrum söngvinurtr. Þá
vekur það eftirtekt nú að hvorug-
ur þeirra hefur tekið greiðslu fyrir
þetta mikla þjónustustarf, þó að
þörfin fyrir verklaunin hafi stund-
um verið augljós, einkum hjá
Árna, með sinn stóra barnahóp.
Svavar hefur ekki gifst en er svo
lánsamur að hafa eignast ágæta
sambýliskonu, Sigrúnu Högna-
dóttur, sem vakað hefur yfir
heilsufari hans nú síðustu árin, en
það hefur stundum verið aðgæslu-
vert. Vinnusemi og skyldurækni
hafa stundum vegið meira en eigin
heilsugæsla.
Undirritaður þakkar Svavari
vináttu allt frá bernsku og óskar
honum heilla og hamingju á nýj-
um áratug.
Jón Tómasson