Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
95
poppfréttir
■
Fílharmóníusveitin, ein þeirra sem gerði það gott í Músíktilraunum
fyrra.
24 hljomsveitir
slást um
sigurinn í Tónabæ
— Músíktiiraunir SATT og Tónabæjar
hefjast á fimmtudag
Eins og við sögðum frá á
Járnsíðunni sl. miðvikudag hef-
ur verið ákveðið að endurvekja
Músíktilraunir Tónabæjar og
SATT, sem slógu svo rækilega í
gegn hjá yngri kynslóðinni í
fyrra. Þótt keppnin í fyrra hafi
alls ekki verið einskorðuð við
yngri kynslóðina varð samt sú
raunin á, að yngra fólkið lét
meira til sín taka en hinir eldri.
Þótt skýrt hafi verið frá
endurvakningu keppninnar á
síðustu Járnsíðu vantaði allar
nánari upplýsingar, enda lágu
þær ekki fyrir þá. Hér að neðan
verða forsendur keppninnar hins
vegar útskýrðar í stuttu máli.
1) „Músíktilraunir ’83 er
hugsaðar sem tækifæri fyrir
tónlistarmenn að koma á fram-
færi frumsömdu efni, óháðu
ríkjandi sölulögmálum markað-
arins." Þá segir í þessari 1. grein,
að hugmyndin sé ennfremur að
gefa tónlistarmönnum tækifæri
til að gera tilraunir í hljóðver-
um, aðallega með tónlistarlega
þróun í huga.
2) Sex hljómsveitir spila
hvert kvöld og komast tvær
áfram í úrslitakeppnina. Áhorf-
endur/áheyrendur gefa hverju
lagi/verki stig og þrjár stiga-
hæstu sveitirnar á lokakvöldinu
fá 25 tíma að launum í hljóðveri.
Hver hljómsveit má flytja 4
frumsamin lög.
3) Áhersla er lögð á að gera
hljómsveitum frá landsbyggð-
inni kleift að vera með í Músík-
tilraunum. Munu forráðamenn
Músíktilrauna á einhvern hátt
reyna að beita sér fyrir lækkun
ferðakostnaðar, t.d. með útvegun
hljóðfæra. Verði framboð meira
en sem nemur 6 sveitum á kvöldi
mun sérstök nefnd á vegum
SATT og Tónabæjar annast for-
val.
4) Nokkur hljóðver hafa gefið
SATT og Tónabæ 20 tíma af
þessu tilefni. Eina skilyrðið af
þeirra hálfu er að hlutaðeigandi
hljómsveitir velji í samráði við
þau hljóðstjóra, sem hefur yfir-
umsjón með upptökunni. Vinn-
ingssveitirnar draga um hvaða
hijóðver verður fyrir valinu.
5) Þátttökutilkynningar ber-
ist skriflega eða símleiðis (sími
35935) í Tónabæ, Skaftahlíð 24.
Tilkynningarnar fyrir fyrsta
kvöldið þurfa að berast fyrir
mánudagskvöld, 12. nóvember,
og fyrir hin kvöldin með 5 daga
fyrirvara.
6) Fyrsta kvöldið verður hald-
ið á fimmtudag, 17. nóvember.
Það næsta verður 24. nóv., hið
þriðja 1. des. og fjórða kvöldið 8.
desember. Úrslitakvöldið verður
siðan 9. desember.
7) Ákveðið hefur verið, að
þekktar hljómsveitir komi fram
á hverju þessara kvölda. Járn-
síðunni hefur enn ekki borist til
eyrna hvaða sveitir er um að
ræða, en það skýrist væntanlega
von bráðar.
Umsjón
Sigurður
Fækkar um 1
hjá Centaur
Hljómsveitin Centaur hef-
ur haldið saman í gegnum
þykkt og þunnt í dágóðan
tíma, en nú hefur sú breyting
orðið á, að Benedikt Sigurðs-
son, sem lék til jafns á bassa
og gítar, hefur ákveðið að
segja skilið við félaga sína.
Ástæðurnar fyrir brottför-
inni-munu einkum vera per-
sónulegs eðlis. Centaur leitar
nú logandi ljósi að nýjum
manni í hans stað. Hinn nýi
kemur þó aðeins til með að
þurfa að kunna á bassa.
ELO leggur upp laupana
EKKI er nú hægt að segja, að
eftirfarandi komi afskaplega
mikið á óvart: ELO er búin að
leggja upp laupana.
Eftir stormasaman feril und-
anfarin ár í kjölfar heiftarlegra
góðæra hefur æ meira hallað
undan fæti hjá Jeff Lynne og fé-
lögum hans.
Bev Bevan kom stórkostlega á
óvart í haust og gekk til liðs við
Black Sabbath (sagðist reyndar
alltaf hafa langað til að berja
húðir á þeim bæ!) og undanfarna
mánuði hafa þeir Lynne og Bev-
an átt í basli með að halda rukk-
urum utandyra.
Kelly Grocutt heldur því
nefnilega fram, að þeir tveir hafi
i sameiningu haft af honum
stórkostlegar fjarupphæðir á
mestu velgengnistímum sveitar-
innar
Kikk ræður
trommara
„NEI, við höfum ekki hætt
við útgáfu á plötu með Kikk,“
sagði Pétur Kristjánsson hjá
Steinum hf. er Járnsíðan
innti hann eftir því hvað
tefði útgáfu plötu með þess-
um fimm manna flokki.
Sagði Pétur jafnframt, að
fyrirtækið hefði ekki talið
rétt að senda plötu með Kikk
á markað nú fyrir jólin, þar
sem hætta væri á að svo ungt
nafn hreinlega „drukknaði" í
öllu því plötuflóði, sem skylli
á þjóðinni fyrir hátíð frelsar-
ans.
Hann bætti því ennfremur
við, að strax eftir áramótin
yrði farið að huga að útgáfu
plötu með sveitinni. Afstaðan
hefði ekkert breyst, heldur
hefði bara verið ákveðið að
biða átekta.
JUNCKERS
parket
Junckers parket
er massivt,
Junckers parket
er 100% náttúruefni.
Junckers parket
er auðvelt að leggja.
Junckers parket
er varanlegt.
Junckers parket
er fáanlegt í beyki.aski og eik
Hagstætt verð
— góðir greiðsluskilmálar.
TIMBURVERSLUNIN
VÖLUNDUR
Klapparstíg 1 — sími 18430.
Skeifan 19 — sími 84244.
h j a l p i ð hj a l p í d
Kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra heldur
basar í Sigtúni í dag, sunnudaginn 13. október, og
hefst hann klukkan 14.
Ágóðinn rennur til nýbyggingar sumardvalarheimilis
fatlaöra barna í Reykjadal.
Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra.
LEIKHÚSSQESTIR - ÓPERUQESTIR
Lengið ferðina og eigið ánægjulegri
kvöldstund.
Arnarhóll býður upp á stórkostlegan
matseðil, fyrir eða eftir sýningu.
Húsið opnar kl. 18.00.
Borðpantanir í síma: 91 — 18833.
MATSEÐILL
Reyksoðið laxapaté með spínatsósu
Pottsteikt önd með appelsínuhjúp
Vanilluterta með kiwi-creme