Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 65 gerðustu, sem geta hafið landnám. Sumum sjálfbjarga bakteríum og þörungum hefur tekist það, þar sem rakt var og volgt við gígaop og glufur, útskýrir Sturla. Fjöldi mosategunda barst að og mosinn lagði smám saman undir sig hraunið. Hann er sérstaklega gróskumikill í bollum og sjálfum hraungígnum. Fróðlegt er líka að fylgjast með því hvernig breiðurn- ar þykkna. Og mosategundum hef- ur verið að fjölga jafnt og þétt í allmörg ár. En þegar einhverjum hömlum við fjölgun er náð virðast tegundirnar komast í jafnvægi. í hrauninu hafa hefðbundnar mosa- tegundir náð yfirhöndinni, svo sem gamburmosi. Hann þekur mest af hrauninu, en fléttur hafa líka num- ið land í Surtsey. Kannski mætti ætla að fjörukálið hefði haft mesta möguleika þar sem það var fyrsti landneminn. En það reynist ekki svo. Fjöruarfi kom til Surtseyjar 1967 og hefur lagt undir sig sand- lendi Surtseyjar. Sérstaklega þar sem sandur hefur borist út í hraun- ið. Eftir því sem meiri sandur berst í hraunið flýr mosinn þaðan, en fjöruarfinn vinnur á. Móbergið er aftur á móti svo hart og dautt að allar plöntur eiga erfitt með nema þar land, svo að móbergskeilurnar mega heita gróðurlausar. Þáttaskil í þróun lífs verða ekki fyrr en einstaklingur fer að eignast afkvæmi á eynni, heldur Sturla áfram skýringum sínum. Þegar landneminn er orðinn svo fastur í sessi að honum fer að fjölga þar. Til dæmis þegar fjöruarfinn fer að bera fræ á eynni þarf hann ekki að vera upp á aðra kominn. Þá verður stundum ofurfjölgun. Eldri ein- staklingar eiga afkvæmi, sem setj- ast að í kringum móðurplöntuna. Fjöruarfinn stendur að því leyti vel að vígi að hann ber svo mikið af fræjum. Sama gildir um mosann. Þegar hann fór að verða gróbær, varð mikil fjölgun. En ótal óhöpp geta komið fyrir landnema, þótt þeir hafi náð þolanlegri rótfestu. Til dæmis varð túnvingulstorfa fyrir því eitt sumarið að aðgangs- harður svartbakur reif upp þennan landnema. Ýmsar plöntur hafa líka farist í roki, sjógangi eða annarri óáran. En gróður heldur áfram að leggja undir sig land. Má sjá fram á að fjöruarfinn muni nema allt sandsvæðið í hrauninu. Landnemar eru sérhæfðir einstaklingar. Sumir ríða á vaðið sem landnemar og gera landið lífvænlegra fyrir eftirkom- endur. Einn hópur kemur í kjölfar annars, svo að samfélagið þróast stig af stigi. Nú er einmitt kominn vísir að plöntusamfélagi, þar sem fjöruarfi býr í sambýli við melgres- ið. Þessar tvær tegundir hafa myndað samfellda torfu og í hana blæs sandur, svo að kominn er sandhóll. Þetta er fyrsti vísirinn að samfélagi æðri plantna í Surtsey. Súlnasker Ekki verður talað svo um líf í Surtsey að ekki sé getið eina spen- dýrsins sem þar er. Á fyrsta ári Surtseyjar komu selirnir, sem mik- ið er af á þessum slóðum, í land í Surtsey. Hóparnir liggja þar oft á ströndinni og þeir kæpa þar. Þar er nú selalátur. En selurinn er líka eina spendýrið sem þar er enn að finna. Surtsey er friðlýst og ekki ætlast til að þar séu mannaferðir. Vís- indamönnunum sjálfum er gert að hlýta reglum í eynni, svo sem að traðka ekki meira en nauðsynlegt er, hreinsa úr skóm sínum og buxnabroti, hafa ekki mat um hönd utandyra, ganga frá úrgangi við húsið o.fl. Og Sturla segir að raunverulega sé lítið um manna- ferðir þar. Hann telur æskilegt að halda eynni friðlýstri til að hægt verði að fylgjast með framvindu lífs á útey frá upphafi og þar til hámarki samfélags er náð við þessi skilyrði. En hverju spáir hann þá um framtíðarþróun þarna? — Eftir hundruð eða þúsundir ára má hugsa sér að lífríki Surtseyjar hafi þróast á svipaðan hátt og gerst hef- ur á öðrum skerjum og úteyjum, svarar Sturla. Þar sem súlan er allsráðandi og grastegundir á borð við túnvingul ráðandi í jurtaríkinu. - E.Pá N ÚLPUR Kristilegar bækur og hljómplötur Nýkomnar enskar bækur og Biblíu- handbækur. „Þú reistir mig upp“, nýja platan meö Anne og Garöari er komin. Úrval af fallegum^^^^x^- jólakortum. l/erslunin INT4 Hatun2 105 Reykjavik M simi: 20735/25155 ■ tUDERMWGT4DSJÍÍ AMSItRDAM Hún er borq andstæðnanna - ævaforn nútímaborq, risastór smábær Og einmitt þessar undarlegu andstæður gera hana svo spennandi, og svo tilvalinn áfangastað stuttrar skemmtiferðar til útlanda. Fortíðin blasir við í sölum hinna 40 safna í borginni og í húsagerðarlist- inni einstöku. En mannlífið á litríkum götunum, stemmningin á allra þjóða veitingastöðunum, og fjörið á skemmtistöðunum óteljandi - það tilheyrir 20. öldinni. Amsterdam er milljónaborg með öllu því lífi og krafti sem einkennir stórborgir. En samt er miðbærinn svo lítill að á einum mildum vetrardegi ferð þú auðveldlega um hann allan fótgangandi, og hefur samt nægan tíma til að kíkja í verslanir og á markaðina fjölskrúðugu. Þessveqna eru stuttar ferðir til Amsterdam svo upplaqðar Helgar- og vikuferðir. Brottför þriðjudaga og föstudaga VCRD rm KR. 10.908 Barnaafsláttur kr. 4.800. Innifalið: Flug og lúxusgisting með morgunverði. Flugfélag með ferskan blæ 4RNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.