Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 24
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
„Þií minntLst
nú ekkert
áþað!“
r
A matreiðslunámskeiði með tólf körlum
Dagar hinna hefðbundnu
húsmæðraskóla eru að
mestu leyti taldir, en þeir
hafa þó ekki með öllu lagt
upp laupana. I»eir heita nú
hússtjórnarskólar í sam-
ræmi við breyttan tíðar-
anda, og bjóða upp á
margvísleg námskeið í
matseld og húsverkum,
jafnt fyrir konur sem
karla. Hússtjórnarskóli
Reykjavíkur að Sólvalla-
götu 12 hefur undanfarin
átta ár efnt til sérstakra
matreiðslunámskeiða sem
eingöngu eru ætluð körl-
um, og að sögn Margrétar
Sigurbjörnsdóttur hús-
stjórnarkennara, sem um-
sjón hefur haft með þess-
um námskeiðum sl. þrjú
ár, var þeim upphaflega
hleypt af stokkunum í til-
efni af Kvennaári 1975, og
var framlag skólans til
málstaðar jafnréttisbarátt-
unnar.
Frá upphafi hafa þessi
námskeið okkar notið
mikillar hylli karla og
alltaf verið yfirbókað á þau,“ segir
Margrét. „Því miður eru aðstæður
skólans með þeim hætti að aðeins
er hægt að hafa tólf menn á
hverju námskeiði. Eldhúsið okkar
rúmar ekki fleiri í einu. Um er að
ræða tvö námskeið fyrri part vetr-
ar, og tekur hvort þeirra fimm
vikur. Kennt er á fimmtudags- og
föstudagskvöldum, frá kl. hálf sjö
til tíu. Nemendur greiða aðeins
efniskostnað, sem er metinn á
1800 kr., en skólinn greiðir laun
kennara og annað sem til þarf.“
llvaó er þart nákvæmlega sem þirt
kennirt?
„Markmiðið sem við setjum
okkur er að kenna alhliða matseld,
og við leggjum mesta áherslu á
undirstöðuatriði. Við kennum
nemendum skipuleg vinnubrögð,
kennum þeim að átta sig á upp-
skriftum í matreiðslubókum, og
við brýnum fyrir þeim ýmis atriði
úr næringarfræði varðandi sam-
setningu fæðu, s.s. að nota fitu og
sykur í hóii, og nota frekar olíur
oggrófmeti en annað. Ég hef orðið
vör við það að margir karlar hafa
ekki áttað sig á nauðsyn þess að
skipuleggja matargerðina í heild
þegar þeir koma hingað. Þeir hafa
kannski aðstoðað konur sínar við
eitt og eitt atriði, s.s. að sjóða
kartöflur og grænmeti, og gert það
alveg ágætlega, en þeir vilja
gleyma því að allir réttirnir verða
að vera tilbúnir á sama tíma. Það
er t.d. ekki nóg að kartöflur séu
soðnar og skrældar og komnar í
skál ef ekki er enn farið að fást við
aðalréttinn, kjötið bíður t.d. enn í
frystihólfinu! En það mega karl-
arnir á námskeiðunum hér eiga að
þeir hafa yfirleitt verið fljótir að
ná þessu atriði þegar á það hefur
einu sinni verið bent.“
Kunna karlar sem hingað koma
lítirt fyrir sér í eldamennsku?
„Það er mjög misjafnt á hvaða
stigi kunnátta þeirra og leikni er.
Það er sameiginlegt öllum þeim
körlum sem ég hef kennt að þeir
eru fullir áhuga á viðfangsefninu,
og það gerir kennsluna og sam-
starfið í eldhúsinu auðveldara og
skemmtilegra. Sumir eru algerir
byrjendur, en aðrir eru góðir
kokkar sem eru að leita að ein-
hvers konar staðfestingu á hæfni
sinni. Menn koma hingað líka til
að læra einstök atriði matargerð-
ar sem hafa vafist fyrir þeim, s.s.
notkun matarlíms og pressugers."
Hvers konar rétti búirt þirt til?
„Fyrstu þrjár vikurnar höfum
viðeingöngu einfalda rétti úr kjöti
og fiski, auk meðlætis, s.s. súpu.
Við skiptum hópnum í þrjá flokka.
Einn sér um bakstur, annar um
aðalréttinn, og sá þriðji um eftir-
rétt og ýmislegt meðlæti. Menn
skiptast auðvitað á að vera í þess-
um hópum. Þegar kennslu undir-
stöðuatriða lýkur er farið út í fjöl-
breyttari svið; þeir læra að búa til
pizzur, smurt brauð, smárétti af
ýmsu tagi, síldarrétti og við fjöll-
um um glóðarsteikingu. Síðustu
vikupa ráða nemendur matseld-
inni sjálfir, en hún er samt ekki í
lausum böndum, og námskeiðinu
lýkur með veislu þar sem eftirlæt-
isréttur nemenda er á boðstólum."
Er einhver sérstakur aldurshópur,
erta starfshópur, sem sækir þessi
námskeirt frekar en annar?
„Nei, það hef ég ekki orðið vör
við. Hópurinn er mjög fjölbreyti-
legur, og menn eru hér á aldrinum
frá 16 ára til sjötugs. Menn á þrí-
tugsaldri koma mikið. Þeir yngstu
sem hingað koma eru stundum að
„spá í kokkinn", en vilja fyrst sjá
hvernig þeim líkar vistin í eldhús-
inu. Égtheld að sumir karlar komi
hingað vegna þrýstings frá eigin-
konum, og aðrir hafa orðið fyrir
áhrifum af breyttum sjónarmið-
um um hlutverkaskipti kynjanna
og telja sig ekki geta verið þekkta
fyrir að hjálpa ekki til í eldhúsinu.
Nú, svo koma hingað líka einstæð-
ir feður, sem hafa kannski áhyggj-
ur af því að þeir viti ekki nóg um
það sem þeir eru að elda ofan í
börnin sín.“
Hefur körlunum aldrei orrtirt al-
varlega á í messunni?
„Nei, þetta hefur alltaf heppn-
ast mjög vel, og við höfum borðað
matinn með góðri lyst á eftir. Ég
get þó sagt þér skondna sögu af
einum nemanda mínum sem var
að baka rúllutertu í fyrsta skipti.
Hann var búinn að fá nákvæmar
leiðbeiningar um baksturinn, og
hafði sett tertuna inn í ofninn. Ég
finn allt í einu brunalykt, og sé að
hún kemur úr ofninum hans.
„Hvað er þetta maður," segi ég,
„ætlarðu ekki að taka tertuna úr
áður en hún brennur?" Það fauk
svolítið í hann og hann sagði þessi
dásamlegu orð: „Þú minntist nú
aldrei á það!“ Og það var líka rétt
hjá honum, mér hafði láðst að
minna þennan hóp á að slökkva á
ofnunum og taka teturnar út að
bakstri loknum. Honum fannst
þetta ekkert liggja í augum uppi
eins og ég hélt. Eftir þetta gleymi
ég aldrei að minna karlana á að
taka terturnar út þegar þær eru
bakaðar!"
Heldurrtu art sá áhugi sem karlar
sýna þessu námskeirti í Hússtjórn-
arskólanum sé til marks um breytt
virthorf þeirra til matargerðar og
húsverka?
„Já, ég er sannfærð um það.
Breyttar þjóðfélagsaðstæður, þ.e.
aukin útivinna kvenfólks, hafa
breytt viðhorfum karla til mat-
reiðslu. Þeir eru ekki lengur bara
þiggjendur. Ég hef líka veitt því
athygli að viðhorf fólks til matar-
gerðar almennt hefur breyst. Fólk
hefur meiri áhuga á að vita hvað
það er sem það setur ofan í sig, og
gerir meiri kröfur en áður um
samsetningu fæðunnar. Og það er
ekki lengur litið á nám í matseld
sem annars flokks iðju, sem er
gleðileg þróun," sagði Margrét
Sigbjörnsdóttir.
Blaðamanni Mbl. var boðið að
sitja málsverð með nemendum
Margrétar, sem eru á öllum aldri
og afar hressir í viðmóti. Það var
ekkert fum á þeim, og þótt kvöldið
sem ég sótti þá heim væri aðeins
annar matreiðslutími þeirra,
mátti halda að þar væru þaulvanir
kokkar á ferð. Boðið var upp á tvo
afbragðs vel lukkaða kjötrétti, ít-
alskan og kínverskan; með öðrum
var kartöflumús. og með hinum
soðin hrísgrjón. í eftirrétt voru
sherrýepli á boðstólum ásamt
hrásósu, og ennfremur ávaxtasal-
at með eggjasósu. Það þarf því
ekki að koma lesendum á óvart að
ég þóttist ekki treysta mér til að
skrifa af viti um námskeiðið fyrr
en ég hefði komið aftur og bragðað
á fleiri réttum, sem þar eru eldað-
ir. Og ég er að hugsa um að skrá
mig á næsta námskeið með drjúg-
um fyrirvara.
Margrét Sigbjörnsdóttir, hússtjórnarkennari, og nemendur hennar.
„Skolirt kjötbitana úr köldu rennandi
vatni. Skerið burt eitla, blóðhlaup og
lausa fitu ... „Þetta er nóg!“
Ljósmyndir: Friðþjófur
YFir matborðinu ræöa nemendur og kennari um matseldina og matinn.
Texti og viðtöl: Guðmundur Magnússon