Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
tíœmníi
,, Har\n máqur þinia er lentur
a. ey<5ieyj'u."
HÖGNI HREKKVISI
VELKOMlKJ
T/L
/, pBTTA MERKl A AP UOTA /NMAM
LAMPARE/íSNAf? rlÖGNA."
Hvernig væri að selja
heyið úr landi og
svelta búpeninginn?
Svipuð ráðstöfun og
að leyfa áframhald-
andi loðnuveiðar
Magnús Guðmundsson sjómað-
ur Patreksfirði skrifar:
„Velvakandi.
Núna þegar svonefnd „svarta-
skýrsla" er landslýð kunn og
snertir okkur sjómenn ekki lít-
ið, svo og alla aðra landsmenn,
vil ég segja hér örfá orð, en ég
er nýkominn úr veiðiferð af
Vestfjarðamiðum.
Stjórnendur fiskveiða virðast
nú vera að ganga að fullu og
öllu frá okkar besta fiskstofni,
þorskstofninum, með rangri
stjórn. Alltaf hverfur þorskur-
inn jafnt og þétt, sem eðlilegt
er. Það verða ekki sjómenn sem
útrýma þorskinum, heldur þeir
sem stjórna veiðunum.
Að undanförnu hefur verið
hrópað í gegn um það ómögu-
lega að togaraflotinn væri alltof
stór. Það heyrðist ekki mikið
talað um að bátaflotinn væri of
stór þegar stjórnvöld leyfðu að
girða öll fiskimið okkar með
Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurpró-
fasLsdæmis svarar fyrirspurnum um
jólalýsingu í Fossvogsgarði:
„Vegna fyrirspurnar til Kirkju-
garða Reykjavíkurprófastsdæmis
um möguleika á jólalýsingu í Foss-
vogskirkjugarði hefur stjórnin leít-
netatrossum, sem náðu 6 sinn-
um á milli Færeyja og íslands.
Ætli íslendingar séu ekki að
súpa seyðið af slíkri óstjórn í
dag?
Þorskurinn lifir á loðnu, og til
þess að bæta gráu ofan á svart
leyfðu stjórnvöld gegndarlausa
sókn í aðalfæðubúr þorsksins,
loðnuna, og gera enn, og furða
sig síðan á að þorskurinn skuli
léttast.
Það litla, sem við fiskuðum
núna og aðrir togarar, var
þorskur, sem var í ætisleit eftir
loðnu, en dálítið var af henni
norður af Horni. Ég skar upp
nokkra þorska og voru þeir full-
ir af loðnu. Núna hefur svo ver-
ið leyft að veiða þessa loðnu frá
þorskinum til þess að ganga al-
veg frá honum, svelta hann.
Hvað þarf mikið af loðnu til
þess að fóðra milljón tonn af
þorski, ef svo mikið væri til af
henni við ísland í dag?
Við vitum hvað mikið magn
af heyi þarf til að fóðra allan
búpening landsmanna. Hvernig
væri að selja heyið úr landi og
svelta búpeninginn? Það er
ósköp svipuð ráðstöfun."
að til Rafhönnunar til þess að gera
úttekt á þessum málum.
Nýlega hefur Rafhönnun skilað
ítarlegri greinargerð um niðurstöð-
ur þær sem rannsóknin leiddi í ljós.
I skýrslu þessari sem með tilheyr-
andi útreikningum og myndskýring-
um er G bls. stendur m.a.: „Áætlunin
hefur verið unnin í nánu samráði
við Rafmagnseftirlit rikisins og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Allar
þær öryggiskröfur, sem farið er
fram á til þess að tryggja fyllsta
öryggi notenda eru uppfylltar."
Samkvæmt áætlun Rafhönnunar
er heildarkostnaður við tengingar er
gefi möguleika á lýsingu í öllum
garðingum kr. 44.527.000.00 —
fjörtíu og fjórar milljónir fimm
hundruð tuttugu og sjö þúsund.
Þó að einungis hluti grafreita
verði í reynd tengdur þessu kerfi,
lækkar kostnaðurinn ekki í sama
hlutfalli, þar sem möguleikar til
tenginga yrðu að vera allsstaðar í
garðinum.
Að þessum upplýsingum fengn-
um, er alveg augljóst að ekki eru
nokkrir möguleikar á þvf fyrir
Kirkjugaröana að ráðast f þær
framkvæmdir, sem hér um ræðir.“
Sjötíu
óa-endingar
Jón Helgason, Sólvangi, Hf.,
skrifar:
Víðkunni Velvakandi.
Ég þakka kærlega fyrir þær
greinilegu upplýsingar sem þú
sendir mér í sl. mánuði um
braginn „Ég var á ferð um
fölva nóttu". En nú bæti ég
gráu oná svart með því að ætl-
ast til að þú birtir þá langloku
sem ég sendi hér með.
Það er nokkuð langt síðan
ég kom þessu saman og var
ánægður þegar ég hafði
kroppað saman sjötíu óa-
endingum. Þá vissi ég að eitt
orð var eftir — rófa vaxin útí
garði. En í þulunni eru alltaf
tvær línur samstuðlaðar og
varð þessi „staki hrafn" að
verða utangarðs í skáld-
verkinu!! Komi sama orð oftar
en einu sinni þá er það í sinni
merkingunni í hvort sinn.
(Það er skrítið að sjást skuli
fyrir ellimörkum á skriftinni
þar sem ég er ekki nema rúm-
léga 88 ára.)
Sjötugþætt samhenda
Ennþá sólargeislar glóa,
gengi lífsins sífellt þróa,
fyrst að ekki flóðið Nóa
fékk gjörvallri skepnu að lóga.
Út um víkur, firði, flóa
fiskimenn á bátum róa;
vilja fanga á báða bóga
björg úr hafsins djúpi nóga.
Miklu til þess margir sóa
mjórra þráða og gildra tóga.
Við því mun þeim ekkert óa
upp þó taki loft að gróa.
Mitt í hamför mestu sjóa
máske verði þó að „slóa“.
Fríska drengi er fært að sjóa.
Fyrnist strenging seglaklóa.
Þegar löngu er liðin góa
leysa fer upp alla snjóa.
Tekur spíra fræið frjóa,
foldar svæðin víða gróa.
Ör er vöxtur arfaklóa.
Ár í vexti um bakka flóa.
Ýmsir rækta mela, móa,
mýrardrög og sinuflóa.
mun í friðun mosatóa
miða fjölgun nýrra gróa.
Smalar upp um heiðar hóa,
hundar þeirra tíðum góa.
Á sauðfé ennþá setur tóa
sárin þau er aldrei gróa.
Óðum hnignar gamla Glóa
sem gat þó áður dregið plóga
hnarreistur í hópi jóa;
heldur sig nú meðal dróga.
Syngur vel á vorin lóa.
Vængjablak er snöggt hjá kjóa.
Heyrist vellið hátt í spóa.
Hringast upp á seppa rófa.
sár er rispan kattarklóa.
Kýrnar bera hala mjóa.
fyrr var kötlum krækt á hóa.
Karlfauskar í gráðið róa.
Oft í húsi eldastóa
amma gerði mjólk að flóa,
hana lét í lítinn nóa,
litlu börnin kunni að róa,
sokkaplöggin líka lóa,
löngum sat að næling skóa.
Heyrðist vola lengi Lóa
litla systir stóra „bóa“.
Vill fá sögu að heyra af Hróa
hetti sem fór um skóga.
Svo er tjáð að jómfrú Jóa
játast muni honum Dóa.
Illt er bygging upp að hrófa.
Óværð mest í bæli flóa.
Á túnum má í töðu móa;
hún tekst þó oft til votheysþróa.
í sorgum best mun svefninn fróa.
Sigg er í verkamannsins lófa.
Sagt er faggrein sé að skóa.
í súðbyrðing er fjöldi róa.
Seinheppið er sinnið sljóa.
Sitthvað má til bóta dóa.
Órabelgi af skal króa
eða skella á hnappa þjóa.
Mælt er suma gruni að Gróa
giftast ætli honum Jóa.
Þá mun annað tæpast tjóa
en takist þeim að eignast króa.“
Jólalýsing í Fossvogskirkjugarði:
Heildarkostnaður yrði
yfir 44 milljónir kr.