Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
69
léki. Þá lá leiðin til Kaupmanna-
hafnar, þar sem ég spilaði í ágæt-
um djassklúbbi í nokkra mánuði,
en var þá búinn að fá nóg af þess-
ari músík, vissi að þetta var ekki
það, sem ég leitaði að.
Dvölin í Kaupmannahöfn var þó
lærdómsrík, aðallega vegna þess
hve ömurleg hún var — ég hafði
ekki í neitt hús að venda þar og
var peningalítill, bjó um tíma i
kommúnu, sem átti afar illa við
mig, innan um fólk, sem bókstaf-
lega skreið með veggjum vegna of-
neyzlu fíkniefna. Þarna var saman
komið fólk, sem hafði orðið undir í
lífinu, var búið að gefast upp og
átti ekkert eftir annað en að reyna
að hressa upp á hvunndagsleikann
með ofskynjunarlyfjum. Mér leið
illa þarna.
Eftir heimkomuna kastaði ég
mér á kaf út í tónsmíðar og samdi
þá m.a. verk mitt, sem segja má
opus 1, „Silju", fyrir þrjá slag-
verksleikara. Það var frumflutt á
tónleikum á samnorrænu tónlist-
arhátíðinni „Ung Nordisk Musik“ i
Svíþjóð árið 1972.
Arið eftir heyrði Englendingur-
inn Alan Carter, sem ráðizt hafði
til balletts Þjóðleikhússins, þetta
verk mitt hjá Agli Eðvarðssyni,
dagskrárgerðarmanni hjá sjón-
varpinu og það leiddi til þess, að
ég var ráðinn til ballettsins sem
tónskáld og hljóðfæraleikari og
starfaði þar fram á mitt ár 1975.
Þá urðu til mörg verk, stór og
smá, þar á meðal ballettinn „Höf-
uðskepnurnar" — 45 mínútna
verk, sem flutt var á Listahátíð
1974.
Þetta tímabil var mér afskap-
lega góður skóli og hörð vinna. Eg
þurfti að hafa tilbúið verk að til-
tekinni lengd á tilteknum tíma og
því varð að skila í tæka tíð, hvað
sem tautaði og raulaði. Iðulega út-
heimti þetta ótrúlegar vinnutarn-
ir, 16—20 klst. á dag, og einu sinni
vann ég 70 klst. í einni lotu.
— Þarna hefur skapið komið
þér að góðu gagni?
— Já, það má vera, þá var ég
líka kannski byrjaður að læra að
temja það. Og þegar ég hætti hjá
ballettinum var það vegna þess, að
ég fann sárlega til þess, að mig
skorti tækni í tónsmíðum. Ég
fann, að ég varð að komast til
frekara náms og hélt til London,
ákveðinn þó í að fara ekki í venju-
legt hefðbundið nám heldur að
finna góðan kennara, helzt góðan
fræðimann. Heppnin var með mér
í því, ég komst í læri hjá ágætum
manni, Patrich Savill, í teoríu og
tónsmíðum og jafnframt í einka-
tíma hjá einhverjum ágætasta
slagverksmanni Breta — og
reyndar yfirleitt — James Blades.
Þarna var ég í tvö ár, sótti tón-
leika ekki sjaldnar en annan
hvern dag, stundum tvisvar á dag,
og lærði mikið. Um tíma vann ég
með náminu hjá útgáfufyrirtæk-
inu Boosey & Hawkes, hafði þar
létta vinnu, sem gaf mér ágætt
tækifæri til að kynnast tónverkum
ýmissa höfunda. Heim kom ég svo
í árslok 1976, lærði þá tækniteikn-
un og vann um hríð hjá arkitekt-
um, þar til ég fór að vinna hjá
Útvarpinu í árslok 1978 og var þar
fram í september sl. Sem stendur
vinn ég eingöngu að tónsmíðum,
hef haft næg verkefni, en hversu
lengi það verður fer eftir þeim.
Heillaður af
slagverkinu
Frá því að Áskell kom heim hef-
ur hvert tónverkið rekið annað,
auk þess sem hann hefur skrifað
tónlist við mörg leikrit, og kvik-
myndir. Og nú er hann með óperu
í smíðum, sem hann hyggst vinna
að í Kaupmannahöfn í vetur.
Eitt af því sem hefur gefið Ás-
keli sérstöðu meðal ungra tón-
skálda okkar er sú ríka áherzla
sem hann hefur lagt á slagverkið í
tónsmíðum sínum.
— Þegar tónsmíðar yfirtóku
hljóðfæraleikinn hjá mér, segir
hann, var það meðal annars vegna
þess, að ég hafði ekki séð neina
leið til að notfæra mér þá tækni,
sem ég hafði verið að æfa upp öll
þessi ár, nema að gera eitthvað í
málinu sjálfur. Ég var og er heill-
aður af slagverkshljóðfærum og
þeim möguleikum, sem þau gefa.
Það er gífurleg gróska í öllu, sem
slagverkið varðar, bæði í tegund-
um hljóðfæra, tækni og músík
fyrir það.
Fyrir mér hefur meðal annars
vakað að breyta því hlutverki, sem
slagverkið hefur gegnt til skamms
tíma, bæði því sem það hefur haft
í sinfoníuhljómsveitum og því,
sem margir rithöfundar virðast
enn setja siagverksmenn í, að vera
einhverskonar vélar til að fram-
leiða hljóð — þeir eru settir í
frumskóg af hljóðfærum til að slá
svo sem eitt högg á hvert þeirra,
— sem getur út af fyrir sig gefið
áhugaverða blöndu hljóða og lita,
en gefur þeim tæpast færi á að
vera túlkandi listamenn.
Hins vegar má segja, að það
hafi fyrst verið fyrir u.þ.b. þremur
árum, sem ég fann það hljóðfæri,
sem ég hef í raun og veru alltaf
verið að hugsa um — þetta hljóð-
færi hef ég teiknað sjálfur og bind
við það miklar vonir. Það er sam-
stæða nokkurra stillanlegra
tromma, sem hafa töluvert tón-
svið, rík blæbrigði og mikla
styrkvídd og — umfram allt — er
miðað við evrópska tónhugsun.
Þau hljóðfæri, sem ég hef til þessa
þjálfað mig á, eru frá ýmsum öðr-
um löndum og miðast við þjóðlega
tónlist þeirra. Ég þarf bara að
finna leið til að Iáta smíða þetta
hljóðfæri, það yrði dýrt.
Það fer ekkert á milli mála, að
Áskeli Mássyni hefur verið tónlist
og tónsköpun eðlislæg þörf ...
„Hún er mér lífsnauðsyn," segir
hann, þegar við röbbum um þær
hvatir, sem knýja listamenn til
sköpunarstarfa og hina margvís-
legu hvata hugmyndaflugs þeirra.
„Ég get auðvitað ekki fremur en
aðrir skýrt hvers vegna ég tel
mig þurfa að semja tónlist. Hitt er
víst, að ég hef þá reynslu, að geti
ég ekki sinnt tónsmíðum í nokk-
urn tíma vegna anna við önnur
störf, bregzt ekki, að mér fer að
líða afar illa, ég hætti að geta sof-
ið, hrekk upp um nætur og er ekki
mönnum sinnandi, fyrr en ég er
byrjaður aftur og fæ komið frá
mér því, sem hefur verið að gerj-
ast í mér. Og hugmyndirnar geta
kviknað af hverju sem er, atviki á
götu, tónverki heima, góðri bók,
jafnvel orðabók — bara af því að
sjá og upplifa ...
— Að samspil þitt við lífið fái
útrás í tónsköpun?
— Það má kannski orða það svo.
— Og hvaða tilfinningu hefur
svo tónskáldið gagnvart verki
sínu, þegar meðgöngu er lokið og
það er fætt?
— Ja, það er nú misjafnt hverj-
um augum listamenn líta á verk
sín. Sumum er nánast sama, hvað
um þau verður, aðrir eru sífellt að
breyta þeim, enn aðrir vilja engu
breyta, telja verkið nánast heilagt,
þegar það er til orðið — þá
lifi það sjálfstæðu lífi. Kannski
hallast ég að því síðastnefnda, alla
vega hefur mér ekki gefizt vel að
krukka í löngu lokið verk. Hins
vegar er maður alltaf að reyna að
öðlast sem mesta fjarlægð frá því
sem maður skrifar, — jafnvel
meðan á vinnslu verksins stendur,
til þess að sjá það í sem hlutlaus-
ustu ljósi. Það gengur misjafnlega
vel. En það stórkostlegasta sem ég
upplifi sem tónhöfundur er að
heyra verk mín vel flutt á ein-
hvern þann hátt, sem mig hefði
kannski ekki órað fyrir.
— Þá erum við komin að hinum
margumrædda trúnaði við tón-
skáldin annars vegar og hins veg-
ar því hlutverki túlkandi lista-
manna að endurskapa tónverkið í
flutningi hverju sinni. Þú ert þá
sem tónskáld sáttur við að í verk
þín sé lagður annar skilningur en
þú sjálfur hafðir við samningu
þeirra?
— Sannarlega. Að því leytinu er
mín skoðun aðeins eins og tiltek-
ins hljóðfæraleikara — og ég lít
svo á, að sé eitthvað spunnið í
þessa músík , sem ég er að setja
saman, hljóti hún að leyfa tals-
verða vídd í túlkun.
fornrít
Pöntunarseðill
Verð með söluskatti
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
kr. 988.-
fá eftir-
IBU EIHKATÖLVA
SjálfsagÖur hlutur
i námi
□ Eyfirðinga sögur kr. 988,-
□ Ljósvetninga saga kr. 988.-
□ Austfirðinga sögur kr. 988.-
□ Brennu-Njáls saga kr. 988,-
□ Kjalnesinga saga kr. 988.-
□ Heimskringla I kr. 988.-
□ Heimskringla II kr. 988.-
□ Heimskringla III kr. 988.-
□ Orkneyina saga kr. 988.-
□ Danakonunga sögur kr. 988.-
• Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti 18, Reykjavík,
sími 18880.
□ íslendingabók
Landnámsbók
□ Egils saga
Skalla Grímssonar
□ Borgfirðinga sögur
□ Eyrbyggja saga
□ Laxdæla saga
□ Vestfirðinga sögur
□ Grettis saga
□ Vatnsdæla saga
Ég undirritaður/ uð óska eftir
talin fornrit send í póstkröfu:
Nafn: ......................
Heimilisfang................
□
IBM hefur enn einu sinni stuðlað að
byltingu á sviði tölvunotkunar og
tölvuvinnslu. IBM PC, einkatölvan
frá IBM, erað verða jafn sjálfsagður
hlutur í lífi námsmanna og orðabók
og glósubækur. IBM PC, einka-
tölvan frá IBM, er frábær hjálpar-
hella námsmannsins um leið og öll
fjölskyldan nýtur góðs af návist
hennar, jafnt í leik sem starfi.
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI