Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 87 Ljósið lifi! Það er víðar rokkað en í Reykjavík, það eru þessir ungu hljómlistarmenn í Borgarfirði til merkis um. Myndirnar voru teknar í vor á skólaskemmtun Varmalandsskóla þegar hljómsveitin Ljósið tróð upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Ekki höfum við heyrt að hljómsveitin hafi gert víðreist á hljómleika í sumar enda nægur tími framundan fyrir þessa ungu rokkara að leggja heiminn að fótum sér. Ijósmynd: Þórhallur Bjarnason. F.v. Hulda Á. Stefánsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Sigrún Stefáns- dóttir. Konur í þjóðbúningum Heimilisiðnaðarfélag íslands hélt nýlega upp á 70 ára afmæli sitt. Var þátttaka mikil og komu fjölmargar konur í þjóðbúningum, eins og sjá má á myndinni. Höfðu sumar þeirra saumað búninga sína sjálfar á námskeiðum, sem Heimilisiðnaðarskólinn efnir til um gerð þjóðbúninga. Það hlýtur að vera sjaldgæft nú til dags að svo margar konur séu saman komnar í þjóðbúningi á félagsfagnaði. Því birtum við hér myndir af hópnum. Á hinni myndinni eru þrjár þekktar konur, sem lagt hafa drjúgan skerf til viðhalds heimilisiðnaðar í landinu. Þær eru Hulda Á. Stefánsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, afhendir Valgerði Bjarnadóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, styttuna „Snemma beygist krókurinn“ eftir Kjartan Ragnarsson, myndhöggvara í hófi, sem bæjarstjórn- in hélt aðalfundarfulltrúum LÍÚ í Sjallanum fyrir skömmu. Myndin sýnir ungan mann draga tvo fiska á eftir sér og er myndefnið sótt til æskustöðva Ragnars Kjartanssonar, Hellna á Snæfellsnesi. Kristján Ragnarsson gat þess, að með þessri gjöf ætti hann ekki við, að verið væri að draga síðasta þroskinn á land, heldur hitt að íslend- ingar myndu eftir sem áður lifa af því að draga fisk úr sjó. Gamlir Faxafélagar heiðraðir Hestamannafélagið Faxi í Borgarfirði hélt upp á 50 ára afmæli sitt með veglegu afmælishófi í Hótel Borgarnesi í vor. Þar voru nokkrir gamlir Faxafélagar gerðir að heiðursfélögum og var myndin tekin við það tækifæri. Skúli Kristjánsson formaður félagsins er í ræðustóli en heiðursfélagarnir eru talið frá vinstri: Gunnar Bjarnason Mosfellssveit, Guðráður Davíðsson Nesi, Ásmundur Eysteinsson, Högnastöðum, Ingibjörg Frið- geirsdóttir Hofsstöðum, Björn Guðmundsson Borgarnesi, Andrés Guðmundsson Borgarnesi, Davíð Ólafsson Hvítárvöllum, Ingvar á Hofsstöðum og Kristján Fjeldsted Ferjukoti. Ujósmynd: Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.