Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Yngsta
eyja
Islands
tvítug
Orðin frægas
vísindaeyja h
Texti:
Elín Pálmadóttir
Ljósmyndir:
Sigurgeir Jónasson
í svæsnustu öskugosahrinunum log-
aði allur mökkurinn í eldingum.
Myndina tók Sigurgeir Jónasson frá
Heimaey 1. des. 1963.
Tuttugu ár eru liðin síðan sjávarbotninn á 120 metra dýpi suðvestast
í Vestmannaeyjaklasanum tók jóðsótt og fæddist eyjan Surtsey, sem
nú er 20 ára gömul. Á ýmsu hefur gengið í baráttu þessarar myndar-
legu eyjar fyrir tilveru sinni, enda sækja að þungar öldur Atlantshafs-
ins, sem þarna ná upp krafti órofið alla leið frá Suðurskautslandinu,
svo og ísknzk vetrarveður og vindar. Meðan gos stóð og spjó gosefn-
um og hrauni upp á yfirborðið, sem var frá 14. nóvember 1963 fram í
júní 1967, stækkaði eyjan og dafnaði þrátt fyrir áföll og varð stærst
2,8 km2, en hefur síðan verið að minnka að ummáli og lækka. Er
komin niður í 2 km2. Lengi munu þó hraungígarnir og aðfærsluæðar
þeirra og hart móbergið sem er að myndast norðvestan við gígana
standa, en bæði hraun og lausari gosefni eru að eyðast. Móbergið,
sem vísindamenn geta nú í fyrsta skipti séð myndast úr gosefnum
fyrir hita og raka, mun væntanlega verða það sem eftir stendur í
lokin, að því er Sveinn Jakobsson jarðfræðingur telur. Og verður
þarna þá enn ein eyja svipuð öðrum í Vestmannaeyjum, sú syðsta á
Islandi.
arna hefur á sl. 20 árum
raunverulega verið hægt
að horfa á hvernig jörð
myndast og land rís úr
sjó og vísindamenn í fyrsta skipti
getað séð, mælt og efnagreint
hvern þátt. Hafa vísindamenn
undir samræmdri stjórn Surtseyj-
arfélagsins fylgst nákvæmlega
með því í 20' ár hvernig gosefni
breytast og hvernig líf tekur land
og breytist á slíkri eyju við þessi
lífskilyrði. Bakteríur og fræ komu
strax á fyrsta sumri, og nú eru í
landnáminu mosabreiður og
nokkrar jurtir, sjófuglar verpa og
farfuglar hvíla sig þegar þeir
koma sunnan að, selir kæpa þar og
eyjan orðin selalátur. Sum merki-
leg fyrirbæri hafa menn í fyrsta
skipti séð í þessari ungu eyju og
Surtsey hefur hlotið heimsfrægð
meðal vísindamanna, sennilega
búin að slá út Heklu gömlu í
heimsfrægðinni. En gosið sjálft
var okkur íslendingum mikið og
nýtt æfintýri, því þótt heyrst hefði
um eldgos í hafi fyrr á öldum,
hafði enginn það augum litið.
Gos á fiskislóðum
Surtseyjargosið kom mjög
óvænt, þótt það væri á eðlilegum
gosstað, á Atlantshafshryggnum
og á SV-NA goslínunni gegnum ís-
land. Þegar dr. Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur hringdi í
undirritaðan blaðamann Mbl.
snemma morguns fimmtudaginn
15. nóvember 1963 og sagði „eld-
gos“, var hið eðlilega viðbragð:
„Nú, er Katla byrjuð?" „Nei, Vest-
mannaeyjar," svaraði Sigurður og
enn svolítil furða í röddinni. Um
kl. 7.15 þá um morguninn höfðu
skipverjar á ísleifi II frá Vest-
mannaeyjum orðið varir við óróa
þar sem þeir voru að veiðum á
hrygningarstöðvum þorsks, ýsu og
síldar 3 sjómílur vestur af Geir-
fuglaskeri, og séð svartar gjallsúl-
ur stíga rétt upp úr yfirborði sæv-
arins. Þótt þeir tilkynntu
neðansjávargos, d.róu þeir línu
sína og æðruðust ekki. Gosið óx
jafnt og þétt og fyrir kl. 8 voru
gjallsúlur farnar að ná um 60 m
hæð á 2—3 aðskildum stöðum. Og
um kl. 11 þegar við flugum yfir
með Birni Pálssyni, jarðvísinda-
mönnum o.fl. stóð gufumökkurinn
4 km upp í loftið og gaus á
300—400 m sprungu. Þarna var
öskugos. Kolsvartir fingur teygðu
sig uþp í loftið, þar sem hraun-
kvikan leystist upp á leið sinni
upp í gegn um sjóinn og splundr-
aði gosefninu í ösku og vikur-
bombur. Þannig mynduðust þess-
ar kolsvörtu vikurtrjónur sem
skutust upp í hvítan gosmökkinn
og hvítnuðu svo á leið niður, en
bombur þeyttust allt í kílómetra
fjarlægð. Hélt gosið áfram að vera
af þeirri gerð svo lengi sem sjór
komst inn í gíginn og gosefnin í
snertingu við vatn, en það fór að
bera á glóandi hrauni í febrúar.
Og 4. apríl 1964 hófst öflugt
hraungos, sem spýtti glóandi eldi
og hraun flæddi úr öðrum gígnum
yfir hina nýfæddu eyju. Myndað-
Prá því gosi lauk hafa veður og vindar unniö á Surtsey og hún verið að minnka. Það sést vel á þessum tveimur
loftmyndum, sem Landmælingar hafa tekið. Sú fyrri er tekin 18. júlí 1967, rétt eftir að gosi lauk, þegar eyjan var 2,8
ferkm að stærð, en hin nú í haust. Þá er hún orðin rúmir 2 ferkm og ofan af henni farnir 5—10 m. Nesið norður úr
eynni, sem er iaus gjóska, er að eyðast og mikið hefur hafið tekið af hrauninu sunnan og einkum suðvestan á eynni.
En norðan við gígana má sjá hvernig hart móberg er að myndast.
Fyrsta hraungosið í Surtsey í apríl-
mánuði 1964. Tignarleg sjón í
myrkri.
Syrtlingur beið fljótlega lægri hlut í viðureigninni við hafið, en þessi mynd er
tekin úr Surtsey í byrjun gossins. Tveir Surtseyjarfarar standa þar í nýja
hrauninu í júlímánuði 1965 og horfa á gos úr hafi skammt frá.