Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
77
llljómsveit Ragnars Kjarnasonar 1967, f.v.: Siguröur Guó-
mundsson, Árni Scheving, Jón Sigurðsson, Ragnar Bjarna-
son, Guðmundur Steingrímsson og Grettir Björnsson.
ing“, og fengum mjög góða dóma.
Þá komum við einnig fram í
norska útvarpinu og Jón bassi
fékk gullmedalíu fyrir frumsamið
jasslag, sém við spiluðum þarna.
Frá Noregi lá leiðin til Kaup-
mannahafnar og þar spiluðum við
m.a. í danska útvarpið, þannig að
það má segja að það hafi verið
mikið um að vera í þessari ferð
okkar.
Síðan fórum við aftur út árið
eftir, með Gullfossi, og lékum um
borð á leiðinni út. Ég man að með-
al farþega í þeirri ferð var Ásgeir
heitinn Ásgeirsson forseti. í þess-
ari ferð lékum við víða í Kaup-
mannahöfn, m.a. í „Damhus Ti-
voli“ og einnig í „National Scala“,
sem þá var í miklum uppgangi í
Kaupmannahöfn. Einnig komum
við fram í útvarpinu og m.a. í
tveimur eða þremur þáttum með
Paul Reumert, eiginmanni Önnu
Borg, en þau hjón voru sérstak-
lega indælt fólk og reyndust okkur
bæði mjög vel. Haukur Morthens
var með okkur í báðum þessum
ferðum og fékk hann góða dóma,
en hann hafði áður sungið með
okkur á nokkrum stöðum heima,
þótt þá hefði ekki verið almenna
reglan að hafa fastan söngvara í
hljómsveitum.
Við byrjuðum að spila á Vellin-
um 1953 og vorum m.a. með fastan
útvarpsþátt einu sinni í viku í
nokkur ár. Og það var í gegnum
aðila á Vellinum sem okkur var
boðið í ferð til Þýskalands árið
1955. Sigrún Jónsdóttir, söngkona,
kom með okkur í þá ferð og kom-
um við víða fram í Þýskalandi við
góðar undirtektir. Upp frá þessu
fórum við að hafa fastan söngvara
eða söngkonu með hljómsveitinni,
og fyrst var það Sigrún, en síðan
komu Ragnar Bjarnason, Ellý Vil-
hjálms, óðinn Valdimarsson,
Þorsteinn „Presley" Eggertsson,
og svo Diana Magnúsdóttir og
Harald G. Haralds, sem voru með
okkur undir lokin. Annars var
ekki mikið um mannabreytingar í
KK-sextettinum á þessu tímabili.
Veigamesta breytingin varð þegar
óli Gaukur og Árni Scheving tóku
við af Eyþóri og Gunnari Reyni,
árið 1956 að mig minnir. Seinna
komu svo inn í hljómsveitina Jón
Páll, gítarleikari, Þórarinn Ólafs-
son, píanóleikari, Andrés Ingólfs-
son, saxófónleikari, og Gunnar
Ormslev blés með okkur á tenor-
saxófón síðasta árið.“
Nú hefur nafn KK-sextettsins ver-
ið sveipað eins konar dýrðarljóma
alla tíð, — hver er þín skýring á því?
„Ég verð að segja eins og er, að
alveg frá upphafi, þegar Kristján
byrjaði með sextettinn, varð hann
mjög vinsæll og hélt þeim vin-
sældum alla tíð og skipti þá engu
máli hverjir spiluðu í hljómsveit-
inni. Það segir ef til vill sína sögu
um Kristján sjálfan. Hann var
mjög „stabil" hljómsveitarstjóri,
hélt góðum aga og menn báru
virðingu fyrir honum sem hljóm-
sveitarstjóra. Og mér er engin
launung á því að hann var einn
besti hljómsveitarstjóri sem ég
hef unnið með, ef ekki sá allra
besti. Hann var svo nákvæmur á
allt sem varðaði tónlistina og út-
skýrði og miðlaði okkur af sinni
reynslu, en hann var utskrifaður
frá „Juliard School of Music" í
New York eins og ég sagði áðan.
Öll tónlistin var útsett og þann
útskýrði nákvæmlega fyrir útsetj-
urum hljómsveitarinnar, sem voru
lengst af Óli Gaukur og Jón bassi,
hvernig hann vildi hafa þetta.
Þess vegna náðist þetta sérstaka
„sánd“ sem var í bandinu, þessi
milda blanda af saxófón, gítar og
víbrafón, sem einkenndi KK-sext-
ettinn. Fyrir utan það var Krist-
ján sjálfur vandaður músíkant og
fáa altósaxleikara hef ég heyrt
hafa fallegri tón en Kristján, og
hef ég þó víða farið."
Svo kom rokkið, og þið hafið orðið
að gera ykkar ráðstafanir?
„Já, við sáum strax að við urð-
um að aðlaga okkur að þessari
nýju músík og það gerðum við, en
spiluðum þó alltaf okkar jass og
„standarda“ inn á milli, — og KK
hélt sínum vinsældum áfram þar
til hljómsveitin hætti. Þetta var í
kringum ’57 og ’58 og Raggi var þá
með okkur og náði góðum tökum á
rokkinu. Á þessu timabili spruttu
upp rokkhljómsveitir, skipaðar
yngri strákum, og þar á meðal
kom á sjónarsviðið ný hljómsveit,
Plútó, sem seinna varð Lúdó og
Stefán, og við lentum í gífurlegri
samkeppni við þessa stráka á
sveitaböllunum og var oft mjótt á
munum.“
Hvernig fannst þér sjálfum að
spila rokkið?
„Mér fannst nú alltaf mest gam-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
ur skipti fyrstu árin. En það var
ekki fyrr en 1952 að ég settist við
trommurnar í KK-sextettinum og
þar sat ég í tíu ár, þar til hljóm-
sveitin hætti um áramótin 1962.
Þegar ég byrjaði í KK voru þar
auk Kristjáns, Eyþór Þorláksson á
gítar, Kristján Magnússon, píanó,
Gunnar Reynir Sveinsson, víbra-
fón, og svo ég á trommur, en í þá
daga tíðkaðist ekki að hafa söngv-
ara. Þá var jassinn á fullu, og enn
í dag sitja eftir f huganum lög sem
við spiluðum mikið á þessum ár-
um, svo sem „Night Train“, loka-
lagið okkar „Sunday Kind of Love“
og svo lag sem mér fannst eitt fal-
legasta lagið okkar, „Harlem
Nocturne", sem Kristján blés al-
veg undursamlega."
Hér er Guðmundur í uppfærslu
Þjóðleikhússins á „Litla kofanum”
árið 1958.
KK-sextettinn
„Þetta tímabil mitt í KK-sext-
ettinum var viðburðaríkt og í alla
staði mjög ánægjulegt. Við spiluð-
um víða og fórum m.a. í ferðir til
Norðurlanda og Þýskalands.
Fyrsta ferðin okkar var árið 1953,
til Noregs, og ég held að þetta hafi
verið í fyrsta skipti sem íslensk
hljómsveit fór í slíka ferð. Við
héldum m.a. tónleika í „Chat
Noir“ og jassklúbbnum „Pengv-
Guðmundur þótti um árabil af-
burðamaður á hljóðfæri sitt og
þykir reyndar enn, og ég spyr
hann hvort þessa hæfileika hans
hafi orðið vart strax í byrjun?
„Ég vil helst ekki tala um sjálf-
an mig sem einhvern snilling, en
það má kannski segja að ég hafi
meðtekið sveifluna strax í byrjun
með Ormslev og ég hafði mikinn
áhuga á þessu og lifði mig algjör-
lega inn f tónlistina. Þetta þróað-
ist svo áfram, ég spilaði með
Gunnari í tvö ár og síðan fórum
við Eyþór í hljómsveit Svavars
Gests ásamt Halli Sfmonarsyni
bassaleikara, en Svavar var þá á
víbrafón. Svavar var minn fyrsti
trommukennari, en hann var út-
skrifaður úr „Juliard School of
Music“ eins og KK. Um þetta leyti
var KK-sextettinn í mótun og við
Eyþór spiluðum með þeim í nokk-
mi
lega til að byrja með. Hljómsveit-
in vakti strax töluverða athygli og
ég man að það var fjölmennt lið úr
Reykjavík sem sótti böllin hjá
okkur í Gúttó, — þar mátti sjá
Pétur rakara og fleiri góða menn
og konur. Hljómsveitin var kölluð
G.O. kvartett og auk Gunnars, Ey-
þórs og mín var Vilbergur Jónsson
og síðan Bragi Björnsson á píanó.
í Reykjavík voru einnig komnir
fram á sjónarsviðið ágætir jass-
leikarar og má þar nefna óla
Gauk, Kristján Magnússon, Steina
Steingríms, Björn R., Mumma R.,
Axel Kristjáns og fleiri og ég held
að á svipuðum tíma hafi Dixeland-
hljómsveit Björns R. verið að spila
í Listamannaskálanum við góðar
undirtektir, þannig að við vorum
engir brautryðjendur á þessu sviði
þótt við værum í hópi hinna fyrstu
sem meðtókum sveifluna."
Hljómsveit Hauks Morthens 1962, f.v.: Jón Möller, Örn
Ármannsson, Haukur Morthens, Sigurbjörn Ingþórsson
og Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson og Eyþór Þorláksson byrjuðu að spila saman sem
unglingar suður í Hafnarfirði fyrir tæpum fjörutíu árum. Nú eru þeir komnir
saman á ný í hljómsveit Hauks Morthens í Naustinu. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur.)