Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
og fannst Sir Paul Scoon tilval-
inn í það hlutverk.
Bishop hélt uppi góðu sam-
bandi við Scoon og var tíður
gestur í landstjórabústaðnum
ásamt sambýliskonu sinni,
Jacqueline Creft, menntamála-
ráðherra, og syni þeirra Vladi-
mir (nafnið segir sína sögu). Af-
leiðingar byltingarinnar urðu
hins vegar stöðugt augljósari,
Kúbumönnum, Sovétmönnum og
öðrum sendimönnum kommún-
istaríkjanna fjölgaði stöðugt, en
þrátt fyrir það var alltaf leikinn
krikket á Grenada. Scoon tók á
móti erlendum gestum með
sama glæsibrag og fyrr og það
var í mesta lagi, að hann hvísl-
aði því í eyra sumra, að honum
líkaði ekki Kúbumennirnir og
Bretlandi hafa getið sér til, að
Scoon hafi talið Hudson Austin,
hershöfðingja, efni í annan Idi
Amin og segja, að aðgerðir hans
hafi verið siðferðilega réttar
hvað sem um formsatriðin megi
segja. Landstjórinn er „þjóð-
höfðingi in ioco“, þ.e.a.s. á staðn-
um, og þótt drottningin geti sjálf
aldrei beðið um erlenda íhlutun í
samveldisland kann fulltrúi
hennar að telja sér skylt að
túlka umboð sitt á rýmri hátt
þegar nauðsyn krefur.
Sir Paul Scoon, þessi varfærni
maður, sem aldrei hefur rasað
um ráð fram, hefur nú sýnt og
sannað, að hann hikar ekki við
að taka skjótar ákvarðanir þegar
í harðbakkann slær. Eitt af
fyrstu verkum hans eftir að inn-
Varfærinn
maður
sem tók á
sig rögg
völd þeirra á eyjunni. I því efni
var hann á sama máli og flestir
landa hans. Svo var Bishop
steypt af stóli og hann síðan
myrtur ásamt nokkrum öðrum
ráðherrum.
Scoon, sem aldrei hefur haft
orð á sér fyrir að vera fljótur að
taka ákvarðanir, lét nú allt í
einu hendur standa fram úr
ermum. Stjórnarskrárfræðingar
hafa rætt fram og aftur um að-
gerðir hans en þeir eru ekki
sammála um hvort hann hafi
gengið lengra en hann mátti með
því að biðja um utanaðkomandi
hjálp. Raunar er það ekki alveg
ljóst um hvað hann bað og sjálf-
ur segist hann ekki hafa farið
fram á allsherjarinnrás.
Sumir kunningja Scoons í
rásin var um garð gengin var að
boða myndun bráðabirgða-
stjórnar, sem hann hefur nú
þegar látið verða af, og kosn-
ingar eiga að fara fram eftir ár
eða þegar stjórnmálasamtök á
eyjunni, sem hafa verið bönnuð í
fjögur ár, telja sig þess umkom-
in. Scoon mun þó áreiðanlega
hafa hönd í bagga með fram-
Vindunni áfram enda blasa mikl-
ir erfiðleikar við grenadísku
þjóðinni. Ferðamannaiðnaður-
inn er í rúst og aðrar atvinnu-
greinar eru litlu betur staddar.
Marxistarnir, sem stjórnað hafa
landinu í fjögur ár, höfðu aldrei
hugann við vel rekna atvinnu-
vegi, þeirra hugsjón var hinn al-
þjóðlegi kommúnismi.
SS (Heimildir: The Observer, New York Times)
SVIPMYND Á SUNNUDEGI
SIR Paul Scoon, landstjóri hennar
hátignar Elísabetar II Englands-
drottningar á Grenada, hefur verið
mikið í sviðsljósinu eftir að banda-
rískur her og herlið frá Karíba-
hafsríkjunum gekk þar á land í
síðasta mánuði. Að sumra sögn átti
hann ekki minnstan þátt í að Kar-
íbahafsríkin báðu Bandaríkja-
menn um hjálp, en hvað sem um
það er, þá fagnaði hann íhlutun-
inni og var frelsinu feginn því að
það var eitt af fyrstu verkum bylt-
ingarmannanna að setja hann í
stofufangelsi.
Paul Scoon er 48 ára gamall,
fæddur í Gouyave, litlum fiski-
bæ á vesturströnd Grenada, en
stundaði barna- og framhalds-
skólanám í höfuðborginni, St.
George’s. Að því búnu aflaði
hann sér kennaramenntunar í
Leeds í Englandi en lauk hins
vegar meistaraprófi frá háskól-
anum í Toronto í Kanada. Sem
kennari á Grenada var Scoon
þekktur fyrir ást sína á verkum
Chaucers og Shakespeares og
vitnaði oft til þeirra með mikl-
um myndugleik í röddinni. Hann
ávann sér virðingu nemenda
sinna og annarra fyrir áreiðan-
leika og þreyttist aldrei á því að
predika fyrir mönnum heiðar-
leika, hreinskilni og ákveðni.
Scoon var skipaður fræðslu-
stjóri á Grenada árið 1967 og
Sir Paui
Scoon,
landstjóri
Breta
á Grenada
tveimur árum síðar ráðuneytis-
stjóri í menntamálaráðuneytinu.
Á árunum 1970—72 var hann
ríkisráðsritari í ráðuneyti Sir
Eric Gairy og aðstoðarforseti
samveldissjóðsins var hann á ár-
unum 1973—78 en sá sjóður var
stofnaður árið 1966 til að greiða
fyrir auknu vísindalegu sam-
starfi milli samveldisríkjanna.
Árið 1978 var hann sleginn til
riddara og tók við landstjóra-
embættinu úr höndum Sir Leo
de Gale, sem hafði sagt af sér.
Þeim, sem kynnst hafa Sir
Paul Scoon, kemur öllum saman
um eitt: Hann leggur allan sinn
metnað í starfið og mun ekki
láta það af hendi baráttulaust.
Grenadabúar eru léttlynt fólk og
láta hverjum degi nægja sína
Sir Paul Scoon landstjóri. Myndin var tekin eftir að bandarískir hermenn
höfðu leyst hann úr haldi í Grenada.
þjáningu en á framkomu Scoon
fellur aldrei blettur né hrukka.
Við opinberar athafnir er hann
svartklæddur, jafnvel í hinum
mestu hitum, aðstoðarmaður
hans í fullum skrúða og land-
stjórabifreiðin ljómar undir
hinni suðrænu sól. Sir Paul
Scoon er maður drottningarinn-
ar og lætur sér ekki um munn
fara aðra ensku en þá, sem
kóngafólki sæmir. Skólaslita-
ræður hans þykja hið mesta
eyrnayndi og fluttar á svo góðu
máli, að hertoginn af Edinborg
væri fullsæmdur af.
Léttlynt og laglegt kvenfólk,
voodoo-kukl, kynferðissvall og
önnur spilling einkenndu síðustu
stjórnarár Sir Eric Gairys en
Scoon var ofan og utan við það
allt saman. Hann hefur aldrei
þótt góður efniviður í slúðursög-
ur og ekki veikur fyrir öðru en
stöku viskísjúss, sem stafar
kannski af því, að hann hefur
dálítið af skosku blóði í æðum.
Scoon kvæntist árið 1970 ekkj-
unni Esmai Monicu Lumsden og
gekk þremur börnum hennar í
föðurstað. Sjálf eiga þau engin
börn saman.
Þegar Maurice Bishop, gamall
nemandi Scoons, tók völdin í sín-
ar hendur árið 1979 var ekkert
líklegra en að styttast færi í
landstjóraferli Scoons, en Bish-
op sá sér ekki hag í því. Hann
taldi skynsamlegast fyrir bylt-
inguna að koma upp nokkurs
konar Potemkin-tjöldum út á við
Vegna 4Qám afmœfa
okkarverðurstöðin lokuðfm
kl 17ásunnudagl3.nóv.
til kl.5á mánudagsmorgun
\ UREVFfLU
i
?