Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 an að spila jass og svo suðræna músík eins og „samba" og „bossa- nova“, sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. En þeg- ar rokkið kom var það skemmtileg tilbreyting og mér fannst það síð- ur en svo leiðinlegt, — það var alltaf mikið líf og fjör í kringum rokkið. Á þessu tímabili spiiuðum við fyrri hluta vikunnar í Þórscafé og svo um helgar suður á Velli eða á sveitaböllum, svo það var nóg að gera.“ I>ið hafið þá væntanlega ekki stundað önnur störf á þessu tíma- bili? „Jú, blessaður vertu. Það hefur aldrei verið hægt að lifa sóma- samlegu lífi af því einu að spila í danshljómsveit á íslandi. Ég stundaði alltaf verslunarstörf með þessu og ég held að flestir hafi verið í einhverri annarri vinnu með. Það er ekki nema einn og einn maður í gegnum tíðina sem hefur getað lifað eingöngu af því að vera hljómlistarmaður hér á landi, en þó hefur aðstaðan kannski skánað eitthvað í seinni tíð með aukinni plötuútgáfu og „stúdíó-vinnu" sem því fylgir. Þó held ég að enn séu sárafáir sem lifa af músíkinni eingöngu." Jassinn er hugsjón „Eftii- að KK hætti fór ég til Hauks Morthens í Klúbbinn. Auk okkar Hauks voru í hljómsveitinni Jón Möller á píanó, örn Ármanns- son, gítar, og Sigurbjörn Ingþórs- son bassaleikari. Við spiluðum mjög fjölbreytta músík, allt frá söngleikjatónlist og upp í jass og árið 1962 var okkur boðið á „heimsmót æskunnar“ í Finnlandi og þaðan fórum við til Rússlands. Það er rétt að taka það fram að þessi ferð stóð ekki í neinu sam- bandi við pólitískar skoðanir okkar þótt sumum hafi fundist þetta ferðalag „krítískt" á sínum tíma. Þetta var mjög sérstök ferð og skemmtileg og okkur var tekið eins og höfðingjum, sérstaklega í Finnlandi. Síðan fórum við til Leningrad og komum m.a. fram í sjónvarpi þar. Á þessum tíma var „twistið" að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum og við höfðum heyrt að það væri bannað i Moskvu. Þegar við vorum að taka upp sjónvarpsþáttinn spurði Haukur upptökustjórann hvort við mættum nokkuð spila twistlag, þar sem það væri bannað í Moskvu. Þá sagði þessi ágæti mað- ur: „Það er í Moskvu. Við erum í Iæningrad. Fyrir alla muni spilið þið twistlag." Árið eftir ferðuðumst við svo um allt Finnland og það er ein- hver stórbrotnasta ferð sem ég hef farið í um ævina. Þetta er stór- kostlegt land, Finnland, og gest- risni Finna alveg einstök. Árið Sinfóníunni. Eftir að ég hætti hjá Ragga var ég um tíma með Hauki, en hætti síðan að mestu í dans- músíkinni, þar til nú, að ég er aft- ur byrjaður með Hauki í Naust- inu. f millitíðinni hef ég aðallega verið í jassinum og er hreykinn af því, að ég er einn af stofnendum „Jassvakningar" ásamt Jónatan Garðarssyni og Hermanni Þórðar- syni. Jassvakning var stofnuð í Skiphóli í Hafnarfirði í september 1975 og er upphafið að endurvakn- ingu jasslífs á íslandi. Jassklúbb- ur Reykjavíkur hafði að vísu starfað á undan Jassvakningu, og voru þar aðalhvatamenn þeir Þrá- inn Kristjánsson og Vernharður Linnet, en eftir að Þráinn flutti til Kanada og Vernharður til Þor- lákshafnar datt þráðurinn niður, og með stofnun Jassvakningar tókst okkur að ná honum upp aft- ur.“ Er þaðan runnin nafngiftin „papa jass“ sem þú hefur stundum verið nefndur? „Það getur verið að það tengist þessu eitthvað, en Ómar Valdi- marsson gaf mér þetta nafn ein- hvern tíma og ég kann ágætlega við það, þótt kannski megi segja að einhverjir aðrir eigi fremur þennan heiður skilið en ég.“ Nú hefur þú verið í „bransanum" í tæp fjörutíu ár, — hvað fær þig til að standa í þessu svona lengi? „Hugsjón, jassinn er hugsjón. Allur minn tónlistarferill hefur alltaf miðast við jasshugsjónina. Fyrir mér er þetta lífstjáning og tilfinning. Ég er jasshugsjóna- maður og hef verið allt frá því að Gunnar heitinn Ormslev smitaði mig þegar ég var unglingur. Ég hef spilað allar tegundir af tónlist, nema popptónlist. Það er þó langt í frá að ég sé á móti poppinu. En mitt „prinsip“ hefur verið að spila aðeins það sem ég tel mig geta sæmilega, — og mér finnst ég næstum því geta spilað jassmúsík, því sveiflan er númer eitt í mínu lífi.“ Nú eru ýmsar stefnur til í jassin- um, — hver er þinn uppáhaldsstfll? „Minn uppáhaldsstíll er svokall- aður „afro-jass“ (latin) og svo „bee bop“ og „bossanova". Sérstaklega þó „bee bop“ sem er sá stíll sem Árið 1953 ferðaðist Guð- mundur um landið með tenorsaxafónleikaran- um Ronnie Scott og er mynd þessi tekin af þeim í þeirri ferð. Á hana hefur Ronnie skrifað hvatningu til Guðmundar um að halda sveiflunni áfram. Guðmundur byrjaði að spiia á trommur með skátunum og varð síð- ar einn af stofnendum Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Þessi mynd er tekin 17. júní 1950. KK-sextettinn hélt upp á 10 ára af- mæli sitt með skemmtun í Austur- bæjarbíói. Lengst til vinstri sést í Guðmund við trommurnar, þá Kristján Kristjánsson, hljómsveitar- stjóra, Sigrúnu Jónsdóttur, Ragnar Bjarnason, Jón Sigurðsson, Árna Scheving, Kristján Magnússon og Olaf Gauk. 1964 var hljómsveitin ráðin í Glaumbæ, svo að ég náði þvf að spila á þeim merkilega stað, áður en hann varð helsta hreiður bítla- tónlistarinnar á íslandi. Haukur fór svo út til Kaupmannahafnar og ég fór til Ragga Bjarna, sem þá var byrjaður á Sögu, og þar var ég næstu fjögur árin. Á sama tíma- bili var ég einnig í slagverkinu I Dizzy Gillespie og Charlie Parker skópu. Þetta var allsráðandi í jassinum rétt fyrir 1960, en það tímabil var mjög gott í jasstónlist- inni. í sambandi við þetta langar mig til að taka fram, að það er mikill misskilningur að mfnum dómi, þegar menn eru að tala um að hinn eða þessi stíllinn í jassin- um sé orðinn úreltur. Það eru svo margir ólíkir skólar til í þessari músík að þetta getur aldrei staðn- að. Jassinn þróast bara í ýmsar áttir og „bee bop“ er enn í jafn góðu gildi og á árunum fyrir 1960. Ég er líka á móti því þegar menn eru að tala um jassinn með ein- hverri yfirborðskenndri virðingu, eða uppskrúfuðu orðalagi, þótt ég líti vissulega á jass sem listgrein. En mér finnst einhvern veginn ekki passa að tala um „verk“ í jasstónlist, eins og gert er í klass- ískri tónlist. Sumir skólar í jassin- um eru þannig, að þeir eiga að vera losaralegir og „original" og þess vegna er út í hött að vera að tala um einhver „verk“ í því sam- bandi. Jassinn er fyrst og fremst tilfinning." Hverjir eru þínir uppáhalds jass- trommuleikarar? „Buddy Rich og Elvin Jones hafa verið mínir uppáhaldsmenn í gegnum tíðina og það má kannski segja að Buddy Rich hafi verið mín fyrirmynd. í þeim tilfellum sem ég hef sagt ungum mönnum til i trommuleik hef ég yfirleitt stuðst við skóla Buddy Rich. En taiandi um kennslu í trommuleik má nefna, að Alfreð Alfreðsson var nemandi minn alveg frá upp- hafi, en hann var um langt skeið eini starfandi jasstrommari á ís- landi auk mín.“ Jassinn má ekki deyja Allt frá upphafi hefur Guð- mundur Steingrímsson þótt ómissandi þegar íslenskir jass- leikarar hafa komið saman og leikið af fingrum fram og reyndar hefur hann einnig leikið með mörgum erlendum jassleikurum sem hingað hafa komið. Ég bið hann um að rifja upp nokkur nöfn sem hafa orðið honum minnis- stæð: „Ronnie Scott, tenórsaxófón- leikari, kom hingað 1953 og ég ferðaðist með honum um landið ásamt íslenskum jassleikurum, auk þess sem við komum fram á tónleikum í Gamla Bíói. Einnig má nefna Duke Jordan píanóleik- ara, sem eitt sinn lék með Charlie Parker og Chet Baker, trompet- leikara, sem hingað kom meö hljómsveit sína og ég spilaði þá með honum á „jam-session“ í Breiðfirðingabúð. Síðar kom Art Farmer, sem lék á flygelhorn, og þá var haldin „jam-session“ í Tjarnarcafé. Af öðrum sem komið hafa hingað á seinni árum má nefna Bob Magnússon, bassaleik- ara, sem kom hingað 1978 og á þessu ári komu þeir Lau Bennett, orgelleikari, og Paul Veedon, gít- arleikari, svo nokkrir séu nefndir sem ég man eftir í augnablikinu. En þó verð ég að segja, að einn maður er mér efst í huga, að öllum öðrum jassleikurum ólöstuðum, en það er vinur minn Guðmundur Ingólfsson. Hann er sá maður sem hefur í sér mestan „jasseldmóð" á íslandi í dag og það er alveg sér- stök upplifun að spila með honum. Einnig langar mig til að nefna Viðar Alfreðsson, sem ég hef allt- af gaman af að spila með. Af hin- um yngri má nefna Björn Thor- oddsen og það er ánægjulegt að vita af svo ungum manni, sem náð hefur slíkum tökum á jassinum. Og það má benda á fleiri unga og efnilega stráka, sem eru á réttri leið og eru sumir þeirra í námi erlendis hjá viðurkenndum músík- skólum. Vonandi verða þeir til að halda merkinu á loft í framtíðinni því ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að jassinn lognist út af hér á landi. Þar er ég algjörlega sammála sveiflumeistara útvarps- ins, Jóni Múla, — jassinn má ekki deyja." - Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.