Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 32
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
„Eldvígslan“ nefnist ný, söguleg skáldsaga, sem
þessa dagana er aö koma út hjá Bókaklúbbi Arnar
og Örlygs. Höfundur bókarinnar er dr. Jónas
Kristjánsson, forstöðumaöur Stofnunar Árna
Magnússonar, sem löngu er þjóökunnur fyrir störf
sín. Allir landsmenn vita aö Jónas hefur þann
starfa aö gæta handritanna, helstu dýrgripa þjóðar-
innar, og auk þess er hann kunnur fyrir fjölmargar
þýöingar sínar á ýmsum verkum heimsbókmennt-
anna, sögulegs eðlis sem skáldskaparlegs. Það
þurfti því engum að koma á óvart að Jónasi væri
vel fært að semja skáldskaparverk, en þó munu
flestir hafa orðið undrandi er þeir fréttu, að nú í
haust kæmi út fyrsta skáldsaga hans.
Blaðamaður lagði leið sína í Árnastofnun fyrir
nokkrum dögum, og ræddi stuttlega við Jónas um
hina nýju bók.
Vfkingar mikið á dagskrá
„Einhverjir kunna að halda að
ég hafi mjög lengi látið mig
dreyma um að skrifa skáldsögu,
þessa eða einhverja aðra, en því er
þó ekki þannig farið," sagði Jónas,
er hann var spurður hvenær
hugmyndin að Eldvigslunni hefði
fyrst orðið til. „Hugmyndin að
þessari sögu kviknaði fyrst árið
1979, þegar ég var í orlofi úti í
London um eins árs skeið. Þótt ég
hafi mikla ánægju af störfum
mínum hér við Arnastofnun, þá
hefur mér stundum fundist sem of/,
mikill tími fari í alls kyns stjórn-
unarstörf hjá mér, og ég hef ekki
nógan tíma til að sinna sjálfri
fræðimennskunni. Hingað íeitar
mikill fjöldi manna, innlendra
sem erlendra, og auðvitað reynum
við að sinna þeim eftir bestu getu,
en þetta tekur sinn tíma. Ég hef
gaman af að fá fólk hingað til mín
og tel síst eftir mér að sinna gest-
um, en þó verður mér stundum
hugsað til þess hve við íslendingar
erum enn líkir Þorgeiri Hávars-,
syni, sem eitt sinn kom á bæ í
Borgarfirðinum, þar sem hann
þóttist eiga litlu erindi ólokið.
Húskarl kom til dyra og bauð
komumanni inn, en Þorgeir bað
hann kalla húsráðanda út, kvaðst
ekki þiggja gistingu að þrælum.
En aðalhlutverk mitt og ann-
arra starfsmanna Árnastofnunar
er að sjálfsgöðu að sinna fræði-
störfum, rannsaka handritin og
búa þau til prentunar. Hjá okkur
hinum eldri mönnum fer einnig
mikill tími í umsjón með verkum
yngri manna. Þegar hefur Árna-
stofnun gefið út hátt á þriðja tug
binda, einkum undirstöðuútgáfur
íslenskra rita frá fyrri tíð, en
einnig nokkur sjálfstæð fræðirit.
Þá gefum við einnig út ljósprent-
anir, það er að segja nákvæmar
eftirmyndir handritanna. Og til
þess er ætlast að forstöðumaður
Taldi ekki ráðlegt
að keppa við
Islendinga-
leggi fram sinn skerf til allrar
þessarar fræðistarfsemi. Meðal
annars er ég ritstjóri Griplu, árs-
rits stofnunarinnar. Það fer því
ekki hjá því að stundum verður
vinnudagurinn nokkuð langur, og
ekki tekst alltaf að ljúka því sem
átti að gerast þennan eða hinn
daginn, hvað þá að tími gefist til
að lesa og grúska eins mikið og ég
vildi.
Nú, en ég fór sem sagt að at-
huga hvort ég gæti ekki komist í
orlof, hafði tekið eftir því að pró-
fessorar og fleiri háskólakennarar
voru oft í orlofi, og það kom í ljós
að siíkt var auðsótt! Ég fór svo út
til Englands og var þar veturinn
1978 til 1979, en Árnastofnun var
á meðan í ágætum höndum ólafs
Halldórssonar og annarra sam-
starfsmanna minna.
Víkingar voru mjög mikið á
dagskrá þennan vetur víða um
heim, ekki síst á Breilandseyjum.
Sett var upp víkingasýningin
mikla í British Museum, uppgröft-
ur var hafinn í Jórvík og Magnús
Magnússon gerði hina kunnu sjón-
varpsþætti sína um víkinga, og að-
stoðaði ég hann raunar lítið eitt
við þá vinnu. Hugurinn hvarflaði
því oft til víkingatímans þennan
vetur, og þegar mér datt í hug að
gaman væri að reyna að setja
saman sögulega skáldsögu, fannst
mér tilvalið að velja henni svið á
víkingaöld."
Kagnar loðbrók
og synir hans
— Þú velur sögunni tíma fyrir
landnám og þar með svið utan ís-
lands, var það gert af ásettu ráði,
að forðast ísland sem sögusvið?
„Já, ég taldi ekki ráðlegt að
keppa við íslendingasögurnar, svo
ég fór aftur fyrir landnám. Ég
leitaði mér hins vegar fanga í
Fornaldarsögum Norðurlanda um
sögupersónur og ýmsa atburði, en
sogumar!
þær eru mun lakari bókmenntir
taldar, og meiri furðu- og ævin-
týrablær á frásögninni. Þar urðu
fyrir mér Ragnar loðbrók og synir
hans, sem segir frá í Ragnars sögu
loðbrókar og Ragnarssona þætti.
íslendingasögurnar eru sem kunn-
ugt er taldar ritaðar á 13. öld
flestar hverjar, en Fornaldarsögur
Norðurlanda á þeirri 14. og sagnir
af Ragnari loðbrók eru þar á með-
al.“
— Eldvígslan er söguleg skáld-
saga. Þýðir það að þú látir alla
raunverulega atburði halda sér
eða breytir þú atburðarásinni?
„Nokkurn fróðleik má fá um
Ragnar og syni hans í fornum sög-
um, en þær eru þó víða mjög
gloppóttar og þjóðsagnakenndar.
En staðreyndir sæki ég einkum til
erlendra samtímaheimilda, og
þeim breyti ég yfirleitt ekki, en
bæti inn í og fylli út í atburðarás-
ina eins og ég hef talið heppilegast
og eins og skáldverkið hefur kraf-
ist.“
Ubbi og ívar beinlausi
f kynningu útgefanda á sögunni
segir svo meðal annars:
„Eldvígslan er söguleg skáld-
saga, sem fjallar um líf danskra
bænda og víkinga á 9. öld. Sagan
hefst í þorpinu Hleiðru í Dan-
mörku, og sögumaður er Ubbi,
yngsti sonur Ragnars konungs
loðbrókar og Áslaugar drottn-
ingar, en þau hjón og synir þeirra
eru meðal annars kunn af íslensk-
um fornaldarsögum. Ubbi vex upp
við venjuleg sveitastörf, gætir kúa
og alifugla og hjálpar Hálfdani
bróður sínum að plægja akurinn.
Þegar hann hefur aldur til lærir
hann smíðar hjá fvari bróður sín-
um sem er lamaður í fótum og því
kallaður ívar „beinlausi". Jafn-
framt lærir hann það sem þykir
mikils um vert: að „hlífa sér með
skildi og vega með vopnum". Og
stöku sinnum er kyrrð og áhyggju-
leysi bernskunnar rofið af óvæntu
vopnabraki sem skelfir drenginn
og heillar hann í senn.
Þótt þetta sé skáldsaga þá er
hún studd traustum sögulegum
heimildum í kjarna sínum; helstu
atburðirnir hafa gerst og aðal-
persónurnar eru fólk sem lifað
hefur í raun og veru. Stuðst er við
ýmsar evrópskar samtímaheim-
ildir: franska, enska og írska ann-
ála, ævisögu Ansgars biskups sem
kallaður hefur verið postuli Norð-
urlanda, píslarsögu Játmundar
hins helga Englakonungs og ýmis
fleiri rit, jafnvel við arabiskar
frásagnir af víkingum. Nokkuð er
sótt í Ragnarssögu loðbrókar og
fleiri íslenskar fornaldarsögur og
einnig til Saxa hins málspaka,
danska sagnaritarans, en hann
gerir raunar hlut Ragnars í Dan-
merkursögunni miklu meiri en
rétt er. Én þótt kjarni Eldvígsl-
unnar sé sannsögulegur þá er hér
engu að síður um að ræða frum-
legt skáldverk. Allar ytri lýsingar
og margir atburðir eru hugsmíð
höfundar, en þó á allt að geta
staðist frá sjónarmiði sagnfræði
og fornleifafræði.
Þegar Ubbi hefur þroska til fer
hann með föður sínum og eldri
bræðrum í fræga herför til
Frakklands, en þá unnu víkingar
París í fyrsta og eina sinn. Rændu
þeir þar gulli og gersemum og
brenndu borgina til ösku, áður en
Frakkakonungur keypti þá á brott
með geipiháu gjaldi. Síðan gengur
Ubbi í lærðan skóla sem Ansgar
hafði stofnað í Heiðabæ (þar sem
nú heitir Slésvík). En áður en
skólagöngu hans er lokið fer hann
með Ánsgari til Bjarkeyjar í Sví-
þjóð þar sem er kristin nýlenda.
Hann heldur með sænskum vík-
ingum austur til Kúrlands, sem
var í hinu núverandi Lettlandi, og
lendir þar í miklum ævintýrum.
Heim kominn úr þessari för gerist
hann bóndi í Hleiðru, en þarf þó
stundum að verja hendur sínar
fyrir árásum ófriðarseggja. Ragn-
ar faðir hans er tekinn höndum í
víkingaferð og píndur til dauða
vestur á Englandi. Bræðurnir
draga saman óvígan her og halda
vestur til að hefna föður síns. Þeir
heyja margar stórorrustur, fella
þrjá nafnfræga enska konunga,
leggja undir sig tvö ensk ríki,
Eystra England (East Anglia) og
Norðimbraland og stofna þar
danskar nýlendur. Að lokum
hrekst Ubbi til írlands, fær at-
hvarf í hinu nafnkunna klaustri
Banukor (Bangor) og ritar þar
æviminningar sína á gamals aldri.
Þessi saga er í senn spennandi
lestrarefni og flytur einnig marg-
víslegan fróðleik um líf og lifnað-
arhætti norrænna manna á þeim
tímum er ísland fannst og byggð-
ist, en Ari fróði miðar einmitt
upphaf íslands byggðar við það
„er ívar Ragnarssonur lóðbrókar
lét drepa Játmund hinn helga
Englakonung". Áður lögðu sagn-
fræðingar mikla áherslu á