Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Afmæliskveðja: Svavar Árnason, Grindavík Á morgun, mánudag, verður sjötugur suðrí Grindavík Svavar Arnason, útgerðarmaður og fyrr- um sjómaður þar og búsettur alla ævi, nær því upp á dag. Svavar Árnason fæddist í Grindavík 14. nóvember árið 1913, sonur hjónanna Petrúnellu Pét- ursdóttur og Árna Helgasonar, sjómanns og organista í Grinda- víkurkirkju. Svavar Árnason var elstur 17 barna þeirra Petrúnellu og Árna, er þar bjuggu allan sinn búskap; eða í þeirri Grindavík sem róið var úr á opnum skipum í hafnleysu, þar sem hafið barði hina svörtu strönd alla daga. Og menn hreins- uðu steina eftir brimið með berum höndunum. Stóðu við þau verk í sjó upp í háls; og síðar báru þeir upp annað grjót á sjálfum sér og opnuðu í Hópið, þar sem nú eru bólverk og öruggt skipalægi. Sú Grindavík er Svavar frændi minn var borinn til, var með þessu forna lagi. Eða á þeirri tíð, er Grindavík var afskekktur staður. Þar var þá stundaður blandaður búskapur, eins og það heitir. Hag- iendi var nokkuð, en engjar litlar, því hraun ganga alstaðar í sjó fram, eins og kunnugt er. Bæir stóðu þá í þorpum, margir saman og þá helst þar sem voru lendingar. Ekki kann ég skil á þéirri Grindavík, en úr þessum byggða- kjörnum varð sú Grindavík til, er við nú þekkjum svo vel. Nútíðar- bær með hitaveitu og banka, skuldum og miklum fiski. Svo lengi sem menn muna var útræði aðalbjargræði manna í Grindavík, þrátt fyrir mikil brim, og svo sterk, að fiskar réðu oft ekki ferðum sínum á grunnsævi og rotuðust á boðum og skerjum, undir illvígum himni, að því að munnmælin herma. Fiskreki var þá algengt fyrirbrigði í Grindavík og víðar á þessari lábörðu, svörtu strönd, er teygir sig vestur í Reykjanesröst, að Húlli. En sjórinn gaf ekki einasta með þessum hætti, heldur gekk einnig á land í flóðum. Og til marks um það, þá drukknaði sauðfé í fjár- húsum í Grindavík árið 1925. Fiskhús og saltskúra tók út í haf- róti, er þá gekk yfir, og margir bátar brotnuðu í spón. Ekki veit ég hversu lengi útræði hefur verið frá Grindavík, en Skálholtsbiskupar gerðu þar út, höfðu þar öldum saman sitt aðal- útræði og fengu þeir kaupstað settan snemma, vegna skreiðar sinnar. Komu framaskip þeirra í Grindavík allt fram til ársins 1602, en þá fórst skip staðarins og með því hálfur þriðji tugur manna. Þetta var sú Grindavík, er Svav- ar Árnason og systkini hans fædd- ust inn í og þeirra jafnaldrar. Eða sú kynslóð, er átti eftir að móta og Iifa nýja betri tíma á flestan máta. Ekki að þetta sé eins manns verk — öðru nær, en svo sam- tvinnuð er saga Svavars Árna- sonar og nokkurra manna þar syðra, að eigi verður um þá skrif- uð grein, án þess að hún fjalli að meira eða minna leyti um þorpið. Um brimið, hinn stöðuga næðing og hinn salta storm. Svavar Árnason hóf ungur sjó- róðra, en var í húsi foreldra sinna áfram, ef undanskilið er að hann fór í Samvinnuskólann, þar sem hann tók verslunarpróf árið 1937, þá 25 ára að aldri. í Samvinnuskólanum, hjá Jón- asi Jónssyni frá Hriflu, lauk hann skólagöngu sinni á því, að mér hefur verið sagt, að rita lærða rit- gerð um jafnaðarstefnuna, eða Al- þýðuflokkinn, er á þeirri tíð hefur án efa ekki verið það albesta rit- smíðaefni er fundið varð í þeim skóla, þrtt fyrir að samvinnumenn og verkamenn ættu að ganga nokkurnveginn samsíða í vissum greinum. Jónasi mun þó hafa líkað þessi ósvífna grein úr Grindavík allvel, og varð hún ekki að steini í námsbraut nemandans, eða skóla- meistarans, sem hélt upp á önnur félög. Að loknu námi hélt Svavar yfir hraunbreiðurnar þar sem Átl- antshafið var enn að berja landið. Hann stofnaði Alþýðuflokk og fleiri uppreisnarfélög, þegar við komuna suður. Einnig kaupfélag og árið 1942 var hann kjörinn í hreppsnefnd Grindavíkur. Og þar sat hann, og sem oddviti og síðar forseti bæjarstjórnar, eftir að Grindavík fékk kaupstaðarrétt- indi, uns hann hætti opinberum afskiptum af stjornmálum árið 1982, að mig minnir. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur var hann frá 1939-1962. Svavar Árnason hóf útgerð sjálfur nokkuð snemma en frá ár- inu 1949 hefur hann stýrt útgerð- arfélagi þar og átt hlut í fisk- vinnslu, eða í frystihúsinu. Ekki þekki ég þá sögu til neinnar hlítar, en það var þó á þessum útgerðar- árum, sem ég kynntist þessum frænda mínum fyrst. Hann þá oftast með einhverja brotna vél- arhluti úr bátnum í bílnum, elleg- ar hann var í öðrum vélfræði- legum erindum, sem oft eru svo nauðsynleg, þar sem krúntappinn snýst um Atlantshafið, og allri verkfræði er ofboðið svo að segja í hverjum róðri. Faðir minn og móðir hans voru hálfsystkini. Og það, að Grindavík var þá lengra í burtu en núna, varð eflaust til þess, að fundum okkar bar ekki oft saman, þótt föðurbræður mínir og þau systkini ræddu oft um frændfólkið í Grindavík. Ég geng út frá því sem gefnu, að lífsbaráttan hafi verið örðug alla daga í Grindavík. Og líklega hefði flestum fundist að listir og menn- ing ættu örðugt uppdráttar við þá fjörubeit, sem var svo mögnuð, að jafnvel fiskbragð var af hangiketi þeirra Grindvíkinga — og er víst enn, og góður kostur og betri þeim er við það hafa alist upp. En heimiii þeirra Petrúnellu og Árna Helgasonar var ekki ómegð- in ein. Þar bjó listrænt fólk og söngelskt. Og þegar Grindavík- urkirkja (gamla kirkjuhúsið nú) var byggð og fullgerð árið 1909, varð Árni Helgason sjómaður þar organisti og söngstjóri, þar til sonur hans, Svavar, tók við árið 1950 og hefur leikið þar síðan, og nú í nýrri kirkju, þar sem er vand- að hljóðfæri, sem ég hefi heyrt að organistinn hafi lagt í helftina til kaupanna. Svavar Árnason hefur ekki leik- ið á orgel í launavinnu, fremur en faðir hans, né haft kaup fyrir það, sem hann hefur unnið fyrir sinn bæ. Þó væri vissulega á marga aðra hailað, ef Grindavík hefði um dagana alfarið verið mál þessa sósíaldemókratíska byltingar- manns og organista, Svavars Árnasonar. í Grindavík greinir menn á, en þar er jörðin þó heilög og óskipt sameign, eins og fiskur- inn í sjónum, brimið og stormur- inn. Ég vildi að ég kynni alla þá miklu sögu. Mannlífssöguna úr bæ í hrauninu, þar sem Sigvaldi S. Kaldalóns læknir kompóneraði út- sæ og fegurð himinsins og Gunn- laugur Scheving hafði skjól til að mála veðurfræði og það mannlíf, er ekki er lengur til nema í skáldskap, hjá okkur, sem yngri erum. Gamla Grindavík nýtur sín vel í málverki og í þeirri fögru tónlist, er þar varð til. Og eins og við hin njótum þessara verka, þá njóta aðrir nú góðs af óeigingjörnu lífs- verki Svavars oddvita í Grindavík og þeirra er undir árum voru með honum á þeirri örðugu tíð, er þorpið á ströndinni bjargaðist og varð að þeim myndarstað er það er núna. Framfarir eru oftast af hinu góða, og svo vel þekki ég til í Grindavík, að ég hygg að enn sé þar, sem betur fer, nóg eftir af því veganesti sem þeir Grindvíkingar NyKronu prentari FACIT 4560 er búinn hinu snjalla NyKronu leturhjóli. Með því móti er hægt að skipta um leturgerðir og bréf líta út eins og þau komi beint úr ritvélinni sjálfri. Þannig verða fjölfölduð bréf persónulegri og fallegri. FACIT 4560 er fljótvirkur, mjög lágvær og gengur við flestar tölvur. Hægt er að fá pappírsmatara og fleiri aukabúnaði. Sænsk gæðavara á verði sem kemur á óvart. EZ33E3 framtíðarþekking i nútímaþágu NyKronu leturhjól Með pappírsmatara GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNADUR SF Smiðjuvegi 8 - Simi 73111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.