Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Skennntiiðnaðurinn er heimur út af fyrir sig, þar sem menn koma og fara eftir misjafnlega langa viðdvöl. Sumir endast aðeins í nokkra mánuði, en aðrir standa af sér öll veður og haggast ekki svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. í hópi hinna síðarnefndu er Guðmundur Steingrímsson, trommuleikari, sem hefur verið í „bransanum“ í nærfellt fjörutíu ár og er enn í fullu fjöri. Auk þess að leika með hinum ýmsu danshljómsveitum í gegnum árin hefur Guðmundur verið atkvæðamik- ill í jasslífinu hér á landi og komið víða við sögu. Nýlega barst okkur til eyrna, að Guðmundi hefði verið boðið í hljómleikaferð um Bandaríkin á næsta ári og til að forvitnast nánar um þá ferð, og sitthvað fleira af löngum og litríkum ferli, hittum við hann að máli í Naustinu, þar sem hann hóf nýverið að leika fyrir dansi ásamt gömlum félögum í hljómsveit Hauks Morthens. Guðmundur Steingrímsson er sennilega eini íslenski hljómlistormaðurinn sem skartað hefur á síðum alþjóðlegs verðlista fyrir trommusett. Myndina tók Kristján Magnússon, gamall spilafélagi Guðmundar úr KK-sextettinum, en í verðlistanum er Guðmundur nefndur „Mimi Steingrimsson“. „Ég veit ekki hvort ástæða er til að tala svo mikið um þessa hljóm- leikaferð á þessu stigi, en það er rétt, að ragtime-píanistinn Bob Darch, sem var hér á landi fyrir skðmmu, bauð mér að koma með sér i ferð um Bandaríkin næsta sumar og ef allt gengur sam- kvæmt áætlun reikna ég með að fara,“ sagði Guðmundur er þessi mál bar á góma og í framhaldi af því um samstarf þeirra Bob Darch sagði hann m.a.: — „Við spiluðum saman, fyrst á útihljómleikum við Útvegsbankann og síðan í „í kvos- inni“, og mér fannst þetta skemmtileg tilbreyting. Að mín- um dómi er hann það sem kalla má „original" á sínu sviði, þótt sumum hafi fundist hann hálf- gerður gutlari og ekki nógu góður. Það má vissulega segja, að til dæmis Árni Elvar, sem er okkar besti ragtime-píanisti fyrir utan allt annað sem hann gerir vel, hefði getað gert mun betur og fág- aðar. En það er ekki aðalatriðið að spila þessa músík fágaða heldur að spila hana eins og hún var upp- runalega og ég held að Bob Darch sé einmitt af þeim skólanum. Að mínum dómi gildir þetta sama í jassinum, að aðalatriðið er að vera „original". Það er til dæmis út- breiddur misskilningur að Louis Armstrong hafi verið svo einstak- lega góður músíkant, en það sem einkenndi hann öðru fremur var frumleikinn, og það skipti öllu máli.“ Sveiflan byrjaði í Flensborg Guðmundur Steingrímsson er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og þar í bæ steig hann sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Við víkjum því sögunni suður í Fjörð, undir lok seinna stríðs: „Það var talsvert mikið um að vera í skemmtanalífinu í Firðin- um á þessum árum, a.m.k. miðað við það sem er í dag. Ég man að þá starfaði þar hljómsveit sem hét „Kátir piltar", en í henni voru meðal annarra þeir Jónatan Ólafsson og Magnús Randrup, sem ég held að sé að spila enn þann dag í dag. Ég smitaðist snemma af músíkbakteríunni og byrjaði að tromma í skrúðgöngum með skát- unum. Þegar ég var fimmtán ára stofnuðum við Eyþór Þorláksson hljómsveit sem við kölluðum „Ungir piltar". Skömmu síðar kom Gunnar Ormslev til landsins og hann smitaði okkur af „sveiflun- ni“. Ég man að stuttu eftir að við kynntumst bauð Gunnar okkur heim til sín til að hlusta á jass- plötur og þar á meðal var lagið „In the Mood“ með Glenn Miller og þá spilaði Gunnar með öll saxófón- sóló á plötunni, nótu fyrir nótu, og við hlustuðum alveg agndofa á meistarann. Ég held að það sé ekkert ofsagt að fullyrða að Gunn- ar heitinn var okkar besti jass- leikari á sinum tíma. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og við fórum að spila með Gunn- ari, aðallega jass, sem var eins konar popptónlist þeirra tíma og þá dönsuðu menn aðallega Jitter bug“ eftir lögunum. Það má kannski segja að mín sveifla hafi byrjað á dansæfingum í Flensborg og á „rekstrarsjón" í Gúttó í Hafn- arfirði, þar sem við spiluðum aðal- GO-kvintettinn 1947—48, f.v.: Ólafur Gaukur, Guðmundur Steingrímsson, Ey- þór Þorláksson, Gunnar Ormslev og Steinþór Steingrímsson. KK-sextettinn 1954, f.v.: Kristján Magnússon, Kristján KKsextett 1959, aftar f.v.: Ellý Vilhjálms, Jón Páll Kristjánsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Eyþór Þor- Bjarnason, Kristján Kristjánsson, Jón Sigurðsson, láksson, Guðmundur Steingrímsson og Jón Sigurðsson. Óðinn Valdimarsson. Fremst f.v.: Guðmundur Stein- grímsson, Þórarinn Ólafsson og Árni Scheving.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.