Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Islensk poppV.°'^ Egó ieitar að trymbli Bubbi Morthens stjórnar leitinni EINS og skýrt hefur veriö frá er hljómsveitin Egó tromm- aralaus þessa stundina eftir skamma viðdvöl Jökuls Ulfssonar í flokknum. Til stóð, að plata með Egó kæmi á markað fyrir jólin, en ekk- ert varð af því, m.a. vegna trommaraleysisins. Járnsíðan hefur nú fregnað af tveimur vígstöðvum, að Sigurður Reynisson (Sigurðs- sonar) hafi fyrir skemmstu verið í reynslu hjá Egóinu og þeim líkað vel við pilt. Kemur það reyndar ekki á óvart, þar sem hann er einn af betri yngri trommurum landsins. Sigurður hefur m.a. leikið með Þrumuvagninum. Hættu viö að heita Lizt SKÝRT var frá því í síðasta fréttabréfi Steina hf., Dúndr- inu, að BARA-Flokkurinn frá Akureyri hefði ákveðið að skipta um nafn og taka upp nafnið Lizt. Lizt er einmitt heitið á fyrstu breiðskífu flokksins. Dúndrið var hins vegar ekki fyrr komið úr prentun er liðsmönnum BARA-Flokks- ins snerist hugur. Vilja þeir endilega halda í fyrra nafn sitt. Enn um sinn mun hljómsveitin því heita BARA-Flokkurinn þótt óþægindin samfara því nafni séu augljós á erlendum mark- aði. Óðum styttist nú í útgáfu nýju breiðskífu hljómsveitar- innar. Var hún tekin upp í Bray-hljóðverinu í Bretlandi í sumar. Dvöldu strákarnir þar í heilan mánuð og ætti útkoman að verða ansi fróð- leg. Söngvarinn fór til Köge Heldur hefur verið hljótt um hljómsveitina DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) frá því hún sló svo rækilega í gegn í Músík- tilraunum SATT í fyrra, sem raun bar vitni. Járnsíðan hefur nú fregn- að, að söngvarinn hafi haldið til Danmerkur, nánar tiltekið Köge, og mun hann alfarinn að þessu sinni. Hefur hann af og til dvalið í Danmörku en mun nú ætla að vera þar um kyrrt. Þótt hann sé á bak og burt er DRON ekki á þeim buxun- um að leggja upp laupana. Sveitin æfir stöðugt og hver veit nema hún slái rækilega í gegn á ný í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT á næstu vikum! Michael Jackson Þriðja sinni birtum við nú vin- sældalista Tónabæjar. Listi þessi er valinn á hverju þriðjudags- kvöldi af unglingum í Tónabæ og eins og kom fram á síðustu Járn- síðu eru ekki litlar sviptingar und- ir þaki hússins þegar valið fer fram. Hin venjulega fimm manna dómnefnd (nýtt fólk í hvert sinn) kvað upp svohljóðandi úrskurð: 1 (10) Come Back And Stay/ PAULYOUNG Paul McCartney 2 ( 9) Say, Say, Say/MICHAEL JACKSON OG PAUL McCARTNEY 3(3) Superstar/LYDIA MURDOCK 4 ( -) Union Of Snake/DURAN DURAN 5 ( -) Mama/GENESIS 6 ( 8) Big Apple/KAJA- GOOGOO Vinsældalisti Járnsíðunnar og Tónabæjar: Fjögur lög hafa lifað 3 vikur af 7 ( 2) Sunshine Reggae/LAID BACK 8 ( 4) New Song/HOWARD JONES 9 ( -) Automatic Man/MIC- HAEL SEMBELLO 10 ( 6) Dolce Vita/RYAN PARIS Sama sagan og síðast, þrjú ný lög komust inn á listann. Þau sem urðu að víkja voru Never Say Die með Cliff Richard (1. sæti), I want You með Gary Low (7. sæti) og Modern Love með David Bowie (5. sæti). Af þeim 10 lögum sem voru á fyrsta Iistanum eru því aðeins 4 eftir: ★ Dolce Vita með Ryan Paris sit- ur nú í botnsætinu eftir að hafa verið í 1. sætinu á fyrsta listanum og 6. sætinu síðast. ★ Big Apple með Kajagoogoo heldur sínu ágætlega. Er nú í 6. sætinu, var í síðustu viku í 8. sæt- inu og þar á undan í því 7. ★ Say, Say, Say með þeim Paul McCartney og Michael Jackson hefur unnið sig upp listann af ákveðni. Situr nú í 2. sæti, var í síðustu viku í 9. sætinu og hóf fer- ilinn í 10. sætinu á Tónabæjarlist- anum. ★ Paul Young getur unað glaður við sitt og gengi lagsins Come Back And Stay. Eftir að hafa verið í 6. sæti fyrstu vikuna féll hann í botnsætið í síðustu viku. Tók sig hressilega á og smellti sér beint á toppinn þessa vikuna. SATT í fullu pi og miklð um að vera „VIÐ erum þessa dagana að undir- búa útgáfu á SATT-plötu eða jafn- vel plötum," sagði Jóhann G. Jó- hannsson, tónskáld, myndlistar- maður og aðalsprauta samtak- anna, í spjalli við Járnsíðuna í vik- unni. „Ef marka má undirtektirn- ar við öflun efnis á þessar plötur okkar gæti allt eins farið svo, að þær yrðu tvær,“ bætti hann við og sagði svo: „önnur yrði væntanlega með yngri hljómsveitunum, hin með þeim eldri." Ef vel tekst til er jafnvel mögu- leiki að þessar plötur líti dagsins ljós fyrir jól. Ákvörðun þar að lút- andi hefur þó enn ekki verið tekin. Ef einhver hefur haldið að SATT væri búið að leggja upp laupana er það hinn mesti mis- skilningur eins og kemur fram í ofangreindum ummælum Jóhanns G. Hins vegar hefur verið hljótt um starfsemi samtakanna um nokkurt skeið, en það þýðir ekki að setið hafi verið auðum höndum. Nú næstu daga fara Músíktil- raunir SATT og Tónabæjar af stað öðru sinni og ríkir geysilegur áhugi fyrir þeirri keppni eins og vænta mátti eftir sambærilega keppni sem haldin var í fyrra. Þar komust færri að en vildu. Þá hefur Félag alþýðutónskálda átt árang- ursríkar viðræður við STEF og eru þau mál nú öll á batavegi, en upphaflega hreyfði SATT við þeim málum og leiddi það til stofnunar FA. Jóhann sagði Járnsíðunni einn- ig, að nú hefðu hafist samninga- viðræður á milli SATT og Lista- hátíðar um að SATT stæði að baki veglegri tónlistardagskrá á Lista- hátíð á næsta ári. Ætti það að geta orðið merkur viðburður. Þá eru einnig uppi hugmyndir um fjölskylduhátíð í Laugardalshöll. Af framangreindu má glöggt ráða, að SATT er síður en svo á undanhaldi. Enn er barist við að losna við skuldahalann vegna húsakaupanna frægu og með sam- stilltu átaki ætti að vera hægt að binda endi á þær áhyggjur fyrr en varir. Gefum Jóhanni orðið á ný í Jóhann G. Jóhannsson, aðalspraut- an í SATT lokin: „Annars var forsendan fyrir því að ráðist var í húsakaupin sú, að við fengum aðild að Félagsheim- ilasjóði. Því miður hefur hann engan veginn staðið við sínar skuldbindingar. Af kr. 200.000, sem við ættum að vera búnir að fá höfum við aðeins fengið kr. 50.000, sem greiddar voru sl. sumar. Kaupin á húsnæðinu fóru fram 1980. Greiðslur frá Félagsheimila- sjóði eru vaxtalausar og óverð- tryggðar þannig að dráttur á greiðslum þýðir beint tap fyrir SATT. Sé þessi upphæð frameikn- uð í samræmi við lánskjaravísi- tölu ætti hún að nema kr. 600.000 í dag. Manni finnst það hart, að ríkið skuli komast upp með að standa ekki við skuldbindingar á sama tíma og ætlast er til þess að ein- staklingur standi skil á greiðslum við ríkið. Verður látið reyna á það á næstunni hvort við fáum ekki einhverja úrlausn í þessu máli. Ef ekki, sé ég ekki fram á annað en við verðum að selja húsnæðið, sem er mikill skaði fyrir félagið, þar sem skortur á félagslegri aðstöðu háir okkur verulega." „Gullkorn“ Magga Eiríks gefin út Útgáfufyrirtækið Isalög sf. hef- ur sent frá sér snotra nótnabók með útsetningum á 12 af vinsæl- ustu lögum Magnúsar Eiríksson- ar. Eru nóturnar sérdeilis þægi- legar fyrir hljómborð og gítar. Óþarfi ætti að vera að kynna Magnús Eiríksson. Flestir munu þó kannast við hann í tengslum við hljómsveitina Mannakorn. Magnús hefur samið fjöldann all- an af vinsælum lögum og þau allra vinsælustu er að finna í þessari bók, Gullkorn. Eftirtalin lög er að finna í Gullkornum: Draumaprinsinn, Einbúinn, Einhvers staðar, ein- hverntíma, Gamli, góði vinur, Hvað um mig og þig, Ó þú, Reyndu aftur, Róninn, Sigling, Sölvi Helgason, Vals númer 1 og Þorp- arinn. Lögin 12 eru tekin af 5 hljóm- plötum; í gegnum tíðina, Manna- korn, Smámyndir, Brottför kl. 8 og Okkar á milli í hita og þunga dagsins (soundtrack úr sam- nefndri mynd). Magnús Eiríksson í sveiflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.