Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Fækkun slysa í
Reykjavík veruleg
— 30 km aksturshraði ræddur í borgarstjórn
Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtu-
dag var tillaga frá borgarfulltrúum
Alþyóubandalagsins um lækkun
aksturshraða í öllum íbúðarhverfum
borgarinnar á dagskrá. Samkvæmt
henni skal stefnt að því, að ekki
verði ekið hraðar um húsagötur og
sumar safngötur en 30 km/ klst. og
komi þessi áætlun til framkvæmda á
næstu þremur árum.
Þessu máli var vísað til umferð-
arnefndar að tillögu Katrínar
Fjeldsted, borgarfulltrúa Sjálf-
|ttor0ttubTíiíní>
\hJ1si>lnhkk)á hwrjum degi!
stæðisflokksins. Forsaga þessa
máls er sú að Katrín gerði tillögu
um það í október á síðasta ári í
umferðarnefnd Reykjavíkur að
hámarkshraði í íbúðarhverfum
skyldi lækkaður í 30 km/ klst.
Samþykkti nefndin þessa tillögu,
en í borgarráði fékk hún aðeins
eitt atkvæði og því ekki stuðning.
Vísaði borgarstjórn tillögunni þá
aftur til meðferðar í umferðar-
nefnd. Meðferð umferðarnefndar
á málinu hefur síðan aðallega ver-
ið í höndum Katrínar og Eddu
Björgvinsdóttur, kv. frmb. í maí í
vor samþykkti borgarráð að há-
markshraði í gamla Vesturbænum
skyldi vera 30 km/ klst. og í um-
ferðarnefnd liggja nú fyrir tillög-
ur um hvernig lækka má umferð-
arhraðann á Vesturgötunni, í
Þingholtunum og á Skólavörðu-
hæð.
„Umferðarnefnd Reykjavíkur er
að vinna að því ásamt öðrum aðil-
um að fækka umferðarslysum í
borginni, m.a. með því að vinna
þeirri skoðun fylgis að há-
markshraði í íbúðarhverfum
skipti máli. Ljóst er að endur-
skoða þarf aðalskipulag borgar-
innar með stefnumörkun á um-
ferðarskipulagi.
Nú líður að lokum norræns um-
ferðaröryggisárs og ég vil nefna
nokkur dæmi um lækkandi slysa-
tíðni í Reykjavík á þessu ári. Slys
í Reykjavík frá áramótum 1982 til
1. nóvember sama ár voru 234, en
á sama tíma í ár 156, eða fækkun
um 34%. Hvað slys á börnum
varðar er fækkunin næstum 50%
á þessu ári frá síðasta ári,“ sagði
Katrín Fjeldsted m.a. í umræðum
um málið í borgarstjórn á
fimmtudag.
Neskaupstaður:
Minna salt-
að af sfld en
í fyrra
Neskaupsstað, 10. nóvember.
í GÆR hófst hér síldarsöltun eftir
nokkkurt hlé, er Börkur NK kom
með 160 tonn af síld til söltunar. í
dag lönduðu hér Þórsnes SH, 110
tonnum, Grótta AK, 70—80 tonn-
um og Þórlákur Helgi RE, var að
koma með 130—140 tonn. Saltað
er á tveimur söltunarstöðvum, og
er aflanum skipt á milli stöðv-
anna.
Skeyti hefur borist frá síldar-
útvegsnefnd um stöðvun á síldar-
söltun þar sem búið er að salta
upp í samninga. Verður því mun
minni síldarsöltun í ár en í fyrra,
en þá var saltað hér rúmlega
18.300 tunnur hjá Söltunarstöð
Síldarvinnslunnar. Sigurbjörg
VIIIU VERnon
BflKIÐ * |
Fóðu þér þú stól nf
fullkomnustu gerð
ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg
fyrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Peir hafa
alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu
að síður á einstaklega lágu verði.
%
* Stóðst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi.
*
STÁLHÚSGAGNAGERO
STEINARS HF.
SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555
JXL
AIIKUG4RDUR
MARKADUR VID SUND
Hápunktur i
hagstϚra
innkaupa