Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 73 Gleymdi ég einhverju? »ig á þessu?“ Lagt á borð eftir kúnstarinnar reglum. Og uppvaskið verður ekki umflúið á cndanum ... KetHI Axelsson, kaupmaöur. „Vonast til að verða sjálfbjarga segir Ketill Axelsson kaupmaður „Þegar ég kom heim úr vinnunni einn daginn tilkynnti konan mín mér að hún væri búin að skrá mig á þetta námskeið. Sennilega hefur hún frétt af tvíbökuáti mínu í sumar- húsi okkar í sveitinni og ofboðið það!“ sagöi Ketill Axelsson, kaup- maður. „Ég kann að sjóða fisk, og þetta allra nauðsynlegasta, en meira er það nú ekki. Það er jú lengi hægt að lifa á góðum fiski, en konan vildi sem sé að ég lærði fleira." Ketill sagðist ekki hafa hugsað sér að leysa eiginkonuna af í eld- húsinu, en hugmynd hans væri sú að aðstoða hana þar í viðameiri heimboðum. „Það er full mikil til- ætlunarsemi að láta hana eina sjá um alla matargerð í stærri veisl- um,“ sagði hann. „Ég vonast til að verða sjálf- bjarga í eldhúsinu að loknu þessu námskeiði. Það hefur verið dá- samlega skemmtilegt í þessum matreiðslutímum,“ sagði Ketill. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri. „Beiti bara dósahnífnum“ segir Kristján Lofts- son framkvæmdastjóri „Eins og er um fleiri hér var ég boóaöur hingað af kunningja, og varð engrar undankomu auðið. Kunningi minn hafði frétt að ég beitti dósahnífnum einu verkfæra í eldhúsinu, og fannst það ekki ná nokkurri átt,“ sagði Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri. „Hreint út sagt þá kann ég ekk- ert í matargerð, og beiti bara dósahnífnum. Ég helli ekki einu sinni upp á könnuna, heldur laga mér skyndikaffi." Kristján sagðist vonast til að taka einhverjum framförum á námskeiðinu, og virtist vera nokk- uð ánægður með árangurinn fram að þessu. „Það hefur að minnsta kosti engum orðið meint af því sem ég hef mallað hérna," sagði hann. „Eina eldhúsverkið sem ég virð- ist kunna virkilega vel er að skræla kartöflur. Þegar ég fór að skræla hér í eldhúsinu og undrað- ist hvað ég átti auðvelt með hand- brögð, rifjaðist það upp fyrir mér að ég var mikið við skrælingar um borð í Hval I þegar ég var messi sumarið 1956. Jón Eggertsson, tollvörður. „Flaskaá tæknilegu atriðunum“ segir Jón Eggertsson tollvörður „Félagi minn, Karl Hinriksson, sem er hérna á námskeiðinu, hafði samband við mig og fékk mig til að koma hingað. Ilann vissi að ég er mikill matmaður, og ætti erfitt með að standast freistingar af þessu tagi,“ sagði Jón Eggertsson, toll- vörður. „Ég get búið til einföldustu máltíðir, og með herkjum get ég lagað kaffi. Ég er aldrei klár á því hve lengi á að sjóða mat eða steikja, og á hvaða hitastigi. Það eru svona tæknileg atriði sem ég flaska á, og vil bæta úr því með því að sækja þetta námskeið," sagði hann. Jón kvaðst hafa áhuga á því að vera sem mest í eldhúsinu heima hjá sér, ef hann kæmist hjá upp- vaskinu. Hann sagðist hjálpta til þar töluvert, en liti á sig sem með- reiðarsvein konunnar í eldhúsinu. „Það er enginn vafi á því að það stefnir í það að karlar sinni mat- seld til jafns við konur,“ sagði hann „Maður sér það á svona námskeiði að við getum þetta engu síður en þær.“ „Hef alltaf haft gaman af matseld“ segir Ólafur Guö- mundsson sölustjóri „Ketill vinur minn Axelsson hringdi í mig og sagði að ég va-ri Ixikaður á þetta námskeiö, og það þýddi ekkert að mögla. Kaunar hafði ég heldur ekki ásta-ðu til þess því ég Ólafur Guðmundsson, sölustjóri. hef alltf haft gaman af matseld, og hafði ekkert á móti því að koma hingað,“ sagði Olafur Guðmunds- son, sölustjóri. Ólafur kvaðst kunna að sjóða fisk, og fullyrti að kunnátta sín næði lengra og tæki til steikinga, sósugerðar, súpugerðar o.fl. dá- semda i heimi matargerðarlistar- innar. „Ég get búið til einfaidan mat, enda hef ég verið að fikta við þetta að gamni mínu í mörg ár,“ sagði hann. „Ég er hingað kominn vegna þess að ég hef gaman af því að búa til mat, og er ánægður ef ég læri að búa til sómasamlegan mat.“ Ólafur sagðist ekki eiga von á því að verða skikkaður í eldhúsið heima að námskeiðinu loknu. Hann hefði raunar verið þar með annan fótinn lengi, og á því yrði engin breyting. „Ekki vantraust á konuna“ segir Haukur Kristinsson vélstjóri „Mér finnst ég þurfa að geta eld- að á sama hátt og konan mín. Annað er ekki lengur við hæfi. Þaö að ég er hingað kominn er sannarlega ekki vantraust á eldamennsku hennar. Ilún hvatti mig frekar en hitt,“ sagði llaukur Kristinsson, vélstjóri. Hann kveðst kunna harla lítið í matseld. „Ég get soðið mat, pyls- ur, fisk o.þ.h., og sinnt allra nauð- synlegustu eldhúsverkum, en lítið annað.“ Haukur sagðist ætla að prófa sig fram í matargerð af varfærni á næstunni, og vildi meina að æfing- in skapaði meistarann á þvi sviði sem öðrum. „Ég er ekki í pokkrum vafa um að ég fæ að spreyta mig í eldhús- inu heima þegar þessu námskeiði er lokið," sagði hann, en kvaðst ekki óttast að verða lokaður þar inni til frambúðar. Ilaukur Kri.stinsson, vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.