Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
59
Skipverjar á fi.skibátnum Haraldi frá Vestmannaeyjum sáu fyrstir hvar hafid
tók að ólga og gos kom upp. Hér er Haraldur á gosstað 5 klst. eftir að gos
hófst. Þá var Sigurgeir í Eyjum kominn á staðinn í öðrum báti með mynda-
vélina.
ist þar smám saman helluhraun.
En Surtseyjargosið hélt áfram
fram í júní 1967. Voru sprungur að
rifna upp og lokast og gosið mis-
öflugt. Ný stór hrina hófst í gamla
gígnum á eynni í ágúst 1966. En
síðast sást renna hraun úr gíga-
röðinni 5. júní 1967.
Fæði^gin gekk fljótt
Pótt lengi vel væri tvísýnt um
lífdaga eyjarinnar, gekk fæðingin
fljótt og vel. í öðru flugi yfir eld-
stöðvarnar um 4-leytið fyrsta dag-
inn sýndist Sigurði Þórarinssyni
að kollurinn væri rétt að koma
upp úr sjó undir gosmekkinum,
þar sem sýnilega braut á. Og
morguninn eftir sást greinilega úr
varðskipinu Albert á barm eyjar-
innar. Kölluðu vísindamenn um
borð eyjuna í gamni Séstey eða
Séstei, svo óljós var hún stundum.
En Sigurgeir ljósmyndari Mbl. í
Vestmannaeyjum festi hana þó á
filmu strax um morguninn, svo
blaðið gat sýnt hana til sanninda-
merkis á forsíðu laugardaginn 16.
nóvember. Var það þó harðsótt.
Tókst að koma filmunni með skipi
til Þorlákshafnar, aka eftir henni
kappakstur og birta þrátt fyrir
eftirvinnubann í prentsmiðju með
því að vélrita á myndina sjálfa. En
þarna var sönnunargagnið um
nýfædda eyju, sem flaug um allan
heim gegnum AP-fréttastofuna.
Strax daginn eftir hafði eyjan
stækkað verulega. Má sjá spenn-
inginn yfir þessari nýju eyju, ef
flett er blaðinu næstu daga á eftir.
Surtsey fædd. Myndina tók Garðar Pálsson síðdegis þann dag, 15. nóv. 1963. ( mekkinum til hægri sést andlit,
líklega Surts, sem vakir yfir þessum merka atburði. Fleiri virðast þar á ferð ef vel er að gáð. T.d. annað andlit,
vangamynd á miðri myndinni.
Surtsey í aprílmánuði 1964. En þá hafði gígurinn loks lokast og glóandi
hraun tekið að renna og flæða yfir gjóskuna, sem upp kom meðan sjór komst
að eldinum og tætti gosefnin upp í ösku.
Ljósmjnd G.P.
Lengi háðu eldur og haf orustuna um Surtsey, og hafði eyjan betur meðan
hraun rann, eins og það gerði í janúar 1967 þegar þessi mynd er tekin. Öldur
Atlantshafsins, sem geta komið órofið alla leið frá Suðurskautinu, sækja að.
Og suðvestanveðrin eru sterk í Eyjum.
Þótt ekki væri ljóst hvort eyjan
mundi eiga langa lífdaga, þótti
rétt að skíra hana skemmri skírn,
einkum eftir að útlendingar höfðu
tyllt þar niður fæti 6. desember.
Ornefnanefnd settist á rökstóla
ásamt Sigurði Þórarinssyni og
ákváðu að eyja sú hin nýja skyldi
heita Surtsey eftir jötni þeim
Surti, sem Völuspá segir að farið
hafi sunnan með sviga lævi og
barist við Frey í Ragnarökum.
Ekki voru allir ánægðir með nafn-
ið, og skutust 7 Vestmanneyingar í
land 13. des. og reistu spjald með
nafninu Vesturey, en Surtur brá
hart við og hrakti þá á brott og
spjald þeirra.
Aðrar nýjar goseyjar, sem upp
komu á gossprungunni sem rifnaði
út fyrir Surtsey, lifðu ekki átökin
við Ægi. Litla Surtla, sem stakk
kollinum upp úr sjó austan við
Surtsey, var eiginlega kæfð í fæð-
ingu af þungum öldum Atlants-
hafsins. Sumarið 1965 reis önnur
eyja úr hafi og hlaut nafnið Syrtl-
ingur. Hún náði 70 metra hæð, en
um leið og lát varð á gosinu hafði
hafið betur og lauk sögu þessarar
eyjar líka. Sömu sögu var að segja
um eyjuna Jólnir, sem hvarf mán-
uði eftir að gosi lauk. Raunar var
lengi vel tvísýnt um örlög Surts-
eyjar sjálfrar. Eftir að hraungosið
byrjaði vorið 1964 hafði eyjan þó
miklu meiri möguleika. En þá
myndaðist í gígnum falleg rauð
hrauntjörn, sem ólgaði og vall, og
frá henni runnu rauðir hraun-
„ straumar niður I sjó. ógleyman-
legt þeim sem komu í land og
horfðu á landið myndast. Þar sem
glóandi 1100 gráðu heitt hraunið
kom í kaldan sjóinn varð af mikil
gufa og átökin áhrifamikil milli
þessara höfuðskepna, elds og
vatns. Spýttust þá stundum upp í
loftið glóðarslettur með frussi, og
ekki var erfitt að ímynda sér að
þarna væri kominn „fóturinn"
fyrir sögnunum sem fyrr á öldum
gengu um að eldgosin á (slandi
spýttu sálum fordæmdra, og að í
Heklu væri inngangur til vistar-
vera þeirra í Víti. En áhrifamik-
ið var allt það sjónarspil.
Harðsótt landganga
Fljótlega og meðan Surtur
spýtti ösku og gufu í bólstrum upp
í loftið og eyjan ekki orðin þúsund
metrar að ummáli, voru menn og
ekki síst vísindamennirnir farnir
að svipast um eftir möguleikum á
landgöngu. En það urðu þó fransk-
ir blaðamenn sem fyrstir stukku
þar á land 6. desember 1963. Þeir
fóru þrátt fyrir bann á hraðbáti
frá Heimaey og tókst að tylla
niður fæti á eynni og stinga niður
frönskum fána í goshléi áður en
gosið herti aftur. Flestar mynd-
irnar sem þeir birtu í Paris Match
af viðburðinum undir sínu nafni
voru þó teknar af Sigurgeiri
ljósmyndara Mbl. í Eyjum, en við
vorum vitni að atburðinum af
báti. Þá tókst nokkrum Vest-
manneyingum að stinga niður
spjaldi því sem fyrr er sagt frá, og
16. desember var tveimur vísinda-
mönnum skotið á land í gúmmí-
báti í goshléi, til að ná sýnishorn-
um af gosmöl, bæði hraunkúlum
og aðkomusteinum, sem mikið
kom upp af frá gamla hafs-
botninum í gosinu.
Um mánuði síðar, eða 19. febrú-
ar, þótti svo fært að gera ferð til
landgöngu í Surtsey og var undir-
ritaður blaðamaður Mbl. í þeirri
ferð, sem Osvaldur Knudsen raun-
ar filmaði utan frá bátnum Har-
aldi, er landgöngufólk sást hlaupa
eins og flugur á ströndinni í gos-
mekkinum. En dr. Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur segir svo frá
þeirri landgöngu og hrakförum:
„Var farið með mótorbátnum
Haraldi frá Vestmannaeyjum og
margir í för, vísindamenn og
áhugamenn um eldgos, en aðeins 7
fóru í land, og hefðu verið sjö
færri, ef eftiráklíkindi hefðu mátt
SJÁ NÆSTU SÍÐU