Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
55
„Gömlu námsbækumar eru hlut-
dræg túlkun á íslandssögunni“
— segir Erla Kristjánsdóttir, námsstjóri í samfélagsfræði
síðustu alda fyrir sjöunda bekk
grunnskólans (þ.á m. um einveldi
og einokunarverslun, skóla- og
fræðslumál, samvinnu- og verka-
lýðshreyfingu) og eiga kennarar
að hafa að nokkru leyti frjálst val
um það hvaða þætti þeir velja til
kennslu.
Tvær meginbreytingar eru þó
augljósar. I fyrsta lagi er ekki
lengur stefnt að því að nemendur
öðlist yfirsýn yfir alla íslandssög-
una. Þeir munu aðeins fá fræðslu
um fáa afmarkaða þætti. Það
námsefni sem nú hefur verið sam-
ið tekur t.d. eingöngu yfir 120 ár
af 1100 árum íslandsbyggðar, þ.e.
tímabilin 870—930 og 1700—1720
og 1840—1880. í annan stað hefur
inntak námsefnisins breyst veru-
lega. Það er öðruvísi íslandssaga
sem nemendur læra nú en áður
var kennd. Gamla sagan rakti
merkustu atburbi sögunnar, eink-
um í stjórnmálum, og greindi frá
þeim einstaklingum sem þar voru
aðalpersónur. Nýja sagan leggur
áherslu á samfélag fyrri alda, at-
vinnuhætti, lífskjör og þjóðhætti.
Ritið um Jón Sigurðsson er þó að
nokkru leyti undantekning í þessu
efni.
Þessar breytingar virðast hafa
mætt lítilli, eða engri, andstöðu
meðal kennara. Sumir kennarar
viðurkenna þó í einkaviðræðum að
hugsanlega kunni breytingin að
hafa gengið of langt, bæði hvað
varðar kennsluaðferð og náms-
efni, t.d. hafi utanbókarlærdómur
ýmsa kosti og ekki sé sjáanlegt að
hann hafi haft slæm áhrif á æsku-
fólk fram að þessu, og eins megi
líta svo á að það sé metnaðarmál
hverrar þjóðar, og jafnvel nauð-
synlegt fyrir samheldni hennar,
að uppvaxandi kynslóðir hafi yfir-
litsþekkingu á öllum öldum þjóð-
arsögunnar. Þessum skoðunum
hefur þó ekki verið fylgt eftir í
ræðu eða riti á opinberum vett-
vangi.
Kennarar á framhaldsskólastigi
eru hikandi að taka afstöðu til
námsefnisins, og bera við að þeir
þekki það ekki nógu vel, né heldur
þær hugmyndir í kennslu- og upp-
eldisfræði sem sagt er að liggi því
til grundvallar. Aftur á móti segja
margir þeirra, t.d. Heimir Þor-
leifsson menntaskólakennari í
umræðunum í Sögnum, sem áður
var vísað til, að þekkingu nemenda
sem koma í framhaldsskóla fari
hrakandi. „Það eru ótrúlegustu at-
riði, sem fólk virðist ekki kunna
skil á,“ segir hann. í sama streng
hefur Ólafur Jens Pétursson, sem
kennir hugmyndasögu við Tækni-
skólann, tekið. Þetta veldur um-
talsverðum vanda á sögukennslu á
framhaldsskólastigi, enda aðrar
og hefðbundnari hugmyndir um
nám og kennslu þar ríkjandi en í
grunnskólanum.
Mikilvægi
þjóðarsögunnar
Eins og fram kemur í upphafi
þessarar greinar er hér um að
ræða róttækustu endurnýjun á
námsefni í sögu íslendinga síðan á
fyrsta áratug aldarinnar. Það er
álitamál hvort þessi breyting eyk-
ur skilning nemenda á sögunni,
eins og ætlast er til, eða gerir þá
háskalega fáfróða um sögu þjóðar-
innar. Hafa ber í huga að aðeins
lítill hluti grunnskólanemenda fer
í bóknámsdeildir framhaldsskóla
og fær viðbótarfræðslu um Is-
landssögu. Ummæli Stefáns
Hjálmarssonar, sem kennir sögu í
grunnskólanum á Akranesi, í
Sögnum eru í þessu viðfangi at-
hyglisverð. „í flestum ef ekki öll-
um löndum," segir hann „er sögu
lands og þjóðar gert hátt undir
höfði í skólakerfinu. Ég tel það því
skjóta skökku við að íslendingar
með allan sinn áhuga á sögu og
sögulegum fróðleik skuli ekki hafa
sögu sína (og mannkynssöguna) í
meiri hávegum en raun ber vitni."
Grein og viðtal:
Guðmundur Magnússon
„Samfélagsfræði leysir af
hólmi hefðbundnar námsgreinar
eins og sögu og landafræði á
sama hátt og líffræði hefur kom-
ið í stað þeirrar grasafræði og
dýrafræði sem áður var kennd í
barna- og unglingaskólum. Upp-
tök samfélagsfræði í skólum hér
á landi má rekja til framgangs
félagsvísinda, og nýrrar vitn-
eskju um nám og þroska barna
sem rannsóknir í sálarfræði
hafa fært okkur.“
Þetta segir Erla Kristjáns-
dóttir, námsstjóri í samfélags-
fræði við skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins.
Hún hefur umsjón með gerð
námsefnis og námsgagna í
samfélagsfræði fyrir 4.-9.
bekk grunnskóla, og leiðbeinir
jafnframt um notkun efnisins
og nýja kennsluhætti. Ég
spurði hana nánar um upphaf
samfélagsfræðinnar í skólum
hér á landi.
„Samfélagsfræði er liður í
mikilli endurnýjun á námsefni
og miklum breytingum á skóla-
starfi, sem hófust á síðasta
áratug. Námsskrá í samfélags-
fræði, sem reyndar er núna í
endurskoðun, var staðfest árið
1977, og hún er byggð á
grunnskólalögunum frá 1974.
Samfélagsfræði er ætlað að
leysa af hólmi námsgreinar
eins og átthagafræði, íslands-
sögu, mannkynssögu, landa-
fræði og félagsfræði. Við-
fangsefni hennar tengjast
einnig mannfræði, sálarfræði,
hagfræði, stjórnmálafræði,
þjóðháttafræði og vistfræði.
Þess utan er henni ætlað að
fræða um umferðarmál, félags-
störf, bindindi, kynferðismál,
jafnréttismál, umhverfismál
og starfsval."
Hvaða rök hafa helst verið
færð fyrir því að sameina
námsgreinar sem áður voru að-
skildar?
„Sú nefnd sem upphaflega
gerði tillögu um þessa breyt-
ingu árið 1971 færði fram fjög-
ur megin rök,“ segir Érla
Kristjánsdóttir. „í fyrsta lagi
að hefðbundin mörk þessara
greina væru miðuð við fræði-
legar forsendur sem börn á
grunnskólaaldri hefðu vart tök
á að greina. í öðru lagi yrði
námið raunvirkara með þess-
um hætti og tengdist betur
reynslu utan skólans. í þriðja
lagi að skipulögð skipuþætting
gerði námið hnitmiðaðra og
kæmi í veg fyrir óþarfa skörun
og endurtekningu. í fjórða lagi
var því haldið fram að ef ná
ætti öllum meginmarkmiðum
námsins hentaði samþætting
betur því betra væri að koma
þar fyrir sjálfstæðum afmörk-
uðum viðfangsefnum, en ef
skipt væri í sjálfstæðar náms-
greinar. Ennfremur hefur ver-
ið vísað til stórstígra framfara
í tækni og vísindum, og þeirra
miklu breytinga sem þjóðfélag-
ið hefur tekið á undanförnum
áratugum."
Hver er munurinn á náms-
efni í samfélagsfræði og náms-
efni sem áður var notað?
„Námsefni í samfélagsfræði
er ætlað að vekja nemendur til
umhugsunar og efla skilning
þeirra á umhverfi og sögu, lífi
og kjörum fólks. Það er sett
fram á þann hátt að nemendur
geti dregið af því eigin ályktan-
ir; m.ö.o. er hugmyndin sú að
það efli sjálfstæða hugsun. í
stað þess staðreyndalærdóms,
sem einkenndi margt eldra
námsefni, er stefnt að auknum
skilningi nemenda á því sem
þeir eru að fjalla um.
Námsefnið sem skólarann-
sóknadeild hefur látið semja er
fjölbreyttara en áður tíðkaðist.
Aður var það yfirleitt bundið
við eina lesbók, en nú fá nem-
endur margs konar ýtarefni og
námsgögn, s.s. skyggnur,
hljómsnældur, spjöld, kort og
jafnvel spil.
Við höfum ekki enn á boð-
stólum námsefni fyrir alla
bekki grunnskólans, en margt
er í bígerð og á tilraunastigi.
Þess vegna verða skólarnir enn
talsvert að notast við gamalt
námsefni, einkum í efri bekkj-
um. Við erum lengst komin
með námsefni fyrir 7—10 ára
nemendur, og það hefur leyst
gamla efnið af hólmi í flestum
skólum."
Hvað er, í stuttu máli sagt,
tekið fyrir í samfélagsfræð-
inni?
„Á fyrsta námsári, þ.e. hjá 7
ára nemendum, er frætt um
skóla og heimili, og notuð
myndspjöld sem nemendaefni.
Á öðru námsári er frætt um
umhverfi og störf fólks á ís-
landi við mismunandi aðstæð-
ur. Þar eru notaðar tvær bæk-
ur, og að auki skyggnur og
hljómsnældur. Á þriðja náms-
ári er frætt um líf fólks í ólíku
uiphverfi og við sjávarsíðuna á
íslandi. Notaðar eru þrjár
kennslubækur; ein er um lífs-
hætti ínúíta (eskimóa), önnur
um líf í Tansaníu, og sú þriðja
er um störf og kjör fólks við
strendur íslands. Á fjórða
námsári er, sem stendur, um
þrjár námseiningar að ræða.
Sú fyrsta fjallar um samskipti
manna, um ólíka siði og hætti
og mismunandi lög og reglur og
tilgang þeirra. Önnur eining
fjallar um fyrstu samfélög
manna, samfélag bavíana til
samanburðar og þrjú samfélög
náttúrufólks. Þriðja námsein-
ing er um landnám íslands og
lífshætti íslendinga á þeim
tíma. Notuð er ný kennslubók,
sem er mjög frábrugðin fyrri
sögubókum í íslenskum skól-
um, og að auki er notað nýtt
ýtarefni og námsspil. Á
fimmta námsári mun áherslan
lögð á landafræði Evrópu, og
verður fjallað sérstaklega um
Norðurlönd, Rínarlönd, Pól-
land og Miðjarðarhafslönd, og
reynt að tengja umfjöllunina
við viðskipti lslendinga við út-
lönd.
Á sjötta námsári, þegar
nemendur eru tólf ára, eru
landafundir og landkönnun frá
árdögum til geimaldar á
dagskrá; ennfremur verður sér-
staklega fjallað um Bandarík-
in, Perú og lönd í Afríku og
Asíu. Þetta námsefni er verið
að semja. Á sjöunda námsári
er fjallað um kjör fólks á ís-
landi á fyrri öldum, og um er
að ræða tvær bækur, eina um
tímabil Móðuharðindanna, þar
sem saga og jarðfræði eru
fléttaðar saman, og aðra um
lífskjör fólks á 18. öld. Þessu
efni fylgja fjölbreytileg náms-
gögn. Einnig hefur verið gefið
út námsefni um Jón Sigurðsson
og sjálfstæðisbaráttuna á 19.
öld fyrir 14 ára nemendur."
Ég veiti því athygli að ef
þetta námsefni frá skólarann-
sóknadeild er notað eingöngu
þá munu nemendur í grunn-
skólum ekki fá nema mjög tak-
markaða fræðslu um sögu
þjóðar sinnar. Námsefni ykkar
í Íslandssögu er svo að segja
takmarkað við timabilin
870-930, 1700-1720 og
1840—1880, eða ein 120 ár. Er
þetta æskilegt?
„Þess er fyrst að geta að ým-
iss konar söguleg umfjöllun er
í námsefni þar sem saga sem
slík er ekki beinlínis á dagskrá,
s.s. í umfjöllun um líf fólks í
öðrum löndum eða við sjávar-
síðuna á Islandi. Vissulega er
æskilegt að allir íslendingar
kunni skil á sögu þjóðar sinnar.
En spurningin er hvernig á að
fjalla um hana. Gömlu náms-
bækurnar hafa mikið lesmál og
mikinn samþjappaðan fróðleik,
en hvað situr eftir í hugum
nemenda? Ég held að skilning
á sögunni hafi skort, og að
gömlu námsbækurnar skili
ekki þeim árangri sem til hefur
verið ætlast. Til þess nota þær
um of hugtök sem börn átta sig
ekki á, og hitt er líka mikilvægt
í þessu sambandi að þær eru í
reynd hlutdræg túlkun ákveð-
inna einstaklinga á íslands-
sögunni. Nú, í samfélagsfræð-
inni er við það miðað að nem-
endur séu í fyrsta sæti, en í
hefðbundinni sögukennslu hef-
ur sagan sjálf skipað það sæti.
Aðaltilgangur sögunnar er
að hjálpa fólki til að skilja nú-
tímann betur. Þegar námsefni í
samfélagsfræði hefur verið
samið hefur þetta sjónarmið
verið haft að leiðarljósi, og höf-
undar velt fyrir sér hvað það er
í sögu okkar íslendinga sem
getur hjálpað uppvaxandi
kynslóð að skilja samfélag nú-
tímans."
Hvernig undirtektir hefur
þetta nýja námsefni fengið?
„Dómarnir hafa yfirleitt ver-
ið jákvæðir. Allt nýtt námsefni
er fyrst tilraunakennt í nokkr-
um skólum, og kennarar skila
okkur skýrslu um hvernig til
hefur tekist. Af þeim skýrslum
að dæma sem við höfum fengið
hefur námsefni skólarann-
sóknadeildar fengið ágætar
undirtektir. Við lokaútgáfu
námsefnis er stuðst við reynslu
og ábendingar kennara."
Erla Kristjánsdóttir, námsstjóri í samfélagsfræði. tjósmynd: Priðþjófur.