Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Móbergið
bjargar
SURTSEY
Viðtal við Svein Jakobsson jarðfræðing
Landmótunin í Surtseyjargos-
inu hefur verið mjög lærdómsrík
fyrir jarðfræðinga. En þeir fylgd-
ust frá fyrstu stundu með þessu
sjávargosi, hafa skráð alla at-'
burði, tekið myndir og sýni og
fylgst með landmótun fram á
þennan dag. Þetta hefur verið lær-
dómsríkasta gos á þessari öld, með
Heklugosinu 1947 og Kröflueldum
1975, sagði Sveinn Jakobsson
jarðfræðingur er fréttamaður
Mbl. ræddi við hann um þennan
þátt. í gosinu munu hafa komið
upp um einn rúmkm af gosefnum
og varð Surtsey 2,8 ferkm að
stærð, sem eru um 280 ha. Rof
vegna sjávar og vinda varð ótrú-
lega hratt í upphafi, svo sem sjá
má af loftmyndum og hefur geng-
ið mikið á eyjuna og hún minnkar
sífellt þótt hægar fari. En þar er
líka að myndast hart móberg. Og
það verður móbergið sem ásamt
hraungígunum og aðfærsluæðum
þeirra mun lengst standa, að því
er Sveinn telur. En aldrei fyrr hef-
ur í veröldinni verið hægt að fylgj-
ast svona með myndun móbergs
frá upphafi eins og þarna hefur
verið gert. Jarðvísindamenn hafa
farið út í eyna og mælt og borað
þar. En Sveinn telur að rofið muni
ganga hratt þar til eyjan er orðin
um kílómeter á breidd og 600 m
frá norðri til suðurs.
— Fyrstu 8 árin minnkaði eyjan
um 714 ha á ári, næstu fimm ár
helmingi minna eða um 3,8 ha á
ári, segir Sveinn. En þá var rof-
stallurinn orðinn hærri og brim-
stallur kominn neðar sem tekur af
mestu ölduna. Og sl. 3 ár hefur
eyjan aðeins minnkað um 1 ha á
ári hverju. Á árunum 1967—’75
minnkaði eyjan semsagt um 60 ha
eða 0,6 ferkm og var komin niður
í 2,2 ferkm , frá 1975—’80 minnk-
aði hún um 19 ha eða 0,2 ferkm og
1980—’83 um 3 ha eða 1,97 ferkm.
Og Surtsey heldur enn áfram að
minnka.
Þetta hlýtur að vekja spurning-
una um hver verði örlög Surtseyj-
ar, hve langan tíma eyðingin taki
og hvort eitthvað standi eftir af
Surtsey í lokin. Sú mikla vitneskja
sem safnað hefur verið með sam-
ræmdum og skipulegum rann-
sóknum gerir vísindamenn betur í
stakk búna til að gefa svar við
slíkum spurningum. Það er raunar
ljóst hvernig Surtsey verður ef
borið er saman við nálægar eyjar
eins og Bjarnarey, sem er
5000—6000 ára gömul. Barmar
hraungígsins í miðju standa eftir,
sagði Sveinn og útskýrði nánar
ástand og horfur í Surtsey:
— Þegar er farið mikið af
hrauni á eynni. Hraunið er lag-
skipt og sprungið og það brotnar
auðveldlega niður. Það er orðið
áberandi hve vestur og suðvest-
urströndin er orðin skörðótt, enda
suðvestanveður tíð. Ef suðvest-
anveðrið nær sér upp verður mikil
alda, enda lengsta órofna aldan.
Austanstormarnir standa þarna
alla jafna svo stutt að aldan nær
sér ekki upp. Vindrofið er líka
mikið. Lausa gjóskan fýkur út í
sjó og líka til á eynni. Hafa þegar
fokið nokkrir metrar ofan af
henni. Sennilega farið 5—10 metr-
ar ofan af. Sandrok eru þarna svo
mikil að við þurftum t.d. að vera 2
sólarhringa innandyra í skálanum
þegar við vorum þar nýlega. í
norðvesturklettunum hefur gjóska
sest ofan í að tveimur þriðju. Við
fylgjumst að sjálfsögðu með set-
myndunum. En það er móbergið
sem er að myndast sem mun
bjarga.
Móbergið
bjargar Surtsey
Nú væri forvitnilegt að fræðast
um hvernig laus gosaska er að
verða að glerhörðu móbergi úti í
Surtsey. Og Sveinn útskýrir það:
Gjóskan sem upp kom í sprengi-
gosinu frá nóvember 1963 og fram
til marsloka 1964 var laus gos-
Boruð var 191 m djúp hola í Surtsey á árinu 1979. Kom þá í Ijós að sumar af
fyrri hugmyndum um sökkul eyjarinnar eru rangar. Þar reyndist ekki vera
bólstraberg undir. Nú hafa jarðvísindamenn til skoðunar borkjarna, sem
nær niður í gegn um eyna og sjá þar margt fróðlegt.
Surtur mætti landgönguliðinu, 6 karlmönnum og tveimur konum, sem gengu á land 19. febrúar 1964 með því að spúa
yfir þá ösku og grjóti úr 600 m hæð. Hér sjást þau eins og flugur á ströndinni, að hlaupa undan hraunbombunum sem
falla í sjóinn. Sluppu þau naumlega út í bátinn sem beið fyrir utan, en þaðan tók Sigurgeir þessa mynd.
Dr. Sigurður Þórarinsson átti margar ferðir á gosstöðvarnar frá upphafí. Hér
er hann að koma út í bátinn ásamt Magnúsi Hallgrímssyni og Sigurði Waage
úr landgöngunni 19. febr. 1964, er 8 manns komust þar í hann krappan.
ráða. Kl. 3 e.h. þennan dag stóðum
við sjö saman, þar af tvær kvinn-
ur, á sandströnd Surtseyjar að
norðaustan, vorum sum klofblaut,
önnur alblaut og vorum að því
leyti verr stödd en munkbræður
heilags Bendans, að við gátum alls
ekki fjarlægt okkur frá eynni,
Surtur síst betri viðskiptis en sá
fúllyndi smiður forðum tíð og eng-
inn Brendan til að tala í okkur
kjark. Við höfðum komist í land á
tveimur gúmbátum, en brim var
allmikið við eyna og hvolfdi öðrum
bátnum í lendingunni. Fyrst eftir
að við komumst í land hafði Surt-
ur hægt um sig og fórum við að
rölta upp frá ströndinni og fund-
um lítinn kraumandi gíg, sem
okkur var áður ókunnur, rétt upp
af lendingarstaðnum. Vonuðum
við að sá færi ekki að æsa sig upp.
En ekki höfðum við verið margar
mínútur í landi, þegar Surtur fór
að skjóta viðvörunarskotum, og
áður en við fengjum áttað okkur á
því hvað eiginlega var að gerast
sáum við vatnsstróka upp úr sjón-
um fyrir utan okkur, þar sem
hraunkúlur steyptust niður og svo
fóru þær að falla allt í kringum
okkur. Undir slíkum kringum-
stæðum er ekki nema eitt að gera,
stilla sig um þá löngun að reyna
að forða sér á hlaupum, en standa
kyrr og góna upp í loftið og víkja
ekki fyrr en á síðasta augnabliki
ef hlussa virtist ætla að lenda á
hausnum á manni. Þetta er raunar
ekki eins erfitt eða hættulegt og í
fljótu bragði gæti virst. Þegar
stærstu hlussurnar, allt að 80 sm í
þvermál, skullu niður í blautan
fjörusandinn, varð af smellur,
fremur ónotalegur ef mjög nærri
var. Og í sandinn mynduðust ker
sem fylltust af vatni og sauð í, því
hraunklessurnar voru rauðgló-
andi, þegar þær komu niður. Eftir
hverja stórsprengingu með eftir-
fylgjandi bomburegni sveipaði
brúnt vikurský vesturhlíð eyjar-
innar og sá þá varla handaskil, en
eyjan hvarf sjónum þeim, sem
voru um borð f Haraldi er hafði
orðið að hörfa nokkuð frá strönd-
inni vegna bomburegnsins. Þessi
ský voru volg og notaleg og vik-
urkornin það létt að þau meiddu
ekki, en dálítið erfitt um andar-
Maður á gangi í gömlum hraunfarvegi, sem vikur og sandur hafa sest í.