Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 A $ Skipið Víkingur í Chicago 1893 eftir sögulega siglingu frá Björgvin undir stjórn Magnúsar Andersen. efninu, átt heima í sjálfri skáld- sögunni. Eg vona þó að þarna muni les- endur geta fundið mikinn fróðleik um fyrri tíma, og ég hef mjög víða aflað mér heimilda um þessa hluti og kappkostað að hafa þar allt sem sannast og réttast. Mér hefur vitaskuld reynst notadrjúg sú þekking, sem ég hef aflað mér með námi mínu og starfi, en auk þess kynnti ég mér mjög yfirgripsmikl- ar heimildir eftir að vinna við verkið hófst. Mikið af gögnum kannaði ég í Bretlandi, en þó mun meira í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Til Kaupmanna- hafnar fór ég í nokkra mánuði ár- ið 1981 og lauk þá verkinu að mestu leyti, hafði þar í borg að- gang að frábæru húsnæði og naut hjálpar starfsmanna bókasafns- ins. Mér hefði líklega reynst ómögulegt að vinna þetta verk annars staðar, því á Konunglega hafði ég aðgang að nánast öllum nauðsynlegum heimildum. Næðið skiptir heldur ekki svo litlu máli, það fann ég best er heim kom, mér ætlaði aldrei að takast að ljúka því sem eftir var, þegar ég var kominn hingað heim í mitt dag- lega amstur." Gróska í ritun sögu- legra skáldsagna — Sögulegar skáldsögur eru ekki viðfangsefni íslenskra rithöf- unda nú hin síðari ár, en hvernig er þessu varið erlendis. Kemur þar mikið út af þessháttar bókmennt- um? „Já, sögulegar skáldsögur, þetta er í rauninni sérstök grein innan bókmenntanna, njóta mikilla vin- sælda erlendis um þessar mundir, ekki síst í hinum engilsaxneska heimi. í Bandaríkjunum hafa rit- höfundar til dæmis mjög horft til þrælatímabilsins í þessu skyni. Þær sögur eru öðrum þræði ritað- ar í ákveðnum tilgangi, til að boða samúð með undirokuðum kynþátt- um, berjast fyrir jafnfrétti svartra og hvítra, eða þá til að gagnrýna meðferðina á indíánum. Gott dæmi um slíkar bókmenntir er sagan Rætur, en eftir henni voru gerðir frægir sjónvarpsþætt- ir sem sýndir hafa verið um '’íua veröld. Á Norðurlöndum hafa einnig komið út allmargar sögulegar skáldsögur á síðari tímum, þeirra frægust er líklega Kristín Lafr- ansdóttir eftir Sigrid Undset. Hér á landi höfum við ekki mikla hefð í ritun slíkra sagna, en þó hafa sum helstu bókmenntaverk okkar verið af þessum toga. Til dæmis má nefna íslandsklukkuna og Gerplu eftir Halldór Laxness og Svartfugl eftir Gunnar Gunnars- son. Torfhildur Hólm er braut- ryðjandi á þessu sviði, þótt sögur hennar séu nú ekki mikils metnar. Lestur sögulegra skáldsagna Ragnar loðbrók ræðst á París árið 845. Teikningin er frönsk, gerð á 19. öld. - Rætt við Jónas Kristjánsson um nýja, sögulega skáldsögu hans Hluti eldhússáhalda og annarra gripa úr hinu svonefnda Ásubergsskipi, sem grafið var úr haugi í Noregi. grimmd og yfirgang víkinga, og fóru þar eftir lýsingum erlendra annálaritara, sem flestir voru munkar og höfðu orðið harkalega fyrir barðinu á þessum ræningj- um. En á síðustu árum og áratug- um hefur mikið verið gert að því að „hreinsa" víkinga af þessum illa orðrómi, og hefur þá verið dregið fram að þeir voru öðrum þræði góðir bændur, sem áttu merkilega menningu og vildu bygRja land með lögum, ekki að- eins heima fyrir heldur líka I ný- lendum sínum. Þetta sjónarmið kemur vel fram í bókum Magnús- ar Magnússonar um víkinga. Höfundur Eldvígslunnar lætur bæði þessi sjónarmið koma greini- lega fram. Hann sýnir okkur inn í heim danskra bænda sem höggva skóg og erja jörð sína, og slær höf- undur þá oft á hlýja strengi. En síðan sýnir hann hvernig þessir friðsömu bændur breytast í hálf- gerða villimenn, þegar þeir fara að „höggva strandhögg" í öðrum löndum, fjarri heimilum sínum. Þannig lifir aðalpersóna sögunn- ar, Ubbi Ragnarsson, tvöföldu lífi mikilla andstæðna. Og þessar and- stæður verða enn skarpari vegna þess að hann er kristinn maður, sem hefur lært að ástunda frið og gera öllum gott, en dregst þó með bræðrum sínum og öðrum heiðn- um víkingum til margvíslegra hermdarverka." Fornaldarsaga skrifuð fyrir nútímafólk — Margir munu sjálfsagt velta þvf fyrir sér, hvort Eldvígslan beri meiri keim af nýlegum skáldsög- um eða hinum gömlu fornaldar- sögum. Getur þú svarað því? „Það er nú erfitt að svara því fyrir aðra, sjálfsagt sýnist sitt hverjum, en ég get þó sagt það, að ég hef reynt að skrifa söguna eins og fornaldarsögu, sem þó er miðuð við að lesendur séu nútímafólk. Án vafa ber sagan þess vitni að hún er skrifuð af tuttugustu aldar manni, en áhrif íslendingasagn- anna eru ótvíræð. Ég reyni að setja mig inn í hugsunarhátt þess tíma sem sagan segir frá, og þann tíðaranda sem þá ríkti. Nokkrum harla ófögrum atburðum er lýst í bókinni, vegna þess að heimur söguhetjanna er að öðrum þræði heimur ofbeldis og manndrápa. I frönskum samtímaheimildum er lýst afar ljótum aðförum Ragnars víkingaforingja í herförinni til Frakklands árið 845, og I mjög gömlum heimildum er einnig frá þvi sagt hvernig ívar lét pína til dauða tvo enska konunga, í Jórvík og East Anglia. Þessu verð ég auð- vitað að lýsa eins og öðru sem ber fyrir augu Ubba sögumanns." Nokkrar þjóðháttalýsingar — Er sagan fræðirit um tíma þann sem hún gerist á, jafnframt því að vera skáldskapur, er til dæmis mikið um lýsingar á fatn- aði, húsakosti og þjóðháttum ýms- um? „Talsvert er af þjóðháttalýsing- um, já, en þó hef ég reynt að gera þær ekki að neinu aðalatriði. Ég hef til dæmis við hreinritun verks- ins og endanlegan frágang fellt úr ýmsar lýsingar af þessu tagi, hafi þær ekki fallið nægilega vel að Nítjándu aldar mynd frönsk, sem sýnir danska víkinga ráðast á franska borg. Myndin er fengin úr bók Magnúsar Magnússonar um víkinga í stríði og friði. hefur alltaf heillað mig, og ég var til dæmis að lesa sögu um Arthúr konung þegar ég fékk hugmyndina að Eldvígslunni." Mjög lærdómsríkt að semja skáldverk — Nú ert þú bókmenntafræð- ingur, og hefur auk þess þýtt talsvert eftir aðra höfunda. Hvernig er það svo að fara allt í einu að skrifa eigin skáldskap? „Það er að sjálfsögðu gjörólíkt því sem ég hef fengist við áður. Þýðingar eru að vísu skyld vinna, en þó held ég að það sé engu líkt að skrifa svona sögu sjálfur. Eftir þessa reynslu finnst mér sem ég skilji mun betur þann vanda sem skáldsagnahöfundar eiga við að glíma, og ég hef líklega lært meira um bókmenntafræði við þessa iðju en ég gerði í löngu námi. Mér finnst ég hafa gengið í gegnum mikinn lærdóm við þessa vinnu.“ — Og þú ætlar að halda áfram? „Ég vil nú helst engu lofa um það, hvorki af né á! Ætli það fari ekki að einhverju leyti eftir þeim viðtökum sem Eldvígslan fær? Það má vel vera að ég reyni seinna að gera eitthvað af svipuðu tagi, ef ég get með góðu móti fengið tóm til þess. En starfi mínu við Árna- stofnun mun ég þó ekki sleppa næstu árin, ef mér endist líf og heilsa. Það starf hefur fært mér mikla hamingju, og þá er líka von um að ég hafi gert þar nokkurt gagn. Framundan er því eitt og annað, og síst af öllu kvíði ég verk- efnaskorti," sagði dr. Jónas Kristjánsson að lokum. — AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.