Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 61 aska. Fyrsta árið eftir að gos hætti gerðist ekkert. Haustið 1967 verða menn varir við að hiti er kominn í hana. Var á við milt jarðhitasvæði og þar boruðum við. Aðfærsluæðar gíganna, sem standa eftir sem berggangar, þær hita upp ákveðið svæði. En það er hitastigið í rakanum sem gildir. Nægur raki berst að, sjór gufar upp í gegn og úrkoma seitlar niður. Haustið 1969 sást fyrsta móbergið. Umfangið hefur verið kortlagt árlega. Strax 1970 var móbergssvæðið orðið allstórt á yf- irborðinu norðan við gígana. Það breiðist stöðugt út. Gekk hraðast fyrstu árin. Nú hitnar þarna minna svo að ekki er líklegt að það breiðist mikið út úr þessu. En óhörðnuð gjóska í kraganum í kring er að blása burt og móberg að koma í ljós. Nú vitum við hvaða efni og hvaða hitastig myndar þetta. Við 80—100 stig verður gjóskan að móbergi á 1—2 árum. Við minni hita gengur þetta hæg- ar. Við venjulegan meðalárshita tekur það þúsundir ára. En við 40 stiga hita allt að því áratug. En þetta er í fyrsta skipti sem hægt hefur verið að fylgjast svo ná- kvæmlega með myndun móbergs í veröldinni. Við höfum stöðugt far- ið þarna út, mælt og skoðað og borað á þessum stað. — Við borunina í Surtsey 1979 kom í ljós að fyrri hugmyndir um sökkul eyjarinnar voru rangar, að því er Sveinn segir okkur. Talið var að þar væri bólstraberg undir. Boruð var 181 m djúp hola, næst- um niður á gamla sjávarbotninn en það reyndist ekki vera þar. Botninn var ískaldur. Þessi bor- kjarni er allur geymdur í Náttúru- fræðistofnun og gaman að sjá all- ar þær útfellingar sem í honum eru og margs konar steintegundir sem myndast hafa, svo sem geisla- steina o.fl. Þar geta vísinda- mennirnir fengið vitneskju um myndun þess, hitastigið, aldur og annað sem máli skiptir. Ekki und- arlegt að Sveinn Jakobsson nefnir Surtseyjagosið lærdómsríkasta gosið á þessari öld frá bergfræði- Aldrei fyrr hafa vísindamenn getað fylgst með því hvernig móberg myndast úr gosefnum fyrir áhrif hita og vatns. En glerhart móbergið sem er að myndast norðan við gígana í eynni á eftir að verja hana. Hér má sjá heitar gufur við nýja móbergsmyndun. í borkjarnanum má sjá margar fallegar útfellingar og steintegundir sem þar hafa myndast, svo sem geislasteina (zeolita) og sjaldgæfa steintegund sem nefnist Tabermerit. Hér má fá hugmynd um þessar myndanir, sem vísinda- menn eru nú að skoða. legu sjónarmiði. En stöðugar rannsóknir voru einnig gerðar á efni og bergtegundum meðan eyj- an var að myndast. Og miklar breytingar voru á kvikunni meðan gos stóð. Einnig voru gerðar seg- ulmælingar og jarðskjálfta- mælingar og ýmiskonar kannanir á hafsbotninum kring um eyna, sem ekki verður farið út í hér. Húsið í hættu I upphafi var stofnað um rann- sóknirnar Surtseyjarfélagið til að samræma rannsóknir og útvega fé til þeirra. En meirihluti þess hef- ur verið erlent fé, sem félagið eða „ einstakir vísindamenn hafa útveg- að. Borholan ein kostaði t.d. 120 þúsund dali eða 3,4 milljónir króna, sem fengust erlendis frá. Enda þykir erlendum vísinda- mönnum ekki síður fengur að borkjarnanum og þessum dýr- mætu upplýsingum sem fást þar. í upphafi lagði Bandaríkjamaður- inn Poul S. Bauer fé til skálabygg- ingar í eynni og húsið, sem er for- senda þess að hægt sé að stunda þar rannsóknir, því nefnt Páls- bær. Þetta myndarlega hús er nú í mikilli hættu og verður ónothæft eftir nokkur ár, ef það verður ekki flutt vegna stöðugra eðjustrauma sem renna að því. Tók einn vís- indamannahópinn 5 tíma að moka sig inn í það. Húsið er á norður- hluta eyjarinnar, þar sem sjávar- rof er mikið. Ekkert hart móberg er þar til varnar og er að myndast geil inn í eyna í áttina að því. Verður mjög erfitt að stunda rannsóknir í eynni ef það hverfur. Auk þess sem þetta er skipbrots- mannaskýli. Eyjan sjálf er friðuð og hefur Surtseyjarfélagið umsjón með friðlandinu. Félagið er nú að gera langtímaáætlun um rannsóknir í Surtsey. Þegar hafa verið gefnar út 9 skýrslur með mörg hundruð greinum um gosið og eyna eftir goslok og hafa margir þekktustu vísindamenn skrifað þær greinar. En Surtsey hefur nú hlotið meiri frægð í heimi vísinda en nokkur annar staður á íslandi. — E.Pá. drátt og mun hafa stafað af súr- efniskorti í þessum skýjum. í þessum vikurskýjum var undar- lega iðandi hverfihreyfing sem þyrlaði vikurkornunum sitt á hvað. Sem betur fór voru stór- sprengingar í Surti það strjálar, að hverju vikurskýi feykti frá áð- ur en næsta bombuhríð byrjaði og þar að kom, eftir nær hálfs annars tíma dvöl í eynni að svo dró úr hryðjunum að við gátum haft okkur út úr brimgarðinum og róið út í Harald, ógleymanlegri reynslu ríkari. En ekki var aftur freistað landgöngu í Surtsey meðan sprengigígur var þar í gangi.“ Gefur þessi lýsing góða hug- mynd um hvernig umhorfs var í Surtsey meðan þeytigosin stóðu. Eftir að hraunrennsli hófst, urðu ferðir tíðar í Surtsey og ógleymanlegar þeim sem fengu augum litið ólgandi hrauntjörn í gígnum, sem sletti rauðgióandi hrauni upp á barmana og hraun- straumum niður hlíðar, sem mynduðu er hraun kólnaði feg- urstu skúlptúra. Útfellingar voru miklar meðan hraun rann og brugðu á hraunið fegurstu litum, sem síðar veðruðust af. En víða glytti í glóð í dökku hrauninu, sem var einkum fallegt í myrkri. Gos á 5 ára fresti Eldstöðvarnar við Surtsey voru á sömu sprungu og þeirri sem Yestmannaeyjar hafa myndast úr. Á sömu norðaustur-suðvestur- línunni, sem nær öll eldgos á ís- landi hafa orðið á. Þótt gosið í Surtsey 1963 kæmi á óvart, var þó með því aðeins náð á þessari öld meðaltali gosa á íslandi, 5 á öld. Þetta var 12. gosið á öldinni. En enginn er farinn að spá um eldgos- in í Heimaey, Heklu, Kröflu og Vatnajökli, sem komið hafa síðan. Surtseyjargosið minnti enn einu sinni á að við búum í eldfjalla- landi og eldgos eru þáttur tilveru íslendinga. __ E.Pá. Rofstallar eru nú Surtsey til nokk- urrar hlífðar, en brimstallurinn fyrir neðan tekur nokkuð af öldunni. Margar fallegar hraunmyndanir eru í nýja hrauninu í Surtsey. Má sjá hvernig farið er að fjúka í hraunið. Hraunelfur rennur úr gígunum niður yfir eyna. Kvikan var yfir 1100 stiga heit og sést hvernig hún er að byrja að storkna á yfirborðinu á leiðinni. Tveir Vestmanneyingar sitja í einum af hellunum í Surtsey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.