Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
ísland, ekki Kanarí - og hér er hávetur“
99
Umferðaröngþveiti skapaðist á
höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær
þegar gerði allhvassa austan og
suðaustan átt með skafrenningi og
éljagangi. Umferð í úthverfum
borgarinnar og í nágrannabyggð-
irnar stöðvaðist alveg um tíma en
seint í gærkvöldi hafði tekist að
greiða úr verstu flækjunum. A
stöku stað stöfuðu þó enn vand-
ræði af illa búnum bflum, sem
höfðu verið skildir eftir „þvers og
kruss um allan bæ,“ eins og lög-
reglumaður orðaði það við blaða-
mann Mbl.
Veðurstofan spáði þvi í gær-
kvöldi, að meinlaust veður yrði á
SV-landi í dag, þó mætti búast
við éljum og allhvössum vindi
síðdegis. Með kvöldinu lægir.
Á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur tepptist öll umferð
um tíma síðdegis í gær á milli
Hraunsholts og Arnarness. „Bíl-
ar eru almennt vanbúnir til
aksturs, fólk lætur sér alls ekki
segjast þrátt fyrir margítrekað-
ar aðvaranir," sagði lögreglu-
þjónn í Hafnarfirði. „Of margir
ökumenn virðast gleyma því, að
þeir eru ekki á Kanarí, þetta er
Island og hér er vetur."
í Kópavogi var þæfingsumferð
undir kvöldið, einkum austast í
bænum þar sem umferð liggur
yfir í Breiðholtshverfi. Þar, eins
og í Árbæjarhverfi, var ófærð
talsverð en umferðarteppur urðu
ekki nema þar sem bílstjórar á
illa búnum bílum, jafnvel á slétt-
um sumardekkjum, sátu fastir.
Áætlun strætisvagna fór úr
skorðum af sömu sökum en und-
ir miðnættið var ástand að fær-
ast í eðlilegt horf.
Tvö tilboð í hlutabréf ríkisins í Eimskip:
Treysti fjármálaráðherra
til að taka hæsta tilboði
— segir Jón Guðmundsson, fasteignasali, sem
gerði tilboð fyrir Fasteignamarkaðinn
Albert Guðmundsson um yfirlýsingar iðnaðar- og forsætisráðherra:
Finnst þeir vera
mig um að segja
— Samningarnir heyra undir mig
„ÞETTA er eins og þeir séu að biðja
viðsemjendur mína að fara út fyrir
ramma fjárlaganna, sem yrði til þess
að ég hætti. Mér finnst eiginlega
bæði forsætisráðherra og iðnaðar-
ráðherra vera að biðja mig um að
segja af mér með þessum ótímabæru
yfirlýsingum,“ sagði Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra, er Mbl.
bar undir hann ummæli Sverris Her-
mannssonar iðnaðarráðherra í við-
tali við Mbl. í gær, en þar segir hann
m.a., að hann geri sér Ijóst, að for-
sendur fjárlaga nægi ekki til að ná
sáttum á vinnumarkaðinum.
Haft er síðan eftir forsætis-
ráðherra í DV í gær, að hann sé að
ýmsu leyti sammála því sem iðn-
aðarráðherra segir hvað þetta
varðar og að hann telji 6% launa-
hækkanir hugsanlegar. Albert
sagði ennfremur: „Samningarnir
eru málaflokkur sem heyrir undir
mig og þeir segja þetta á sína
ábyrgð, án samráðs við mig. Ég er
náttúrulega ekkert ánægður með
það að heyra þetta frá samráð-
herrum mínum á sama tíma og ég
er að halda fram samþykktum rík-
isstjórnarinnar. Það er auðvitað
ljóst, að ef samið verður út fyrir
ramma fjárlaganna, sem er 4%,
þá eru forsendur fjárlaganna
brostnar."
Albert hefur lýst því yfir, að
verði samið utan ramma fjárlag-
anna muni hann segja af sér.
Hann sagði vegna þessa, að sér
fyndist eiginlega að forsætisráð-
herra og iðnaðarráðherra væru
með þessum yfirlýsingum að biðja
viðsemjendur að fara út fyrir
rammann, og sig þar af leiðandi
að segja af sér. Hann var í iokin
spurður hver viðbrögð hans við
þessum yfirlýsingum yrðu. Hann
að biðja
af mér
svaraði: „Ég á eftir að sjá hver
niðurstaða samninganna verður.
Þeir eru ekki með það undir sínum
ráðuneytum að semja."
Forsætisráðherra var spurður,
hvort túlka mætti yfirlýsingu
hans þannig, að hann reikni með
að samið verði utan ramma fjár-
laga. Hann svaraði því til, að hann
legði áherslu á að samningar væru
nú frjálsir og að ekki yrði samið í
skugga hótana frá ríkisvaldinu.
Hann sagði ennfremur: „Ef samn-
ingar fara umfram 4% hækkun
launa, þá verður auðvitað erfiðara
að ná markmiðum ríkisstjórnar-
innar. Hins vegar verður það mat
ríkisstjórnarinnar, þegar samn-
ingar hafa tekist, hve alvarlegt
það er. Ég er ekki tilbúinn að
segja á þessari stundu að það
verði eitthvert meiriháttar áfall
þó verðbólgan verði 11% í lok árs-
ins í staðinn fyrir 10% eins og við
stefnum að.
„ÉG VAR beðinn aó leggja þetta til-
boð frara í nafni Fasteignamarkað-
arins og hef engin viðbrögð fengið
ennþá. En því er ekki að leyna að ég
bíð spenntur eftir útkomunni," sagði
Jón Guðmundsson, fasteignasali í
Fasteignamarkaðinum í Reykjavík,
um tilboð sitt í hlutabréf ríkisins í
Eimskipafélagi íslands.
Ríkissjóður hefur ákveðið að
selja hlutabréf sín í fyrirtækinu,
sem eru um 5% hlutafjárins. Eftir
nýlega útgáfu jöfnunarhlutabréfa
er nafnverð bréfa ríkisins kr.
2.957.760. Skv. uppiýsingum Mbl.
hefur stjórn Eimskipafélagsins
boðist til að leysa bréfin til sín á
þessu verði en bjóða þau síðan
Rannsókn Njáls-
götumálsins
haldið áfram
UÓST mun orðið, að dánarorsök
konunnar, sem fannst látin í íbúð á
Njálsgötu 48a á þriðjudagskvöldið,
var köfnun. Skv. framburði manns
þess, er í fyrrakvöld var úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 4. aprfl n.k og
hefur játað að hafa orðið henni að
bana, tók hann í trefil sem konan
var með um hálsinn og hélt henni
þannig niðri um stund.
Endanleg niðurstaða krufn-
ingar og lyfjaprófa liggur ekki
fyrir, að sögn Þóris Oddssonar,
vararannsóknarlögreglustjóra
ríksins, en rannsókn málsins verð-
ur haldið áfram.
Konan sem lést, hét Guðmunda
Gísladóttir. Hún var 39 ára, bjó í
Hafnarfirði, fráskilin og lætur
eftir sig fjögur börn á aldrinum
11-23 ára.
öðrum hluthöfum til kaups. Tilboð
það er Jón Guðmundsson, fyrir
hönd Fasteignamarkaðarins, hef-
ur gert hljóðar upp á kr. 5.250.000.
„I útboðinu sagði að hæsta til-
boði í bréfin yrði tekið og ég geri
ráð fyrir að fjármálaráðherra
muni standa að þessu á heiðarleg-
an hátt, eins og búast má við af
honum," sagði Jón.
Hann færðist undan að svara
því beint hvort það væri hann
persónulega, er ætlaði að kaupa
bréfin, eða hvort Fasteignamark-
aðurinn — sem er einkafyrirtæki
hans — hefði lagt fram tilboðið
fyrir hönd annarra. „Fasteigna-
markaðurinn annast tilboðsgerð
og fleira í þeim dúr fyrir fólk, sem
til okkar leitar. Sjálfur hef ég allt-
af borið hlýjan hug til félagsins,
enda voru t.d. afar mínir báðir um-
boðsmenn þess á sínum tíma.
Hlutabréf, sem ég á í félaginu, eru
ekkert meiri en annarra smáfugla.
Annað vil ég ekki segja um þetta á
þessu stigi," sagði Jón Guð-
mundsson.
Vopnað
ran
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
var undir miðnættið á hælum
manns, sem um kl. 21.40 í gær-
kvöld réðst grímuklæddur inn í
verslun á Suðurlandsbraut 12 í
Reykjavík, otaði hnífi að af-
greiðslustúlku og hirti um fimm
þúsund krónur úr kassanum. Síð-
an hvarf hann á hlaupum út í
myrkrið. Maðurinn hafði vafið
trefli fyrir andlit sér. Málið er í
rannsókn.
Ný löggjöf um fasteignasölu:
Fasteignasalar skyldaðir
til að vera í félagsskap
FASTTEIGNASALAR verða framveg-
is skyldaðir til að vera í sameiginlegu
félagi, séu þeir ekki í Lögmannafé-
lagi íslands, skv. frumvarpi til nýrra
„Opnar möguleika fyrir
aðra á sviði fjölmiðlunar“
sagði Davíð Oddsson við umræður í borgarstjórn um Isfilm
AÐILD borgarinnar að stofnun
hlutafélagsins ísfllm kom til um-
ræðu í borgarstjórn í gærkvöldi
vegna fyrirspurnar í sex liðum frá
borgarfulltrúum úr öllum flokkum
í minnihlutanum. í svörum Davíðs
Oddssonar, borgarstjóra, kom það
m.a. fram, að eftir að borgin gerð-
Lst aðili að viðræðum um stofnun
félagsins, hefði fleiri aðilum ekki
verið boðin aðild að félaginu og
hvort fleiri aðilar hefðu áður kom-
ið inn í þær viðræður vissi hann
ekki. Kvað hann mögulegt að fleiri
gætu gerst hluthafar og færi um
það eftir almennum reglum um
hlutafélög og að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Kvað hann
enga ákvörðun hafa verið tekna
um í hverju framlag hvers hluthafa
til félagsins væri fólgið — pening-
um eða tækjum og búnaði, og ef
fyrirtækið kæmist á laggirnar yrði
það ákveðið af stjórn þess. Þá
þyrfti það að skoðast hverju sinni
hvort borgin gerðist aðili að fleiri
hlutafélögum í atvinnurekstri síð-
ar.
Sigurjón Pétursson, Alb. sagði
m.a. að eðlilegra hefði verið að
gefa fleiri aðilum kost á að vinna
með Reykjavíkurborg að þeim
verkefnum sem samningurinn
við ísfilm fjallaði um. Af samn-
ingunum mætti ráða að ekki
væri gert ráð fyrir fleiri hluthöf-
um í félaginu. Ennfremur væri
það óeðlilegt að meirihluti
stjórnar félagsins réði því t.d. i
hverju framlag borgarinnar
væri fólgið, hvort um peninga
yrði að ræða eða þjónustu. Þá
væri það einsdæmi að sveitarfé-
lag gerðist minnihlutaaðili í
samkeppnisatvinnugrein, sem
væri í blóma í borginni.
Ingibjörg S. Gísladóttir, Kv.fr.,
gagnrýndi að eitt tiltekið einka-
fyrirtæki væri með aðild borgar-
innar stutt af almannafé til
samkeppni við önnur fyrirtæki
af sama toga. Við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar borgarinnar
hefði því verið haldið fram að fé
borgarinnar væri af skornum
skammti, en tveimur vikum síð-
ar hefðu tvær milljónir króna
allt í einu legið á lausu til ráð-
stöfunar í þetta félag.
Gerður Steinþórsdóttir, F„ kvað
engin þau rök hafa komið fram í
umræðum um þetta mál sem
réttlættu aðild borgarinnar að
þessum samningi. í borginni
væru á annan tug fyrirtækja
sem störfuðu á sviði fjölmiðlun-
ar, eins og ráð væri fyrir gert að
Ísfilm starfaði að.
Sigurður E. Guömundsson, A„
kvaðst mundu gera tillögu um
það við afgreiðslu máisins í
borgarstjórn að fleiri aðilar, t.d.
menntastofnanir fengju hlut-
hafaaðild að félaginu og gagn-
rýndi hann m.a. hversu lítið
samráð hefði verið haft við borg-
arstjórn og borgarráð á fyrri
stigum málsins í höndum borg-
arstjóra.
Davíd Oddsson, borgarstjóri,
sagði m.a. við þessar umræður
að hann væri sannfærður um að
ef þetta fyrirtæki kæmist á lagg-
irnar mundi það opna stór-
kostlega möguleika fyrir þá að-
ila sem þegar ynnu á sviði fjöl-
miðlunar. Þegar menn ræddu
um að með aðild borgarinnar
væri almannafé ráðstafað þá
mætti nefna ríkisstyrki til fjöl-
miðla sem ættu í samkeppni, þar
sem sum dagblöðin væru og
mörgum þættu ekki óeðlilegir.
Með aðild borgarinnar væri ver-
ið að styrkja önnur fyrirtæki á
þessu sviði gegn þeirri einokun
sem ríkið hefði í dag.
Þetta mál verður til afgreiðslu
i borgarstjórn síðar.
laga um fasteignasölu, sem verður
væntanlega lagt fyrir Alþingi um
næstu mánaðamót. Frumvarpið er nú
til umfjöllunar hjá Lögmanna-
félaginu, nýstofnuðu Félagi
fasteignasala og svokallaðri prófa-
nefnd fasteignasala, sem starfar á
vegum dómsmálaráðuneytisins.
„Þetta frumvarp, sem samið er
af prófessorunum dr. Ármanni
Snævarr og dr. Gauki Jörundssyni,
er mikil endurskoðun á lögum um
fasteignasölu frá 1938,“ sagði
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, í samtali
við blaðamann Mbl. „í því eru
miklu ítarlegri ákvæði um skyldur
fasteignasala gagnvart viðskipta-
mönnum sínum. Þetta mál komst á
nokkurn rekspöl eftir umræður á
alþingi í fyrravetur og sfðan var
ýtt frekar á það í sumar. Þá gerðu
menn sér vonir um að hægt yrði að
leggja frumvarpið fyrir í þingbyrj-
un í haust. Það tókst ekki og nú er
von á álitsgerðum áðurnefndra
aðila um miðjan mánuðinn."
Baldur sagði að eitt af mörgum
ákvæðum í frumvarpinu fjallaði
um skyldu fasteignasala til að vera
í félagsskap „sem hefur stjórn er
hefur bæði skyldur og agavald.
Ætlunin er að tryggja sem best, að
skyssur, er óneitanlega geta orðið í
fasteignasölu sem og annari versl-
un með lausafjármuni, verði sem
minnstar af völdum fasteignasal-
anna. Lögunum, ef frumvarpið
verður samþykkt, er ætlað að ná
yfir alla, sem gera sér fasteigna-
sölu að atvinnu."
Skv. öðrum upplýsingum Mbl.
hefur frumvarpið verið lengi í
smíðum og leggur dómsmálaráð-
herra nú mikið kapp á, að það verði
lagt fyrir þing sem tyrst og af-
greitt þaðan sem lög.