Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Vafí er í hverjum hefur skolast meira - eftir Guðbjörgu Óskarsdóttur Ég undirrituð vil endilega svara Sigþór Erlendssyni vegna greinar, sem hann skrifar í Morgunblaðið 14. janúar sl. og nefnir „Hver hjálpaði hverjum?" Segir hann að sér þyki hafa skolast til hjá okkur hjónum. En eftir þessari grein að dæma sé ég að skolast hefur illilega til hjá greinarhöfundi og upprifjun hans á þessari hrakninganótt ekki skilað sér samkvæmt því sem gerðist þá. Gæti mér dottið í hug að þú hefðir sé ofsjónir eða jafnvel orðið fyrir einhverjum gjörning- um. Þú segist hafa verið í klukku- tíma að moka okkur úr sköflum sem við hefðum verið föst í, sér- staklega ég. Ég var ekki föst í neinum skafli, og þú þurftir ekki að hjálpa mér yfir neitt. En þegar þú sagðir mér til að bakka, til að taka bílinn þinn í tog, þá var ég komin utarlega, sagðir þú, og þvert í skaflinn. Nú, þú sagðir mér til og ég kom bílnum á réttan kant aftur. Þú þurftir ekkert að moka eða ýta, enda bíllinn með drifi á öllum hjólum, og sá akstur var al- veg farinn að ósk þinni. Mér þykir þú fjári djarfur að setja annað eins á prent og það að þú hafir verið að moka okkur upp úr sköflum í klukkutíma. Valde- mar festi sig ekki heldur. Hann var á undan, beið eftir að ég kæmi á eftir sér og vissi að ég var ekki föst í neinum snjóskafli, enda eng- ir skaflar til að festa sig í. Við urðum í það minnsta ekki vör við það. Eitt hjólið á hans bíl fraus fast meðan hann stoppaði. Ég beið nokkuð fyrir ofan, tilbúin að halda áfram. Þá komst þú og sagði að hjólið væri fast og ég yrði að bíða þar til að það losnaði. Þá hefur hann verið að kalla í talstöðina eftir aðstoð. Þetta var það fyrsta sem ég tal- aði við þig, ég get varla orðað það þannig að ég hafi séð þig. Um leið og þú segir að hjólið sé fast, lítur þú upp og segir „þarna kemur bíll“. Það hlýtur að hafa verið Hveragerðisbíllinn, sem þú segir að hafi komið mér útúr einhverj- um sköflum. Við stóðum á auðu neðar í brekkunni. Eftir skamma stund kemur þú aftur hlaupandi niður að leigu- bilnum. Þú hefur kannski verið að vita hvort hann náði sambandi. Ég kallaði til þín, þegar ég sá þig koma, hvort hjólið hefði losnað. Þú sagir svo vera, og spurðir mig þá hvort ég treysti mér til að taka bíl þinn í tog. Ég neitaði því og sagðist alls ekki treysta mér til þess allra hluta vegna. Fyrst og fremst var ég illa haldin, þó ég kvartaði ekki, bíllinn kaldur og þurrkurnar í ólagi. Ég varð að keyra með hausinn út um glugg- ann og fannst mér betra að vera án þess að hafa bíl í togi. Én ein- hvern veginn tókst þér að hafa mig út í þetta. Tel ég ástæðuna fyrir því vera að ég á mjög bágt með að neita og þar að auki áttir þú í erfiðleikum og vildi ég þá reyna að hjálpa þó ég svo sannar- lega treysti mér ekki til þess. Valdemar segir mér, að þú hafir beðið hann að taka sig í tog, en hann neitaði því, sagðist ekki treysta sér til þess, þá spurðir þú um bílinn sem væri á eftir. Sagði hann þér að það væri konan sín, og hún myndi ekki heldur treysta sér til þess, og þó baðstu mig um að reyna. Þá var bíll Valdermars horfinn niður brekkuna. Átti hann von á að ég kæmi á eftir sér niður, en þegar það dróst svona lengi, hélt hann að eitthvað væri að mér svo hann lagði af stað til að vita hvað tefði mig. Og hefðir þú, Sig- þór, líklega gert nákvæmlega það sama undir svipuðum kringum- stæðum. En eitt skil ég ekki; þú baðst mig alltaf að bíða þó ég væri búin að gera tilraun til að taka bílinn í tog sem tókst ekki. Ég veit ekki eftir hverju ég var alltaf að bíða. Ég býst samt við að það hafi verið ástæðan, að ef engin önnur hjálp bærist hafir þú ætlað að þiggja það sem ég bauð þér strax að koma með niður í Þorlákshöfn með konu og börn, þiggja gistingu og sækja svo bílinn að morgni. Ég vil ekki fara að rifja upp allt það sem hlaust af þessari bið, því er búið að lýsa í blöðum. Þú varst alltaf á hlaupum en þú varst ekki að hlaupa fyrir mig og heldur ekki að moka. Ég sá þig aldrei með skóflu fyrr en fjölskylda þín kom inn í bílinn, þá komstu með skóflu og lést hana aftur f skottið. Það eina sem þú gerðir fyrir mig var að þú hreinsaðir af þurrkunum tvisvar eða þrisvar. Og finnst mér þú færast nokkuð mikið í fang að gera okkur ómerkileg fyrir fram- an alþjóð með slíkum skrifum. Þú segist hafa haft, ekki svo sjaldan, samband við okkur þessa um- ræddu nótt. Ekki veit ég hvernig þú hefur haft samband við Valde- mar, eftir að hann hvarf niður brekkuna (og ekki sagðir þú mér heldur frá þvi að búið væri að kalla á aðstoð). En eins og áður er sagt helt hann fljótlega af stað og hélt mig vera á eftir sér. Eftir að Valdemar kom inn í minn bíl, eins hræðilega útleikinn sem hann var, komstu tvisvar að bílnum. í fyrra skiptið til að sækja fjölskyldu þína og hitt skiptið var þegar þú komst og sóttir fingra- vettlinga sem kona þín lánaði hon- um, en hann gat ekki notað. Þú spurðir ekki hvernig líðanin hjá honum væri, sagðir um leið og þú fórst að ég mætti fara á undan niður brekkuna ef ég treysti mér til. Ég svaraði því til að ég ætlaði að reyna það. Valdemar sagði ekki eitt einasta orð. Síðast eða í seinni hluta greinar þinnar spyrð þú, en ég veit ekki hvern þú ert að spyrja. Þú beinir þeirri spurningu bara eitthvað út í loftið. Af hverju gerðu þau ekki þetta eða hitt, því notuðu þau ekki talstöðina? Hver átti að svara þessu? Talstöðin var einfaldlega ekki notuð, fyrst og fremst vegna þess að við bjuggumst við að við myndum njóta góðs af lögreglu- bílnum, sem kominn var á staðinn, og svo vegna þess að ekki var hægt að ná talstöðvarsambandi þegar komið var niður fyrir brekkuna. Þú segir að lögreglan hafi fylgst með bílunum niður fyrir vegamót Þorlákshafnar og Ölfuss. Það er ekki heldur rétt. Þegar ég sá á ljósunum að þið voruð að beygja, vcrum við langt fyrir ofan vega- mót. Ég var á undan og varð að stoppa þar því heilsan var orðin þannig að ég gat ekki keyrt lengra. I síðasta hluta greinar þinnar svífur hæðni yfir hverju orði f áminningarræðu, sem þú sendir Valdemar. Æða nú ekki út aftur vettlingalaus og illa klæddur, eins og hann hafi gert þessa nótt. Það hjálpar engum að skopast að þeim sem lenda í óhöppum, sem mér finnst liggja í orðum þínum. Þú heldur kannski að þetta hafi verið einhver leikur og ástandið hafi versnað eftir að leiðir skildu. Mér fannst ástandið nógu slæmt þegar leiðir skildu þó það hefði ekki versnað. Enn segir þú; við höfðum sam- band við hjúkrunarfræðing, sem var í lögreglubílnum. Og sagði hún að við hefðum gert það eina rétta, að halda á honum hita. Já, já, ég 29 vafði um hann teppi, sem ég var með i bílnum, en bíllinn var kald- ur, glugginn opinn og miðstöðin hitaði ekki. Mér dettur í hug hvort lögreglumennirnir, sem voru í Skógarhlíðarbrekkunni þessa nótt, hafi ekki heyrt þegar verið var að tala við hjúkrunarfræðing- inn um það slys sem henti Valde- mar. Enginn kom úr þeim bíl til að líta á hann. Gat þetta farið fram hjá þeim? Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir vissum ekki að þau ættu í vand- ræðum, frumskilyrði að við vitum af því. Fór það framhjá þeim???? ' Síðan sendi ég þér, Sigþór, kveðjuna ósnerta til baka, bið þig sjálfan að sjá hlutina í réttu ljósi og segja sannara frá í næstu sögu. Ég vona að þú eigir ekki eftir að lenda í því sama og við lentum í þessa nótt. Og af því ég býst ekki við að skrifa þér aftur, þá nota ég tækifærið til að óska þér þess að þú hafir það sem best og gæfan fylgi þér og þínum. Guðbjörg Óskarsdóttir á heima í Þorlikshöín og hafa skrif orðið um hrakninga hennar og manns henn- ar í Þrengslunum fyrir nokkru. Frá þorrablóti eldri borgara á Egilsstöðum og í Fellum. Þorra fagnað E(ilsstö«<im. 23. janúar. Nú er runninn upp tími þorra- blóta hér á Fljótsdalshéraði — sem hófst venju samkvæmt með blóti Egilsstaðabúa á bóndadaginn — síðastliðinn föstudag. Hátt á fjórða hundrað Egils- staðabúa sóttu þorrablótið að þessu sinni — sem þótti takast hið besta og var góður rómur gerður að skemmtiatriðum og ljúffengum veitingum. Undirbúningsnefnd 32 manna undir forystu Sveins Jónssonar, verkfræðings, hafði veg og vanda að þorrablótinu. Undir- búningsnefnd þessi samdi og flutti öll skemmtiatriði, bakaði laufabrauð og sá um framleiðslu á þorramatnum og drykkjar- föngum. Heiðursgestur þorrablótsins nú voru þau sæmdarhjón Þór- unn Þórhallsdóttir og Steinþór Eiríksson — en þau eru ein af frumbyggjum Egilsstaðaþorps- ins. Það hefur verið föst venja allt frá stofnun Egilsstaðahrepps 1947 að efna til þorrafagnaðar á bóndadaginn og fyrr á árum sóttu nær allir íbúar sveitarfé- lagsins þennan mannfagnað. I gær efndi Félag eldri borg- ara á Egilsstöðum og í Fellum til þorrablóts í Valaskjálf fyrir fé- Iaga sína. Félag þetta var formlega stofnað fyrir réttum hálfum mánuði og er formaður þess Sig- urður Pálsson — en með honum í stjórn eru: Einar Pétursson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Lára Kjerúlf og Kristrún Jónsdóttir, tilnefnd af Tómstundaráði Eg- ilsstaðahrepps. Fyrsta verkefni þessa nýja félags var að efna til þorrablóts — sem tókst hið besta. Það hófst með sameigin- legu borðhaldi klukkan átján — en undir borðum lék Árni ís- leifsson á píanóið milli þess sem félagar sáu um flutning frum- saminna skemmtiatriða. Síðan var stiginn dans til klukkan 23.30. Alls sóttu um 100 manns þorrablótið í gær. Um næstu helgar allt fram á Góu munu síðan hinir rótgrónari hreppar á Héraði halda sín þorrablót — en það hefur verið venja allt frá árinu 1896. Veður verður vonandi ekki til þess að tefja för manna á þorra- blótin — en veður hér hefur ver- ið heldur leiðinlegt um helgina; gengið á með slagveðursrigningu og götur verið ein gljá yfir að líta. Samt hafa óhöpp eða slys ekki orðið teljandi. — Ólafur smáauglýsingar smáauglýsingar — smáauglýsingar smáauglýsingar VEROBREFAMARKAPUR HUSl VERSLUNARINNAR SIMI 687770 Simatimar kl. 10—12 og 3—5. KAUP OG SALA VEQSKULOABRÉFA Framtalsaðstoð Viö aöstoöum moö skattframtal- iö. Einnig einstaklinga meö rekstur og fyrirtæki. Tölvubókhald, Siöumúla 22, sími 83280. Arinhleðsla Sími 84736. Nýbyggingar Steypur, múrverk, flísalögn. Múrarameistarinn sími 19672. : félagslíf —«Ájt/L_*yt—«_ IOOF 1 = 16502038V< = 9 II. Kvenfélag Keflavíkur Fundur i Kirkjulundi, mánudag- inn 6. febrúar, kl. 20.30. Gestir félagsins eru Kvenfélagiö Fjóla, Vatnsleysustrandahreppi. Fjölbreytt dagskrá. ^^arfuglar Aðalfundir Aöalfundir Bandalags íslenskra Fartugla og Farfugladeildar Reykjavikur veröa haldnir fimmtudaginn 16. febrúar 1984 aö Laufásvegi 41. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnirnar. KFUM og KFUK Amtmannsstíg 2B Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Gunnar Stalsett framkvæmdastjóri Norska bibiíufélagsins. Tekiö á móti gjöfum til Hins íslenska bibliufé- lags. Allir velkomnir. Frá Guöspeki- félaginu Áskriftarsími Ganglera er 39573. Erla Stefánsdóttir flytur erindi i húsi félagsins í kvöld kl. 21.00. Erindió nefnist: Dauöi eöa upp- ösa___________________Mörk. Hvíld - Hvíld - Hvíld Tauga og vöövaslökun Isometric Liökandi líkamsæfingar öndunaræfingar Hvildaræfingar, losa um streitu og vöövabólgu, auövelda svefn. Upplýsingar og innritun á kvöld- in i síma 23480. Þórunn Karvelsdóttir. Tilkynníng frá Skíöafélagí Reykjavíkur Skiöatrimmganga á Kjarvalstúni veröur sem hér segir: Föstudag- inn 3. febr. kl. 20.00, laugardag- inn 4. febr. kl. 14.00 og sunnu- daginn 5. febr. kl. 11.00 f.h. Skiöagöngumenn mætiö vel. Stjórnandi Ágúst Björnsson. Skíóafélag Reykjavíkur. UTIVISTARFERÐIR Sunnudagsferðir 5. febr. 1. Kl. 10.30 GuIHom I klaka- böndum. Geysissvæóiö skoðaö o.fl. Verö kr. 500. 2. Kl. 13.00. Skföaganga milli hrauna og hlföa. Gott göngu- skíóasvæói viö Hengil. Verö kr 200. 3. Kl. 13.00. Stóra-Skaröamýr- arfjall. Vetrarfjallganga. Verö kr. 200. Frítt f. börn í feröirnar. Brottför frá bensinsölu BSI. Muniö aímavarann: 14606. Sjáumst! Utivist. Stjórnln,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.