Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
Hugleiðing um Iðnaðar-
mannatal Suðurnesja
Ein af myndunum í bókinni: Hallgrímur Pétursson og Guðríöur Símonardótt-
ir stíga á land í Keflavík vorid 1637. (Teikning eftir Harald Guðbergsson.)
— eftir Guðmund
Guðgeirsson
Mín fornu og góðu kynni við iðn-
aðarmenn á Suðurnesjum hafa
sannarlega sýnt athyglisverð
viðbrögð á félagslegan hátt, vegna
hins frábæra iðnaðarmannatals
sem út kom fyrir síðustu jól, sem
nú prýðir bókahillur þeirra á Suð-
urnesjum og víðar þegar innar
dregur á höfuðborgarsvæðið, en
talið nær yfir heimamenn, burt-
flutta og látna um tvær aldir aft-
ur.
Þetta fyrirmyndarrit veitir
fróðleik þeim sem það lesa, þar
kynnast menn upphafi handverks,
sem leiddi af sér iðnmennt af
margs konar greinum, sem síðar
fengu löggildingu vegna þróunar
þeirra þegar árin liðu. Þessum
iðngreinum fór fjölgandi með
þjóðinni, og hafa veitt umtals-
verða vinnu vegna vaxandi fólks-
fjölgunar í gegnum áratugina,
sem hefur stórbætt hag þess og
framtíð, jafnhliða hinum hefð-
bundnu atvinnuvegum þjóðarinn-
ar um aldir.
Iðnaðarmannatalið er litríkt að
innri gerð, gegnum það streyma
áhrif menningar með sagnfræði-
legum stíl, þar sem hugur og hönd
sitja í öndvegi á þroskabraut
tækniþróunar á liðnum ferli þjóð-
arinnar til vorra daga.
Það kemur greinilega fram að
heildarsamtökin hafa staðið vel að
verki, og vandað til þessarar út-
gáfu, svo sómi er að fyrir iðnað-
armenn á Suðurnesjum. í nefnd
þeirri, sem kosin var til fram-
kvæmda vegna útgáfu talsins,
hafa verið valinkunnir menn, sem
ávallt hafa verið í forystusveit fé-
lagssamtaka.
Fyrstu viðbrögð nefndarinnar
fyrrihíuta árs 1971 voru þau, að
sent var út dreifibréf og eyðublöð
með spurningum um æviágrip iðn-
aðarmanna, í stuttu máli. Þá var
þess vænst að viðkomandi sýndu
— eftir Elísabetu
Óskarsdóttur
1 ársbyrjun 1972 var brotið blað
í skólamálum okkar íslendinga
með því að Guðmundur Arnlaugs-
son, þáverandi rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð, hratt af
stað kvöldnámskeiðahaldi fyrir
„fullorðna", þ.e. fólk 21 árs og
eldra sem einhverra hluta vegna
hafði hætt skólagöngu en vildi nú
eða hafði loks tækifæri til að ljúka
stúdentsprófi. Kvöldnámskeið
þessi voru í upphafi hugsuð sem
tilraun en tóku fljótt á sig fast
snið „alvöru“-skóla, enda gífurleg-
ur áhugi meðal fólks. Þegar á
fyrstu önn létu um 250 manns
skrá sig í deildina og í dag er nem-
endafjöldi í öldungadeild Hamra-
hlíðarskóla einni um 800 manns.
Aðrir framhaldsskólar fylgdu í
kjölfarið og stofnuð var öldunga-
deild við Menntaskólann á Akur-
eyri árið 1975, við fjölbrautaskól-
ana á Suðurnesjum og Sauðár-
króki árið 1979, við Menntaskól-
ann á Isafirði og fjölbrautaskól-
ana á Akranesi, Selfossi og i
Breiðholti árið 1981 og við
Menntaskólann á Egilsstööum og
Flensborgarskóla 1982. Sam-
kvæmt yfirliti menntamálaráðu-
neytisins voru um 20% nemenda í
mennta- og fjölbrautaskólum í
öldungadeildum á vorönn 1983.
Af framangreindu er ljóst að
þörfin fyrir fullorðinsfræðslu á
mennta- og fjölbrautaskólastiginu
er mjög mikil. Ástæðurnar fyrir
þessari þörf eru fjölmargar en þó
kemur einna fyrst í hugann sú gíf-
urlega breyting sem orðið hefur á
atvinnuháttum hér á landi síðustu
15—20 ár og þær auknu kröfur um
menntun hins almenna launþega
sem fylgt hafa í kjölfarið. Hrað-
Guðmundur Guðgeirsson
þessu framtaki góðan skilning og
viðbrögð, og skiluðu skýrslum við
fyrsta tækifæri. En vegna gífur-
legs fjölda iðnaðarmanna í flest-
um iðngreinum á félagssvæðinu
frá fyrstu tíð, tók heimildasöfnun-
in lengri tíma en búist var við í
upphafi eða um 12 ár, enda var um
að ræða 950 æviágrip iðnaðar-
manna, ásamt fleira efni. Bókin
telur um 600 blaðsíður, auk þess
prýdd mörgum merkum myndum,
sem eru athyglisverðar og glæðir
ritið vissum heimildum og lifi.
Nefndin hefur byggt framkvæmd-
ina á fórnarstarfi og baráttuvilja
til að vekja athygli á þróun iðn-
greina og helgum rétti þeirra
manna, sem til hans hafa unnið
samkvæmt iðnlöggjöf, sem ávallt
verður að bera virðingu fyrir.
Löggjöfin veitir mönnum það
sem mætti kalla vígslu á réttind-
um að námi loknu, sem tryggir
mönnum atvinnulega lífsgöngu,
sem ævinlega verður þeim til
framtiðarheilla er velja sér iðn-
grein að ævistarfi. Iðnaður og iðn-
menntun eru þeir burðarstólpar
sem veita og byggja upp þjóð vora
til betri lífskjara.
Það eru verðug og athyglisverð
tímanna tákn, að fyrsti maðurinn
vaxandi tækniþróun og auknar
kröfur um sérhæfða þjónustu á
hinum ýmsu sviðum setja hér
stórt strik í reikninginn. Breyt-
ingar á búsetu hafa sitt að segja
og ennfremur óskir kvenna um
fulla hlutdeild til jafns við karla á
vinnumarkaðnum. Samkvæmt
könnun sem gerð var í Mennta-
skólanum við Hamrahlj'ð eru um
70% nemenda við öldungadeildina
konur og hafa fæstar þeirra aðra
skólagöngu en skyldunám að baki.
Karlar hafa flestir lokið iðnnámi
eða annars konar starfsnámi og
nota því öldungadeildir til að afla
sér viðbótarmenntunar í samræmi
við breyttar kröfur vinnumarkað-
arins. Hinn mikli fjöldi kvenna
sem stundar nám við öldunga-
deildir sýnir berlega að einhvers
staðar hefur verið — eða er jafn-
vel ennþá — pottur brotinn í
skólakerfi okkar og þykir mér full
ástæða til að það mál verði hug-
leitt frekar, þó það verði ekki gert
hér. Þetta hlutfall milli kynjanna
undirstrikar þó framar öllu öðru
þörfina fyrir öldungadeilda-
kennslu.
1 reglugerð um framhaldsskóla
er kveðið skýrt á um að allir skuli
njóta sama réttar til framhalds-
menntunar. En möguleikar til
náms eru að sjálfsögðu misjafnir
og tæplega unnt að gera öllum
jafnhátt undir höfði hvað skóla-
göngu varðar, m.a. vegna búsetu
og efnahags. Hér sanna öldunga-
deildir enn gildi sitt, því þó fólk
eigi einhverra hluta vegna ekki
kost á skólagöngu á venjulegum
framhaldsskólaaldri þá ætti þeim
samkvæmt áðurnefndri regiugerð
að standa opnir möguleikar til
skólagöngu síðar á ævinni. Fyrir
skattgreiðendur og fyrirvinnu
fjölskyldu er það enginn hægðar-
sem skráður er í iðnaðarmannatal
Suðurnesja er séra Hallgrímur
Pétursson. Fyrir tvítugt var hann
við járnsmíðanám í Danmörku.
Dag nokkurn kom að máli við
hann séra Brynjólfur Sveinsson
biskup og bauðst til að koma hon-
um í prestaskóla í Kaupmanna-
höfn, en þá mun Hallgrímur hafa
verið um 18 ára gamall og skóla-
gangan hófst. Biskupinn hefur vit-
að hvað í hinum unga iðnnema
bjó, þess vegna hefur hann viljað
greiða fyrir honum til menntunar
sem veitti möguleika til embættis,
sem síðar varð.
Tíminn leið og fimm árum síðar
hverfur hann aftur til íslands-
stranda og tók hann land í Kefla-
vík. Ekki er vitað að hann hafi
stundað járnsmíðar, en eitthvað
mun hann hafa stundað sjó og
vinnu tengda honum. Síðar gerist
hann prestur á Hvalsnesi á Suður-
nesjum árið 1644, þá um 30 ára
gamall. Þar geymist eitt handverk
af honum gjört, sem sett var á
leiði dóttur hans, Steinunnar, sem
andaðist á fjórða ári í Hvalsnesi.
Síðar gerist Hallgrímur Pétursson
prestur í Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd árið 1651 sem verður
ekki rakið frekar.
Það fer vel á því að séra Hall-
grímur Pétursson leiðir iðnaðar-
mannatalið, ekki síst fyrir það að
hann er eitt hið mesta trúarskáld
þessarar þjóðar sem kunnugt er.
Passíusálmar séra Hallgríms eru
þrungnir andlegum krafti sem er
kyndilberi lífs og ljóss, enda hafa
þeir veitt blessun og birtu í hjörtu
landsmanna í gegnum aldirnar.
Það er mikilsvert að hafa séra
Hallgrím sem verndara iðn-
aðarmannatalsins en hann hefur
góð áhrif á hinn besta bókakost
iðnaðarmanna á Suðurnesjum á
sínu sviði.
Það er athyglisvert að í iðnað-
armannatalinu er teikning þar
sem listamaðurinn Haraldur Guð-
Elísabet Oskarsdóttir
„Viö teljum okkur vera
komin af tilraunastiginu
og þykir tímabært aö
fræðsluyfirvöld viöur-
kenni nám okkar sem full-
gildan og þýðingarmikinn
þátt í skólakerfinu og
komi saman lítilli reglu-
gerð okkur til varnar.“
leikur að setjast á skólabekk að
deginum til, auk þess sem þetta
fólk á oft og tíðum ekki samleið
með unglingum sem stundað hafa
samfellda skólagöngu. Þeir eru
einnig fjölmargir sem verða fyrir
veikindum eða slysum sem gera
þeim ókleift að stunda fyrri at-
vinnu. Það er t.d. erfitt að ímynda
sér sjómann stundas vinnu sína í
hjólastól og í slíkum tilfellum er
tækifæri til frekari menntunar
ómetanlegt. Öldúngadeildir við
starfandi framhaldsskóla eru ódýr
og hentug lausn á þessum vanda.
bergsson túlkar komu séra Hall-
gríms Péturssonar, þegar hann
stígur á land í Keflavík árið 1637.
Leitast verður við að skýra mynd-
ina, sem er mjög merk, með eftir-
farandi atburði:
Á víkinni fyrir utan byggðina
var Vorskipið frá Kaupmanna-
höfn komið, hin fagra seglskúta að
hætti þeirrar tíðar. Hún skartaði
sínum fegursta útbúnaði í veður-
blíðunni á Höfninni. í kringum
hana sveimuðu litlir bátar í við-
hafnarskyni, en einn var að lenda
við ströndina. Séra Hallgrímur
Pétursson stígur á land og kona
hans Guðríður Símonardóttir. Þau
hjónin ganga upp fjöruna með
léttan mal, en við sjávarbakkann
er margt fólk saman komið. Yfir
því hvílir helgur blær og virðing
við komu þessara hjóna.
Síðan hefur leikið birta ljóss og
friðar um minningu iðnaðar-
mannsins séra Hallgríms Péturs-
sonar og konu hans. En hann hef-
ur veitt ljósi trúarinnar til hinnar
íslensku þjóðar og mun ævinlega
gera.
Þá eru tveir bókarflokkar í tal-
inu, í fyrri greininni er fjallað um
iðnir og handiðnir, ásamt heimil-
isiðnaði á liðinni tíð á Suðurnesj-
um. Þetta hafa verið mikilvægir
þættir í lífi landsmanna, sem ná
Við öldungadeildanemar erum
hógvært fólk, því verður ekki neit-
að. Nám okkar jafngildir venju-
legu námi til stúdentsprófs og þau
próf sem við tökum eru fyllilega
sambærileg þeim sem aðrir fram-
haldsskólanemendur taka. Þó
njótum við að jafnaði helmingi
færri kennslustunda í hverri grein
en nemendur í dagskóla. Flest
okkar eru launþegar eða störfum
heima við húshald og uppeldi
barna okkar. Lauslega áætlað eru
vinnustundir okkar á viku, við
starf og nám, ekki undir 80—90
stundum. Þetta sættum við okkur
fyllilega við. Okkur þykir það sár-
ara að við förum á mis við ýmis
fríðindi sem samnemendum okkar
í dagskólum þykja sjálfsögð, svo
sem íþróttakennslu, skoðunarferð-
ir í tengslum við nám og ýmislegt
annað. Þessi fríðindi eru þó smá-
munir miðað við það að við öld
ungadeildanemendur stöndum al-
gerlega utan við öll lög og reglu-
gerðir sem samdar hafa verið um
framhaldsskólana og því hægt að
binda enda á nám okkar með einu
pennastriki ef einhverjum býður
svo við að horfa. Rétt aðeins er
tæpt á því í reglugerð að skólar
megi gera „tilraunir" með fuílorð-
insfræðslu. öldungadeildin við
Hamrahlíð hefur verið starfrækt
síðan 1972, aðrar öldungadeildir
eru annað hvort beint afsprengi
hennar eða starfa eftir hennar
fyrirmynd að meira eða minna
leyti. Við teljuin okkur því vera
komin af tilraunastiginu og þykir
tímabært að fræðsluyfirvöld við-
urkenni nám okkar sem fullgildan
og þýðingarmikinn þátt í skóla-
kerfinu og komi saman lítilli
reglugerð okkur til verndar.
Um nokkurt skeið hefur það
verið árviss atburður að fjárveit-
til vorra daga. Þá eru kaflar um
þróun iðngreina, sem er mjög
fróðlegt. Um þetta skrifar Eyþór
Þórðarson, fyrrverandi formaður
félagssamtakanna og útgáfu-
nefndar talsins.
Seinni ritgerðin er Saga Iðnað-
armannafélags Suðurnesja, en það
var stofnað árið 1934. Hún er í
fjölda kafla, mjög ítarleg og fróð-
leg og prýdd fjölda mynda um
starfsemi félagsins í gegnum tíð-
ina. Verkið lofar meistarann þar
sem víðar. Sagan er skrifuð af
Andrési Kristjánssyni, fyrrver-
andi ritstjóra.
Útgáfa Iðnaðarmannatals Suð-
urnesja er ábending um það,
hvernig slík rit geta best orðið
þegar vel er að staðið. Það er til
fyrirmyndar og því fylgja ham-
ingjuóskir. Þetta tal er öðrum
hvatning og nú er komið að hafn-
firskum iðnaðarmönnum og
Garðabæjar að sýna samstöðu í
útgáfu iðnaðarmannatals. Farið
að dæmi Suðurnesjamanna, þeir
hafa lagt fram miklar heimildir á
sviði iðngreina, það er verðugt
framlag til sögu þjóðarinnar.
Guðmundur Guðgeirsson er hár-
skerameisCari og rann lengi rið þá
iðn í Hafnarfírði en er nú sestur í
helgan stein.
ingavaldið krukki í starfsemi öld-
ungadeildanna. Krukk þetta er
jafnan í formi sparnaðarráðstaf-
ana og gengur jafnvel svo langt að
brotið er á gerðum samningum.
Sparnaður er auðvitað af hinu
góða — nema hann gangi út í öfg-
ar eins og hér er. Við öldunga-
deildanemendur erum flest
skattgreiðendur og því erum það
við sem greiðum kostnað af skóla-
haldi í landinu yfirleitt. Þar að
auki er okkur gert að greiða þriðj-
ung kennslugjalds við öldunga-
deildirnar beint, nokkuð sem ekki
er krafist af samnemendum okkar
í dagskólunum. Við teljum okkur
því enga betlara og finnst við ekki
fara fram á mikið þegar við krefj-
umst þess að fá að starfa að námi
okkar í friði, án hótana um niður-
fellingu öldungadeildanna vegna
misskilins sparnaðar.
Tvö alkunn orðtæki hafa verið
mér hugleikin á meðan á samsetn-
ingu þessa greinarstúfs stóð. Ann-
ars vegar „Bókvitið verður ekki í
askana látið“, hins vegar „Mennt
er máttur". Líklega er flestum það
Ijóst að vegna breyttra þjóðfé-
lagshátta er hið fyrra löngu fallið
úr gildi og á engan rétt á sér leng-
ur. Hið síðara verður hins vegar æ
mikilvægara og nú í byrjun tölvu-
aldar sér enginn fyrir endann á
því mikilvægi. Niðurrifsstarfsemi
í skólamálum er alger tíma-
skekkja, fremur ber að stuðla að
aukinni menntun og hæfni hvers
einstaklings. Það uppbyggjandi
starf sem fer fram í öldungadeild-
um víðs vegar um landið má alls
ekki hefta. Ég vil óska samnem-
endum mínum f öldungadeildum
hvar sem er á landinu árs og frið-
ar og minna þá á að sameinuð
stöndum vér, sundruð föllum vér.
Fyrir hönd hagsmunaráðs
Menntaskólans við Hamrahlíð,
Elísabet Óskarsdóttir er starfs-
stúlka hjá EN-lömpum og nemandi
í tíldungadeild XIH.
Hvers vegna öldungadeildir?