Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
Samnorræn rokkhátíð
í Reykjavík í sumar?
Vel gæti fariö svo, ad efnt yrði
til samnorrænna popptónleika
hér í Reykjavík í sumar og þá
væntanlega í tengslum við Lista-
hátíð.
Þeir Ásmundur Jónsson og
Hilmar J. Hauksson fóru á
NOMUS-ráöstefnuna í vetur og
þar var lagöur grunnur aö þessari
norrænu hátíö. Ef vel tekst til gæti
hún oröiö árviss listviöburöur í
Reykjavík. Hugmyndin er, aö hvert
Norðurlandanna leggi fram eina
sveit til þessara tónleika.
Þá hefur sú hugmynd einnig
skotiö upp kollinum, að framleiddir
verði tónlistarþættir fyrir útvarp og
sjónvarp i hverju Noröurlandanna
og sendir á milli landa.
Hér heima yröi því geröur t.d.
einn þáttur fyrir sjónvarp og send-
ur úr landi og í staöinn fengi sjón-
varpiö fjóra þætti frá hinum Norö-
urlöndunum, sér aö kostnaöar-
lausu.
Aö því er Járnsíöan hefur fregn-
aö hefur þessi hugmynd verið
rædd viö þá útvarpsmenn og hlot-
iö góöar undirtektir. Væri óskandi
aö bæöi útvarp og sjónvarp geng-
ust inn á hugmynd af þessu tagi.
Ekki aðeins fengu þessar stofnanir
sambærilegt efni í staöinn, sér aö
kostnaöarlausu (auövitaö þarf aö
standa straum af gerö íslenska
þáttarlns), heldur yröi hér um
kærkomna kynningu á íslenskri
tónlist aö ræöa.
Tappi Tíkarrass sólugi tók þátt í rokkhátíð í Noregi á sínum tíma og sló
í gegn.
„Ooh“ - hárið á
Jackson brann
Michael Jackson, já, stórstirniö
sjálft, lá síöast er fréttist á sjúkra-
húsi eftir að hafa orðið fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu, aö hár
hans fuöraöi aö mestu upp er
eldur komst í það þegar hann var
að leika í auglýsingu fyrir Pepsi á
föstudagskvöld.
Settir höföu veriö á sviö tónleik-
ar og var aö vonum mikiö um
dýröir, logandi eldur og sprengjur
af alls kyns tagi. í einu atriöi aug-
lýsingarinnar vildi ekki betur til en
svo, aö eldur læstl sig í hár kapp-
ans og varö ekki viö neitt ráöiö fyrr
en háriö var aö mestu á bak og
burt.
Jackson hlaut 2. stigs brunasár
á höföinu og mesta mildi þykir, aö
eldurinn skyldi ekkl læsa sig í föt
hans því þá heföi getaö fariö mun
verr. Líðan söngvarans vinsæla er
talin góö.
} ■
Michael Jackson
Þegar Crass hafði
pressuna að fífli
'Soviet’ faked tape
is rock group hoax
hw niVin i ciru ■ ™
b)f OAVIO LEIGH and PAUL LASHMAR
A TAPE recording, pur-
porting to carry details of a
secret telephone conversa-
tion between Mrs Thatcher
and President Reagan, has
been revealed as a hoax
manufactured deliberately
by an anarchist rock group.
The recording was taken to
hput Europe
How the tape Jooled the • Stmday Ttmei.’
Rugian disinformation cam- Key luie, u, the tape tnc
uS'MT'.Tr01 ,ht ^ X“rÆndLa!
pun* rock during the Falklands war v
»rov|Ær^^ld that they had Secretary of State Haig
ihe ta^J^MMILc d ' 'ha’ "A1""* a P'1" agreement
■ “^-^^^^^^juted to. Thatcher appears to r
Urklippa úr einu bresku blaðanna, þar sem skýrt er frá gabbi Crass-
ara.
Það vakti nokkra athygli á dög-
unum þegar segulbandsupptaka,
sem lætt var inn á ritstjórnir ým-
issa blaða í Evrópu svo lítið eða
ekkert bar á, reyndist innihalda
„meintar viðræöur" þeirra Reag-
ans og Thatcher í síma.
Breska blaöiö The Observer var
eitt þeirra evrópsku blaða, sem
varö þess heiöurs (ef hægt er þá
aö nota þaö orö um þetta) aönjót-
andi aö fá eintak af samtali leiö-
toganna í hendur, en sá ekki
ástæöu til aö gera neitt í málinu.
Öll hin blööin, að einu ítölsku
dagblaöi undanskildu, voru sama
sinnis. Máliö virtist ekki ætla aö
vekja neina eftirtekt í Bretlandi fyrr
en Sunday Mirror sló því upp meö
látum einn sunnudag fyrir
skemmstu.
Fréttamaöur blaösins í New
York staöhæföi þá, aö bandaríska
varnarmalaráöuneytið teldi þessa
segulbandsupptöku enn eina til-
raun Sovétmanna til þess aö tor-
tryggja leiötogana tvo, Reagan og
Thatcher.
í Ijós hefur nú komið, aö þaö
voru engir aörir en meölimir
hljómsveitarinnar Crass, sem
stóöu aö baki þessari segul-
bandsupptöku. Sögöust hljóm-
sveitarmeölimirnir vera undrandi á
því, aö einhverjum skyldi detta í
hug aö þetta væri verk KGB.
Upptökuna settu Crass-arar
saman úr fjöldamörgum útvarps-
og sjónvarpsviötölum viö leiötog-
ana, og meö því aö bæta inn trufl-
unum, líkt og um símtal væri aö
ræöa, tókst þeim að blekkja tvö
dagblöö. „Þótt viö getum fallist á,
að upptakan sé fölsuö erum viö
þeirrar skoðunar, að allt þaö, sem
þar er sagt gæti átt sér styrka stoö
í raunveruleikanum,” sögöu
Crass-arar.
Vonbrigði munu aö líkindum hita upp fyrir Crucifix.
Bandaríska sveitin
Crucifix
sækir ísland heim
Þrátt fyrir barlóm landsmanna allra lætur hljómplötuútgáfan Gramm
ekki deigan siga. Á meðan allir aörir hafa efnt til tónleikahalds með
mismunandi miklu tapi hefur þessu fyrirtæki aö því er virðist einu
tekist aö bjóða upp á tónleika framvarðasveita nýrrar tónlistar án þess
að bera fjárhagslegan skaða af.
Hver uppskriftin aö þessari
velgengni er, er einkamál þessa
fyrirtækis, en í Ijósi taplauss
rekstrar af tónleikum Crass, sem
reyndar voru best sóttu tónleik-
arnir hér á landi í háa herrans tíö
(reyndar komu fjöldamargir aörir
viö sögu og samheitiö var barátta
gegn kjarnorkuvá), og tónleikum
Psychic TV býöur Gramm nú upp á
tónleika bandarísku sveitarinnar
Crucifix.
Þaö er sjaldgæft ef ekki nánast
einsdæmi, að bandarísk rokk-
hljómsveit sæki íslendinga heim.
Heföin veröur þó rofin meö heim-
sókn Crucifix dagana 10. og 11.
febrúar, þar sem efnt veröur til
tvennra tónleika.
Meölimir Crucifix, sem er sveit
frá San Francisco, eru fjórir tals-
ins: Chris/trommur, Jake/gítar,
Matt/bassi og Sothira/söngur. Sá
hinn síöastnefndi mun eiga ættir
aö rekja til Asíu.
Þessi sveit hefur nýveriö gefið út
breiöskifu hjá Corpus Christi, út-
gáfufyrirtæki Crass í Bretlandi.
Platan ber nafnið „Dehumaniza-
tion“ og hefur fengið afar góöar
viötökur: siglir hraöbyri upp óháöa
vinsældalistann í Bretlandi.
Tónlist Crucifix er aö sögn
þeirra, sem vel til þekkja, ótrúlega
kraftmikiö pönk (hver er svo að
segja, að pönkiö sé dautt? —
innsk. SSv.). Slíkur er krafturinn,
aö flokkur á borð viö Dead Kenn-
edys bliknar í samanburöi.
Crucifix kemur hingaö til lands í
kjölfar tónleikaferöar um Bretland,
þar sem nýja platan hefur veriö
kynnt. Tónleikarnir veröa báðir
haldnir í Félagsstofnun stúdenta
áöurnefnda daga og hefjast kl. 22.
Ekkert aldurstakmark veröur.
Ef aö líkum lætur mun hljóm-
sveitin Vonbrigöi einnig leika á
þessum tónleikum, en nánari
dagskrá hefur ekki endanlega ver-
iö ákveöin. Járnsíöan skýrir nánar
frá þessum tónleikum við fyrstu
hentugleika. Forsala aögöngumiöa
hefst 1. febrúar i Gramminu.
Misskilningur um Lydiu Murdock
leiðréttur:
Ekki sótt
til saka fyrir
stuld á lagi
í plötudómi undirritaðs um vestanhafs og þekkt sem slík.
Rás 4 var farið óvægum orðum Hún heföi gefiö út eigin útgáfu á
um söngkonuna Lydiu Murdock þessu lagi og bætt inn í þaö orö-
og hún sögð eiga málaferli yfir um frá Billy Jean, sem er heldur
höföi sér vegna þess að hún betur svikin í tryggöum í upphaf-
hefði nánast stoliö lagi Michael lega textanum. Er farið ófögrum
Jackson, Bílly Jean, í heilu lagi orðum um meöferöina á henni (í
og þrykkt í plast. upphaflega textanum var einhver
gæi, sem svaf hjá henni, barnaöi
Jónatan Garöarsson hjá plötu- og stakk svo af) og laginu snúið
klúbbi Steina sagöi í stuttu spjalli Upp í málsvörn fyrir einstæöar
viö umsjónarmann Járnsíöunnar, mæöur í Bandaríkjunum. Gott og
aö ummælin væru á misskilningi þarft framtak hjá vænunni.
byggö: Þar hafa menn þaö. Murdock
A i fyrsta lagi væri ekki hægt _stal“ ekki Billy Jean, heldur not-
aö sækja Murdock til saka fyrir aöi lagið aö þeim mörkum, sem
aö hafa stoliö laginu, þar sem leyfileg teljast. Aö sjálfsögöu er
hún færi aldrei yfir viöurkennd þessu komiö á framfæri hér og
mörk í þeim efnum. Járnsíöan óskar Murdock alls
★ í ööru lagi bæri að taka þaö velfarnaðar í baráttunni og þakk-
meö í reikninginn, aö Murdock ar Jónatani fyrir aö leiörétta mis-
væri skelegg kvenréttindakona skilninginn.