Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 „Mæling einstakra gigtarþátta gefur betri upplýsingar um sjúk- dómshorfur en hefðbundin próf ‘ Rætt við dr. Ingvar Teitsson lækni um rannsóknir hans á iktsýki IKTSÝKI (Rheumatoid Arthritis), sá sjúkdómur sem manna á meðal er oft nefndur liðagigt, er mörgum íslend- ingum kunnur, flestum af miður góðu. Talið er að allt að átta af hundraði fullorðinna hafi merki um iktsýki. Iktsýki er mjög breytilegur sjúkdómur. Hann getur staðið yfir í skamman tíma og horfið að fullu, en getur einnig varað til frambúöar og dregið fólk til dauða á örfáum árum. Dr. Ingvar Teitsson, læknir, er á meðal þeirra sem hafa sérhæft sig á sviði iktsýki og rannsókna á sjúkdómnum. Þann 18. nóv- ember sl. varði hann doktorsrit- gerð sína (Ph.D. Thesis) við Lundúnaháskóla. Ritgerðina byggði Ingvar á iktsýkirann- sóknum, sem hann hefur unnið að á undanförnum árum, bæði á Englandi og hér heima. Blaða- maður hitti Ingvar að máli þegar hann var nýlega staddur í leyfi hérlendis og spurðist fyrir um ritgerðina, rannsóknirnar og niðurstöður þeirra. — A hvers kyns rannsóknum byggðist ritgerðin ? „Ritgerðin byggðist á rann- sóknum sem ég hef unnið að á undanförnum árum,“ sagði dr. Ingvar. „Einnig var lýsing á þeirri aðferðafræði sem ég beitti við rannsóknirnar veigamikill þáttur í ritgerðinni. Eitt af sérkennum iktsýki eru svonefndir gigtarþættir (Rheu- matoid Factors) sem eru eggja- hvítuefni af þeirri gerð sem kall- ast mótefni. Þótt gigtarþættir séu oft tengdir iktsýki, er þar alls ekki um óhjákvæmilega fylgni að ræða. Það er að segja að talsverður hluti iktsýkisjúkl- inga hefur ekki mælanlega gigt- arþætti í blóðvatni. Einnig finn- ast gigtarþættir stundum í blóð- vatni heilbrigðra, ekki síst hjá öldruðum. Meirihluti sjúklinga með iktsýki á háu stigi hefur gigtarþætti í blóðvatni og rann- sóknirnar fólust í að kanna þrjá meginflokka þeirra, svokallaða IgM, IgA og IgG gigtarþætti. Það hefur verið vitað í all- marga áratugi að gigtarþættir finnast í blóði iktsýkisjúklinga, en mælingaraðferðir verið frem- ur ónákvæmar. Hefðbundin próf sem notuð hafa verið, mæla fyrst og fremst IgM gigtarþátt, en ástæða er að ætla að IgA og IgG gigtarþættir skipti einnig máli í iktsýki. Niðurstöður rann- sókna minna styðja það ákveð- ið.“ — Hver er munurinn á rann- sóknum þínum annars vegar og hefðbundnum gigtarþáttamæling- um hins vegar? „Við rannsóknirnar beitti ég svokölluðum enzým-merktum mótefnaþrófum (Enzyme-linked immunosorbent assay, ELISA), sem hafa þann kost umfram hefðbundnu prófin fyrir gigtar- þætti að með þeim er hægt að mæla einstaka flokka gigtar- þátta. Hefðbundnu prófin hins vegar mæla fyrst og fremst gigt- arþætti af IgM flokki." — Hverjar voru niðurstöðurn- ar? „Verulegur hluti rannsókn- Dr. Ingvar Teitsson, læknir. anna fór fram í Englandi og var þar fylgt eftir hópi sjúklinga með nýbyrjaða iktsýki. Mark- verðustu niðurstöðurnar eru að allir þeir sjúklingar sem höfðu mikið magn IgA gigtarþáttar í byrjun veikinda fengu illvígan sjúkdóm á rannsóknartímabil- inu, sem var frá tveimur til fjög- urra ára. Hins vegar er engin fylgni á milli sjúkdómsferils og magns IgM og IgG gigtarþátta í upphafi veikinda. Niðurstöður bresku athugananna eru því í stuttu máli þær, að aukið magn IgA gigtarþáttar í nýbyrjaðri iktsýki táknar slæmar sjúk- dómshorfur." —7Hvað um hinn íslenska þátt rannsóknanna? „Annar meginþáttur rann- sóknanna var byggður á íslensk- um efnivið. Þar voru rannsakað- ir 180 meðlimir tiltekinnar ís- lenskrar ættar þar sem mikið er um gigtarsjúkdóma af ýmsu tagi. Meirihluti þessa hóps var þó heilbrigður og niðurstöðurnar benda til þess að sá gigtarþáttur sem oft finnst í blóðvatni heil- brigðs aldraðs fólks sé nær ein- göngu af IgM flokki. IgA gigtar- þátturinn fannst yfirleitt ekki í blóðvatni heilbrigðra gamal- menna. Þessar niðurstöður styðja því niðurstöðurnar af breska sjúkl- ingahópnum, að það að mæla einstaka flokka gigtarþátta gefi mun haldbetri upplýsingar en fást með hefðbundnum gigtar- þáttaprófunum. Þá bentu niður- stöður ættarannsóknanna ekki til að framleiðsla gigtarþátta væri bundin ákveðnu erfða- mynstri." — Hvaða þýðingu hafa rann- sóknirnar varðandi meðferð við ikt-sýki? „Hagnýtasta þýðing þessara rannsókna er sú að með mæling- um á IgA gigtarþætti virðist mega segja með betri vissu fyrir um sjúkdómshorfur í nýbyrjaðri iktsýki. Þannig að frekar verði hægt að segja fyrir um hvort „gigtarkastið hennar Guðrúnar verði stutt, eða hvort hún verði komin með krepptar hendur og skemmda liði eftir örfá ár“. Bætt forspá um þetta er afar mikilvæg, ekki síst vegna þess að hægt er að hafa áhrif á gang iktsýkinnar með sérstökum lyfj- um. Þau lyf geta hins vegar haft slæmar aukaverkanir og er því ógjarna beitt nema um illvígan sjúkdóm sé að ræða. Ef hægt er að sjá slæman sjúkdóm fyrir, má grípa til slíkra gigtarlyfja fyrr og þannig ef til vill draga úr eyðileggingu liðanna." — Hverjar eru batalíkur ikt- sýkisjúklinga? „Batalíkur eru ákaflega mis- munandi og þess ber að gæta að iktsýki er algengur sjúkdómur. Talið er að allt að sjö til átta af hundraði fullorðinna hafi ikt- sýki, en hún er ákaflega mis- slæm. Sumir fá iktsýkikast sem varir í einn, tvo mánuði og er þar með úr sögunni. Sjúkdómurinn getur hins vegar eyðilagt liði fólks og lagt það í gröfina á ör- fáum árum. Þannig er mjög mik- ilvægt að geta sem fyrst sagt fyrir um það hvort sjúkdómur- inn er líklegur til að verða slæm- ur til frambúðar eða vægur, þar eð lyfjameðferðin tekur mið af því.“ — Er gigt algengari hjá þeim sem búa í köldu eða röku lofts- lagi? „Nei, svo er ekki. Þó hefur því oft verið slegið fram að gigt finnist frekar hjá fólki sem býr á kaldari slóðum. Á þessu voru gerðar umfangsmiklar rann- sóknir fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Könnuð var tíðni iktsýki í hópum fólks á mismunandi slóð- um, allt frá Jamaica í hitabelt- inu til Norður-Englands. Kom þá í ljós að munurinn var enginn og hlutfallslega þjáðust ekki fleiri Englendingar af iktsýki en fólk á suðrænum slóðum. Hins vegar er það svo að kuldi og raki valda því að iktsýkisjúklingar finna meira fyrir gigtinni og sú staðreynd hefur orsakað þennan misskilning." — Er iktsýki þá ekki algengari á íslandi en annars staðar? „Tíðni iktsýki á íslandi hefur ekki verið könnuð nákvæmlega, en allt bendir til að iktsýkin sé ámóta algeng hjá okkur og hjá nágrannaþjóðunum. Tíðni sjúk- dómsins fer líka mjög eftir því hvernig hann er skilgreindur. Álitamál getur verið hvort telja skuli með það fólk sem fengið hefur einungis eitt vægt kast og ekki meir. Hins vegar er það staðreynd að talsverður hluti iktsýkisjúklinga á við mjög slæman sjúkdóm að stríða. Ef til vill má segja að fjórðungur sjúklinganna nái sér aldrei og sé með illvígan sjúkdóm ævilangt," sagði dr. Ingvar Teitsson að lok- um. Ingvar er nú búsettur í Glas- gow í Skotlandi, þar sem hann starfar á Royal Infirmary sjúkrahúsinu. VE Sölvi Bjarnason BA undir hamarinn: Skuldirnar viö Fiskveiðasjóð hærri en tryggingarupphæðin UPPBOÐI á togaranum Sölva Bjarnasyni BA-65, sem átti að fara fram á föstudaginn að kröfu Fisk- veiðasjóðs, var frestað á síðustu stundu fram í mars nk. Ástæðan var sú, að uppboðsbeiðandi taldr sig hafa ástæðu til að ætla að greiða mætti úr vandræðum út- gerðarinnar á þessum tíma, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Fiskveiðasjóði í gær. „Ef til vill verður þá komið eitthvað raunhæf- ara í Ijós um hvað gert verður til aðstoðar útgerðinni í landinu," sagði Gunnar ívarsson, skrifstofu- stjóri sjóðsins. Skuldir útgerðarfyrirtækisins, Tálkna hf. á Tálknafirði, við sjóðinn nema liðlega 115 millj- ónum króna, að sögn Ársæls Eg- ilssonar, útgerðarstjóra á Tálknafirði. Skipið hefur legið bundið við bryggju á Tálknafirði síðan í byrjun nóvember sl. og er eitt þeirra skipa, sem skulda hvað mest. „Skuldirnar hjá Fiskveiða- sjóði einum eru hærri en trygg- ingarupphæð skipsins, sem var síðast þegar ég vissi um 100 milljónir," sagði Áræll í samtali við blaðamann Mbl. „Þetta hefur lengi verið glóru- laust dæmi,“ sagði hann. „Við höfum verið að berjast í þessu í Togarinn Sölvi Bjarnason BA 65 trausti þess að eitthvað yrði gert en það bólar ekkert á því ennþá.“ Sölvi Bjarnason BA var í leigu hjá Bílddælingum á sl. ári, frá apríl og út október. Þá treystu Bílddælingar sér ekki til að gera skipið út lengur. Áður hafði Tálkni hf. gert skipið út frá Bíldudal um þriggja ára skeið. „Það er vonlaust fyrir ein- staklinga að standa í þessu leng- ur,“ sagði Ársæll. „Enginn veit ennþá hvernig kvótinn verður eða hvort nokkuð fiskast. Skipið er í sjálfu sér klárt til að fara á veiðar fljótlega — það var tekin upp í því vélin hér eftir að það bilaði á Bíldudal í haust. Nú þarf bara að yfirfara. tæki og skoða skipið og þá væri hægt að gefa út haffærnisskírteini. En það verð- ur varla okkar höfuðverkur að koma því á sjó, því ég reikna ekki með að við verðum eigendur skipsins mikið lengur." Ársæll Egilsson sagði að skuldir útgerðarinnar auk skulda við Fiskveiðasjóð væru töluverðar, m.a. fyrir veiðarfæri og olíu. „Það er bót í máli að við skuldum einstaklingum ekki mjög mikið," sagði hann. Arnarflugs- menn byrja að fljúga í Nígeríu ARNARFLUG mun hefja flug sitt fyrir Nígeríumenn seinni partinn í þessari viku, að sögn Agnars Frið- rikssonar, framkvæmdastjóra Arn- arflugs, sem sagði að ýmsar tafir hefðu orðið vegna stjórnarbyltingar- innar í landinu um áramótin. „Vélin, sem við tókum á leigu til verkefnisins og er af gerðinni Boeing 727-100, verður afhent í Miami í Bandaríkjunum á fimmtudag og munu bandarískir flugmenn fljúga henni yfir til Amsterdam í Hollandi og síðan áfram til Nígeríu," sagði Agnar ennfremur. Agnar sagði aðspurður, að flug- liðar félagsins væru nú í þjálfun hjá bandaríska flugfélaginu Un- ited og myndi fyrsta áhöfnin verða komin til Nígeríu 9. febrúar nk. og síðan hver af annarri, en gert væri ráð fyrir, að fjórar áhafnir myndu sinna þessu verk- efni. Agnar Friðriksson sagði að starfsemi félagsins yrði rekin út frá Lagos, en flogið verður til nokkurra staða innanlands. Sér- stakur stöðvarstjóri Arnarflugs verður staðsettur í Lagos, en alls munu 25 starfsmenn félagsins taka þátt í starfseminni syðra, þ.e. 12 flugliðar, 8 flugfreyjur, 2—3 flugvirkjar og tveir stjórnendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.