Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
Lóð á vogarskálina
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Olafur Jóhann Sigurósson:
DREKAR OG SMÁFUGLAR
Ur fórum blaóamanns.
Mál og menning 1983.
f augum ungra lesenda hlýtur
Páll Jónsson blaðamaður að vera
eins konar fornmaður eða tíma-
skekkja. Það er hann að vissu
marki. En þó munu slíkir menn
hafa verið til og hugsunarháttur
hans er um margt dæmigerður
fyrir þjóðræknilega sósíalista
fimmta áratugar, einkum þá sem
komu úr sveit og plássum. Páll
þróast að vísu hægt og seint til
sósíalískrar stefnu, en hún er
niðurstaða sögunnar af „Páli
Jónssyni á Jörðinni, Páli Jónssyni
á smákorni í óendanlegum og und-
ursamlegum alheimi ... “ Sá Páll
vill „leggja skoplítið lóð á vogar-
skálina gegnt hrokafylltri
sprengjuskál myrkra afla, fursta
gullsins, vopnanna og tortím-
ingarinnar ..." Eftir átökin við
Alþingishúsið 30. mars 1949 vakn-
ar hann að fullu til vitundar um
þann háska sem hann telur steðja
að þjóð sinni.
Frá Páli Jónssyni hefur ólafur
Jóhann Sigurðsson sagt áður í
Gangvirkinu (1955) og Seiði og
hélogum (1977). Þetta er orðið
mikið verk að vöxtum, ein metnað-
arfyllsta tilraun til ritunar sam-
tímaskáldsögu sem hér hefur ver-
ið gerð. Drekar og smáfuglar eru
um sex hundruð blaðsíður og
einskis látið ófreistað í krufningu
góðra og vondra afla samfélags-
ins.
Félagslegum skáldsögum hættir
Af næringargildi
nýmjólkur
Bókmenntír
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jónas Guðmundsson: Ný-mjólk
Útg. Skákprent 1983
Utlit bókarinar vekur forvitni,
bókin er hjúpuð eftirlíkingu af
mjólkurhyrnu, þegar hún hefur
verið tekin af er innan í ljómandi
snotur bók að ytra útliti. Og hér
eru nokkrir tugir greina, sem höf-
undur segir í formála, að hafi orð-
ið til í eins konar skrefatalningu
inni á dagblaðinu Tímanum.
Fyrstu þættirnir munu frá önd-
verðu ári 1982 en hið nýjasta mun
svo hafa fengið inni í DV eftir að
höfundur hafði verið afþakkaður í
Tímablaði, að eigin sögn vegna
skrifa hans um sauðkind og mjólk.
Jónas Guðmundsson hefur verið
afkastamikill höfundur hin síð-
ustu tuttugu ár og látið frá sér
fara smásögur, ævisögur, ljóð,
leikrit og sjálfsagt eitthvað fleira.
Hann hefur aukinheldur fengist
við málaralist og haldið allmargar
sýningar á verkum sínum. Jónas
hefur á hinum seinni árum sér-
staklega tileinkað sér þurran og
hæðnislegan stíl, allt á að vera
sagt í hálfkæringi, en lesandi
skynjar væntanlega fljótlega að
það er grynnra á alvörunni en höf-
undur kærir sig kannski um. Hér
er þetta lof en ekki last, vel að
merkja. Sérviskuleg orðheppni
hans, sem með tímanum hefur
orðið honum áreynslulítil gefur
greinum í þessari bók oft og einatt
afar læsilegan blæ. Hér er stiklað
á stórum málum og smáum, mikið
er um dálítið skondnar veðurlýs-
ingar og reyndar er Jónas bara
snjall samlíkingamaður þótt hann
skjóti á stundum yfir markið.
Hann segir í formála að þessar
greinar hafi aldrei átt að verða að
bók, enda bera greinarnar þess
merki að þær eru skrifaðar fyrir
líðandi stund. Samt hefur Jónas
nægilega margt sniðugt til mál-
Jónas Guðmundsson
anna að leggja og kemur því frá
sér á þannig máta, að það er eig-
inlega ágætt að útgáfan Skák-
prent skuli hafa hvatt hann til að
gefa þær út.
Þó að greinarnar séu harla mis-
jafnar að gæðum og afar misjafn-
leg áhugaverðar að mínum dómi,
er þessi kaldranalega hlýja oft af-
ar viðfelldin. Og þrátt fyrir býsna
mikið af endurtekningum og á
stundum fullmikið af . röfli um
mjólkurverð og sauðkind, svona
fyrir minn smekk, eru dregnar
upp ánægjulegar og haganlegar
myndir í Ný-mjólk Jónasar. Sem
gerir það að verkum, að maður
nýtur þess að lesa kaflana — lang-
flesta.
Á nokkrum stöðum (á vinstri
siðum einkum virtist mér) hefur
eitthvað farið úrskeiðis varðandi
tæknilegu hliðina og vantaði þá
stundum smáorð inn í sem höfðu
þurrkast út. Varla við höfund að
sakast um það og að öðru leyti
hugnaðist mér útlit ágætlega og
innihaldið hefur í sér töiuverða
næringu.
Loðnuveiðin:
Jón Kjartansson með 100 lestir
til að einfalda um of. Fram hjá
slíkum skerjum tekst Ólafi Jó-
hanni Sigurðssyni ekki að sigla, en
þó væri fráleitt að álykta að lýsing
hans væri öll í ýkjustíl. Margar
persónanna eru að vísu skopstæl-
ingar eða tákn. En víða kynnumst
við fólki sem er af holdi og blóði,
ekki í svörtu og hvítu, á til fleiri
en eina hlið.
Maður kemst ekki hjá því að
rifja upp Atómstöð Halldórs
Laxness og bera hana saman við
Reykjavíkurmynd Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar. Er Páll kannski ný
Ugla? Þessar skáldsögur eru um
margt líkar, en stíll Ólafs Jóhanns
er breiðari, lygnari en hin gal-
vaska ádrepa Laxness. Ólafur Jó-
hann gefur lesandanum oftar
tækifæri til að draga eigin álykt-
anir, ekki síst vegna þess hve sak-
laus og auðtrúa Páll Jónsson er,
jafnvel hálfgert flón á köflum.
Aftur á móti breytist frásögn
blaðamannsins í predikun þegar
hann hefur snúið baki við blaði
sínu og spilltum húsbónda í gervi
ritstjóra og handbendis landsölu-
manna. Þetta nær hámarki í
langri frásögn af kylfu- og
táragassdeginum mikla sem áður
var nefndur. En það ber ekki að
lasta að höfundurinn gerir vel
grein fyrir upptökum slagsins og
hefur alls ekki búið til enn eina
rauðu glansmyndina. Lýsing hans
er vitanlega fyrst og fremst af
sjónarhóli andstæðinga
Atlantshafsbandalags og sam-
vinnu við Bandaríkin og önnur
vestræn ríki. En eins og góðum
skáldsagnahöfundi sæmir eru
fleiri fletir á henni.
Eins og segir í byrjun skáldsög-
unnar þegar lýst er skriftum Páls
blaðamanns er hann ekki „að
Ólafur Jóhann Sigurðsson
reyna að semja skáldsögu né bók
af neinu tagi, heldur einungis
freista þess að glöggva mig á
sjálfum mér og öðrum, rifja upp
fyrir mér liðnar stundir, sólunda
pappír". Þetta er auðvitað var-
nagli og á að leyfa höfundinum að
segja frá í endurminningastíl og
hirða minna um lögmál skáldsögu.
En það eru ekki aðeins fullyrð-
ingar og getgátur um stórkostleg
svik og glæpi valdamanna gagn-
vart þjóð sinni sem Ólafur Jóhann
leggur persónum sínum í munn.
Það er viðfangsefni sagnfræðinn-
ar að taka afstöðu til slíks. Hann
gerir skil persónulegum harmi
Páls Jónssonar með þeim hætti að
hann blandast pólitík. Páll kemst
að því að faðir hans er vesæll
maður. Hann verður fyrir kylfu-
höggi frá sínum eigin föður sem er
í hópi hvítliða. En bót er í máli að
hann kvænist valkyrjunni sem
lætur mest að sér kveða við að
löðrunga fulltrúa auðvaldsafl-
anna. Þetta gæti sosum allt hafa
gerst, en sýnir glögglega hve höf-
undi skáldsögunnar er mikið í
mun að gæða uppgjör sitt við sam-
tímann pólitískri merkingu.
Ferð Páls Jónssonar til
bernskustöðva sinna á Djúpafirði,
heim til lindanna til að grafast
fyrir um rætur sínar er í hinum
rómantíska anda félagslegra
skáldsagna sem við þekkjum.
Jafnvel hjólhestur Páls nefnist
Hamlet. Og oftar en einu sinni er
vikið að Sigurði Fáfnisbana og
öðrum hetjum, enda nokkuð um
tilvísanir til goðafræðinnar og
auðvitað margt táknræns eðlis
þrátt fyrir hið raunsæilega yfir-
bragð sögunnar. Lýsingin á veru
Páls á Djúpafirði er reyndar í
þeim epíska anda sem stundum
gerir Dreka og smáfugla hugþekk-
an lestur. Nákvæmar lýsingar höf-
undarins verða þó oft furðu lang-
dregnar og vafasamt að þær telj-
ist heildarmyndinni til tekna. En
einir sér standa margir kaflar
sögunnar vel að vígi, stundum ör-
stutt atriði og varpa ljósi á gerð
Páls og samtíð hans.
Dæmi um skop sem heppnast er
þáttur skáldkonunnar Kolbrúnar
frá Kvisthóli og háðsleg dæmi um
samskipti hennar við Valþór rit-
stjóra og útgefanda. Mörg spaugi-
leg atriði önnur mætti tína til.
Blysfari, blað Páls, hefur kannski
aldrei verið til nema í hugskoti
höfundar, en segir þrátt fyrir það
nokkra sögu af blaðamennsku í
Reykjavík. Aron Eilífs skáld og
spekingur er sambland af þekkt-
um persónum úr íslensku menn-
ingarlífi, mjög skopgerð persóna.
I Drekum og smáfuglum færist
Ólafur Jóhann Sigurðsson mikið í
fang. Skáldsagan er uppgjör hans
við samtíð sína, um margt for-
vitnileg, en ekki nýstárleg. Allt
verkar kunnuglegt og eins og eftir
forskrift þeirra sósíalista sem um
margt eru íhaldssamir og gylla
fortíðina með sérkennilegum og
umfram allt mótsagnakenndum
hætti. í öndvegi er amman góða og
hið verðmæta gangvirki hennar
sem má ekki stöðvast.
LOÐNUVEIÐIN er enn treg, en eitt
skip fékk afla í fyrrinótt. Var það
Jón Kjartansson SU 111, sem fékk
100 lestir.
Afla sinn fékk Jón á grunninu
úti af Hornafirði og er nú nokkur
fjöldi skipa á leið þangað. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eru sjómenn nú vonbetri
en áður um það að loðnan fari að
gefa sig að nýju, en nánast engin
veiði hefur verið frá því fyrir ára-
mót.
Smá forskot
á sæluna
Kvíkmyndír
Ólafur M. Jóhannesson
Mynd Yves Boisset:
Le prix du danger.
Handrit: Yves Boisset og Jean
('urtelin eftir sögu Robert Shcekl-
ey.
Kvikmyndataka: Pierre-William
Glenn.
Klipping: Michelle David.
Tónlist: Vladimir Cosima.
Stjórn: Yves Boisset.
Listahátíð í Reykjavík 1984.
Ég hef ekki lagt í vana minn
að greina hér í pistlum frá
kvikmyndum þeim sem hin ár-
lega kvikmyndahátíð Listahátíð-
ar býður uppá fyrr en sú stóra
stund er runnin á tímans skjá,
að frumsýningarmyndin hefir
séð dagsins ljós í A-sal Regnbog-
ans. En ég get ekki stillt mig um
að leyfa hungruðum kvikmynda-
unnendum svona rétt að narta í
veisluföngin áður en þau eru
borin fram úr eldhúsi og á
veisluborðið, sem Sigmar
Hauksson og félagar bera
ábyrgð á þetta árið. Sem sýnis-
horn hef ég valið kvikmynd eins
gesta kvikmyndahátíðar, Frakk-
ans Yves Boisset og nefnist sú á
hinu ástkæra ylhýra: Áhættu-
þóknun eða Le prix du danger.
Mynd þessi er máski lítt í anda
fyrri listahátíðarkvikmynda, því
hún fylgir d.vggilega formúlu
bandarískra ofurspennumynda,
slíkra sem gjarnan streyma úr
smiðju Clint Eastwood, en
hræddur er ég- um að kvik-
myndahátíð sem flaggaði
Eastwood-mynd yrði að athlægi
um gervalla kvikmyndabyggð.
Ég get huggað hina hreinrækt-
uðu kvikmyndaáhugamenn með
því, að þrátt fyrir að mynd þessi
beri svipmót ofurspennumynda
þá er gnægð heilafóðurs að finna
bakvið glanspappírinn.
Þannig má telja fullvíst að
Boisset sé hér að ráðast á þann
fjölmiðlaveruleik, sem nú tekur
sem óðast við af þeim veruleika
sem áður ríkti og taldist á
áb.vrgð Guðs. Hinn nýi veruleiki
er á ábyrgð manna slíkra sem
ráða sjónvarpsstöðvum. Þannig
virðist manni sem hinn almenni
maður er birtist í Le prix du
danger sé gersamlega á valdi
sjónvarpsveruleikans og skiptir
ekki máli þótt þar sé verið að
murka lífið úr mannveru, svo
fremi sem leikur gladíatoranna
er innan þeirra marka er hönn-
uðir sjónvarpsefnisins setja. Er
næsta áhrifamikið að fylgjast
með flótta hins unga atvinnu-
leysingja, sem sjónvarpið hefir
keypt til að flýja undan fimm
morðóðum millistéttarmönnum.
Ýmist sjáum við leik kattarins
að músinni með augum kvik-
myndavélarinnar — sem í þessu
tilfelli gefur raunsanna mynd af
atburðarásinni — eða með aug-
um myndbandsins sem þjónar
sjónvarpsveruleikanum. Þannig
gefst áhorfandanum færi á að
skoða þá rnynd er sjónvarpið
gefur af veruleikanum, jafn-
framt því sem hann upplifir þá
spennu er fylgir ætíð vel heppn-
aðri ofurspennumynd og hér
næst með raunsannri mynd af
lífsbaráttu unga mannsins.
Ef þessi tvíhliða veruleiki: Le
prix du danger er skoðaður nánar
og horft framhjá þeirri stað-
reynd að næsta auðvelt er að
gleyma sér í eltingaleiknum, sem
á vissan hátt upphefur hin ólíku
svið myndarinnar, þá kemur í
ljós að sjónvarpsveruleikinn er
máski ekki svo fjarlægur og ef
til vill nær hjarta mannsins en
sú veröld sem við höfum hingað
til talið tilheyra guði og
mönnum. í það minnsta sá ég
ekki betur en áhorfendur kynnu
betur að meta þann veruleika,
sem stjórnandi gladíatoraþátt-
arins framreiddi, en hinn er
fórnarlambið — ungi atvinnu-
leysinginn — tjáði með athöfn-
um sínum. Samt höfðu sjón-
varpsáhorfendur samúð með
þessum unga manni sem var
plataður útí hinn ógeðfellda leik.
Slíkt skipti hér harla litlu máli
því fjölmiðlakóngarnir virtust
hafa alger tök á veruleikanum
og gátu snúið öllu sér í hag, jafn-
vel nýtt sér samúð lýðsins með
fórnarlambinu. Varð mér hugsað
til Kremlarherra þá fórnarlamb-
ið unga var flutt í spennitreyju
— þrotið að kröftum eftir elt-
ingarleikinn — til „endurhæf-
ingar“ á ónefndan geðspítala.
Hver veit nema hér rísi berg-
málslausir Kremlermúrar í
skjóli alvaldra fjölmiðlaherra? I
það minnsta gefur mynd Yves
Boisset: Le prix du danger í skyn
að þegar sé til hleðsla í múrinn
og jafnvel að bygging hans sé
hafin af fullum krafti.