Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Litla sviðid tíu ára Tilraunaleikhús Sviðið gefur möguleika á óvenjulegu verkefnavali og gegnir því meðal annars hlutverki til- raunaleikhúss. Návígið við áhorf- andann breytir kröfum bæði til leikarans og leikmyndarinnar, þar þýðir ekki annað en að hafa allt hundrað prósent ekta. Með lítið svið getur leikhúsið nýtt betur starfskraft sinn því ekki geta allir unnið á stóra sviðinu í einu. Það er liðin tíð þegar maður var að öf- undast við leikara sem gátu verið í frii og fengið launin sín send heim á meðan við unnum hvern dag, því langt er síðan ég komst að raun um að eitt versta sem fyrir leikara getur komið er verkefnaleysi og þá jafnframt þjálfunarleysi. Vinnan á Litla sviðinú hefur því án efa skilað sér á Stóra sviðinu." Hér eru þau Bríet Héðinsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Sigmund- ur Örn Arngrímsson í hlutverkum sínum í „Milli himins og jarðar“, leikriti fyrir yngstu leikhúsgestina, byggðu á sögum eftir Ionesco og Steffan Wiist- erberg. Litla sviðið í Þjóðleikhúskjallar- anum á tíu ára starfsafmæli um þessar mundir og reyndar er afmæl- ið tvöfalt því 20 ár eru liðin frá því fyrst var farið að starfrækja lítið svið við Þjóðleikhúsið. Þorlákur Þórðar- son hefur verið leiksviðsstjóri Litla sviðsins frá upphafi. Blaðamaður Morgunblaðsins leit við hjá honum fyrir skömmu og átti við hann spjall í tilefni afmælisins. Bráðabirgðaástand í tuttugu ár var það snemma ljóst að þörf var á litlu sviði við Þjóðleikhúsið og hófst starfsemin fyrir 20 árum í Lindarbæ. Voru sýningar settar þar á svið óreglulega í tíu ár eða þar til við misstum það húsnæði," hóf Þorlákur máls. „Ekki var gef- ist upp að svo stöddu og starfsem- in flutt í Þjóðleikhúskjallarann til bráðabirgða og reyndar af illri nauðsyn því kjallaranum hefur frá upphafi verið ætlað að vera veitingastaður. En á þessum árum hafði Litla sviðið sannað tilveru- rétt sinn enda hlutverk þess marg- þætt og er engum blöðum um það að fletta að það hefur verið ómet- anlegt íslenskri leiklist." Þorlákur Þórðarson á 34 ára starf að baki við Þjóðleikhúsið og hefur ver- ið leiksviðsstjóri Litla sviðsins frá upphafi. Herdís Þorvaldsdóttir fór með aðalhlutverkið og um leið eina hlutverkið í leikriti Roberto Athayde „Fröken Margrét". Benedikt Árnason leikstýrði. Inúk-maðurinn er metsýning Litla sviðsins, en leikhópurinn samdi verkið ásamt Haraldi Olafssyni. Ketill Larsen, Kristbjörg Kjeld og Brynja Benediktsdóttir í hlutverkum sínum, en Brynja var jafnframt leik- stjóri verksins. Reynsluskóli „Nú, á þessum árum ráku leik- húsin leiklistarskóla og útskrifuðu fjölda ungra leikara sem fengu margir hverjir tækifæri til að sanna sig á Litla sviðinu. Síðan hefur þróunin orðið sú að allir leikarar Þjóðleikhússins hafa leik- ið hér niðri. Uppsetning á Litla sviðinu er mun minna og ódýrara fyrirtæki en á því stóra og hafa íslenskir leikritahöfundar fengið þar tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri sem annars er ekki víst að hefðu séð dagsins Ijós og hefur það eflaust verið mörgum þeirra hvatning. Leikstjórum og leikmyndateiknurum hefur Litla sviðið einnig verið dýrmætur reynsluskóli. Af þeim 32 verkum sem frumsýnd hafa verið á Litla sviðinu siðastliðin tíu ár hafa ver- ið 18 leikstjórar og 16 leikmynda- teiknarar, og 18 af verkunum hafa verið íslensk, segir það sina sögu. Leikarar frá einum upp í tólf — Hvaða verk eni eftirminni- legust af þeim sem hér hafa verið? Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Uppsetningar hafa verið margar og ólíkar, leikara- fjöldi allt frá einum upp í tólf, svo ekki sé minnst á ólíkar útfærslur á sviðinu. Enda er það föstum „Lokaæfing“ eftir Svövu Jakobsdóttur er á fjölum Litla sviðsins í vetur. Edda Þórarinsdóttir og Sigurður Karlsson í hlutverkum sínum. Bríet Héð- insdóttir leikstýrði. gestum Litla sviðsins ætíð til- hlökkunarefni að ganga í salinn og sjá hvar og hvernig sviðinu hefur verið fyrirkomið í þetta skipti. Fyrsta verkið sem hér var frum- sýnt var „Liðin tíð“ eftir Harold Pinter. Leikstýrði því Stefán Bald- ursson núverandi leikhússtjóri í Iðnó. Okkar metsýning í kjallar- anum var „Inúk-maðurinn“. Leik- rit um eskimóa og þeirra málefni, samið af Haraldi ólafssyni og leikhópnum. Brynja Benedikts- dóttir var leikstjóri sýningarinn- ar. Inúk var sýnt í 3 ár, fyrst 65 sinnum í kjallaranum og síðan 57 sinnum í félagsheimilum og skól- um víðsvegar um landið. Þá sýnd- um við þetta verk erlendis, alls 105 sinnum í 23 þjóðlöndum. Það var hreint ótrúlegt hvað þetta gekk vel og enn er verið að spyrja um þetta verk hjá okkur. Ég vona sannarlega að ekki líði á löngu þar til fólk tekur sig saman um að framkvæma eitthvað þessu líkt.“ Leikhúsið og veitingahúsið — Hvernig hefur reynst að nota leikhúskjallarann undir Litla sviðið? „Staðurinn er ákaflega óheppi- legur og þegar maður lítur til baka er maður hissa á hvernig þetta hefur getað gengið. Hér eru engar geymslur fyrir leikmynd né annað, en henni þarf að pakka saman eftir hverja sýningu til að rýma fyrir veitingarekstrinum. En það alversta við að hafa þetta tvennt á sama stað er að við höf- um þurft að sleppa albestu sýn- ingardögum vikunnar, föstudög- um og laugardögum. Það hefur verið ljóst frá upphafi að þörf er að fá annan stað fyrir Litla sviðið. I nýjum lögum um Þjóðleikhús sem Alþingi samþykkti fyrir fimm árum stendur orðrétt: „Þjóðleik- Jón Gunnarsson og Árni Ibsen í hlutverkum sínum í „Kirsublóm á Norður- fjalli", Haukur J. Gunnarsson leikstýrði. „Súkkulaði handa Silju“ eftir Nínu Björk Árnadóttur. Ellert Ingimundarson, Bára Magnúsdóttir og Guðjón Pedersen í hlutverkum sínum. Leikstjóri var María Kristjánsdóttir. húsið skal svo fljótt sem verða má koma sér upp öðru leiksviði, svo mögulegt sé að framkvæma ákvæði þessara laga, og leysi það þá af hólmi bráðabirgðasvið það sem komið hefur verið upp í veit- ingasal leikhúskjallara." Best að hafa eitt leikrit í einu — Hvernig hefur aðsókn að sýn- ingum hér verið? Mjög góð yfirleitt. Á tíu árum hafa 50.280 gestir verið á 690 sýn- ingum. Og það er svo skrýtið að áhorfendahópurinn virðist að stórum hluta vera annar en sá sem sækir sýningar Stóra sviðs- ins. Það er ekki langt síðan ég spjallaði við fólk hér frammi í anddyri fyrir sýningu sem í 20 ár hafði sótt frumsýningar á Stóra sviðinu en var að koma í fyrsta „Hefur verið ómetan- legt íslenskri leiklist“ Rætt við Þorlák Þórðarson Ieiksviðsstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.